Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 17. des. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 23 Kristmann Guðmundsson skritar um Flota Nýsjálendinga hefur nú bætzt þessi freigáta. Um daginn var henni hleypt af stokkunum í Southampton í Englandi. I*að var Margrét prinsessa sem mölvaði kampavínsflösku skipsins og gaf því nafnið Otago. Mildasti nóvember í SvíbjóB i 100 ár GAUTABORG í des. — Nú um mánaðarmótin nóvember desem- ber mætast haust og vetur í suð— urhluta Svíþjóðar. Nóvember- mánuður var í ár mildari en und- anfarin 100 ár. Ekki aðeins nóv- ember, heldur haustið í heild sinni hefur verið óvenju milt hér í Svíþjóð. í Mið-Svíþjóð muna menn þó slík haust frá 1934, 1938, 1949 og 1951. Lítil rigning og lítill snjór Rignt hefur minna en undan- farin ár. í innri hlutum Mið- og Norður-Svíþjóðar hefin: rignt 20—35 mm, sem er aðeins helm- ingur miðað við fyrri ár. í Gauta borg hefur rignt 70 mm, sem þó er lítið, því hér eru yfirleitt mikl ar liaustrigningar. Samfelldur snjór með 5—25 cm dýpi er nú um mánaðarmótin að- eins nyrzt í landinu. í fyrstu viku nóvember var þó mjög óstöðug veðrátta, vegna lág þrýstisvæða, sem höfðu áhrif á veðrið í öllu landinu. Þó höfum við sloppið við óveðrin sem ráð- ið hafa á Atlantshafinu og meg- um við þar helzt þakka miklu háþrýstisvæði yfir Rússlandi. Miklar þokur Um miðjan mánuðinn komu miklar þokur yfir landið. Var lengi mjög dimmt og þungbúið og töfðust allar loftsamgöngur af þeim orsökum. Millilandaflug vélar Loftleiða töfðust einnig mjög af þessum orsökum. — Fréttaritari G. Pálsson. ATHUGIÐ að borið samar við útbreiðslu, er ta.igtum ódýrnra að auglýsa í M.c rgunblaðinu, en j öðrum blöoum. — ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður. MálFutningsskrifstofa. Bankastræti 12 — Súni 13499. Með góðu fólki. Eftir Óscar Clarusen. Bókfellsútgáfan. ÞAÐ MUN VERA liðið allt að aldarfjórðungi síðan fyrsta bók Óscars Clausen kom út, og nefnd ist hún: „Sögur af Snæfellsnesi", ef ég man rétt. En á Snæfellsnesi er Óscar Clausen upprunninn, og þar hefur hann alið manninn mikinn hluta ævi sinnar, þekkt þar nálega hvert mannsbarn og fylgzt með þróun þeirra í sjö áratugi. Margan mun því fýsa að kynnast ævisögu þessa þjóð- kunna merkismanns, en hér birt- ist nú fyrsta bindi hennar, í alveg sérstaklega fallegri og smekk- legri útgáfu. Höfundurinn hefur valið henni heitið: Með góðu íólki, og remmir það ekki að henni bragðið hjá góðum Snæ- fellingum, sem um skeið hafa orðið að liggja undir nafngift- inni „vont fólk“, án allrar verð- skuldunar! „í foreldrahúsum í Stykkis- hólmi“ heitir fyrsti kafli bókar- innar. Segir þar fyrst frá ættum höf., en síðan hefst ævisagan með frásögn af miklu norðanbáli á sumardaginn fyrsta, árið 1887. Daginn áður hafa prestshjónin á Staðarstað lagt af stað inn í Stykkishólm til að vera við skírn dóttursonar síns, sem nefndur var Óscar og skírður á sumardaginn fyrsta, en hafði fæðzt 7. febrúar þá um veturinn. Var þetta einnig að öðru leyti hinn mesti happa- dagur, því um morguninn kom fyrsta vöruskip vorsins, með björg í bú handa nauðstöddu fólki. Lýsingin á kaupmannsheimil- inu í Stykkishólmi er þarfaþing, því við eigum fátt eitt af þess konar frásögnum, samanborið við aðrar Norðurlandaþjóðir. Svo virðist sem flestir skrifandi menn hér á landi séu upprunnir í sveit við sára fátækt eða þá meðal tómthúsmanna í kaupstöðum. Þeir fáu kaupmenn sem nefndir eru í íslenzkum skáldverkum, eru nálega undantekningarlaust menningarsnauðir óþokkar, og virðist það grunsamlega einhæft viðhorf. „f Reykjavík aldamótanna“ heitir annar hluti bókarinnar og eru þar nokkrar lifandi lýsingar úr höfuðstaðnum og höfuðstaðar- lífinu frá þeim tíma, skemmtileg og fjörug frásögn. Elst höfundur þar upp frá því hann er tíu ára til sextán, en flyzt þá aftur til Stykkishólms og gerist verzlunar maður. „Með góðu fólki á Snæ- fellsnesi" heitir sá hluti og fjall- ar nær eingöngu um sérkennilegt fólk á nesinu. Er langur kafli og merkilegur um Þuríði Kúld, þá heiðurskonu, er svo drengilega studdi Matthías Jochumsson til mennta. Svo vel er henni lýst, að lesandanum finnst sem hann hafi kynnzt henni persónulega. Hefur hún verið mikill persónu- leiki, enda af stórbrotnu fólki komin. Rekur nú hver sagan aðra af fólki, sem verður lesandanum fast í minni, harmsögur, ívafðar glettni, og sólskinssögur með harmleiksívafi. Óscari Clausen tekst sjaldan eins vel upp og þegar hann er að segja frá sér- stæðu fólki, nær þá einatt hreinni snilld. Hversu hugstæðar verða þær okkur ekki, Þóra Valgerður, „Stína góða kona“, Manga Svend- sen og Salka á Þingvöllum! Eða Bjarni á Hóli, Guðsteinn á Völl- um og Böðvar í Lóni. Æviþættir þeirra eru fslendingasögur, sem gróði er að lesa. Vel gerður er líka þátturinn um bræðurna þrjá, sem urðu úti, hver á sinn hátt; — einn þeirra er að vísu ofanjarðar, einsetumaður, skapstyggur og ó- þjáll. „Sjóferðin" Mefnist fjórði hlut inn og segir þar af slarki í strandferðum, sem í þann tíð voru ekkert grín. „Suðurlands- ferðin fræga" er t.d. nokkuð ein- kennandi fyrir þess háttar reisur á fyrstu tveim tugum aldarinn- ar. Þá er og sagt frá utanferðum höf., fyrstu vélbátunum á Breiða firði, o. fl. „Hestarnir og mannfólkið" heitir síðasti hlutinn og kennir þar margra skemmilegra grasa. Höf. er ekki síður glöggskyggn á hesta en fólk, og gaman er að kaflanum um hrossareksturinn. Mun ekki sízt gömlum sveita- mönnum þykja þessi hluti hress- andi lestrarefni. Fiindíu eldsupp- tökin eftir 2 klst. STARFSFÓLKIÐ í símstöðinni á Fáskrúðsfirði varð að yfirgefa bygginguna síðdegis í gær, er húsið fylltist af reyk. í fyrstu var talið að kviknað hefði í út frá raflögn hússins. — Var allt rafmagn tekið af hús- inu. Tveim tímum síðar tókst að komast að hvað olli þessum feiknalega reyk í húsinu. Slökkvi liðið er kallað hafði verið til hjálpar, komst að raun um að eld ur var í gólfi undir sjálfum mið- stöðvarkatlinum. Gekk þá greið- lega að slökkvi eldinn. Skemmd- ir urðu ekki teljandi á húsinu, en að sjálfsögðu truflaði þetta talsímaþjónustu kauptúnsins. Á síðustu blaðsíðunum segir enn frá heimilisháttum í kaup- mannshúsi, á fyrsta tug þess- arar aldar. Þetta er vafalaust ein merkasta minningabók ársins, að öðrum ólöstuðum. Óscar Clausen á sér langt og viðburðaríkt líf að baki, og hann er þjálfaður rithöfund- ur, með forkunnargóða frásagn- argáfu. Þá hefur hann frábæra athyglisgáfu, mannlegan hlýleika og skilning, og skopskyn gott. Allir þessir eiginleikar koma skýrt fram í bók hans og gera hana einkar ljúfa lesandanum. Vill fáreglugerð um akstur í hálku og mótmælir saltaustrinum í GÆRKVÖLDI var haldinn að- alfundur félags eiganda VW- bíla, Volkswagenklúbbsins, og var hann fjölsóttur. Á fundinum var sýnd nýleg kvikmynd frá Volkswagenverksmiðjunum í Volfsburg, fróðleg mynd, en því næst flutti Finnbogi Eyjólfsson, bifvélavirki, birgðavörður hjá VW-umboðinu Heklu, afbragðs erindi um viðhald og viðgerðir bílanna. Á fundinum urðu umræður um umferðarmál og gerðar samþykkt ir varðandi þau. Var í fyrsta lagi samþykkt áskorun til Bif- reíðaeftirlits ríkisins og umferð- arnefndar Reykjavíkur, um að láta til framkvæmda koma reglu gerð varðandi akstur bíla í hálku og snjó, einkum með tilliti til viðurkenningar á notagildi snjó- hjólbarða. í öðru lagi vítti fundur inn þann hátt að dreifa salti á göturnar í hálku, þegar vitað væri hve skaðlegt saltið væri fyrir jafndýr tæki og bílar eru nú orðnir og allt til þeirra. Var skorað á umferðarnefnd að finna önnur ráð en að dreifa hinu skað- lega salti á göturnar. Urðu um þetta nokkrar umræður. í stjórn Volkswagenklúbbsins voru kjörnir Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi, formaður, Sveinn Guðbjartsson, ljósmynd- ari, Þorvarður Björnsson, hafn- sögumaður, Sigrún Jónsdóttir, skrifstofumær og Einar Long forstjóri. Mínar hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sjötugs- afmæli mínu 2. desember s.l. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Kinar Jónasson frá Hjsilteyri. Sonur minn ERLENDUR ERLENDSSON lézt að heimili sínu í Hollywood hinn 14. desember. Jóhanna Einarsdóttir. Hjartkær systir mín ELÍN SIGURGEIRSDÓTTIR frá Drangsnesi andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni hins 14. þ. m. Fyrir hönd f jarstaddra bræðra og annarra vanda- manna. Helgi Sigurgeirsson. Konan mín og dóttir okkar JÓNÍNA FJELDSTED lézt að heimili sínu aðfaranótt 12. þessa mánaðar. Útförir. hefur farið fram. Ágúst Fjeldsted, Vigdís og Skúli Thorarensen. Jarðarför móður okkar og tendamóður ÞÓRUNNAR STEFANÍU BLÖNDAL KETILSDÓTTUR sem lézt í Sjúkrahúsi Hvítabandsins 11. þ. m. fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. des. kl. 1,30. Blóm vinsaml. afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. F. h. annarra aðstandenda, Unnur Guðmundsdóttir, Kristinn Eysteinsson, Guðrún Benediktsdóttir, Stefán Guðmundsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa MAGNÚSAR VILHELMS JÓHANNESSONAR, yfirframfærslufulltrúa fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. þ. m. kl. 11 f. h. Jarðarförinni verður útvarpað. Blóm afbeðin. Fríða Jóhannsdóttir, Svala Magnúsdóttir, Jóhann Ágústsson, Magnús Valur Jóhannsson. Útför MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR er andaðist í Elliheimilinu Grund 13. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 13,30 Ingibjörg Þórðardóttir, Guðmundur Guðjónsson Móðir okkar GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR sem andaðist að elliheimilinu Sólvangi, verðui jarðsett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 20. þ.m. kl. 1,30. Einar Guðmundsson, Jón Snorri Guðmundsson, Eyvör Guðmundsdóttir, Theódór Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.