Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 8
8 MORCTlNTtr 4fíTÐ Miðvikurtae'Ur 17 des. 1958 Dagsbrúnarfundur s.l. fimmtudag: Aumlegt yfirklór kommúnista vegna uppgjafar stjórnarinnar SVO sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu var haldinn fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún sl. fimmtudag. Fundurinn var fá- mennur. Fundarefni var kosning í uppstillingarnefnd og kjörstjórn félagsins vegna þeirra stjórnar- kosninga, sem fram eiga að fara í janúar n.k. Fundurinn hófst á kjöri fyrr- nefndra fulltrúa, en að því loknu tók Effvarð Sigurffsson, ritari fé- lagsins, til máls og ræddi um viðhorfin eftir Alþýðusambands- þing. Rakti hann í stórum drátt- um gang mála á þinginu og ræddi síðan nokkuð fall rikisstjórnar hinna vinnandi stétta. Kvað hann stjórnarsamstarfið hafa roínað á því, að Framsókn hefði gert það að metnaðaratriði sínu, að fá verkalýðshréyfinguna til þess að afsala sér rétti sínum í einhverri mynd. Kvað Eðvarð sér vera söknuð í hjarta vegna fráfalls þessarar ríkisstjórnar, aðallega vegna þeirra mála, sem hún hefði hrundið í framkvæmd. — Ef ekkert verður að gert nú, sagði Eðvarð, þá stöndum við nú frammi fyrir þeim vanda, að verðbólgan mun á næstu mánuð- um taka stærri stökk upp á við heldur en hún hefur nokkru sinni áður gert. Að lokum bar hann fram tillögu þá, sem birt var hér í blaðinu sl. laugardag, en í henni varar Dagsbrún við einhliða ráð- stöfunum, svo sem kauplækkun. Jóhann Sigurffsson tók næstur til máls. Minnti hann í upphafi ræðu sinnar á þau ummæli for- sætisráðherra, að nú, þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum, myndi ný verðbólgualda skella yfir þjóðina. Þetta er í rauninni ofur eðlilegt, sagði Jó- hann, þegar tekið er tillit til þeirrar öfugþróunnar, sem efna- hagsmálin hafa tekið í hönd- um þessarar ríkisstjórnar. Og hvað gera þeir í dag? Kenna hver öðrum um hvernig komið er! En í þeim skollaleik gleymist þeim að geta um þátt stjórnar ASÍ og 19-manna nefnd- arinnar, sem bera þó ekki hvað minnsta ábyrgð á því öngþveiti, sem við stöndum andspænis í dag í efnahagsmálunum. — Síð- an ræddi Jóhann nokkuð um ný- afstaðið þing ASÍ. Benti hann á þá staðreynd, að þrátt fyrir tal Eðvarðs una samstöðu fulltrúa Dagsbrúnar, að þá hefði þó einn fulltrúi félagsins á Alþýðusam- bandsþingi, Árni Ágústsson, tal- að þar af mikilli mælsku um það að verkamenn yrðu að fórna ein- hverju og hefði hann verið fylgj- andi tillögu Framsóknarm. Taldi Jóhann annars litla ástæðu fyrir kommúnista að hneykslast á til- lögu Framsóknar um að fella nið- ur vísitölustigin 15, þar sem eitt af fyrstu verkum vinstri stjórn- arinnar hefði verið að fá lánuð 6 vísitölustig hjá launþegum, en hefði aldrei skilað þeim aftur til þeirra. Hver væri svo sem mun- urinn? Hann gagnrýndi harka- lega þá ætlun kommúnista, að láta Alþýðusambandsþing, sem aðeins stæði yfir í 4—5 daga, afgreiða tillögur í efnahagsmál- unum, sem Alþingi hefði ekki treyst sér til að afgreiða á piörg- um mánuðum. Jóhann rifjaði upp ummæli, er hann hefði viðhaft á fyrri fundum í félaginu um það til hvers stefna ríkisstjórnarinnar innar í efnahagsmálum myndi leiða. Jónas Haralz ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál um hefði undirstrikað þau um- mæli, er hann kvað þjóðina vera að taka síðasta skrefið fram af brúninni. Halldór Briem tók næstur til máls og gagnrýndi mjög störf ríkisstjórnarinnar og hvernig hún hlypi frá vandanum, þegar í ó- efni væri komið. Albert fmsland kvað menn hafa tengt miklar vonir við vinstri stjórnina. Þær vonir byggju enn í hugum margra og taldi hann engan vafa á því, að alþýða manna væri reiðubúin til þess að styðja þessa ríkisstjórn til áframhaldandi valda! Guffmundur Þorkelsson velti þeirri spurningu fyrir sér hvers vegna væri verið að halda í nú- gildandi þjóðskipulag. Taldi hann bezt til lausnar vandanum, að breyta þar um til einhvers annars og þá sjálfsagt betra þjóðskipu- lags. Annars ræddi maðurinn mest um fjölskyldumál og ætt- fræði. Árni Ágústsson kvað bezta ráð- ið við aðsteðjandi vanda vera að draga úr fjárfestingu til landbún- Kvöldvökuútgáfan á P kureyri hefur sent frá sér nýja bók á jóla markað þessa árs. Hún er eftir norska landkönnuðinn og heim- skautsfarann Roald Amundsen. Bók þessi heitir á frummálinu Nordvestpassagen, og hefur líka að undirtitli í ísl. þýðingunni Norðvesturleiðin, en ber annars nafnið Siglingin til Segulskauts- ins. Þetta er meðalstór bók, prýdd mörgum myndum og teikningum, snoturlega útgefin, en þó án alls íburðar. Þýðigin er eftir Jónas Rafnar, fyrrv. yfirlækni. Norðvestpassagen kom fyrst út í Ósló árið 1908. Það var skömmu eftir heimkomu Amund- sens og félaga hans úr hinum fræga leiðangri, er stóð yfir rúm- lega þrjú ár (1903—1906), og var fyrsta sigling alla leiðina með- fram norðurströnd meginlands Norður-Ameríku, en sunnan við Ishafseyjarnar, eða frá Græn- landi til Alaska. Þessi frækilega ferð var farin á 47 smálesta segl- sl útu (að vísu með hjálparvél). Hét hún Gjöa, og mun sennilega ennþá vera við lýði sem minja- gi'ipur á safninu í Golden Gate Park í San Francisco (en þangað gáfu Norðmenn hana árið 1909). Amundsen stjórnaði, og tók þátt, mörgum öðrum könnunar- og vísindaleiðangrum, bæði á suður- og norðurhveli jarðar. Síð- ustu ferð sína fór hann til að bjarga hinum ítalska keppinaut sínum, Nobile, úr norðurheim- skautsísnum. Það var fyrir rétt- um 30 árum. Úr þeirri för kom Amundsen ekki aftur. Siglingin til segulskautsins er bók hinna sönnu ævintýra, í senn stórfróðleg og spennandi. Hún er saga um glannaleg áform kapps- fullra, en hygginna og þraut- seigra manna. Hún er sagan af því, hvernig hið „óframkvæman- lega“ verður tiltækilegt, hvernig skynsemin og gætnin sigrast á hættum og erfiðleikUm, sem virð- ast ætla að gera snöggan endi á ævintýrinu. Hún er saga af fé- lagsskap sjö manna, sem kunna þá ómetnalegu list, að lifa saman í blíðu og stríðu um þriggja ára skeið, án þess að nokkurn skugga beri á sambúð þeirra. Er einhug- ur þeirra og semstaða í einu og öllu frábær, og ber gott vitni norskri menningu. Sambúðin við Eskimóana er einnig með ágæt- um, þó að þeir væru, sumir, hvorki árennilegir né geðslegir. Verður sá, sem les þessa bók, eigi litlu fróðari um lífskjör og menn- in0arstig kynstofnsins, sem þenn- an útjaðar norðursins byggir. Viðbjóðslegt er sumt í háttum þessara manna, broslegt annað, en aðdáanlegt og athyglisvert eigi svo fátt. Hér er um bók að ræða, sem væri sannarlega hollur lestur fyr- aðarins. Verkalýðsstéttin er sterkasta aflið í landinu, sagði Árni, og við eigum að ráða land- inu, við eigum að fá að gera það sem okkur sýnist við minni- hlutann. Hann gerði tilraun til að afneita ummælum sínum á Al- þýðusambandsþingi, þar sem hann tók afstöðu með tillögum Framsóknar, en lauk þó máli sínu með því að segja, að með þeim til lögum væri síður en svo verið að hafa af verkalýðnum. Guðmundur J. G<uffmundsson kvað nauðsynlegt fyrir verka- menn að vera á verði. Nú, þegar ■ vinstri stjórnin væri að fara frá völdum væri það ekki lengur þjóðhollusta að gefa neitt eftir. Nú riði á, að verkamenn stæðu vel á verði um hagsmuni sína. Að lokum var fyrrnefnd tillaga borin upp og samþykkt. ir unga fólkið, einkum karlmenn- ina, sem loga af ævintýraþrá og dreymir sjálfa stóra drauma um framtíðina, og ferðalög út um álf- ur allar. Og hetja, eins og Amund sen, er fögur fyrirmynd hverjum manni. Þessi norski gai-pur og stórbrotn-a, norræna veröld, verð- ur hvort tveggja ógleymanlegt, eftir að hafa fylgzt með Gjöu til ■Segulskautsins. Hafi útgefandi og þýðandi þökk fyrir, að bók þessi er nú ! komin á íslenzka tungu. Jóhannes ÖIi Sæniundsson. Nýstárleg spil með myndum úr goðafrœði Norðurlanda NÝLEGA eru komin á markað- inn nýstárleg spil. Á spilunum eru myndir úr goðafræði Norður- landa, teiknaðar af Sigurlinna Péturssyni. Teikningarnar eru í s_en nskemmtilegar og fróðlegar. Á ásunum eru myndir af Valhöll, aski Yggdrasils, Himinbjörgum og himninum, sem gerður var af höfuðskel Ýmis. Óðinn kemur í stað hjartakóngs, Frigg í stað hjartadrottningar, Freyr og Gerð- ur eru tígulkóngur og tígul- drottning, Njörður og Skaði lauf kóngur og laufdrottning, Þór er spaðakóngur og Sif spaðadrottn- ing. Á spilunum eru m. a. teikn- ingar af örlaganornunum Urði, Verðandi og Skuld. Teikning af Miðgarðsormi er á bakinu á spil- unum. Myndirnar eru teiknaðar með hliðsjón af hlutverki og ör- lögum goðanna: Freyja er bros- hýr með kettina sína, Iðunn gætir eplanna, Heimdallur blæs í gjall- arhorn, Þór tvíhendir Mjölni og svo mætti lengi telja. Heiða komin út í bókarformi * LESENDUR Mbl. munu minnast þess að blaðið birti í fyrravetur sem myndaframhaldssögu fyrir börnin sem mjög varð vinsæl: Heiða, eftir Jóhönnu Spyri. Nú er þessi heimskunna saga komin út í bókarformi og hefur bókaút- gáfan Sólrún í Hafnarfirði gefið bókina út í ísl. þýðingu Jóns Á. Gissurarsonar. Á kápu segir að myndirnar séu óbreyttar frá því sem var er sagan birtist í Mbl. Bókin er 106 blaðsíður, prentun myndanna hefur tekizt vel, letr- ið stórt og greinilegt og mjög við hæfi barna. Cóðrar bókar getið Ný raftœkjaverzlun opnuð á Selfossi Mynd þessi er tekin í dyrum hinnar nýju raftækjaverzlunar á Selfossi og gefur glögga yfirsýn yfir smekklegar innréttingar. — (Ljósm.: ríludio). SELFOSSI, 15. desember. — Á s.l. vori var stofnað hér fyrir- tækið Rafgeisli h.f. Allir stofn- endur eru rafvirkjar, sem áður unnu hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hófu þeir starfsemi um mánað- armótin júni—júlí í sumar og hafa frá þeim tíma annazt raf- lagnir, heimilistækjaviðgerðir, mótorvindingar og annað, sem rafvirkjun tilheyrir. Laugardaginn 13. desember opnaði Rafgeisli h.f. nýja raf- tækjaverzlun í húsakynnum sín um að Austurvegi 15, Selfossi. Er þetta eina verzlun austan- fjalls, sem eingöngu verzlar með raftæki og rafmagnsvörur. Páll Guðmundsson, arkitekt í Reykjavík, teiknaði innréttingu búðarinnar, sem er mjög smekk- lega gerð og frábrugðin því, sem maður á að venjast með raftækja verzlanir. Lýsingu önnuðust eig- endur sjálfir og er hún mjög smekkleg. — P. Fjórða bók ungs barnabókahöfundar ER það ný Jóa-bók, sú þriðja í röðinni og nefnist hún: „Jói og hefnd sjóræningjastrákanna". — Áður mun haf-a komið út eftir hann bókin: „Dóttir Hróa hatt- ar“, er seldist upp á fáum dög- um. Hérna um daginn var ég sem oftar stödd í Bæjarbókasafninu og heyrði þá tvær unglingstelpur spyrja afgreiðslustúlkun-a, hvort Jóa-bækurnar væru inni. „Nei, þær stoppa aldrei neitt við“, var svarið. Rétt á eftir vatt sér inn snaggaralegur strákur og spurði sbmu spurningar. Þá fór ég að leggj-a við hlustirnar. En svarið var hið sam-a: „Ailar Jóa-bækurn- ar eru í útláni. Þú getur pantað einhverja þeirra“, sagði af- greiðslustúlkan og varð strákur- inn að láta sér það lynda. Nú var forvitni mín vakin og fór ég skömmu síðar í bókabúð þeirra erinda að skoða þessar eft- irspurðu bækur. Jú, á borðinu hjasti við bók með litskrúðugri kápu. Þar gat að líta villimanna- hóp, dansandi kringum risa einn, er aðeins var klæddur mittis- skýlu úr skinni. „Ný Tarzan-bók“, hugsaði ég, en rak um leið augun í titilinn. „„Jói og hefnd sjó- ræningjastrákanna“, stoð þarna skýrum stöfum ásamt höfundar- nafninu, Örn Klói, sem mun vera dulnefni. Ég fletti bókinni og fannst mér frágangur allur hinn snotr- arti og verðið hóflegt. Svo ég áleit að þarna væri tilvalin jólagjöf fyrir yngri meðlimi fjölskyld- unnar. „Eigið þið fleiri bækur í þessum flokki?“ spurði ég af- greiðslumanninn. „Það er nú það“, sagði hann. „Ég á erin svo- lítið til af fyrstu bókinni, „Jói í ævintýraleit“, en Jói og sjóræn- ingjastrákarHÍr“ seldis upp á þrem vikum í fyrra. „Dóttir Hróa hattar“ eftir sama höfund seldist einnig upp á örskömmum tíma og mun enn lítið fáanlegt af síðari útgáfu hen*ar“. Það varð úr að ég keypti þær bókanna, sem enn voru til. Og auðvitað las ég þær við fyrsta tækifæri. Ég varð síður en svo fyrir vonbrigðum við lestur þeirra, því bækurnar eru spenn- andi frá upphafi til enda og eitt- hvað skeður á hverri síðu. — Að vísu er útkoma þeirra enginn bók- menntaviðburður, enda mun til- gangur þeirra einungis vera sá, að veita unlingum skemmtilega stund við lesturinn. En ég hygg að þær geri meira. Ég álít að þær geti örvað æsk- una til heilbrigðrar útiveru og kenni þeim að meta þær dásemd- ir, sem íslenzk náttúra er svo auðug af. — 1 Jóa-bókunum seg- ir frá Jóa litla, „mömmudrengn- um“, sem var kúgaður og ofsóttur af eldri bræðrum sínum og öðr- um. En með lestri ýmissa bóka lærði hann; Tarzan, Róbíson Crúsóe, Hrói höttur o. fl. kenndu honum að bjargast upp á eigin spýtur. Smám saman tókst honum að auka afl sitt og áræði, unz hann gat staðið ofsóknurum sín- um á sporði og þurfti engan að óttast. Og Jói notaði afl sitt á réttan hátt. Hann barðist fyrir hina kúguðu, bjargaði Pétri úr höndum slæmra stráka og sverj- ast þeir Jói í fóstbræðralag. Jói stækkar og stælist, hann lendir í viðureign við sjóræn- ingjastráka, kemur upp um hættulega smyglara og upprætir þjófafélagsskap illræðisstrák- anna. En strákarnir hyggja á hefndir, lokka Jóa ' lymskulega gildru, binda hann við staur í eyðikofa .... það kviknar í kof- anum, en hvernig bjargast Jói? Og hver bjargar honum? Skáta- stúlkur þorpsins lenda í sjávar- háska, bát þeirra rekur í brimólgu upp að klettóttri strönd, það verð ur sprenging í vélarrúminu og magnaður eldur brýzt út, er þá Jói búinn að synda gegnum brim- ólguna, út í bátinn, en Pétur er á leiðinni á Haferninum, báti þeirra Jóa, og gerast nú atburðir hiaðar en orð fá lýst. Ætla ég ekki að eyðileggja ánægju þeirra, sem kynnu að eiga eftir að lesa bókina, en þess má að síðustu geta að óknyttastrúk- arnir fá sín maklegu málagjöld, en Jói Jóns, ævintýradrengurinn hugprúði verðskulduð laun, Kiddý Mundu, skátaforingja, sem hann hafði lengi dáðst að. S. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.