Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 6
6 MORCnivrtr 4ÐJÐ Miðvikudagur 17. des. 1958 RAÐSTEFNAN I PARIS Utanrikisráðherrarnir Lloyd, Dulles, Souve de Murville og og von Brentano í Par. SÍÐUSTU dagana hafa stjórnmálamenn streymt til Parísar til að sitja þar fund á vegum Atlanthafsbanda- lagsins, þar sem utanríkisráðherr ar, varnarmálaráðherrar og fjár- málaráðherrar viðkomandi landa sitja. Borgarstjórinn í Vestur- Berlín, Willy Brandt kom til Parísar um helgina til þess að taka þátt í fundi utanríkisráð- herranna, þar sem rætt er um Berlínarmálin. Ráðherrarnir koma svo sem ekki einir síns liðs. Til dæmis tel- ur þýzka sendinefndin alls um 80 manns. Bétt áður en fundurinn skyldi haldinn gaf rússneska stjórnin út tilkynningu um, að Vesturveldin væri stranglega vöruð við því að gera nokkrar tilraunir til þess að komast landleiðina tíl Vestur- Berlín með skriðdrekum eða öðr um slíkum vígvélum. í yfirlýs- ingunni var sagt, að sérhver til- raun til þess að brjóta sér braut til Berlínar, væri hið sama og árás á alla meðlimi Varsjár-sátt- málans. Um leið og þessi tilkynn- ing var gefin út kvað Sovét- stjórnin það ekki koma til nokkurra mála að hún semdi á einn eða neinn hátt um samein- ingu Þýzkalands, en gefið var í skyn að Rússar væru til þess búnir að tala um friðarsamninga. Á Vesturlöndum var yfirlýs- ingu Rússa þegar tekið mjög kuldalega og þótti sem þeir hefðu í frammi all harðar hótanir. Enn- fremur er bent á að það sé vani Rússa í hvert iinn sem Vestur- landamenn haldi einhvern sam- eiginlegan fund, að gefa út eina eða aðra tilkynningu, til þess að reyna að tvístra NATO-þjóðun- um eða skjóta þeim skelk í bringu. í London var látið í veðri vaka af hálfu utanríkisráðuneyt- isins fyrir helgina, að á þessu stigi málsins væri ekki unnt að taka neina afstöðu til yfirlýs- ingar Rússa, þar sem það væri verkefni fundarins í París að ræða afstöðuna til Rússa út af Berlínarmálinu. ★ Það hefur áður komið fram af hálfu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að þeir mundu ekki láta þér það iynda að Rússar inn limuðu Vestur-Berlín á einn eða annan hátt í Austursvæðið. Það sem fyrir Rússum vakir með því að kerfjast þess að Berlín sé gerð að „frjálsu borgríki", eins og það er orðað, er vafalaust að með því móti einangrist Vestur-Berlín frá Vesturþj óðunum og verði komm- únistum fljótlega að bráð. Eins og menn muna, reyndu Rússar til þess 1949 að einangra Berlín með því að loka öllum samgönguleiðum og kúga þannig bæinn undir sig. Þetta tókst ekki með því að þá var komið á fót í skyndi loftsamgöngum, sem sáu íbúum Vestur-Ber- línar fyrir nauðsynlegum mat- vælum og öðru, sem til þurfti. Nú hafa sumir varpað þeirri spurningu fram, hvað gerast myndi, ef Vesturþjóðirnar tækju til hins sama bragðs gagnvart nýrri innílokun Berlínar. Spurt er þá um, hvort Krúsjeff mundi láta skjóta á flugvélar Vestur- veldanna en slíkt mundi vafa- laust þýða styrjöld. ★ Fyrir mörgum er það ekki alveg full ijóst, hvað Krúsjeff ætiar sér með hótunum sínum út af-Vestur-Berlín og þeirri breyt- ingu, sem hann vill nú gera á stöðu borgarinnar. Sumir telja að það hafi ætíð verið draumur Krú sjeffs að koma á fundi hinna svo nefndu „æðstu manna“ og hann vilji nota hvert tækifæri til þess að þvinga fram slíkan fund. Nú telji hann eitt slíkt tækifæri komið í sambandi við Berlínar- málið og það vekur athygli að í 8 stunda viðtali sem hann átti fyrir stuttu, við ameríska þing- manninn Humphrey, lét Krú- sjeff oftar en einu sinni í ljós þá ósk, að hann yrði boðinn í heimsókn til Bandaríkjanna. Krú sjeff veit hins vegar afar vel að hann mundi aldrei fá viðtal við Eisenhower, öðru vísi en að for- sætisráðherrar Bretlands og Frakklands væru þar viðstaddir líka, En með þessu væri þá fundi hinna æðstu manna komið á. Sumir stjórnmálaritarar segja að allt moldviðrið út af Berlín sé ekkert annað en framhald af því sem hafi gerzt af hálfu Rússa gagnvart Vesturveldunum um langa hríð. Rússar haldi uppi sí- felldu taugastríði gagnvart Vest- urveldunum og noti hvert tæki- færi til þess að kynda undir glæðum illinda og ófriðar. Berlín armálið sé aðeins einn þátturinn í þeirri viðleitni. ★ Fundurinn í París mun vafa- laust snúast að verulegu leyti um Berlínarmálin en samt verður rætt þar um margt fleira eins og gerist á fundi Atlantshafsbanda- Póstafgreiðsla ORGARI skrifar: „Ekki ber að vanþakka það, er nú hefir loksins verið gert til þess að bæta þjónustuskilyrðin hérna á pósthúsinu og draga úr því háðungarmerki, sem póst- húsið hefir verið, og þar með póstþjónustan, án þess að af- greiðslufólkið ætti þar á nokkra sök. Umbætur eru stórfelldar og hafa fært stofnunina langa leið í áttina til meira menningarbrags. Nýi tíminn mætir okkur strax við dyrnar, sem nú eru opnar til fulls, í stað þess að hafa þar rifu eina og láta fólk bíða eftir að geta smeygt sér inn og út. Ennþá meiri er svipbreytingin þegar inn er komið. Sumt af því, sem enn er þarna ómenningarlegt, tefur afgreiðslu og er almenningi til ama, er í sjálfu sér svo smávægilegt að auðveldlega má kippa því í lag; og án efa verður það innan tíð- ar lagfært. Eitt af þessu er að ekki skuli standa á tvöföldu dyr- unum „Inn“ og „Út“. Þetta er ómenningarlegt, enda þótt þarna, á ógagnsæjum hurðum, sé það ekki eins frámunalega ókurt- eislegt éins og þegar ekkert er látið staada á rammalausum gler- lagsins, sem jafnaðarlega er hald inn á þessum tíma árs og er eins konar aðalfundur bandalagsins fyrir hvert ár. Til dæmis verður nú á fundinum rætt um frekari hervæðingu Vesturveldanna og er talið að Bandaríkjamenn séu nú reiðubúnir til þess, innan ekki langs tíma, að láta Vestur- þjóðunum í té langdræg flug- skeyti. Kemur þá í því sambandi til álita, hvort slík flugskeyti eigi að staðsetja í Mið-Evrópu. Þá eru einnig blikur á lofti út af umræðunum milli Vesturveld- anna um frjálsa markaðinn og verzlunarsvæðið sem mjög hefur verið getið um í fréttum. Sam- hurðum til þess að sýna að þar sé yfir höfuð hurð og menn vita ekki fyrr en þeir nef- brjóta sig á glerinu. Leiðbeiningar yfir afgreiðslu- borðum ættu að vera með skýr- ara letri, svo að þær blasi við þegar inn er komið. Þessa sjáum við að gætt er í erl. pósthúsum. Þá er og ekkert gert til þess að stuðla að því, að fólk fari þarna í biðraðir, eins og þó er iðulega nauðsynlegt. Þarna voru þó líka erlendar fyrirmyndir. Fyrir fram an hvern afgreiðslubás á að vera slá, svo að ekki verði annað beint að básunum og fólk safnist þar í óskipulega kös. Þá myndast skipu leg biðröð, fólk gengur inn að borðinu og með það á hægri hönd áfram fyrir innan slána. Þessu þarf nauðsynlega að koma í lag. Og svo er enn eitt: Ef höfð er skipting pósthverfa í bænum, á endilega að einkenna þau með tölum, en ekki bókstöfum; þetta bókstafakerfi er úrelt og mjög óheppilegt. Enginn efi er að frá því verður fyrr eða síðar horfið og því fyrr því betra ‘. Biðraðir án bása AÐ hefði vissulega verið þörf fyrir þessa svokölluðu bása komulag hefur ekki náðst og er þetta mál einnig eitt af þeim sem tekið verður fyrir á fundinum í París. k Samkvæmt síðustu fregnum, sem borizt hafa, er talið að ráð Atlantshafsbandalagsins, sem kom saman á fund í gær, muni afgreiða hina rússnesku kröfu um, að Berlín verði gerð að sér- stöku borgríki, neitandi og að svar verði afhent Rússum fyrir áramót. Spaak, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins var spurður nánar um það, hvað ÁSLAUG Felixson andaðist í Landsspítalanum hinn 9. þ.m. eftir langvarandi sjúkdómslegu. Hún var fædd í Raumsdal 1 Noregi, hinn 2'3. júlí 1902. For- eldrar hennar voru hjónin Ólafur Felixson ritstjóri og kona hans, Gertrud Felixson. Ólafur var ættaður úr Rangárþingi, sonur Felix Guðmundssonar, Felixson- ar er bjuggu á Ægissíðu í Holtum. Kona Felix Guðmundssonar og móðir Ólafs var Helga Jónsdótt- ir frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, Ólafssonar prests í Ásum og síðar í Eyvindarhólum, Pálsson- ar klausturshaldara 1 Gufunesi Jónssonar, sem miklar ættir eru frá komnar, en kona síra Ólafs Pálssonar var Helga dóttir síra Jóns Steingrímssonar, prófasts á Prestbakka á Síðu. Móðir Ás- laugar var bóndadóttir úr Raums dal. Minntist Áslaug oft þeirra stunda, er hún og systkini hennar dvöldust að sumarlagi á búgarði afa síns í hinni stórfenglegu náttúrufegurð Raumsdalsins. Áslaug ólst upp í föðurhúsum, víst lengst af í Álasundi, og hlaut á unga aldri ágætt uppeldi bæði til munns og handa. Hing- að til lands kom hún í fyrsta sinni árið 1933, til þess að vera viðstödd útför föður síns, en hann hafði flutzt hingað til lands undanfarna daga á pósthúsinu í Reykjavík. En þó þeir séu þar ekki, ættu þeir, sem pósthúsið sækja að standa í röð við borð- in, þannig gengur afgreiðslan áreiðanlega fljótast og skipuleg- ast. Stundum virðist þetta gert, stundum ekki. Oft þarf ekki meira til en að einn taki sér stöðu fyrir aftan næsta mann á undan, til að aðrir fari að dæmi hans, og eftir skamma stund hef- ur myndazt allra skipulegasta röð, sem hlykkjast út í salinn. Þegar svo er komið, þurfa þessar fáu frekjur, sem alltaf ryðjast fram fyrir aðra, að hleypa í sig reglulegum kjarki, til að brjóta svo augljóslega af sér í augsýn allra — enda yrði það vafalaust ekki liðið. tekið yrði til meðferðar á fund- inum og minnti hann í því sam- bandi á að Rússar hefðu gert ýmsar uppástungur, sem mundu verða teknar til yfirvegunar og benti m.a. á það, sem komið hafi fram af hálfu Rússa, hvort ekki væri rétt að gera svonefndan „ekki-árásarsáttmála“ milli At- lantshafslandanna annars vegar og Varsjárlandanna hins vegar, en Varsjárlöndin eru Sovét-Rúss- land og leppríkin austan járn- tjalds. Þá hafa Rússar einnig stungið upp á því, sem raunar var fyrr komið fram af hálfuutan ríkisráðherra Pólverja, Rapakci, að í Evrópu yrði svæði þar sem engin kjarnorkuvopn væruogenn fremur hafa Rússar nú vakið máls á því, hvort ekki væri rétt að útiloka allar þjóðir, sem ekki hafa þegar kjarnorkuvopn, frá því að fá þau. Loks hafa Rússar gert uppástungu um að samkomu lag þurfi að gera um að stórveld- in minnki smátt og smátt her- setur sínar í öðrum löndum og sé þá jafnt á komið með löndum Atlanthafsbandalagsins og þeim, sem undirritað hafa Varsjár-sátt málann. skömmu fyrr. Henni geðjaðist svo vel að landi og þjóð, að hún ákvað að flytjast hingað og setj- ast hér að. Fyrstu árin sem hún dvaldist hér vann hún að ýmsum störfum og á ýmsum stöðum, en í nóvembermánuði 1940 réð hún sig á heimili konu minnar og mín og varaði sú ráðning til stfviloka, í rúmlega átján ár. Áslaug Felixson var enginn hversdagsmaður. Hún var ágæta vel gefin, vel menntuð og bókelsk og hafði góða dómgreind um þau efni. Á yngri árum hafði hún fengizt nokkuð við ljóðagerð og önnur ritstörf á norsku, en lítt gaf hún sig að því hin síðari ár. Hún hafði prýðilega og siðfágaða framkomu og óvann sér vinsældir þeirra, er hún kynntist. Um heimilisstörf hennar verður það eitt sagt, að þau voru frábær. Fór þar saman kunnátta, verklagni og vinnugleði. Hún batt tryggð við heimili okkar og hygg ég að hún hafi eigi fremur kosið að vera annarsstaðar en þar. Fylgja henni nú kærar þakkir okkar allra, sem nutum góðs af tryggð hennar við heimilið og umhyggju hennar fyrir heimilisfólkinu í öll þessi mörgu ár, tryggð og um- hyggju sem nú er sögð orðin fá- gæt hér á landi. Áslaug Felixson tilheyrði tveim ur þjóðum. Þótt hún væri fyrir löngu orðin íslenzkur ríkisborg- ari hélt hún þó tryggð við móður- land sitt, Noreg, en var þó jafn- framt góður íslendingur. Ein af síðustu óskum hennar í þessu lífi var sú, að þjóðsöngur beggja þjóða hennar yrði sunginn við út- för hennar. Með því vildi hún sýna þeim báðum hollustu sína. Ólafur Lárusson. Leiðrétting og við- bót við frétt frá Seyðisfirði í FRÁSÖGN Mbl. í gær af greiðsluþrotum og uppboði á Fiskiðj uveri Seyðisfjarðar gætti nokkurs misskilnings varðandi einn lið skulda frystihússins. Eins og rétt er var frá því skýrt að skuldir til ríkissjóðs hefðu numið kr. 10,350,000,00, en svo virtist að því liggja í frétta- greininni, að til viðbótar hefði Fiskiðjuverið fengið atvinnu- aukningarlán að upphæð kr. 1,821,000,00. En hið rétta er að það fé er innifalið í heildarupp- hæð skuldanna til ríkissjóðs. Hins vegar vantaði nokuð á aS allir skuldabaggar Fiskiðjuvers- ins eru taldir, því að Bæjar- sjóður Seyðisfjarðar er talinn hafa lagt því um kr. 2 milljónir. .V./WVWV.V.,. ‘''Hsvvv Teiknimynd þessi birtist í þýzlca biaðinu Die Welt og sýnir tvo sjúka menn, þá Dulles og Adenauer, sem báðir liggja í rúminu með símann í hendinni. Ástæðan til myndarinnar er sú, að Dulles er nýkominn af sjúkrahúsi og Adenauer kansi- ari fékk slæmt kvef nú á dögunum, þannig að hann gat ekki haldið ráðherrafund í Bonn, heidur varð að boða alla ráð- herrana, sem komu til hans til undirbúnings Parísarráðstefn- unni, til einkabústaðar síns í Rhöndorf. skrifdr ur dqglegq lifín □ 4T Aslaug Felixson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.