Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 1
24 síðuff * fótmál fyrir Rússum r I PARÍS, 16. des. — (Reuter). — Ráðherrafundur NATO- ríkjanna samþykkti í dag að hafna algerlega tillögum Rússa um að afhenda Austur-Þjóðverjum Austur-Berlín en gera Vestur-Berlín að fríríki. Lýsti fundurinn því yfir að hann styddi í einu og öllu ákvörðun Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna um að flytja lið sitt ekki brott frá Berlín. — Kemur þetta fram í ályktun fundarins. Þá er því lýst yfir, að Rússar séu ábyrgir fyrir því að samgönguleiðir Vesturveldanna til Vestur-Berlín teppist ekki. NATO víkur ekki Berhnar-málinu Her vesfurveldanna verð- ur í Berlín og hótunum Rússa mœtt með festu Það er álit fundarins, að ekkert eitt hernámsveldanna 1 Berlín geti einhliða losað sig undan samningsskyldum í sambandi við hernám borgarinnar. Er að lokum lýst yfir að mæta verði hótunum Rússa með fullkominni festu og með einingu vestrænna þjóða. Er á það minnt að Vesturveldin hafa hvað eftir annað lýst sig fús til að leysa Þýzkalandsmálið í heild og stuðla að sameiningu Þýzkalands með lýðræðislegum kosningum. — Eru Vesturveldin enn sem fyrr fús að ræða við Rússa um lausn þessa mikilvæga máls, þótt þau vilji ekki semja undir hótunum. Allt frá stríðslokum hafa Rússar og fylgiríki þeirra haft margfaldan herbúnað á við Vestur- ) veldin. Er það álit kunnugustu manna, að á fyrstu árunum eftir stríðið hafi það verið atóm- sprengjur Bandaríkjanna sem komu í veg fyrir að Rússar hæfu þriðju heimsstyrjöldina og síðar stofnun Atlantshafsbandalagsins. ) Síðustu ár hefur það komið Vesturveldunum á óvart, hve Rússar hafa eflt stórkostlega árásar- herstyrk sinn og komið sér upp langdrægum ílugskeytum til árása á Ameríku. <j Er talið að framfarirnar í hemaðartækni Rússa muni skapa mikla hættu á næstu árum. — Bandaríkjamenn hafa því gripið til þess ráðs til bráðabirgða að búa kafbáta sína út með litlum flugskeytum og munu setja þá í varðstöðu á Norðurpólssvæðinu. Myndin sýnir bandaríska kaf- bátinn Grayback, sem er búinn flugskeyti af tegundinni Regulus II. Dregur til úrslita í stjórnarmynd- unarviðræðum formanns Sjálfstæðisflokksins Ölafur Thors mun ræba v/ð fulltrúa stjórnarflokkanna t dag Dulles utanríkisráðherra Banda ríkjanna flutti framsöguræðu á ráðherrafundinum um Berlínar- málið. Hann sagði að Rússar myndu ekki hætta á styrjöld vegna Berlínar og að NATO- ríkin þyrftu engar áhyggjur að hafa af hótunum Rússa. — NATO-ríkin yrðu að vera föst fyrir gegn ofbeldinu. Sann- leikurinn væri sá, að ef Rússum yrði gefin eftir ein tomma myndu þeir fara heila mílu. Dulles bætti því við, að Vestur- veldin myndu ekki semja við Rússa, þegar þeir beittu hótun- um. Taldi hann að ásælni Rússa í Berlín að þessu sinni væri að- eins liður í víðtækri ásókn Rússa um allan heim. Þeir vildu nota tækifærið til útþenslu, hvar sem færi gæfist. Svar Vesturveld- anna yrði að hvika hvergi um fót mál. Ef gefið væri eftir myndi árásarsinnum vaxa hugur og gæti slíkt leitt til hinna alvarleg- ustu atburða. Þá gat Dulles þess, að ein af ástæðunum fyrir aðgerðum Rússa í Berlínarmálinu kynni að vera sá mikli munur sem er á lífskjörum manna í Vestur-Ber- lín og hins vegar í Austur- Þýzkalandi og leppríkjunum. Það væri æðstu mönnum Rússa þyrn- ir í augum, að hinar kúguðu þjóðir hefðu fyrir framan sig slíkan sýningarglugga um vel- ferð og frelsi manna í hinum vest rænu lýðræðislöndum. Miklar umræður urðu um Ber- línarmálið og allar á þá leið, að ekki mætti láta undan. Von Brentano utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands sagði við blaðamenn að fundinum loknum, að Þjóðverjar væru hæstánægðir með þessi málalok. Utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands var falið að semja orðsendingu til Rússa, sem felur í sér að Berlinartillögum þeirra sé hafnað. Verður orðsend ingin rædd í Atlantshafsráðinu áður en hún er send austur á bóg- inn. Ceimferðir nœsta vor CRANWELL, Englandi, 16. des. (Reuter) Sir Richard Atcherley marskálkur í brezka flughernum upplýsti í dag, að bandarískir flugmenn myndu fara í fyrstu geimferðina næsta vor. Fara þeir upp í loftið með ákaflega hrað- fleygum flugvélum af tegundinni X-15. Munu þeir stefna langt út fyrir gufuhvolf jarðarinnar, fljúga einn hring í kringum jörð- ina og lenda aftur á sama stíð og þeir lögðu upp frá, ef allt ger.gur að óskum. PARÍS, 16. des. — (Reuter). — Yfirstjórn NATO birti í dag skýrslu þar sem því er lýst yfir, að kommúnísku ríkin í Austur- Evrópu hafi sem stendur 4,5 milljónir manna undir vopnum í landhernum. Þar af eru 3 millj- ónir í rússneskna hernum. Flugher Rússa er öflugri en nokkru sinni fyrr. Þeir eiga 20 þúsund orrustuflugvélar. Þeir eiga um 500 risavaxnar sprengju- flugvélar, er geta borið kjarn- orkusprengjur. Rússneski flotinn er næst- stærsti sjóher heimsins og er búizt við að hann hafi yfir 700 kafbátum að ráða árið 1960. E N G I N ný tíðindi gerð- ust í gær í sambandi við tilraunir til mynd- unar nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Þingflokkur og tniðstjórn Sjálfstæðismanna Ef allur mannafli kommúnísku ríkjanna í landher, flugher og flota er talinn mun talan ekki vera undir 6 milljónum manna. Þrátt fyrir margar opinberar til- kynningar Rússa um að fækkað hafi verið í hernum er álitið að herstyrkurinn hafi haldizt ó- breyttur. Það kom greinilega í ljós í Ung verjalandi haustið 1956, að rúss- neski herinn er fær um að greiða þung högg og í skyndi. Það er einnig staðreynd að herskyldan í Rússlandi er 3—4 ár, nokkuð breytileg eftir því í hvaða her- þjónustu er. Rússar hafa stöðugt tilbúinn í sat á fundi lengi dags. Einnig munu hafa verið fundir í hin- um þingflokkunum. Gert var ráð fyrir í gær- kvöldi, að formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, Austur-Þýzkalandi öflugan sókn- arher vélaherdeilda. í honum eru 22 herfylki. Auk þess eru 60 rúss- nesk herfylki í fylgiríkjunum og Vestur-Rússlandi. Þá er frá því skýrt í hinni op- inberu skýrslu NATO, að rúss- neski herinn hafi verið endur- skipulagður síðan 1952, þannig að hann getur betur staðizt atómárásir. Þá hefur hann verið búinn hinum fullkomnustu eld- flaugum. Virðist hann ráða yfir óþrjótandi magni af eldflaugum af öllum gerðum. Að undanförnu hafa Rússar mjög fjölgað herflugvöllum sín- um í Austur-Evrópu og einnig munu þeir vinna að því að leggja hernaðarlega þýðingarmiklar olíuleiðslur frá olíulindum við Kaspíahaf til herbækistöðva sinna vestur í álfunni myndi árdegis í dag eiga sam- töl við fulltrúa hinna þing- flokkanna. Er líklegt að nán- ari fregnir berist í dag eða á morgun af niðurstöðum við- ræðna þeirra sem farið hafa fram undanfarna daga milli stjórnmálaflokkanna. De Gaulle boðið til Bandaríkjanna PARÍS, 16. des. — Charles de Gaulle, forsætisráðherra, mun heimsækja Bandaríkin einhvern tíma á næsta ári. Dulles, utanrík- isráðherra átti fund með de Gaulle í gærkvöldi #g endurnýj- aði hann þá gamalt heimboð við hann. ★-------------★ Miðvikudagur 17. desember Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Kennir frönskum stúdentum íslenzku (Samtal við prófessor Maurice Gravier). — 6: Ráðstefnan í París (Erl. yfir- litsgrein). — 8: Aumlegt yfirklór kommúnista (frá Dagsbrúnarfundi) — 10: Tízkufréttir (Kvennadálkar). — 12: Forystugreinin: Árangurinn af stefnu Eysteins. Ríkasti kapitalistinn í ríkjum kommúnista (Utan úr heimi). — 13: Samtal við Thor Thors um störf þings S.Þ. Bókmenntaþáttur Kristmanns Guðmundssonar. — 16: Eyðsluhyggja og blind kröfu- sjónarmið (Ræða Knúts Þor- steinssonar skólastjóra). — 18: íþróttafréttir. ★---------------------------★ Rússar halda stöðugt áfram oð efla herstyrk sinn Stefna oð jbvi oð hafa 700 kafbáta dr/ð /960 9 X 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.