Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 16
16 MORGUNttLAÐIÐ Miðvikudagur 17. des. 1958 Eyðsluhyggja og blind kröfusjón- armið mega ekki raska „reglu heilbrigðrar skynsemiy/ Ræða Knuts Þorsteinssonar skólastjóra ílutt að Hoín í Hornafirði 1. des. s.l. JÓN Sigurðsson segir svo í einni af hugvekjum sínum um Alþingi íslendinga: „Öll óregla og ógæfa bæði manna og þjóða er komin af því, að menn hafa ekki gætt nema að sjálfum sér, og einmitt með því gætt allra sízt að sjálf- um sér, því þeir hafa raskað réttri reglu skynseminnar, og óregla sú, sem þar af hefur risið, hefur síðan fært með sér for- djörfun og niðurdrep einstakra manna, landa og lýða“. Engum manni á þjóðin slíkt þakklæti að tjá í frelsismálum sínum, sem Jóni Sigurðssyni. Allri sinni þekkingu, öllum sín- um hæfileikum, öllu sínu lífs- starfi varði hann til þess að berj- ast fyrir frelsi og rétti þjóðar sinnar, menningu hennar og fram þróun. Þó margir góðir liðsmenn skip- Uðu sér í fylkingabrjóst í frelsis- baráttunni, og nálega öll þjóðin stæði á bak við, var þó Jón Sig- urðsson hinn sjálfkjörni og óum- deildi foringi þjóðarinnar. Hann var leiðtoginn, sem benti á og markaði leiðirnar, með viti sínu, framsýni og skilningi. Hann var hetjan, sem aldrei bugaðist, né vék frá settu marki, þó löngum væri sorti í álinn og öldur hat- urs og óvildar bryti, til allra atta, kringum hann. Með sönn- um rétti átti hann þann vitnis- burð, sem þjóðin hefur gefið hon- um, að hann hafi verið „sómi Is- lands, verð og skjöldur". Það er kannske ekki ofmælt, þó sagt sé, að ef til vill hefði þjóðin ekki haldið nú í dag fjöru tíu ára afmæli fullveldis síns, ef Jóns Sigurðssonar hefði ekki not- ið við í sjálfstæðisbaráttunni. Orð þessa ástsæla leiðtoga eiga því sígillt erindi til þjóðarinnar, jafnt í dag og um ókomna fram- tíð, sem þá er þau voru rituð. í þeim hug’eiðingum forsetans, sem hér er vitnað til, talar hann um, að öll ógæfa stafi af þvi, að menn gæti ekki að neinu nema sjálfum sér. Með því raski menn heilbrigðri reglu skynseminnar og slíkt hugarfar færi því með sér „fordjörfun og niðurdrep" lands og lýðs. Hvað mundi Jón Sigurðsson hafa sagt, ef hann hefði nú uppi verið? Mundi honum hafa sýnst minni ástæða til þess nú, að vekja athygli þjóðar sinnar á þessum boðskap, en þá er það var gert? Er það ekki einmitt ólán þjóðarinnar nú í dag, að hún hefur ekki eygt, eða viljað eygja þau djúpu rök, sem þessi boðskapur hefur að geyma? Ef nefna skyldi eitthvað, er sér staklega væri einkennandi fyrir lífsstefnur og sjónarmið þjóðar- innar, siðustu tvo áratugi held ég, að vart væri auðgert að finna annað, er hærra bæri í hugarheimum mikils þorra þjóð- arinnar, en einmitt þetta, sem Jón forseti taldi upphaf allrar óreglu og ógæfu í lífi þjóða og einstaklinga, að gæta að engu, nema sjálfum sér. Hvert sem við komum, hvar sem við hlýðum á mál manna, er eitt, sem jafnan ber hæst á, í orðum og athöfn- um, sívaxandi og taumlausu kröfuþvargi, kröfum um aukin fríðindi, meiri peninga, meiri eyðslu og lífsþægindi, kröfum, þar sem stundargengi — stund- um að vísu ímyndað — einstakl- inga eða starfshópa, er sett ofar öllu, en annarra ástæðna hvergi tekið tillit til, oft og einatt. Þjóð- málabarátta okkar, stétta- og fé- lagsmálabarátta, er gagntekin blindri kröfupólitík, sem eins og Jón Sigurðsson mundi hafa orð- að það hefur „raskað heilbrigðri reglu skynseminnar" Og virðist engin takmörk eiga, hve langt er gengið. Vissulega er það eðlilegt að hver og einn hugsi um, að sjá hag sínum, sem bezt borgið. Það er eitt af einkennum sann- þroskaðs manns. Og vissulega er það einnig menningarvitni hverri stétt þjóðfélagsins, að standa vörð um málefni sín, á heilbrigð- um grundvelli. En sú hagsmuna- og stéttabarátta, er framar öllu snýst um það eitt, að sjá ekkert nema sjálfa sig og gera sívaxandi kröfur um fríðindi, fé og eyðslu, án hliðsjónar af því, hvort þær kröfur samrýmist heill þjóðfé- lagsins, eða ofbjóði fjárhagsþoli ríkisins, er sjúk og hlýtur því, fyrr en mönnum býður í grun, leiða af sér „fordjörfun of niðurdrep", eins og forsetinn varaði við. — En einmitt slík sjónarmið hafa undanfarna tíma mótað og móta nú alla okkar hagsmunabaráttu. Það er hvergi ofmælt, sem einn drengilegasti skólamaður landsins sagði í skólaslitaræðu sl. vor, að félags- líf og félagsmálabarátta okkar íslendinga sé á leið með að verða það, sem kalla mætti skipulagða eigingirni. Og hverjar eru svo afleiðingar þessarar lífsstefnu okkar undan- farin ár? Hverjar eru staðreynd- irnar, sem blasa við á fjörutíu ára afmæli fullveldisins? Yfir mörgu getum við, með sanni fagnað, margt hefur áunnizt og á margan hátt hefur þjóðin sýnt, að hún býr yfir djarfhug og dáð- ríki. Glæsileikinn í uppbyggingu okkar, á flestum sviðum, umliðin frelsis- og sjálfstjórnarár, hefur orðið meiri, en nokkra mun hafa órað fyrir. Og um margt er líf okkar auðugt. Við erum vaxandi þjóð, búum við aukna tækni og fjölbreyttara atvinnulíf, en nokkru sinni áður. Við eigum hrausta og geðþekka æskumenn og konur, sem þrátt fyrir ýmsar hugarfarsveilur gefa fyrirheit. Og hamingjunni sé lof, að við búum í landi, þar sem við erum frjálsir orða og athafna, megum hugsa, tala og rita, sem löngunin býður, án þess að eiga á hættu fyrir það missi lífs eða mann- réttinda. —• En þrátt fyrir allt, sem vel hef- ur tekizt, þrátt fyrir glæsileika, framþróun og drýgðar dáðir, vakka vofur við dyr og blikur tvíræðar sveima um loft. Fjár- mála- og atvinnulíf okkar er sokkið í fen skulda og öngþveitis, sem enginn getur fullyrt um, nú í dag, hvort, við komumst heilir yfir, eða ekki. — Aukin dýrtíð hefur um langt árabil flætt yfir og flæðir enn, með vaxandi þunga. — Gjaldmiðill þjóðarinn- ar er margfallinn og sívaxandi kröfur um eyðslu og fjárútlát, eru gerðar á hendur þjóðfélag- inu, kröfur, þar sem enginn vill neinu fórna, eða gefa eftir. I munaðarvímu stundarflóðs peninga og taumlausrar eyðslu- semi undanfarinna ára, hefur alltof stór hluti þjóðarinnar beð- ið tjón á sálu sinni. Hann hefur ekki gætt, né viljað gæta neins, nema sjálfs sín, en látið þjóð- hollar dygðir, heilbrigða yfirsýn og þegnlegá ábyrgð gagnvart þjóðfélagi sínu lönd og leið. Þetta er ógæfuvaldur þjóðfé- lagsins nú í dag, ógæfuvaldur, sem teflir frelsi okkar og sjálf- stæði fyrr eða síðar í voða, ef ekki verður mannlega snúið við, til annarra sjónarmiða og leiða. Hornsteinar frelsisins hjá hverri þjóð eru öruggt fjárhagskerfi, traust menning og þegnleg ætt- jarðarást. Á þeim hornsteinum vildi Jón Sigurðsson endurreisa frelsi landsins. Og barátta hans og stuðningsmanna hans var ekki kröfubarátta fyrir eigin hag, eða ágóða. Hún var réttlætisbarátla sannra og heitra ættjarðarvina, manna, sem báru gæfu til, að unna landi sínu og þjóð, framar öllu öðru og skorti hvorki hug né dug til að leggja fram krafta sína, óskipta og alla til sigurs í þeirri baráttu. Það. sem framar öllu öðru, hef- ur gert þessa menn að hetjum og hamingjusonum þjóðarinnar, gegnum alla sögu, var fórnarþrá- in, er brann þeim í brjósti, þráin til að leggja allt í sölurnar, þola allt, aðeins ef það mætti verða til að leysa hlekki þjóðarinnar og lyfta henni upp í ljós bjartari og betri tíma. Það var sami and- inn og kemur fram í hinu ódauð- lega snilldarkvæði BólU-Hjálm- ars, þjóðfundarvorið 1851: Þér á brjósti barn þitt liggur, blóðfjaðrirnar sogið fær. Ég vil svarinn son þinn dyggur, sannur vera í dag og gær. Hver þér amar, alls ó-tryggur, eitraður visni niður í tær. Ef synir móður svíkja þjáða, sverð víkinga mýkra er, foreyðslunnar bölvun bráða bylti þeim, er mýgjar þér. Himininn kveðjum heillaráða og hræðumst ei, þó kosti fjer. — Og það er þessi andi, hinna beztu sona þjóðarinnar, á öllum öldum, sem gegnum örbirgðir, kúgun og harðrétti varð lífsneisti hennar og barg henni að lokum fram til sigurs og fullveldis. Ef við viljum vernda og varð- veita frelsi okkar og menningu, verðum við að vekja og þroska með okkur þann anda. Við höfum um skeið látið blindazt af ímynduðum hags- munasjónarmiðum, sem ekki sam rýmast heill og frelsi þjóðarinn- ar. En viljum við ekki leiða „for- djörfun og niðurdrep“ yfir frelsi okkar og afkomenda okkar, verð- um við að víkja þeim sjónarmið- um til hliðar. Víxlspor okkar síðustu ár, eru mörg og verða aldrei leiðrétt án mikilla fórna. En sú þjóð, sem forsjónin bjó þau örlög að verða þeirrar gæfu aðnjótandi, að ala og fóstra hetjuhug Jóns Sigurðs- sonar, sú þjóð, sem gegnum myrkar aldir oks og áþjánar skóp og varðveitti bókmenntaleg lista- verk, sem milljónaríki veraldar- innar myndu vera stolt af, sú þjóð hlýtur að eiga þann anda sem þorir að horfast í augu við yfirsjónir sínar og hikar hvergi við, að taka á sig hverja þá fórn, er verða má til þess, að styrkja og tryggja mátt hennar, frelsi og hamingju um ókomin ár. Slíkri þjóð er ekki sæmandi, að raska svo „reglu heilbrigðrar skynsemi'1, að hún týni helgustu verðmætum sínum, gæfu sinni og sjálfstæði, í gerningaþoku eyðslu- hyggju og blindra kröfusjónar- miða. Þennan sannleika skyldi þjóð- in hugleiða, öllu öðru fremur, nú á þessu merkisafmæli fullveldis- ins. Með því væri það afmæli hátíðlegast haldið og minningu Jóns Sigurðssonar hæstur heiður gerr. Ol pfppefimint VJ Bjarni Jónsson frá Meiri-Tungu — minning LAUGARDAGINN 29. nóv. sl. var til grafar borinn að Árbæ hér í Holtum elzti íbúi þessarar sveitar Bjarni Jónsson í Meiri- Tungu á nítugasta og fjórða ald- ursári. Með honum er horfinn af sjónarsviði einn gáfaðasti og eft- irminnilegast maður sinnar sam- tíðar, maður er skilur eingöngu eftir bjartar og ánægjulegar end- urminningar í huga allra sinna fjölmörgu samferðarmanna. Bjarni var fæddur að Meiri- Tungu 19. febrúar árið 1865 og voru foreldrar hans Jón Bjarna- son bóndi og kona hans 'Salvör Þorsteinsdóttir. Ekki kann ég að rekja þessar ættir, en þess skal aðeins getið. að Jón faðir Bjarna var sonur Bjarna Gunnarssonar bónda í Sandhólaferju, er fædd- ur var 1779, og kallaður var Glímu-Bjarni. Ungur missti Bjarni föður sinn og gerðist þá fyrirvinna móður sinnar ásamt Þorsteini bróður sín um. Á þeim árum, er Bjarni var að alast upp, var víða mikil fá- tækt og langvarandi harðindi gengu yfir, er gerðu lífsbaráiiu fólksins erfiða. Á vissan hátt hafði þetta mikil áhrif á þá kyn- slóð er þá var að alast upp, meðal "annars vandist það fólk því, að gera ætíð fyrstu og stærstu kröfurnar til sjálfs sín. Bjarni mun frá bernsku hafa borið mikla menntaþrá í brjósti, en á þeim árum var ekki auðgert fyrir fá- tæka unglinga að brjótast til náms. En þetta tókst Bjarna, hann fór til náms í Flensborgar- skóla og mun hafa útskrifast það an með góðri einkunn. Nálægt aldamótum gerðist hann barna- kennari hér í sveit um nokkurt skeið, varð hann m.,ög ástsæll af nemendum sínum og báru þeir jafnan hlýjan hug lil hans siðan. Um skeið fluttist Bjarni á brott úr sveitinni, var hann þá búsettur á Eyrarbakka og fékkst þar við verzlunarstörf. En eftir fá ár hvarf hann heim í átthagana aft- ur og gerðist bóndi í Meiri-Tungu, og þar dvaldi hann alla tíð síðan. Bjarni kvæntist árið 1907, Þór- dísi Þórðardóttur alþingismanns Guðmundssonar frá Hala, hinni ágætustu konu og lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum, en þau eru: Þórður, oddviti í Meiri- Tungu, Jóna og Kristín, báðar heima og Valtýr læknir í Reykja vík. Öll hafa þau systkini erft greind og mannkosti foreldra sinna. Bjarni í Meiri-Tungu var maður hógvær og hlédrægur. En ekki er að efa það, að maður með hans þekkingu hefði átt margra kosta völ í þjóðfélaginu, en hann kaus að helga sínum feðraslóðum ævistarf sitt. Að sjálfsögðu hlóð- ust á hann margskonar trúnaðar störf hér heima fyrir, hann var t. d. oddviti í áratugi og lengi sýslunefndarmaður, í stjórn fé- laga og hafði lengi vegaverK- stjórn á hendi. Öll sín störf leysti hann þannig af hendi að hvergi varð að fundið svo mér sé kunn- ugt, enda maðurinn með afbrigð- um samvizkusamur og lét sér annt um alla þá, er hann hafði yfir að segja. Bjarni var fríður maður sýn- um og höfðinglegur í alln fram- ' komu, duglegur og kappsamur að hverju sem hann gekk. Og svo var starfsþrek hans og starfslögn- un mikil, að fram um nírætt gekk hann að slætti, þá búinn að missa sjónina og varð að fylgja hon- um að orfinu og heim aftur. Eins og ég áður sagði, var Bjarni mjög hlédrægur og kvaddi sér lítt hljóðs á málþingum. En þegar hann talaði þá var hlust- að, því þar fór saman speki og rökfimi er ekki var á valdi neinna meðalmanna að hrekja. í vina- hópi var hann mjög ræðinn og miðlaði þá af sinni djúpu lífs- speki. Hann hafði svo lifandi frá sagnargáfu að líkt var og maður sæi atburðina fyrir sér á sýningar tjaldi. Ekki er mér grunlaust um að hugur hans hafi hneigzt til meiri skólagöngu á æskuárunum, þó úr því gæti ekki orðið. En hvað sem um það er, þá bættx hann sér það margfalt upp í hin- um langa skóla lífsins, því hann var maður hámenntaður og til- einkaði sér allt það, er hann mátti auðga anda sinn með og hélt óskertu minni til hinztu stund- ar. Má það merkilegt teljast um menn eins og Bjarna, sem alla tíð varð að vinna hörðum hönd- um, hvað hann gat komizt yfir að lesa mikið og tileinka sér það. En fyrir nær tuttugu árum missti hann svo sjón, að uppfrá því mátti hann ekki lesa. Var það vissulega mikið áfall, en hann bar það með æðruleysi og karl- mennsku. Bjarni var emlægur framfara- maður og gladdist innilega yfir öllu, er hann taldi vera til bóta; Um hans daga va: ð mikil byltingí atvinnuháttum þjóðarinnar og yf- irleitt öllum málum. í hans ung- dæmi var ekkert vatnsfall brúað og enginn vegarspotti til er kall- ast gat því nafni. Ferðalög voru erfið og tímafrek, ræktun engin og húsakostur lélegur. Það þarf ekki að lýsa því, sem gerzt hefur síðan, við þekkjum aðstæðurnar í dag. En það er hollt íhugunar- efni fyrir yngri kynslóðina að hugleiða stöku sinnum það mikla átak, er það hefur kostað þjóð- ina að koma þessu í framkvæmd. Og minnast um leið með þakk- læti þeirr.a er hafa gengið langa tíð í fárarbroddi og hvergi hlíft sér til þess að eftirkomendurnir gætu notið allra framfaran.ia, en einn af þeim mönnum var Bjarni í Meiri-Tungu. Þess vegna skal hann með þakklæti kvaddur fyrir hin margháttuðu störf, er hann innti af höndum fyrir sveit sína og þjóðfélagið í heild. Það var gott að vera gestur Bjarna í Meiri-Tungu. Hann hafði manna bezt lag á því að halda uppi lifandi samræðum og bókstaflega láta menn gleyma öllu nema augnabiikinu, hinu yf- irstandanda. Það gerir hvern mann auðugri að hafa þekkt slíka menn. Og það mun mála sannast að Bjarni mun ekki glej'mast þeim, er kynntust honum sökum góðvildar, vitsmunar og hins mikla persónuleika. Ég sendi ástvinum hans sxm- úðarkveðjur og óska honxxm guðs friðar. M.G. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þór.'hamri vxð rempla-asuno Samhomur KristniIxoSshúsið líetanía Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Gunnar Siguxjónsson talar. Ailir velkomnir. Almennar samkomur. Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík, í kvöld klukkan 8. Vinna Hreingerningar Fljót afgreiðsla. Sími 34802 og 10731. — I. O. G. T. St. Minerva Fundur í kvöld kl. 8,30. — Dag- skrá: Stuttur fundur. Prestarnir St. Einingin r.r. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosn- ing embættismanna. — Skenunti- airiði: — 1. Upplestur. 2. Dansað um stund. — Jólakort IOGT verða til sölu á fundinum. Félag- ar! — Fjölmennið á síðasta fund ársins 1958. — Æðsli templar. j sjf um hagnefndaratriðin. — Fjöl mennið. — Æ.t. ________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.