Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 9 Siö skip — fersk og ósvikin sjómannasaga STEINDÓR STEINDÓRSSON mennlaskólakennari segir: „ .. (Sigurðiw Haralz) er gæddur mikilli frásagnargáfu og þeim skaphita, sem gæði'r alla sögu hans fersku lífi „ . . . . stíll hans er safamikill og hispurs- Iaus .... (en Sig. fell- ur ekki) í þá freistni að gerast grrófyrtur um of . . . .“ ,, .... mannlýsing- arnar eru glöggar svo að lesandinn þekkir prýðilega piltana, bæði í hásetaklefunum og yfirmennina á stjórnpalli . . . . “ Jónína Fje/dsted Kveðf'uorð JÓNÍNA Thorarensen í Kirkju- bæ var sú kona, sem í mestum metum var á Suðurlandi í mínu ungdæmi. Ekki eins og títt er fyrst og fremst vegna fyrirmann- legrar framkomu, stjórnsemi og mikilleika á veraldarvísu — þó hún ætti þetta allt í ríkum mæli •— heldur vegna enn dýrmætari mannkosta, réttsýni, góðvildar og trygglyndis, sem jafnt féll í hlut hinna smæstu sem hinna æðstu. Þeir sem lesið hafa endurminn- ingar sonar hennar, Egils, um móður sína, og ekki þekktu hana persónulega, kunna að láta sér detta í hug, að hér komi meira fram af sonarlegri ást og þökk, en sjálfstætt, hlutlægt mat. En það sem Egill segir svo ógleyman- lega fallega, var almannarómur í mínu ungdæmi, og þekkti ég hana jafnt af lýsingum hjúa henn ar og vina. Jónína í Kirkjubæ var ákaflega hamingjusöm kona, ekki _bara af því að lífið færði henni upp í hendur allt það bezta, sem það átti, heldur vegna hins, að án þessa alls gat hún lifað, hamingja hennar átti sér rætur i meðfæddri fórnarlund, allt hennar mikla veraldarlán, var í hennar augum léðir fjársjóð ir, sem hún fékk í hendur til að ávaxta. Sá sem ekki krefst mikils fyrir sjálfan sig, þarf ekkert að óttast, engu að kvíða, og sjálfur dauðinn er honum aðeins nætur- hvíld eftir erilsaman dag. Jónína í Kirkjubæ er fyrir löngu horfin ytri sjónum vina sinna og barna, en þau blessa enn hverja stund er þau áttu með henni. Lífið heldur áfram, stundum rennur það eins og á markaðri braut, og við finnum til öryggis- kenndarinnar, sem það gefur að halda okkur vita hvað við tekur næsta dag, en skyndi- lega snýr það af leið og farmið- inn okkar gildir ekki lengra. Flest iifum við þó áfram í þeirri trú að ekkert fari forgörðum, sem eitt sinn kviknaði í brjóstinu, hvað þá náði þroska. Og þetta hefir líka ásannazt fyrir augum okkar, því Jónína í Kirkjubæ er fyrir löngu endurborin í þennan heim. Og hún fæddist til allrar hinnar fyrri hamingju, allt ver- aldarlán var á ný lagt henni í hendur, og blessun vináttu og ástar. Rétt fyrir jólin 1916 fæddist Jónína yngri Thorarensen. For- eldrar hennar, Vigdís og Skúli, munu hafa séð að við vögguna stóð verndarengill fjölskyldunn- ar, og í skærum augum og mikil úðlegu, hreinu yfirbragði mátti sjá það svipmót, sem þau áttu kærast í minni. 1943 giftist Jón- ína Ágústi Fjeldsted og eignuðust þau fimm börn, og sannarlega virtist framtíð þeirra slík, sem allir mundu kjósa sér og börnum sínum. Við augum blasti hin bjarta braut öryggis og ham- ingju. En forsjónin virðist hafa sínar eigin fyrirætlanir með okkur, og skyndilega er snúið af hinni heillandi, öruggu braut dags og sólar og inn í þungan, djúpan skugga, þar sem við átt- um okkur ekki á neinum vega- merkjum. í þessum svala skugga barðist Jónína yngri síðustu árin af ofur- mannlegum hetjuskap, ekki vegna sjálfrar sín, heldur barna sinna og ástvina, sem einnig háðu sitt stríð við hlið hennar, sem gaf þeim hamingju, er ekki varð notið að henni fjarstaddri. Hún átti nægilega sterk bein til að þola hina góðu daga velgengni og atlætis, og vilji hennar og trú var jafnóbuguð í þrautum hinna erfiðu nátta. Og nú hefir Jónína yngri líka kvatt börn sín og vini um stund. Síðustu dagana sem hún dvaldist hér, kallaði hún þá til sín til að kveðja þá og þakka samferðina. Hún þurfti sjálf að bregða sér frá, samkvæmt fyrirmælum þess, sem okkur berað hlýða og þjóna, jafnvel fremur okkar eigin börn- um. Og við stöndum öll aftur við harðlæstar dyrnar og endurtök- um þau orð er föðurbróðir henn- ar mælti við móður sína, ömmu hennar: Við blessum hverja stund sem þar var lifuð. Ragnar Jónsson. Sftéttarfélag barnaicennara FUNDUR í Stéttarfélagi barna- kennara í Reykjavík, haldinn 26. nóv. 1958, fagnar mjög eindreg- ið útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur og flytur þakkir öll- um þeim, sem að þeirri lausn hafa stuðlað. Jafnframt færir fundurinn þakkir þeim þjóðum, sem beint eða óbeint hafa viður- kennt hina nýju landhelgi, en fordæmir harðlega fólslegar of- beldisaðgerðir Breta, sem þver- brjóta samþykkt Atlantshafs- bandalagsins og stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða. En að þessum samtökum báðum eru íslendingar og Bretar aðilar. Engum dylst, að Bretar ætla sér áframhaldandi hernaðarað- gerðir í íslenzkri landhelgi, með- an þeir sjá sér það fært. Og við- búið, að þeir svífist einskis, er á harðnar, það sýna ítrekaðar tilraunir þeirra til að kafsigla íslenzku varðskipin og aðgerðir þeirra og hótanir um að skjóta þau niður innan þeirrar línu, sem þeir þó viðurkenna lögmæta. Einnig er nú komið á daginn, að þeir reyna að tefja og tor- velda lausn málsins á alþjóða- vettvangi og sýna þannig, að sjálfir hafa þeir enga trú á eigin málstað og vita hann vondan. Með ofangreindar staðreyndir i huga skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að kveðja heim sendi- herra sinn í Bretlandi og vísa brott sendiherra Breta hér, svo og að Atlantshafsbandalaginu verði tilkynnt úrsögn íslands treystist bandalagið ekki til að knýja Breta til að láta af hern- aðaraðgerðum við ísland og bíða átekta, eins og siðaðar þjóðir hafa gert. Ennfremur telur fundurinn ó- hjákvæmilegt að Bretar verði kærðir fyrir Sameinuðu þjóðun- um, fáist það ekki fram, að mál- ið verði þar rætt og til lykta leitt. Ljóst er öllum, að efnaleg lífs- afkoma íslendinga byggist að kalla eingöngu á fiskveiðum. Fundurinn skorar því á núver- andi ríkisstjórn og þá, sem síðar taka þar sæti, að setjast aldrei að samningaborði með Bretum eða neinni þjóð annarri til samn- inga um innfærslu núgildandi landhelgi, heldur að hið fyrsta verði hafizt handa frekari út- færslu landhelginnar, og minnir fundurinn í því sambandi á hina fornu landhelgi, sem var 24 milur út fyrir firði og flóa. Fundurinn heitir á fslendinga alla að standa sem einn maður með einn vilja, eina sál að þessu máli, í fullum skilningi þess, hvað í húfi er, ef um hársbreidd er hvikað. Stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík. Kuldaúlpur á börn og fullorðna Skyriur Bindi Sokkar Nærföt Náttföt ☆ Hanzkar Vettlingar Treflar ☆ Herra frakkar Raksett Gjafasett ☆ VERflANDI HF. T ryggvagötu Ein merkasta bókin, sem komiö hefir út á þessu ári er: Opinherun Jóhannesar eftir Sigudbjöm Einarsson prófessor — með 15 tréskurðar- myndum eftir Albrech Dureu* Ritdómendur hafa all- ir dæmt bókinni mik- ið lof og talað um „snilldarverk“. í Mbl. segir m.a.: .... efnismeðferð er alþýðleg og miðuð við það, að hver hugsandi maðutr geti haft full not af henni .... 1 Vísi segir: .... er ég hafði .... lokið lestrinum stóð bókin fyrir sálatrsjón minni, sem máttug prédikun .... rituð af snilld, miklu hisp- ursleysi, stefnufestu og andagift ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.