Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 13
Miðvilcudagur 17. des. 1958 MOROUNBLAÐIÐ 13 Að loknu Allsherjarþingi: íslenzka sendineindin skýrði mál- stað okkar fyrir þjóðum heimsins Þingið kom engu til leiðar í stórpóli- tísku málunum Viðtal við Thor Thors New York, sunnudaginn 14. des. LAUST fyrir miðnætti sl. nótt lauk 13. Allsherjarþingi hinna Sameinuðu þjóða. Fréttamanni Morgunblaðsins þótti vel við eiga að reyna að ná tali af formanni íslenzku sendinefndarinnar, Thor Thors, sendiherra, og biðja hann að segja álit sitt á störfum þings- ins. Sendiherrann var að búast til brottfarar til Washington, þegar fréttamaðurinn kom til hans, en varð þó við beiðni um að svara nokkrum spurningum. Neikvætt þing — Hver teljið þér, að árangur- inn hafi orðið af Allsherjarþing- inu, sem lauk í gær? — Ég hef setið öll þing S.Þ., frá því að ísland gerðist þátttak- andi árið 1946, og ég held, að ég verði að álíta, að þetta þing hafi verið neikvæðasta þingið á þess- um tíma. Kaunar er það ætíð svo, að margt gott og gagnlegt leiðir af hverju þingi, þótt á sumu af því beri lítið í heimsfréttunum. Á þetta einkum við um mannúðar- málin, t. d. barnahjálp S.Þ. og hjálp við flóttamenn, svo og tækniaðstoð og fjárhagsaðstoð til þurfandi landa. Þessi mál og mörg slík hafa verið fyrir þing- inu og voru afgreidd ágreinings- lítið. Einmitt þess vegna veit almenningur lítið um þau. Öðru máli gegnir um pólitísku málin, þar sem deilurnar rísa hátt og standa oft lengi. I þeim varð nauðalítill árangur á þessu þingi. Kýpur og Alsír Kýpurmálið var t. d. á dagskrá þingsins. Eftir 10 daga harðar umræður, einkum milli Breta og Tyrkja annars vegar og Grikkja hins vegar, náðist ekki samkomu lag um að samþykkja neina ákveðna lausn. Tillagan, sem samþykkt var að lokum, sagði ekkert, og geta allir túlkað hana eftir eigin vild. Þess skal getið, að ísland studdi mjög ákveðið mál- stað Kýpurbúa. Svipuð var niðurstaðan í Alsír- málinu. Arabaríkin, sem nutu stuðnings flestra ríkja í Asíu, sóttu mjög fast að ákveðin til- laga yrði samþykkt, sem fæli í sér, að Alsír skyldi öðlast sjálf- stæði og útlagastjórnin yrði við- urkennd. Frakkar höfðu alla málsmeðferðina að engu og sóttu ekki fundi, meðan um málið var fjallað. Svo fór að lokum, að lítill meirihluti fékkst í stjórn- málanefndinni fyrir tillögu Arabanna, en hún náði ekki samþykki á Allsherjarþinginu, þar sem þarf % atkvæða/ Island greiddi atkvæði með sjálfstæði Alsírbúa, en gat ekki fylgt tillögunni um viðurkenn- ingu á útlagastjórninni eða um að Frakkar tækju upp samninga við þessa menn. Við sátum þess vegna hjá um tillöguna í heild, þótt við höfum ætíð látið í ljós fylgi við málstað Alsírbúa og fullan skilning á baráttu þeirra. Öll Norðurlöndin sátu hjá við hina endanlegu atkvæðagreiðslu, en ísland gekk lengst í að votta Alsírbúum samúð sína í sam- bandi við einstakar atkvæða- greiðslur. En í stuttu máli sagt: engin niðurstaða fékkst í Alsír- Himingeimurinn og afvopnunin Mjög merkilegt mál, sem nú v; fyrir þinginu, er friðsamleg notkun himingeimsins. f því máli tókst ekki samkomulag milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bíður það því frekari samn- inga, ef þeir eru hugsanlegir. Það er á valdi þessara stórvelda sérstaklega, hvort um alþjóðlega samvinnu á þessu sviði getur orð- ið að ræða. Á þinginu varð hins vegar samkomulag um, að öll ríki inn- an S. Þ. skyldu eiga sæti I af- vopnunarnefnd samtakanna. Var allt annað en fiskveiðilögsagan, sem við erum að berjast fyrir. Stækkun landhelginnar táknar í raun og veru útfærslu landsins. í því efni vilja Vesturveldin lík- lega ekki ganga lengra en í 6 mílur, og Bretar hafa reynt að halda dauðahaldi í 3 mílur. Þær deilur eru okkur óviðkomandi og skipta okkur litlu. En vegna þess að stórveldin eru ósammála um þetta aðalatriði málsins frá þeirra sjónarmiði, telja þau öll, að ekki beri að rasa um ráð fram að því er varðar nýja ráðstefnu um málið. Einkum hefur komið í ljós, að Rússar vilja ekki flýta málinu. Þeir hafa tekið sér sína 12 mílna landhelgi og óska ekki að fá yfir sig neina meirihluta- samþykkt á alþjóðavettvangi um minni landhelgi. Við íslendingar erum að berj- ast fyrir okkar fiskveiðilögsögu og höfum ákveðið hana, og síðan hafa brezk herskip innsiglað haha. Við bíðum þess nú aðeins að Bretar sjái sóma sinn í því að láta flota sinn fá eitthvert virðulegra viðfangsefni. Ég tel, að umræðan á Allsherj arþinginu nú hafi orðið til þess að vekja athygli allra þjóða á því, að það verður að koma á alþjóðlegum reglum um víðáttu sjálfrar landhelginnar og fisk- veiðilögsögunnar. Mönnum er það líka ljóst, að það þarf að undirbúa lausn þessa máls eftir diplomatískum leiðum gaum- gæfilega og öfgalaust, svo að sá voði sé ekki framundan, að næsta ráðstefna endi með öngþveiti. Okkar vegna álít ég, að ekki skipti miklu máli, þótt nú hafi verið ákveðið, að ráðstefnunni skuli frestað þar til í marz eða apríl 1960, því að við höfum markað okkar rétt og munum halda honum. Til þess njótum við nú skilnings og velvildar nær allra þjóða. En eins og ég hef sagt: Við verðum að vona, að Bretarnir sjái sóma sinn í því að hætta þessu vopnaglamri og snúi sér að þarflegri verkum. Þinghald í Moskvu — Þér lögðuð til í ræðu á þing- inu, að Allsherjarþingið yrði háð í Moskvu árið 1960. Sú tillaga vakti athygii meðal fulitrúanna og hefur verið rædd í blöðum hér vestra. — Já. Síðan hef ég rætt málið við helztu forráðamenn S. Þ. og ýmsa aðalfulltrúa, þar á meðal fulltrúa Sovétríkjanna. Allir virðast vera hlynntir hugmynd- inni og telja, að þinghald í Moskvu gæti haft góð áhrif í þá átt að auka skilning á starfsemi S. Þ. Ennfremur myndi það gefa rússnesku þjóðinni tækifæri til að kynnast hugsunum og hug- sjónum hins vestræna heims. En þó hygg ég, að landið liggi þann- ig, að ekki geti orðið úr þessu þinghaldi, fyrr en eitthvað dreg- ur úr kalda stríðinu. Knsimann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Thor Thors þar gengið til móts við Sovét- ríkin. Með öllu er óvíst, hvort þetta leiðir til nokkurs árang- urs, því að hér eins og í öðrum þýðingarmiklum málum veltur allt á því, hvort Bandaríkin og Sovétríkin geta fallizt á skyn- samlega leið til þess að létta einhverju af fargi vígbúnaðarins af þjóðum heimsins. „Afríkuþingið“ Það má taka undir þau orð, sem dr. Malik, forseti þingsins, mælti í gærkvöldi, að þessa þings verði helzt minnzt framvegis sem Afríkuþingsins. í gæzluverndarnefnd þingsins voru málefni ósjálfstæðra ríkja rædd mjög ítarlega, og stefnir nú óðum að því, að þau fái sjálf- stæði. í lok þingsins var Guinea, sem áður var frönsk nýlenda, tekin í S. Þ. Landið hafði öðlazt sjálf- stæði seint í september. Þá er nær öruggt, að bæði franska og brezka Kaméroon fái sjálfstæði á næstunni og inngöngu í S. Þ. Ennfremur mun Somaliland verða sjálfstætt 1960. Af þessu öllu má marka, að nýlendunum fækkar, en sjálfstæðum ríkjum fjölgar. Einkum er ljóst, að Af- ríka er vöknuð og hún mun hafa sín áhrif á málefni S. Þ. fram- vegis. Yfirleitt virðist mér það ljóst, að áhrif ríkjanna í Asíu og Afríku á þróun viðburðanna verði snar þáttur af mannkyns- sögunni á næstu áratugum. Landhelgismálið. — Og svo var það umræðan um landhelgismálið. — Það, sem á vannst í því máli var, að íslenzku sendinefndinni tókst að skýra deiluna við Breta og að málstaður íslendinga hlaut mjög mikinn skilning og samúð. Við verðum að skilja, að alls- herjarlausn þessa máls á langt í land. Þegar við íslendingar töl- um um landhelgismálið, erum við aðeins að hugsa um okkar fisk- veiðilögsögu, en hún er aðeins lítill þáttur málsins séð á al- heimsmælikvarða. Aðalatriðið í hinu raunveru- lega landhelgismáli á alþjóða- vettvangi er það, að stórveldin eru ósammála um, hve langt landhelgin á að ná. Landhelgi er Tröllið sagði. Eftir Þórleif Bjarnason. Bókaútgáfan Norðri. í'YRRA eða fyrsta bindi þessarar sögu kom út árið 1948 og nefnd- ist: Hvað sagði tröllið? Það var mjög athyglisverð bók og er tals- verð eftirvænting bundin við þessa nýju sögu. Umhverfið er hið sama: Hornstrandir. Ekkjan á Hóli við Svarthamravík hefur gifzt ráðsmanni sínum, Agnari Þórðarsyni, og endar fyrri sagan á því. Hún er fast að 20 árum eldri en hann, en efnuð vel og prýðilega gerð manneskja. Og annað er verra en aldursmunur- inn: Agnar hefur fellt ástarhug til annarrar konu, ungrar og fall- egrar, áður en hann giftist ekkj- unni og auðnum á Hóli. Ást sú verður afdrifarík í hjónabandinu. Hann þýðist ekki konu sína og verða þau bæði fyrir sárum von- brigðum. Hún heldur þó jafn- vægi %ínu og er glöð og góð, þótt hjartanu svíði. Hann leitar af- þreyingar í starfi, og fer ham- förum við smíðar, byggingar og sjósókn. Hann er dugnaðarvargur hinn mesti og eftir því hagsýnn, svo að allt blessast, sem hann snertir á, og ekki líður á löngu áður en Hólsauðurinn hefur marg faldazt í höndum hans. Allt hið gamla rífur hann niður og byggir að nýju, svo að bær og bú verða raunverulega hans eign innan tíð- ar. Ánægður er hann samt ekki, en unir við fátt og reynir stund- um að leita sér svölunar í ofboðs- legri drykkju og kvennastússi. Loks verður ástin skyldurækn- inni yfirsterkari; hann ssekir stúlkuna sem hann elskar og flyt- ur hana heim að Hóli. Elínborg húsfreyja tekur henni hið bezta og lætur sem ekkert sé. En alls konar vandi vex af þessu tiltæki Agnars og munar minnstu að það verði honum að sálartjóni. Með aðstoð beggja kvenna sinna kemst hann þó heill úr eldraun- inni og gerist nýr og betri maður. Þetta er alvarlegt og viðamikið verk, nokkuð þungt í vöfum og ekki gallalaust, en margt í því vel gert og sumt snilldarlega. Umhverfislýsingar og aldarfars- íýsingar eru yfirleitt prýðilegar; eins eru flestar atburðalýsingarn- ar mjög trúverðugar og nokkrar hrein list. Bygging sögunnar er dálítið1 þunglamaleg, þó hvergi til skaða, en nokkuð langdregin er frósögnin á köflum, og þyrfti höf. að temja sér eilítið meiri spar- semd á orð. Það sem fyrst og fremst gerir sögu þessa að merkilegu skáld- verki, er hin stórfenglega persónu lýsing Agnars Þórðarsonar, eink- um þróun persónunnar í barátt- unni við andstæður umhverfis- ins, — svo og lýsingin á vorharð- indum í síðari hluta bókarinnar, sem er ógleymanleg. — Agnar er í rauninni listamaður; hann hefur ótaminn en skapandi huga og taumlausar en heilbrigðar ástríð- ur. Hann er snillingur í höndun- um og eldur listfengrar sköpunar brennur í honum. Öll hálfvelgja er honum andstyggð og sjálfur er hann heill, í illu sem góðu, heill og ofsafenginn. Hann hefur selt sig, en getur ekki staðið við samningana, finnur sig bundinn og rífur og slítur hlekkina; en þeir eru innra með honum sjálf- um og i rauninm er hann alltaf að rífa sjálfan sig til blóðs. Bar- átta hans og sálarstríð er snilld- arlega skapað. Lausn flækjunnar og „kúvending" Agnars í bókar- lok eru ekki jafnsannfærandi, að- aðdragandinn tæpast nógu skýrt dreginn, en kannske hugsar höf. sér að gera þessu atriði betri skil í nýrri bók? Elínborg er andstæða Agnars, en kemur aldrei jafnskýrt fram í dagsljós frásagnarinnar og hann. En einmitt sú aðferð höf. á vel við þessa personu og gerir hana trúverðugri lesandanum, en þess er stundum þörf, því góð- semi hennar reynir dálítið á trú- girnina. Hjartagæzka hennar er ekki alltaf nógu vel grundvölluð og skýrð. Höf. skilur þó svo vel við hana í bókarlok, að lesandinn er ánægður. Solveig er skýrt og skáldlega mótuð, en sem persóna er hún heldur fyrirferðarlítil í bókinni. Aukapersónur eru margar, sum ar bráðlifandi og snilldarvel gerð- ar eins og t. d. Gísli í Vogum, sem lifir á skáldskap í hallærinu, — eins og íslenzka þjóðin hefur raunar gjört um aldaraðir. Gísli verður lesandanmn ógleymanleg- ur, mikilleiki pessa umkomulausa manns grípur til hjartans. Fleiri hrífandi svipmyndum manna bregður fyrir í írásögninni um harðindin, en hún er full af skáld- legum tilþrifum, vel unnin og átakanleg. — í viðbrögðum per- sónanna gegn umhverfinu og mótun þeirra af því er mikill skáldlegur styrkur fólginn á blað síðum þessarar bókar. Margt bendir til að höfundur- inn ætli sér að gera enn eina bók um Hornstrendinga sína og er ekki annað en gott um það að segja..Það er mikið timbur eftir óunnið í Agnari Þórðarsyni og hans kvinnum. Og sú hugsjón, er hann hefur gert að sinni í enda þessarar bókar, gæti vel orðið ívaf nýrrar sögu. En vandlega þyrfti höf. að gæta þess, að lækka ekki reisn þeirrar persónusköp- unar, sem hæst ber í verkinu og lengst mun varðveita hróður hans. Volvo gerir til- raunir með gastúr- binuvél GAUTABORG í des. — Margir gera sig gráhærða fyrir aldur fram, yfir að hugsa um hvernig framtíðarbíllinn verði úr garði gerður. En þrátt fyrir þessi miklu heilabrot er enn erfitt að gera sér hugmynd um þennan bíl framtíðarinnar. Hins vegar eru menn nú þegar öruggir um ýmsa hluti, er bílnum eiga að tilheyra. Meðal þessara er gasturbinu- vélin, sem Volvoverksmiðjurnar í Gautaborg æta nú að gera til- raunir með. Tilraunir þessar, sem enn eru ekki byrjaðar, eiga að fara fram á tilraunasvæði verk- smiðjanna. Vélin er samsett og tilbúin, en aðeins beðið eftir því að hún verði sett í bíl. Fyrirtækið gerir nú ráð fyrir, að í byrjun muni herinn hafa sérstakan áhuga á tilraununum, en Gerhard Salinger, sem stjórnar öllum til- raunum fyrir Volvo, er viss um að ekki líði á löngu, áður en farið verði að framleiða slíkar vélar einnig fyrir fólksbíla. Kostir þessarar nýju vélar fram yfir þá gömlu eru helzt þeir, að hún er léttari og tekur tiltölulega minna pláss. Gerhard Salinger verkfræðing- ur heldur því fram að samþykki hermálaráðuneytið árangur til- raunanna verði möguleiki fyrir hendi fjárhagslega að byrja frám leiðslu vélarinnar fyrir aimenn not, þá helzt fyrir stærri vöru- bíla og áætlunarbíla. Til að bera saman þunga vél- anna eru hér viktir þeirra beggja í kílóum per hestafl. Nýja vélin vegur 2 kg. pr./ hest afl. Dieselvélin vegur 6—7 kg. pr/hest^U — Fréttaritari G. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.