Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 24
V ED RID NA-kaldi. — Léttskýjað. Frost 1—5 stig. 290. tbl. — Miðvikudagur 17. desember 1958 Jólasveininn hefur aSeins fengið um 1000 iólabréf JÓLASVEINNINN á íslandi, sem í fyrra var nær kafnaður í jóla- bréfum frá börnum erlendis, einkum þó brezkum, hefur haft heldur náðuga daga um þessi jóL í fyrra bárust honum alls rúm- lega 45,000 bréf. — Var það xnargra manna verk að hjálpa hinum vinsæla jólasveini, til þess að svara þessum bréfum öllum, en það mun þó hafa tekizt í tíma og glatt börnin. Það er Ferðaskrifstofa ríkisins sem tekið hefir á móti jólabréfum til jólasveinsins. Höfðu henni í gær borizt alls um 1000 bréf, — flest frá Bretlandi eins og í fyrra. Þeim mun öllum verða svarað nú næstu daga. • ★ • Ýmsir gárungar hafa leitt að því getur, hvort Bretar eldri sem yngri muni telja að í átök- unum undan íslandsströndum hafi hinn konunglegi brezki floti, flæmt jólasveininn á íslandi í burtu!! Heklu hlekktist á og óvíst hvort skipið sigli fyrir jól Annað sinn sem skip laskasf í rennunni á Patreksfirði nú í ár FORRÁÐAMENN Skipaútgerð- ar ríkisins voru áhyggjufullir mjög í gærdag. Strandferðaskip- inu Heklu hlekktist í fyrrdag á I „rennunni“ í Patreksfjarðar- höfn og er með öllu óvíst hvort skipið kemst í strandferð sína vestur og norður nú fyrir jólin. Þetta var mjög mikið áfall fyrir okkur, sagði Guðjón Teits- son forstjóri, er Mbl. átti tal við hann í gær. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem skipi frá okkur hlekkist á í Patreksfjarð- arhöfn og þriðja tjónið sem verð- ur þar á skipum okkar. í marz- mánuði síðastl. varð Esja fyrir miklum skemmdum, braut stýrið, þar áður hafði Esjan einnig orðið fyrir tjóni þar. Þegar óhappið vildi til var Bretar vilja land- helgisgæzluna fyrir Haag-dómstól í FRÉTT frá NTB í gærkvöldi er skýrt frá því, að á ráðherra- fundi NATO hafi Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta komið nokkuð inn á fiskveiði- deilu Breta og íslendinga. Er sagt að hann hafi endurtekið fyrri ummæli sín til íslendinga um að deilan verði lögð fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. Þess er ekki getið í fréttinni að fulltrúi íslands hafi svarað ummælum Lloyds. Hið nýja hús Landsbanka íslands á ísafirði, semtekið var í notkun sl. mánudag. — (Ljósm. Guðm. Ágústsson). Hekla að leggja af stað út úr höfninni. Stinningskaldi var og rakst skutur skipsins í bakka rennunnar. Er vitað að önnur skrúfa skipsins mun ónýt eftir. Þá er mjög óttazt að stýri skips- ins hafi laskazt. Ef svo er, verður skipið ekki komið aftur úr við- gerð fyrir jólin, en ef nægir að skipta um aðra skrúfuna, þá tekur það^ verk aðeins um sól- arhring. Úr þessu fæst væntan- lega skorið í dag, ef skipið kemst upp í slippinn hér í Reykjavík. Hingað kom Hekla í gærdag og var margt farþega með skipinu sem ætlaði á viðkomuhafnir á Vestfjörðunum og Norðurlandi. Einnig er allmikill varningur með skipinu og átti hann að kom- ast á hafnirnar núna fyrir jólin. Hinn þaulreyndi skipstjóri Ás- geir Sigurðsson var með Heklu er þetta gerðist. Enginn í skip- stjórastétt mun hafa meiri reynslu að baki sér í strand- ferðasiglingum hér við land en einmitt Ásgeir skipstjóri. Starfsstúlkur spítalanna fá launahækkun UM 200 starfsstúlkur við spítala ríkisins, hafa fengið kjarabætur með nýjum samningum. Tókust samningar um síðustu helgi. Fé- lag starfsstúlknanna hafði boðað til verkfalls á spítölunum. Aðal- atriði hins nýja samnings er að starfsstúlkurnar fengu 10 pró- sent hækkun grunnlauna sinna. Ósamhljóða dómar í héraði um yfirráðarétt yfir litlu barni Ættleiðing hafði farið fram er móðir þess vildi fá jbað NORÐUR í Húnavatnssýslu hef- ur vart verið um meira rætt en mál er risið hefur út af umráða- rétti yfir barni, sem hjónin í Ból- staðahlíð gengu í foreldrastað, skömmu eftir fæðingu þess. En móðir barnsins gerir kröfu til þess að hjónin afhendi sér barnið aftur. Nú hefur sérstakur setu- dómari, sem var falið mál þetta kveðið upp dóm, er gengur í þá átt að krafa stúlkunnar skuli tekin til greina. Þykir fullvíst að hjónin í Bólstaðahlíð muni á- frýja þessum dómi til Hæsta- réttar. Barn það er um er deilt, er óskilgetið. Móðir þess, ung stúlka, ákvað þá er hún gekk með barnið, að gefa það. Magnús bóndi Klemensson í Bólstaðahlíð og kona hans ákváðu að taka barnið þá er það myndi fæðast, með því skilyrði að fá barnið til fullrar eignar. Svo fór sem ákveðið hafði ver- ið. Þegar stúlkan hafði alið barn- ið gaf hún það Bólstaðahlíðar- hjónunum og tóku þau þá við því. í beinu framh. af þessu fóru Ból- staðahlíðarhjónin fram á ættleið- ingu í stjórnarráðinu. Var sú Fengu ekki að yfirgefa Gullfaxa fyrr en síðbúnir tollverðir komu Farhegar biðu um borð i yfir 20 min. heimild veitt án skilyrða eða at- hugasemda. I sumar er leið fór móðir barns ins á stúfana og krafðist afhend- ingar barnsins, þar eð hún hafi ekki hugsað sér að gefa það þannig, að hún gæti aldrei fengið það aftur. Bar móðir barnsins því við m. a. að hún hafi þá er hún tók svo örlagaríka ákvörðun, eigi fengið nægilegar upplýsing- ar um hvað hún væri í rauninni að gera. Málið kom til kasta héraðs- dómsins á Blönduósi. Dómur upp kveðinn þar dæmdi Bólstaða- hlíðarhjónunum óskoruð yfirráð yfir hinu umdeilda barni. Var þeim dómi áfrýjað til Hæstarétt- ar. Fyrir nokkrum vikum gekk dómur þar í þessu viðkvæma máli. Bæstiréttur vísaði málinu aftur heim í hérað og lagði fyrir að skipaður yrði setudómari í málið. — Hæstiréttur tók ekki málið sjálft til dómsúrskurðar. Var ákveðið að skipa setudóm- ara með tilliti til þess, að fulltrúi hins reglulega dómara í héraði hafði haft afskipti af ættleiðing- unni. Fyrir nokkrum dögum kvað setudómarinn upp dóm sinn í máli þessu og gekk hann í þver- öfuga átt, ógilti ættleiðinguna og taldi að taka bæri kröfu móður barnsins um afhendingu þess til greina. Md/ið úr sögunni ef breyt- ingartillagan er sam- KOMA flugvélarinnar Gullfaxa hingað til Reykjavíkur í gærdag var með stórfurðulegum hætti og minnti meir á stórgripaflutninga, en farþegaflutninga samkvæmt nýjustu tízku og eðlilegum kröf- um í nútíma þjóðfélagi. Þegar flugvélin var stödd yfir Ve. nannaeyjum var farþegun- um ’ :kynnt að svo vel hefði heh ðin gengið að flugvélin væri á undan áætlun! — Þessu var fagnað meðal hinna rúmlega 20 farþega sem með flugvélinni voru. Um klukkan 4 var svo lent á Reykjavíkurflugvelli og flugvél- in renndi upp að flugafgreiðsl- unni. Farþegar kvöddust og tóku böggla sína og handtöskur og hugðust yfirgefa flugvélina. En það var þá ekki hægt. Fór nú glansinn af öllu með skjótum hætti. Er ekki að orðlengja það, að í 23 mínútur voru farþegarnir hafðir í haldi um borð í flugvél- inni, vegna þess að tollþjónustan lét hvergi sjá sig. Var fólkinu alveg neitað um að fara inn í flugstöðvarbygginguna og bíða þar tollþjónanna. Flugfreyjurnar sögðu, að það væri heldur ekki hægt, því landgöngubrúnni var ekki ekið að flugvélinni, heldur látin standa um það bil 1 metra frá útgöngudyrunum. Þegar loks toll-„þjónustu- menn“ komu á vettvang, var ekki með einu orði borin fram afsök- un við flugfarþegana á þessu hátt erni, en sú skýring gefin að ástæðan væri sú að flugvélin hefði verði á undan áætlun. Nokkrir útlendingar voru með flugvélinni. Virtust þeir ekki í fyrstu átta sig á að flugvélin væri lent í Reykjavík. Einn heyrðist segja að flugvélin myndi hafa villzt og myndi vera einhvers staðar fyrir austan járntjald, og það hlyti að vera „landtöku- kommisar“ sem bíða yrði eftir. þykkt Frá Albingi FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. — Á dagskrá efri deildar voru tvö mál. Frv. til laga um breytingu á sjúkrahúsalögum var til fyrstu umræðu og sam- þykkt til 2. umr. samhljóða. Frv. um viðauka við lög um virkjun Sogsins var til annarrar umr. <frh.) Var Páll Zóphóníasson á mælendaskrá frá deginum áður, en hann var ekki mættur í þing- salinn er umræður hófust og kvaddi Bjöm Jónsson sér þá hljóðs. Vék hann að ræðu Bern- harðs Stefánssonar frá deginum áður og taldi furðulegt, hve mik- ið Bernharð Stefánsson hefði lagt upp úr orðum aðalbankastjóra Seðlabankans. Bernharð Stefánsson tók næst- ur til máls. Skýrði hann frá því, að fjárhagsnefnd efri deildar hefði falið sér að ganga á fund aðalbankastjóra Seðlabankans og hefði hann því ekki verið að gera annað en skyldu sína, er hann skýrði frá viðræðum sínum við hann í deildinni. Gunnar Thoroddsen kvaddi sér næstur hljóðs. Skýrði hann frá því, að þegar stjórn Sogs- virkjunarinnar hefði leitað ráða hjá Seðlabankanum um lánsút- vegun hefði bankastjórinn lagt til að sú leið yrði farin sem í frv. segir. Hann hefði líka skýrt svo frá, að skuldabréfin væru ekki seljanleg án verðtryggingar. Gunnar Thoroddsen sagði, að ef breytingartillaga þeirra Björns Jónssonar og Páls Zópóhóníasson- ar yrði samþykkt, væri mál þetta þar með úr sögunni. Kvaðst hann því eindregið vilja beina þeim tilmælum til fundarmanna, að þeir felldu þessa breytingartil- lögu. Þegar hér var komið, var málið tekið af dagskrá og fundi slitið. Mikill snjór í Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 16. desember. ~ Hér hefur verið illviðrasamt und anfarið og hefur sett niður svo mikinn snjó, að allar leiðir eru tepptar. í kvöld eru meir að segja horfur á því að götur, þar sem snjóýtu hefur verið beitt, verði ófærar aftur. Fluptningar fara fram á sleðum. Um helgina tókust samningar við verkamenn hér og fá þeir sömu hækkun og Dagsbrúnar- menn í Reykjavík fengu í vetur. Forstjóri togaraútgerðarinnar hér hefur sagt starfinu lausu frá áramótum. Forstjórinn Guðmund ur Guðmundsson á Akureyri, 11 mun vera að flytjast suður. Höf- um við augl. eftir nýjum fram- kvæmdastjóra og leikur okkur hugur á að fá í starfið ungan dugandi mann. Togari Ólafsfirð- inga er Norðlendingur. — JÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.