Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 10
r 1C MORGUIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. des. 1958 Jólag jafadeild V í n g 1 ö s Sjússaglös Ö 1 g 1 ö s Vatnsglös S n a p s a glös Cocktailglös Coniaksglös Campavínsglös í miklu úrvali — Falleg glös setja hátíðasvip á jójaborðið Kátt er um jólin koma þau senn. MARUIORINN LaUGAVEG 89 Ní SENDING síðdegiskjólar kvöldkjólar MARKAIHRINN LAUGAVEG 89 Bezta úrval bæjarins af hönzkum og háisklútum Hanzkar og hálskiútar er góð og smekkleg jólagjöf. MARKADURINN HAFNARSTRÆTI 5 LAUGAVEG 89 HAFNARSTRÆTI 11 Nf SENDING ) greiðslusloppa margir litir; stuttir, síðir, þröngir, víðir. ^J\venj>jórfin oc^ heimitiá Tízkufréttir frá Lundúnum ÉG fór nýlega á tízkusýningu hjá Edward Rayne (hann fram- leiðir nælonsokka og skó), til Þessi fallegi, mjúki kjóll er úr rayon-jersey, ljósbleikur að lit. Efnið er sérstaklíga skemmti- legt — hárfeldur! Kjóllinn er frá Dorville. þess að sjá það nýjasta í sokka- tízku, þykkprjónaða vetrarsokka, sem búnir eru til úr nælon og terylene. Þetta er í fyrsta sinn, sem þessi efni hafa verið not- uð saman í sokka. Mér fannst þeir fallegir og eiga þeir er- indi til íslenzku kvennanna í frosthörkunni, þótt sennilega reynist þeir of hlýir inni við. Þeir eru kallaðir „Tweedies" og koma í mörgum litum, einnig skemmti- lega sprengdir. Það er auðvelt að þvo þá og þeir þorna fljótt. Rayne-nælonsokkar eru einnig mjög fallegir. Flestir nota saum- lausa sokka, þeir eru einnig ó- dýrari, en aðrir kunna betur við sauma. Nú þegar pilsin eru stutt, dregst athyglin að fótleggjun- um og allt er gert til þess að leggirnir sýnist sem lengstir og fegurstir. Á þessari sokkasýn- ingu komu fram 13 gullfallegar (erlendar sýningarstúlkur og í MARKADURINN HAí'N ARISTRÆTI 5 Þessi unga stúlka er ekki síður lagleg. Hún kemur frá Dan- mörku og klæðist nælonsokk- um, sem Rayne kallar: „Eng- inn litur“. Skórnir eru einnig smíði hans, kvenlegir fyrir fagran fót. lokin kom prinsessa frá Indlandi, sem sýndi okkur aðeins tána, því hún var í þjóðbúningi sínum! Það var ekki að furða þótt sokk- arnir litu glæsilega út á þessum fótleggjum — en ég held nú samt að það sé viturlegra að klæðast þykkum sokkum að vetrinum en hafa bláa leggi. 13—®—13 Ekki eru jólin fyrr liðin en búðirnar byrja að auglýsa útsöl- ur sínar, sem standa fram í miðj- an janúar. Þessar útsölur eru stórkostlegar og flestir fala sig upp fyrir árið, þegar þeir kom- ast að söluborðinu, sem stundum getur í sannleika sagt verið erf- itt. Eftir útsölurnar byrja vor- fötin að koma fram. Mér hefur verið sagt að tízkuhús Christian Diors hafi „nýja“ ermalínu á boð- stólum. Þessar ermar eru kallað- ar „kimono" og eru sniðnar með kjólnum í heilu lagi og ná niður að mitti. „Empire“-línan, sem hefur verið svo vinsæl, er ennþá mikið í tízku, en mittið hefur færzt dálítið neðar, þó ekki á rétt an stað! Sumarkjólapils eru víð og notuð með lausum jökkum, sem hanga beint niður. Litirnir virðast vera fölir — drapplitur, hafralitur og laxableikt eiga vin- sældum að fagna. Rétt núna hafa allir hugann við jólin, vorið virðist svo langt í burtu, og kertin á jólatrjánum mmm Þessi fallega rauðhærða stúlka er ensk. Hún klæðist þykkum vetrarsokkum (Rayne), sem fara sérlega vel við leðurjakk- ann hennar og lághæluðu skóna. minna okkur einungis á það bezta og fegursta í heiminum. Gleðileg jól! — Krf. Franski tízkuteiknarinn, frú Chanel, sem við hér þekkjum bezt sem höfund ilmvatnsins Chanel nr. 5, hefur aðallega gert dragtir að sérgrein sinni. Dragt- irnar hennar eru einstaklega ein- faldar í sniði og þægilegar og alltaf saumaðar úr vönduðustu efnum. Kvölddragtin hér á myndinni er úr gull-„lamé“ með íofnum fjólubláum blómum. Blússan og fóðrið er úr fjólubláu „moiré“. Það er ekkert spaug að kaupa sér svo vandaða flík, en hún ætti að geta enzt Iengi. Kjóllinn á myndinii. ct frm Lancin-Castillo og á að vera sér- lega hentugur fyrir þær konur, sem aðeins geta leyft sér að eiga einn sparikjól. Hann er úr svörtu krepefni. Innanundir er fleginn kjóll með hlírum og ofurlitlum fellingum í pilsinu. Utan yfir er svo stuttur bolerojakki með klæði legum kraga. Við kjólinn er haft mjótt satinbelti með slaufu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.