Morgunblaðið - 17.12.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.12.1958, Qupperneq 2
z MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. des. 1958 Mao Tse-tung lætur af störf um sem forseti Kína Er orsök jbess ágreiningur við Rússa eðo mistök i „kommúnunum" ? PEKING, 16. des. — (Reuter). — Mao Tse-tung, sem hefur haidið óvéfengjanlegu alræði í Kína síðan 1950, hefur ákveðið að láta af embætti sem forseti Kína. Utanríkisráð- herra Kína, Chen-yi, tilkynnti erlendum sendimönnum í Peking í dag þessa ákvörðun Maos. Hann skýrði jafnframt frá því að Mao myndi halda embætti sínu sem framkvæmda- stjóri kínverska kommúnistaflokksins. Þessi snaggaralegi náungi er hér að velja sér það sem hann óskar sér í jólagjöf.—Ég ætla a ð segja mömmum þegar ég kem heim, hvað það er. Svona gítar væri nú gaman að eiga, maður. Kleemola faliÖ í annaÖ skipfi aÖ mynda stjórn Það er álit kunnugustu manna, að Mao muni sem framkvæmda- stjóri flokksins halda hinu valda- mesta embætti Kína. Hitt hefur vakið nokkrar grunsemdir, að hann skuli segja af sér embætti einmitt um sömu mundir og gagn rýni er að hefjast á kommúnu- skipulagið, sem hann er talinn hafa átt frumkvæðið að. Mao Frá Taipei, höfuðborg kín- verskra þjóðernissinna á For- mósu er símað, að það sé al- mennt álitið að lausnarbeiðni Maos sé mikill álitshnekkir fyr- ir hann. Hann myndi ekki hafa farið þessa leið, nema af því að hann er til þess neyddur af ein- hverjum ástæðum, hvort sem það eru mistök í sambandi við komm únurnar eða fyrir áhrif frá Rúss- um. Jafnvel er hugsanlegt, að Mao verði að hverfa vegna þess hve herferðin gegn Quemoy og Matsu misheppnaðist í haust. í Júgóslavíu er nú mikið rætt um afsögn Mao Tse-tung. Segir í Reutersskeyti frá Belgrad, að langlíklegast sé að Mao Tse-tung hverfi nú frá völdum sem forseti Kína vegna alvarlegs ágreinings Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í Sam- einuðu Alþingi. Sex mál eru á dagskrá. 1. Kosning þriggja yfirskoðun- armanna rikisreikninganna 1958, að viðhafðri hlutfallskosningu samkv. 43. gr. stjórnarskrárinnar. 2. Kosning 5 manna í stjórn síldarverksmiðja ríkisins og jafn margra varamanna, allra til þriggja ára, frá 1. jan. 1959 til 31. des. 1961, að viðhafðri hlut- fallskosningu, samkv. 1. nr. 1, 5. jan. 1938 og 1. nr. 43, 19. maí s.á. 3. Kosning þriggja manna í síldarútvegsnefnd og jafnmargra varamanna, allra tii 3 ara, frá 1. jan. 1959 til 31. des. 1961, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 1. gr. 1. nr. 74, 29. des. 1934. 4. Kosning nýbýlastjórnar, 5 manna og jafnmargra varamanna, allra til 4 ára, frá 1. jan. 1959 til 31. des. 1962, að viðhafðri hlut- fallskosningu samkv. 2. gr. 1. nr. 48, 28. maí 1957, um landnám, ræktun og byggingar í sveitum. 5. Þörf atvinnuveganna fyrir sérmenntað fólk, þáltill. Ein umr. 6. Póstur og sími í Hafnarfirði, þáltill. — Fyrri umr. við Rússa. Það sem Rússa og Kín- verja greinir einkum á um, er kommúnurnar og utanríkisstefna Kína. Kunnugir menn innan júgó- slavneska kommúnistaflokksins segja, að Krúsjeff hafi hvað eftir annað reynt að halda aftur af Kínverjum og fá þá til að taka upp hæglátari stefnu í utanríkis- málum. Rússum hefur líka verið meinilla við kommúnur Maós, því að með þeim ganga Kínverj- ar lengra á vegi sósíalismans, en Rússar hafa nokkru sinni gert og ÚR MÝVATNSSVEIT 11./12. ’58. — Tíðarfarið hefur verið framúr- skarandi gott í haust og það sem aí er vetrinum. Jörð var nær því frostlaus og tún græn fram yfir mánaðamót nóv. og des. Sauðfé hefur ekki verið hýst fyrr en nú. Lokið er fyrstu smöl- ur. á fé því, sem haft er á Austur- fjöllum fram eftir vetri. Farið var með leitarmennina í útjaðra leit- arsvæðisins á jeppum.Sparaði það þeim margra klukkustunda göngu. Einnig var farið á jeppa í Grafarlönd, langt inn með Jök- ulsá, en þar fannst engin kind. Föstudaginn 5. des. var sam- koma í Skjólbrekku, þar sem Mý- vetningar minntust þess, að Lestr arfélag Mývetninga er hundrað ára á þessu ári. Formaður Lestr- arfélagsins, Ragnar Sigfinnsson, setti samkomuna og stjórnaði henni. Meðan setið var undir borð um, voru fluttar margar ræður. Aðalræðuna flutti Pétur Jónsson í Reynihlíð. Rakti hann sögu fé- lagsins, las upp nöfn allra stofn- enda þess og rakti ævisögu þeirra í stórum dráttum eftir því, sem við varð komið. Síðan lýsti hann starfsemi félagsins fram á yfir- standandi ár. Var erindi hans mjög ýtarlegt og fróðlegt. Til sýnis‘ voru fyrstu bækurnar, sem bókasafnið var stofnað með. Þær eru nú orðnar fágætar og mjög verðmætar. Að loknu borðhald- inu söng Karlakór Mývetninga nokkur lög. Sr. Örn Friðriksson stjórnaði. Að lokum var stiginn dans. Heillaskeyti bárust félag- inu og afmælisgjafir. Kvenfélag Mývetninga gaf því 5 þúsund kr. og annaðist auk þess um alla vinnu við veitingarnar og ýms- an undirbúning, og gerði það aí miklum myndarskap. Sigurður Jóhannesson á Geiteyjarströnd gaf félaginu eitt þúsund krónur, og börn Péturs heitins Jónssonar á Gautlöndum, alþingsm. og fyrr- verandi ráðherra, gáfu alfræði- bók í 12 bindum, í minningu þess að faðir þeirra var fæddur 1858, sama árið og Lestrarfélagið var stofnað. Þ. 20. nóv. lézt Þorsteinn Jónsson bóndi í Reykjahlíð, f. 19. júní 1874. Hann hafði þá búið yfir 50 ár í Reykjahlíð. Þorsteinn var gáfaður og vinsæll maSu». Jarð- arför hans fór fram að Reykja- hlíð 27. nóv. að viðstöddu miklu fjölmenni. finnst Rússum, að með því séu Kínverjar að taka stjórnmálalega forustu sósíalismans. Ekki vilja Júgóslavar þó stað- hæfa, að Mao verði nú að hverfa af sviðinu fyrir áhrif frá Rúss- um. Telja sumir jafnvel hugsan- legt, að hann taki sér frí frá for- setastörfum til þess að geta ein- beitt sér að ritun stefnuskrár um kommúnurnar. Tekur Chu Teh við? Lausafregnir hafa borizt um það frá Kína, aff eftir- maður Maos verði kjörinn Chu Teh fyrrum hershöfðingi, en ekki Liu Shao-chi, sem fram til þessa hefur verið tal- inn krónprins hins kommún- íska einræðisríkis. Ef Chu Teh verður kosinn getur það haft í för með' sér miklar breytingar á æðstu stjórn landsins og kommún- istaflokksins, því að hann og Chou En-lai forsætisráðherra Kína eru álitnir hatrammir andstæðingar. Silungsveiði var mjög mikil í Mývatni síðastliðið sumar og allt bendir til að óvenjulega mikil mergð af silungi sé nú í vatninu. Unnið er að minkaveiðum þegar færi gefst til. Nokkrir minkar hafa náðst í haust, flest af því voru læður. Þegar snjóföt gerir, fara menn um þau svæði sem helzt má búast við að minnkurinn haldi sig á og ef þar sjást minnka slóðir er Finnboga minkaveiði- manni gert aðvart. Á þennan hátt er hægt að hafa hugmynd um hvað minkarnir eru margir. Full yrða má að nú séu að minnsta kosti 6 til 7 minkar við Mývatn og Laxá í Mývatnssveit, en vel geta þeir verið fleiri. Jóhannes. Á AÐALFUNDI L.Í.Ú., sem hald inn var 3.—8. þ.m., voru mörg mál á dagskrá og margar álykt- anir gerðar. Hefur blaðið þegar getið nokkurra þeirra. Auk Luciuliátíðin ÍSLENZK-SÆNSKA félagið hélt hina árlegu Lúcíuhátíð sína í Þjóðleikhússkjallaranum sunnu- dagskvöldið 14. des. Formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, setti samkom- una. Ambassador Svía, Sten von Euler-Chelpin, flutti ræðu um Lúcíuhátíðahald í Svíþjóð og hvernig það hefði breytzt með breyttum þjóðfélagsháttum. Síð- an var uppfærður stuttur leik- þáttur, sem Bo Almkvist, lektor hafði samið, en í lok hans komu Lúcía (Anna Geirsdóttir) og þernur hennar syngjandi Lúcíu- sönginn. Undir kaffiborðum lék Sigfús Halldórsson eigin lög og stjórnaði borðsöng, en Sigurður Þórarinsson sýndi litskuggamynd ir frá Kiruna og Kebnekaise. Að lokum var dans stiginn. Húsfyllir var og virtust menn skemmta sér hið bezta. HELSINGFORS, 16. des. (NTB). — í kvöld fól Kekkon en Finnlandsforseti flokks- bróður sínum Kauno Klee- mola úr Bændaflokknum í annað skipti að reyna stjórn- armyndun. Að þessu sinni er Klcemola falið að gera til- raunina að grundvelli tillagna frá hinum hægrisinnaða Sam- bandsflokki. , Tillögurnar eru þess efnis að reynt verði að mynda stjórn með ráðherrum frá þeirra, voru eftirfarandi ályktan- ir gerðar: „Aðalfundur L.Í.Ú. 1958 telur aðliiegt oð sjálfsagt, að allt að helmingur atvinnleysistrygg- ingasjóðs verði ávaxtaður hjá Fiskveiðasjóði íslands. Felur fundurinn stjórn L.Í.Ú. að fá al- þingismenn til að flytja frum- varp um þetta mál‘. „Aðalfundur L.Í.Ú. 1958 álykt- ar að væntanleg samninganefnd um starfsgrundvöll, beri að semja um fullnaðargreiðslu á reksturlánum vélbátaflotans sam anber framsettar kröfur stjórnar L.Í.Ú.“. „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn 3.—8. des. 1958, skorar á stjórn Seðlabankans, að hún ákveði, að Seðlabankinn endurkaupi víxla, sem gefnir eru út með veði í út- flutningsuppbótum, sem greidd- ar eru bátaeigendum úr Útflutn- ingssjóði". „Aðalfundur L.Í.Ú. 1958 vekur athygli útvegsmanna og skip- stjórnarmanna á nauðsyn þess að framfylgt sé settum reglum um al þjóðleg merki, sem fiskiskipum ber að hafa uppi, bæði við veiðar og eins þegar öðruvísi stendur á. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til stjórnar L;Í.Ú. að leitað verði samstarfs. við Bændaflokknum, Sambands- flokknum, frá sænska þjóð- flokknum, Finnska þjóðflokkn um og með fimm fylgjendum jafnaðarstefnunnar, sem þó hafa ekki tekið þátt í hinum harðskeyttu innbyrðis deilum í Jafnaðarmannafiokknum. Kleemola varð fyrir nokkrn að gefast upp við stjórnar- myndun, þar sem hann gerði ráð fyrir að minnihluti Jafn- aðarmannaflokksins fengi aS- ild að ríkisstjórninni. Fiskifélagið og Landhelgisgæzl- una um sérprentun á þeim regl- um, sem gilda um þessi mál og annað það, sem orðið getur til leiðbeiningar íslenzkum sjómönn um í þeirri hörðu samkeppni, sem búast má við, að háð verði á fiskimiðunum við strendur lands- ins á næstunni. Þessi sérprentun verði síðan send öllum skipstjórnarmönnum, og brýnt fyrir þeim, hversu þýð- ingarmikið það er, að jafnan sé farið að lögum, bæði innlendum og alþjóðlegum, hvort heldur er innan eða utan landhelgi. Ennfremur beinir fundurinn þeim tilmælum til landhelgisgæzl unnar, að birt verði a.m.k. öðru hvoru nöfn þeirra brezku skipa, sem veiðar stunda hér við land á verndarsvæðum fyrir fiskveiði- brot og utan þeirra, þar sem slík ur nafnalisti mundi auðvelda skipstjórnarmönnum að semja kærur á hendur þeirra brezku skipa, sem valda veiðarfæratjóni, eða sýna yfirgang á annan hátt“. Fréttabréf úr Mývatnssveit: Framúrskarandi goft tíÖarfar í Mývatnssveit Ályktun aÖalfundar L.Í.Ú.: AÖ helmingur atvinnuSeysistrygginga- sjóös verÖi ávaxíaSur Fiskveiðasjóöi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.