Morgunblaðið - 17.12.1958, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.12.1958, Qupperneq 22
 MOnCl’NBLAÐIB Miðvikudagur 17. des. 1958 3. bekkingar sýndu þjoðdansa. Stúlkurnar voru allar í íslenzkum búningi, svo sem venja er 1. des. Fullveldisfagnaður í Cagnfrœðaskóla fyrrverandi nemendur skólans sóttu þennan fagnað, og fór sam- koman mjög vel fram og var nemendum til sóma í hvivetna. Félags- og skemmtanalíf nem- enda hér er gott. Sá þáttur skóla starfsins er mikilvægur og stuðl- ar að auknum þroska nemend- anna. (Myndirnar tók Árni Matt- híasson. — G. Jólagjafasjóður „Stóru barnanna" Heiðruðu samborgarar! MÖRGUM er orðið kunnugt um þennan litla sjóð. Því, sem safn- ast í hann fyrir jólin, er varið til að gleðja vangefið fólk, sem dvelst á hælisstofnunum. Allir, sem leggja eitthvað af mörkum í því skyni, geta verið þess full- vissir að þeim hefir lánazt að gleðja aðra, því að vangefið fólk gleðst hjartanlega af litlu tilefni, en það hryggist einnig eins og börnin, ef því er gleymt. X sumar var stofnað Styrktar- félag vangefins fólks hér á landi. Starfi þess fylgja góðar óskir og fyrirbænir margra. Mörg líknar- félög bera nafn með rentu, ekki sízt félög til lxknar þeim, sem ekkert geta hjálpað sér sjálfir, ekki bundizt neinum samtökum sér til hagsbóta. Jólagjafasjóður Stóru barnanna, sem starfað hef- ur í nokkur ár, verður nú af- hentur hinu nýja félagi, það er eðlilegast að hann starfi innan vébanda þess þegar það er komið til sögunnar. Við, sem að honum höfum starfað, óskum aðeins eftir að hsnn fái að bera sama nafn framvegis og hafi áfram það markmið, sem í nafni hans felst. Undanfarin ár hefur Ragnhild- ur Ingibergsdóttir læknir, Kópa- vogshæli, keypt jólgjafir handa öllum hælunum og sent þær, og kann ég henni miklar þakkir fyr- ir. En nú mun hver forstöðukona kaupa handa sinu heimilisfólki fyrir það fé, sem úthlutað er úr sjóðnum. Gjöfum í jólagjafasjóð- inn veita viðtöku auk Ragnhildar, þau Kristrún Guðmundsdóttir, Auðarstræti 17, sem er gjaldkeri Styrktarfélags vangefinna, og Georg Lúðvíksson, forstjóri Rík- isspítalanna, Klapparstíg 29, sem er gjaldkeri Jólagjafasjóðsins. Að svo mæltu þakka ég blaðinu birtingu þessa greinarstúfs og öll- um þeim, sem muna eftir Jóla- gjafasjóði Stóru barnanna. Gleðileg jól. Emil Björnsson. Sexmenningarnir syngja ýmis dægurlög. Tvísýn hraðkeppni að Háloga- landi annað kvold Hér leikur Elín Guðmunds- dóttir í 1. bekk einleik á píanó og eru það klassísk lög. á Isafirði ISAFIRÐI, Nemendur Gagn- fræðaskólans efndu 30. nóvem- ber, til fullvaldisfagnaðar í húsa- kynnum skólans. Efnisskráin var fjölbreytt og höfðu nemendur lagt sérstaka alúð við undirbún- ing allan, og notið góðrar aðstoð- ar kennara sinna. ★ Á efnisskránni voru m.a.: kór- söngur tveggja kóra, einleikur á píanó, þjóðdansar, söngur með gítar- og píanóundirleik og leik- þáttur. Guðmundur Árnason, kennari, minntist fullveldisins í ágætri ræðu. Að lokum var stig- inn dans af miklu fjöri. Margir IR og FH mætast - ÞAU eru að verða tíð hin stærri handknattleiksmót að Háloga- landi. Þau bera vott um vaxandi líf innan handknattleiksíþróttar- innar og eru sannarlega skemmti- leg tilbreyting frá hinum löngu meistaramótum, sem stundum standa í 3 mánuði eða lengur. Enn fyllist húsið þegar lirað- keppni er, en öllu skyldi þó í hóf stillt. Ekki er þó að efast um að hinni næstu hraðkeppni, sem hefst annað kvöld verður vel fagnað. Þar verður skorið úr um það hvaða fjórir eða jafnvel sex leikmenn komast til æfinga fyrir - og KR móti Fram landsleikjaförina til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og verður keppnin því ekki gefin fyrr en í fulla hnefana. Þessi hraðkeppnl sem hefst á morgun og lýkur á föstudags- kvöld er haldin í ágóðaskyni fyr- ir landsleikjaförina. Það er Hand knattleikssambandið sem að henni stendur — og uppi á pöll- unum einhvers staðar mun lands- liðsnefndin sitja með sín al- skyggnu gleraugu og velja 4—6 menn í hóp þeirra 14 sem fyrir eru við æfingar undir utanferð- ina. Tíu lið taka þátta í hraðkeppn- inni og hefur verið dregið um það hverjir leika saman fyrra kvöldið, en keppnin er útsláttar- keppni og er það lið úr leik sem tapar. Leikirnir annað kvöld eru: Ármann — Keflavík Víkingur — Afturelding ÍR — FH KR — Fram Valur — Þróttur. Ekki er að efa að athyglin beinist að leik IR—FH og leik KR gegn Fram. Þetta eru 4 sterk- ustu lið landsins nú. Fram vann síðustu hraðkeppni og áður hef- ur ÍR unnið eina og KR-ingar eru nýbakaðir Réykjavíkurmeist arar. Um styrkleika FH vita allir. Hvað gerist er ómögulegt um að spá. — Og grunntónn keppninn- ar verður án efa keppnin um landsliðssætin 4 eða 6. EFTIB EDDVARD SCHURÉ Þessi stórmerka bók er áreiðanlega fær um að beina huga lesandans í hamingjuátt. Björn Magnússon prófessor þýddi bókina. Bókin er 436 blaðsíður. Verð kr. 198.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Lesið meistaralega sagðar ævisögur hinna vígðu meistara. Lesið um LAUNHELGAR EGYTALANDS, MUSTERIÐ 1 DELFÍ, REGLUNA OG KENNINGAR HENNAR. VIGÐIR SVIEI8TARAR Hraðskákmót Keflavíkur KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 17. des. — Skákfélag Keflavíkur gekkst fyrir hraðskákmóti á sunnudaginn var. Þáttakendur voru alls 14, en tefld var tvöföld umferð svo að hver keppandi varð að tefla 26 skákir. ,Ólafur Gíslason úr Reykjavík tefldi sem gestur á mótinu. Skákkeppni þessi var fjörug og spennandi. Sérstaka athygli vakti árangur þriggja unglinga, eða Helga Ólafssonar 15 ára, sem hlaut 3. sæti, Pálmars Breiðfjörð, 14 ára og Hauks Angantýssonar 10 ára. Sigurvegari varð Ólafur Gísla- son og hlaut hann fagran bikar að launum, en grip þennan hafði Haukur Magnússon forstjóri gef- ið. Úrslit urðu þessi: 1. Ólafur Gíslason 21% vinning; 2. Guðmudur Gíslason I9V2; 3. Helgi Ólafsson 18; 4. Borgþór H. Jónsson 16%; 5—7. Pálmar Breið 14; Vilhjálfur Þórhallsson 14; Haukur Magnússon 14; 8. Páll Jónsson 13%; 9. Haukur Angan- týsson 10; 10—12. Júlíus Eggerts- son 9; Hörður Pálsson 9; Bryn- leifur Jónsson 9; 13. Magnús Gíslason 8; 14. Hilmar Pétursson 6 vinninga. — BÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.