Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 20
20 MORGUTSBL Jmn Miðvikudagur 17. des. 1958 og litlir bóndabæir, sem stóðu kringum hvíta kirkju, eins og á fallegu bréfspjaldi. Og kringum allt saman var umgjörð úr ljós- grænum björkum. Stóru áætlunarbílarnir fóru ekki um þessa sveit, en þar vorú samt all-margar bifreiðir með út- lendum númerum, sem óku hægt um hið mishæðótta land, til þess að ökumennirnir gætu tekið mynd ir af þessu fagra héraði, þar sem sumir íbúanna fóru enn til kirkju á sunnudögum í sínum gömlu þjóð búningum. Það var hægt að komast til Skogsberg með bifreið frá næstu járnbrautarmiðstöð og frá bif- reiðastöðinni við kirkjuna var hægt að fá lítinn bíl til Skogs- berg Pensionat, sem lá nokkra kíló metra frá sjálfum bænum uppi á hæð með háum, beinvöxnum furu- trjám. Tómas horfði í kringum sig, og augu hans Ijómuðu af gleði. Hann var alinn upp í stórborginni og hafði ekki séð mikið af náttúrufeg urð sem þessari. Hann hafði að vísu verið í sveit, þegar hann var lítill, en það var í Suður Svíþjóð ©g þar er allt flatlendi. Hér var honum allt nýtt, og sumt vakti dálítinn ótta. Þegar bifreiðin ók upp eftir hæðinni og vegurinn varð mjórri, þá var eins og skógurinn yrði dálítið of nær- göngull, og hann þrýsti sér ósjálf rátt upp að föður sínum. En lands lagið tók skjótum breytingum. AMt í einu opnaðist rjóður í skóginum og það sást svo mílum skipti út yfir héraðið, þar sem daladrögin lágu ljósgræn og gul milli hinna dökkgrænu skóg- arbelta. Þeir gátu séð, hvar strönd Siljans lá í bugðu fyrir neðan þá og það var sjálfsagt ekki of langt að fara þangað ofan eftir og fá sér bað. Húsakynnin voru stærri en Rolf hafði ímyndað sér. Stór spjöld vísuðu veginn þangað, og þegar þeir loksins komust alla leið, þá var þar ekki hið litla, sveitalega hús, sem hann h-afði búizt við, heldur stór, tiltölulega ný húsasamstæða og voru gríðar- miklar svalir allt í kring. Tennis- brautir, kroketbrautir, stórir garð stólar og borð og marglitar sól- hlífar sýndu þaí, að það voru vandlátir gestir, sem sóttu stað- inn. Efasemdir hans urðu ekki minni, þegar hann kom inn í skál- ann. Hann hafði búizt við því, að þ-að yrði lítil, vingjarnleg mat- sölukona, sem tæki á móti þeim, en undir spjaldi, sem á var letr- að: „Reception", sat skrautleg, ung stúlka í snjóhvítum slopp og horfði brosandi á hann. „Yfirréttarmálafærslumaður Agréus?“ spurði hún, með greini- legum Stokkhólms-framburði. Það var ekkert sveitalegt við hana. Svo kom í ljós einkennisklædd- ur burðarsveinn, sem vísaði Rolf og Tómasi á herbergi þeirra með heimsmanns svip. Rolf hafði ákveðið, að þeir skyldu hafa sitt herbergið hvor, svo að hann gæti setið inni hjá sér ótruflaður við lestur eða vinnu, á meðan Tóm- as svæfi. Hann hafði ekki ætlað sér að taka þátt í neinu samkvæm islífi. Hann hafði fengið stórt og bjart hornherbergi á fyrstu hæð og Tómas átti að vera í herbergi við hliðina á því. Þegar miðdegis- verðurinn var borinn fram, fékk Rol'f enn sönnun fyrir því, sem hann hafði grunað. Það var mat- sölustaður, sem var algjörlega eft ir smekk Katarinu. Helmingur gestanna var Ameríkumenn og einkum voru það konurnar, sem voru skrautklæddar. Rolf, sem var mjög nákvæmur um klæðaburð sinn, kunni ekki algerlega vel við sig í Ijósgráu flónelsbuxunum sín- um og gamla jakkanum, sem hann hafði álitið viðeigandi klæðnað hér úti í sveit. Tómas horfði ákafur kringum sig, meðan á borðhaldinu stóð. — Hann var að gá að væntanlegum leikfélögum, en þar voru ekki mörg börn. Auk hans sjálfs voru aðeins þrjár litlar, amerískar telpur og tveir nokkru eldri drengir. Þegar Tómas var háttaður um kvöldið, fór Rolf niður í setustof- urnar. Það var tekið vel á móti honum og það kom brátt í Ijós, að margir gestanna áttu sömu kunn- ingja og hann sjálfur. Sumir spurðu um Katarinu, en aðrir vildu fá hann til að spila bridge eða taka sér ferðir með þeim í umhverfið. Hann var vanur að umgangast þess konar fólk, en hann hafði ekki hugsað sér hvíldartíma sinn einmitt þannig, og hann sá, að leyfið yrði all-erf- itt, ef hann ekki gerði hinum gestunum þegar í stað ljóst, hvers vegna hann væri kominn til Skogsberg — til þess að annast litla drenginn sinn og til þess að þeir gætu báðir hvílt sig. „Aumingja litli drengurinn", sögðu konurnar í meðaumkunar- róm, þegar hann sagði þeim frá veikindum Tómasar. Það gaf þeim reglulega umræðuefni. En hve sorglegt. Ungur og glæsileg- ur ekkjumaður, með einmana, lít- inn son, sem hafði verið mjög veikur. Rolf Agréus þarfnaðist konu, það var auðskilið mál. — Sumar kvennanna urðu þó fljót lega fyrir vonbrigðum, þegar það fréttist, að Rolf væri sama sem trúlofaður Katarinu Hemmel, hinni duglegu kaupsýslukonu, sem hafði hina þekktu tízkuverzlun. — Rolf sat lengi þetta kvöld, áður en hann fór að hátta og slökkti á lampanum, en áður hafði hann farið inn til Tómasar og gengið úr skugga um, að hann svæfi vært. Hann var dálítið leiður út af öllu saman og ekki laust við að hann væri gramur Katarinu, sem varla var ókunnugt um, að það var ekki matsölustaður eins og þessi, sem hann var að reyna að fá.------Jæja, hann varð að reyna að gera eins gott úr þessu og unnt var og komast hjá of miklum samkvæmum. Hann ætl- aði að skipuleggja smáferðir með Tómasi. Hann ætlaði að spyrja að því undir eins daginn eftir, hvort ekki væri hægt að fá matar böggul með sér, ef þeir tækju sér göngu út í skógana. Hann langaði allt í einu til að kynnast drengnum sínum reglu- lega vel. Það var svo margt sem hann gat sýnt honum og kennt honum. Hann hugsaði um sína eigin bernsku og alla þá leyndar- dóma, sem náttúran hafði birt honum, þegar hann var í sumar- leyfi hjá fjölskyldu uppi í sveit. Hann hafði getað legið á grúfu Að gefnu tilefni viljum vér benda á, að um leið og véir lögð- um niður alla sölu á fram- leiðsluvörum vorum til ein- staklinga, tóku kaupmenn við allri dreifingu á vörunum og selja þær með aðeins hálfri álagningu séu keyptair 25 flösk- ur eða meir. MUNIÐ — ENGIN JÖL ÁN EGILS DRYKKJA H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON m a r i ú ó 1) „Ég er hræddur um að það sé vonlaus fyrirætlun hjá mér, að ætla að reyna að finna anda- tnerkingarmanninn í öllum þess- um frumskógi." „Já, ég er hrædd- I ur um það, Markús. Þetta er stórt landsvæði .... Kom inn.“ 2) „Heitið þér Frank? Ég er Sússana, blaðamaður hjá „Dagur lconunnar". 3) „Þetta er Markús, vinur minn“. „Komið þér sælir, Markús. „Eruð þér fylgdarmaður?“ tímunum saman og athugað lífið í lítilli tjörn, — hann hafði læi-t að þekkja söng fuglanna sundur — og hann hafði átt staði, sem aðrir vissu ekki um, þar sem hann gat tínt lítil og sæt jarðarber. Ef hann gæti nú fengið Tómas til að reyna eitthvað þvílíkt. Auðvit- að þurfti drengurinn að vera með börnum á sínum aldri, en þangað til hann væri húinn að vinna bug á feimni sinni vax-ð að skemmta honum með því, sem barn gæti skilið og fengið áhuga á. Hann fór að framkvæma áætlun sína þegar daginn eftii'. 1 eldhús- inu fékk hann böggul af smuiðu brauði og k-alda mjólk í hitabrúsa, og svo héldu þeir Tómas af stað eftir skógarstíg, sem átti að liggja að gömlu seli, eftir því sem vinnumaður matsölustaðarins hafði skýrt honum frá. Það var inni í skóginum og þangað var tveir kílómetrar. Ef þeim fyndist leiðin of löng, þá gætu þeir leitað sér að viðkunnanlegum stað í skóg inum, hvílt sig þar og étið nestið sitt. Tómas hélt af stað hinn hress- ■asti. Við og við hvíldu þeir sig í rjóðri og hox-fðu út yfir hinar skógi vöxnu hæðir og hin blik- andi vötn á milli þeirra. 1 loftinu var ilmur af furu og Tómas virt- ist ekki verða neitt þreyttur. —- Hann horfði hrifinn á allt, sem fyrir augum bar og kom með ótelj andi spurningar. Áður en þeir vissu af, voru þeir komnir að gamla selinu. Þar var löng, grá hlaða og lítið hús. Hjá brunninum stóð fata og mjóan, bláan reyk lagði upp úr reykháfnum. Það átti þá einhver heima í selinu! Allt í einu kom Rolf auga á konu, sem sat á stórum steini framan við dyraþx-epið og sneri baki að þeim. Hún var í síðum, hvítum kjól og laut lítið eitt höfð- inu með hinu þykka rauðbrúna hári. Eitt andartak hélt hann, að þetta væri Súsanna. En þá stóð aiíltvarpiö Miðvi’kudagur 17. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna — tón- leikar af plötum. 18,30 Útvarps- saga bax-nanna: „Ævintýri Trít- ils“ eftir Dick Laan; IV. (Hildur Kalman leikkona). 18,55 Fram- burðax-kennsla í ensku. 19,05 Þing fréttir. Tónleikar — 20,30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; VIII. (Andrés Björnsson). 20,55 Islenzkir einleikarar: Þórunn Jó- hannsdóttir leikur á píanó. 21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður Bene- diktsson). 21,45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22,10 Upp- lestur: a) „Sól yfir Blálands- byggðum“, bókax-kafli eftir Felix Ólafsson (Höfundur les). b) „Leikur örlaganna", bókarkafli eftir Elínborgu Lárusdóttur (Séra Sveinn Víkingur les). 22,40 Lög unga fólksins (Haukur Hauks- son). 23,35 Dagskrárlok. Finiinludagur 18. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Á frívaktinni —• sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnax-sdótt- ir). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20,30 Spurt og spjall-að í útvarpssal. — Sigurður Magnús- son fulltrúi stjórnar umræðum. 21,30 Útvai-pssagan: „Útnesja- menn“; XIX. (Séra Jón Thoraren- sen). 22,10 Upplestur: a) Úr „ís- lendingabók" eftir Gunnar Hall (höf. les). b) „Niðursetningur- inn“, bókai-kafli eftir Jón Mýrdal (Ævar Kvaran les). 22,40 Frá tónleikum sinfóníuhljómsveitar ls lands í Þjóðleikhúsinu 9. þ. m.; síðari hluti. Stjórnandi: Di-. Páll ísólfsson. Sinfónía nr. 1 í C-dúr op. 21 eftir Beethoven. — 23,10 Dagskrárlok. VIKAll BLAOID YKKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.