Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVrUJT. AÐIÐ Miðvikudagur 17. des. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vt«nr Ejanx Asmundsson. Lesbók: Arni óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 2248f Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innanlands I lausasölu kr. 2.00 eintakið. „ÁRANGURINN AF STEFNU EYSTEINS" EGAR Hræðslubandalagið lagði fram sfefnuskrá sína fyrir kosningarnar 1956, var lofað „alhliða viðreisn efnahagsmálanna“, nú átti að „brjóta blað í efnahagssögu lands ins‘. Það átti að stöðva verðbólg- una og jafnframt skyldi haldið uppi „þróttmikilli framfarastefnu til sjávar og sveita“. í málefna- samningnum, sem gerður var síð- an milli Hræðslubandalagsins og kommúnista, þegar stjórnin var sett á laggirnar, var lofað hinu sama, frelsun -þjóðarinnar úr klóm verð’. ólgu og verðhækkana, en j nframt „þróttmiklum" fram fö. ,m. í meira en fvö ár hefur ríkis- stjórnin alltaf við og við þótzt vera að leysa efnahagsvandann. Hún hefur sagt, að enn þyrfti hún svolítinn tíma, en nú yrðu gerðar ráðstafanir, sem ættu að duga nokkurt bil, þangað til hin end- anlega lausn yrði fundin, en hún væri á næstu grösum og að henni væri unnið með aðstoð innlendra og erlendra sérfræðinga. Svo rak hver bráðab:rgðalausnin aðra og alltaf var sagt að hin endanlega lausn væri að fæðast. Það væri ekki nema spurning um tíma. þangað til það loforð yrði upp- fyllt að „brotið skyldi blað í efna- hagsmálum landsins“, verðbólgan stöðvuð og „atvinnuvegunum kippt upp úr styrkjafeninu“.Þetta kvað við, þegar skatthækkanirn- ar miklu dundu yfir, sem nefndar voru „jólagjafir" og þetta kvað líka við, þegar þær ráðstafanir voru gerðar, sem kenndar eru við „bjargráð". Alltaf sagðist ríkis- stjórnin að vísu vera að tjalda til einnar nætur, en sú nótt yrði stutt, því lausnin væri á næsta leiti. Reyndin varð hins vegar sú, að þessi eina nótt hefur orðið meira en tvö ár eða allur valda- tími vinstrj stjórnarinnar. Þann tíma, sem vinstri stjórnin hefur setið að völdum, hafa Fram sóknarmenn haft forsætið og Ey- steinn Jónsson verið oddviti ríkis stjórnarinnar í efnahags- og fjár- málum. Það þarf meira en lítinn skort á sómatilfinningu til þess að birta nú, eftir allt sem á dag- inn er komið, forystugrein í Tím- anum undir yfirskriftinni: „Ár- angurinn af stefnu Eysteins", Þjóðin sér þennan árangur og hvernig sem Tíminn reymr að snúa málum við, hvernig sem blaðið þegir yfir staðreyndum um ástandið, eins og það raunveru- lega er, þá verður aldrei dregin fjöður yfir það hver hefur orðið „árangur af stefnu Eysteins". Efnahagsmálasérfræðingur ríkis- stjórnarinnar orðaði það svo, að við værum að „ganga fram af bakkanum". Sami skorturinn á sómatilfinn- ingu kemur fram í Tímanum, þeg ar hann sagði sl. sunnudag, að óhætt væri að segja „að engin stjórn hafi að undanförnu skilið eins vel við í efnahagmálunum og núverandi stjórn hefur gert.“ Nú lætur Tíminn í veðri vaka, að sá vandi, sem að okkur steðji sé ákaflega auðleystur, það þurfi ekki nema einíaldar ráðstafanir, eins og það er orðað, til þess að kippa öllu í lag. Þetta er hið sama og vinstri stjórnin hefur verið að blekkja þjóðina með hvað eftir annað á öllum sínum valdatíma. Hér skortir allt hugrekki til þess að segja sannleikann. Það er eng- an veginn einfalt mál að ráða við þau verkefni, sem blasa við eftir viðskilnað vinstri stjórnarinnar. En þetta þora þeir Tímamenn ekki að segja heldur grípa til nýrra gyllinga. En ef það er rauiaverulega rétt, að það þurfi ekki nema einfaldar ráðstafanir til þess að kippa efna hagsmálunum í lag og að ástandið sé svo gott, að engin stjórn hafi að undanförnu „skilið við“ á betri hátt en þessi, þá er eðlilegt að spurt sé, vegna hvers Framsókn- armenn og þá sérstaklega Ey- steinn Jónsson og Hermann Jón- esson, gengu ekki fram fyrir Al- þingi áður en þeir hlupust burt úr stjórninni, og lögðu þar fram tillögur sínar um hinar einföldu ráðstafanir. Að þessu spyr þjóð- in. Þessir menn létu ekki einu sinni svo lítið, að skýra Al- þingi frá því í höfuðdráttum, hvernig komið væri. Um það var ekkert sagt. Því síður höfðu þess- ir menn nokkuð fram að bera fy: ir Alþingi í formi tillagna um hvað gera skyldi. Framsóknarráð herrarnir hlupust einfaldega burt með ríkistjórnina án þess að leggja nokkuð fram á Alþingi til úrlausnar. Svo er komið á eftir og sagt að allt sé í bezta lagi, enginn „viðskilnaður“ hafi ver- ið betri en viðskilnaður Her- manns Jónassonar. Sannleikurin* er vitaskuld sá um efnahagsmálastefnu vinstri stjórnarinnar, að þar hefir alltaf verið stefnt hröðum skrefum út í botnlaust fen, þannig að ástand iS er nú ískyggilegra fyrír okk- ur en oftast hefur verið áður. Allar bráðabitgðaráðstafanirnar hafa einungis verið til þess falln- ar að sökkva okkur dýpra og dýpra, atvinnuvegirnir hafa aldrei sokkið dýpra niður í „styrkjafenið" en nú er, verð- bólgan aldrei verið ískyggilegri og peningarnir, sem fólk fær handa á milli, aldrei verið verð- minni heldur en eftir valdatíma vinstri stjórnarinnar. f þessu sambandi er ekki ófróð- legt að minnast stuttlega á feril Framsóknarmanna á undanförn- um árum. Þeir hafa átt aðild að ríkisstjórnum nú um langa hríð, en að jafnaði hafa þeir ýmist hlaupizt á brott, ellegar þá haft uppi áróðurgagnvartþeirristjórn, sem þeir áttu aðild að og verið fádæma óheilir í samstarf- inu. Mest heí'ur þó borið á því, að þeir hafi hlaupizt á brott. Ekki skyldu menn heldur gleyma því, að Tíminn hafði uppi sífelldan áróðuráhendur stjórn Steingríms Steinþórssonar, sem var þó mað- ur úr þeirra flokki. Og alla tíð hefur sami söngurinn kveðið við hjá Framsóknarmönnum. Lausn- in er tiltölulega einföld á öllum vandanum, en það eru bara ekki við sem fáum að ráða. Allt er öðrum að kenna. Framsóknar- menn eru hinir hreinu englar, sem vita allt og vilja vel, en það eru aðrir, sem ekkert vita og vilja allt illa. Þannig hefur þetta geng- ið á mörgum sl. árum og mættu menn vel muna það. Ta//ð, að sonur hans hafi venð myrtur i hefndarskyni í KJALLARA undir verzlun nokkurri í grennd við dómshúsið í Varsjá fundust fyrir nokkru jarðneskar leifar 16 ára drengs. Drengnum var rænt fyrir tæpum tveimur árum, og þá vakti ránið mikla athygli bæði heima fyrir og erlendis. ★ Hinn 22. jan. tóku tveir menn skóladrenginn Bogdan Piaseeki upp í leigubifreið. Drengurinn hefur ekki sézt síðan. Daginn eft- ir ránið fékk faðir hans, Bole- slaw Piasecki, bréf, þar sem kraf- izt var lausnargjalds, sem nam um 500 þús. ísl. kr. Sögðust ræn- ingjarnir verða á ákveðnum stað á tilteknum tima, en þangað komu þeir aldrei. Drengurinn kom aldrei í leitirnar, jafnvel þó að faðir hans byði enn hærra lausnargjald, en ræningjarnir fóru fram á. Jarðneskar leifar drengsins fundust með þeim hættij að tveir blikksmiðir áttu að gera við leiðslu undir verzlun- inni. Svo virðist, sem líki drengs- ins hafi verið kastað niður í kjall arann inn um loftloku. var einnig gefið út vikublaðið „Tygodnik Katolikow" og tímarit ið „Zycie i mysl“ ásamt fjölmörg- um öðrum blöðum. Stofnsetti INCO Yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í Róm vöruðu við starfsemi Pia- seckis, en áform hans heppnuð- ust samt að mestu leyti. En Pia- secki hélt sig ekki eingöngu að blaðaútgáfunni. Hann stofnsetti einnig iðnaðar- og verzlunarfyr- irtækið INCO, sem hefur 35 verk- smiðjur á sínum vegum, fjöl- marga banka og veitir einstakl- ingum lán til að koma á fót fyrir- tækjum, en reyndar á INCO þessi fyrirtæki að mestu leyti. Miðað við kommúnisk ríki er INCO ótrúlega stórt einkafyrirtæki. Enda er Piasecki, sem áður var fasisti og andkommúnisti, auðug- asti kapítalistinn í Austur- Ev- rópu og þó víðar væri leitað á áshrifasvæði kommúnista. Er Gomulka tók stjórnartaurrj- ana í sínar hendur í Póllandi, komu fram háværar kröfur um, að ferill Piaseckis yrði rannsak- Boleslaw Piasecki. aður. Einkum var þessum kröf- um haldið á loft í stúdentablað- inu Po Prostu. En aðstaða Pia- seckis virtist óhagganleg, og ekki leið á löngu, þar til Po Prostu var bannað. Kommúniski kapítal- istinn Piasecki stóðst fall fasism- ans í Póllandi, sigur kommúnism- ans og valdatöku Gomulka. En sigrana galt hann dýru verði — með missi sonar síns. ★ En hvað sem því líður, ekur hann enn í dag um götur Varsjár í lúxusbifreið, sem er svo stór og íburðarmikil, að hún myndi vekja athygli, hvar sem væri — jafnvel í Bandaríkjunum. Piasecki - ríkasti kapítalistinn í ríkjum kommúnista Eru „snjómennirnir" naktir Lamaprestar? Allt bendir til þess — og það var reyndar einnig álit manna fyrir tveimur árum — að pen- ingagræðgi hafi ekki verið undir- rót glæpsins heldur stjórnmála- ástæður. Tilgangurinn hafi verið að hefna sín á föður drengsins, sem er mjög umdeildur maður og á marga hatursmenn í Póllandi. Aðstaða Boleslaws Piasecki er óneitanlega nokkuð sérstæð, því að hann er mesti kapítalistinn, sem nú er uppi í hinum komm- úniska heimi. ★ Piasecki er nú 48 ára að aldri. Fyrir styrjöldina var hann leið- togi fasistahreyfingar í Póllandi, er gekk undir nafninu Falaxsen, og beittu meðlimir hennar sér í senn gegn Gyðingum og komm- únistum. Er Rússar hertóku landið 1945, fannst Piasecki í litlu þorpi og var honum þegar varp- að í fangelsi. Þar gerðist Piasecki kommúnisti, og „seldi“ kommún- istum hugmynd, sem flokksfor- ingjarnir ginu þegar við. Hug- myndin var sú, að hann reyndi að kljúfa kaþólsku kirkjuna inn- an frá. Kaþólska kirkjan var öfl- ugasti andstæðingur kommún- ismans í Póllandi. Piasecki var sleppt úr fangelsinu, og hann tók að skipuleggja Paxhreyfinguna, sem að nafninu til var félags- skapur kaþólskra leikmanna. Hann setti á stofn dagblaðið „Slowo Powszechne", sem gefið var út í 200 þús. eintökum. Síðar —*». «nn unglegri. Þýzkur kristniboði, sem nýlega er kominn heim frá Tíbet eftir 13 ára dvöl þar í landi, fullyrðir, að hinir svokölluðu „snjómenn“ í Eina ófalsaffa myndin, sem til er af „snjómanni“, segir ka- þólski presturinn. Nágranni Chaplins í Sviss er hinn frægi yngingarsérfræðing- ur, prófessor Niehans. Chaplin er nú 72 ára, mjög unglegur eftir aldri, en hefur samt ákveðið að láta dr. Niehans yngja sig upp. Ef allt fer eftir áætlun, held ég hundrað ára afmæli mitt hátíð- legt árið 1986, og þangað til ætla ég að vinna að kvikmynd um, hvernig ég varð ungur í annað sinn, segir Chaplin. Margir frægir menn eru sagðir hafa leitað til dr. Niehans, þ. á. m. dr. Adenauer og Churchill. Himalaya séu raunverulega inn- fæddir prestar, sem búi í af- skekktustu byggðum dölum í Himalayafjöllunum. ★ Faðir Franz Eichinger hefur tekið mynd af einum þessara presta, og var myndin birt í nýj- asta eintaki kaþólska biskups- dæmisins í Regensburg. Er þar sagt, að þetta sé fyrsta ófalsaða myndin, sem tekin hefur verið ar „snjómanni". Blaðið birtir einnig frásögn föður Eichingers af því, er hann fyrst hitti einn þessara presta fyr ir niu árum, þegar hann var á ferðalagi í Himalaya. Lýsir Eich- inger prestinum sem frumstæðri loðinni mannveru, sem hafi vanið sig á að vera að jafnaði nakin þrátt fyrir hinn mikla kulda þarna uppi í fjöllunum. Hafði hann í fórum sínum tötralega skikkju, sem hann sveipaði um sig, er hann varð var manna- ferða. *" ★ Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég gat aflað mér, virtust 20— 30 slíkir lamaprestar vera bú- settir á þessu fjallasvæði, sem ég fór um. Fjöllin þarna eru allt að 6 þús. m á hæð. Þó að okkur sé það óskiljanlegt, hefur þessum mannverum á einhvern hátt tek- izt að verða ónæmar fyrir kuld- anum, segir Eichinger. Arbók Sameinuðu þjóðanna 1957 ÁRBÓK Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 1957 er nýlega komin út. — Árbókin er sem fyrr mikið og vandað verk, 585 bls. að stærð. Er þar að finna greinargóðar skýrslur um aískipti Sameinuðu þjóðanna af ýmsum alþjóðlegum vandamálum og deiluelnum á s.l. ári. Árbókin — „Yearbook of the United Nations 1957“ — íæst hér í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. Chaplin œtlar að láta yngja sig upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.