Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 1
20 siður 4«. árgartfcur 18. tbl. — Föstudagur 23. janúar 1959 Prentsmiðja MorgunblaðslM Þjóðin verður að borga vanskilavíxil V - sfjórnarinnar V - stjórnarherrarnir kenna nú hver öðrum um Ræða Bjarna Beneáiktssonar á Al- þingi i gær VIÐ umræðurnar á Alþingi í gær um stöðvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar vöktu hin- ar gagnkvæmu árásir fyrr- verandi ráðherra sérstaka at- hygli. Emil Jónsson hóf um- ræðurnar með því að gera grein fyrir frumvarpinu og ástæðunum, sem til þess liggja. Næstur tók Eysteinn Jónsson til máls og réðst einkum að Sjálfstæðismönn- um, en einnig að fyrrverandi samstarfsmönnum sínum. Þá talaði Lúðvík Jósefsson og deildi hart á fyrrverandi sam- starfsflokka, en þó alveg sér- staklega á fjármálastjórn und anfarinna ára; einnig sendi hann Sjálfstæðismönnum nokkrar hnútur. Ræður þess- ar eru raktar nánar annars staðar hér í blaðinu. Af hálfu Sjálfstæðismanna talaði Bjarni Benediktsson og var hann síðastur ræðumanna í gær. Fundi lauk klukkan rúmlega sjö og verður um- ræðum haldið áfram í dag. — Ágrip af ræðu Bjarna Bene- diktssonar fer hér á eftir: Bjarni Benediktsson hóf ræðu sína með því að segja, að engum sem hlustað hefði á þessar umræður gæti dul- izt efni þessa frumvarps, sem hér væri rætt um. Það hefði verið réttara að kalla frum- varpið „frumvarp til laga um greiðslu íslenzku þjóðarinnar á fyrstu afborgun af vanskila- víxli fyrrvefandi ríkisstjórn- ar“ — V-stjórnarinnar svo- kölluðu. Það er leitt að taka á sig skuldir óskilamanna, en því miður þekkja margir hvernig það er að skrifa upp á víxil hjá óreiðumanni, sem lofar gulii og grænum skógum, en hleypur síðan frá öllu saman, þegar kemur að gjalddaga. Með sama hætti glæptist þjóðin til að fela fyrrverandi ríkisstjórn að fara með stjórn mála sinna og verður hún nú að borga óreiðuskuldirnar. Það kann að vera hart, sagði Bjarni, að nefna fyrr- verandi ráðherra óskila- og óráðsíumenn, en hjá því verð- ur ekki komizt. Fyrsta skil- yrðið, sem gera verður til fjár haldsmanna, er, að þeir hafi reikningshald allt glöggt, svo hægt sé að sjá, hvernig fjár- hagurinn er í það og það skiptið. í umræðunum hér á undan hafa ráðherrarnir sjálf ir gefið nokkur dæmi um það, hvernig reikningshaldið var hjá fyrrverandi stjórn. Það er ekki hægt að rekja öll þessi dæmi hér, en aðeins nefna eitt eða tvö þeirra. Lélegt reikningshald Emil Jónsson, forsætisráðherra upplýsti, að sérfræðingur í fjár- málaráðuneytinu hefði nú komizt að því, að Eysteinn Jónsson, fyrr verandi fjármálaráðherra, hefði rangtalið tekjur á fjárlagafrum- varpi sínu um h.u.b. 80 milljónir króna. Forsætisráðherra sagði, að Eysteinn hefði vitað um upp- hæðina. Þetta vill fyrrverandi fjármálaráðherra ekki viður- kenna, — ég efast ekki um hvor- um skal betur trúa. Lúðvík Jósefsson, fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra, sagði og, að hann hefði vitað að hann væri blekktur, en vildi ekki trúa því, að hann væri blekktur um 80 milljónir króna, sem fjármála ráðherrann fyrrverandi hefði lum að á. En hvað upplýsir svo sjálfur fyrrverandi sjávarútvegsmálaráð herra í beinu framhaldi af þessu? Hann sagði, að greiðsluafgangur 1958 næmi 60—70 millj. króna, en ekki væri allt talið með því, i Krúsjeff boðaði Kekkonen á sinn fnnd Bjarni Benediktsson því að stjórnin hefði ráðstafað til viðbótar einhverjum 63 milljón- um króna .sem Alþingi hefði aldrei fengið neinar upplýsingar um. Þessum 63 millj. kr. var ráð- stafað svo að meirihluti í ríkis- stjórninni var látinn ráða, hvert þessi geypilega fjárhæð færi, em er alveg einstakt í stjórnmála- sögunni. Ef ríkisstjórnina greinir á um, hvernig verja á svo stór- felldri fjárhæð, á hún alveg tví- mælalaust að leggja málið undir Alþingi. í stað þess heldur hún henni leyndri og ráðstafar síðan í óheimild þingsins. Eysteinn lýsir eigin verkum Það var þá ekki heldur fögur lýsing fyrrverandi fjármálaráð- herra sjálfs, á því, hvernig hann skilur við almannasjóði. Hann taldi upp nokkra sjóði, sem hann sagði gersamlega fjárþrota, t.d. Framh. á bls. 2 LENINGRAD, 22. jan. — Tass- fréttastofan rússneska skýrði svo frá í dag, að þeir Krúsjeff og Kekkonen, forseti Finnlands, hefðu ræðzt við í dag í Lenin- grad um sambandið milli Finn- lands og Rússlands, svo og þróun málanna á alþjóðavettvangi. Fundinn sátu og Gromyko, ut- anríkisráðherra Rússa, aðstoðar- utanríkisráðherrann Patolitsjev, sem er forstöðumaður verzlunar- máladeildarinnar í utanríkisráðu- neytinu 1 Moskvu. Kaajalainen, verzlunar- og iðnaðarmálaráð- herra Finna var einnig í Lenin- grad' í dag, svo og sendiherra Finna í Moskvu. Heimsókn Kekkonens til Lenin grad er ekki opinber og sagt var, að hann hefði farið þangað til að kynnast menningarlífinu, en verzlunarmálaráðherrann var í viðskiptaerindum. Fullvíst er, að fundur þessi hef ur verið ákveðinn með nokkrum fyrirvara og talið er, að hann geti haft víðtækar og örlagaríkar af- leiðingar fyrir Finna. Bent er á þann orðróm, sem fyrir nokkrum dögum komst á kreik, að Rússar ætluðu sér að krefjast herbæki- stöðva í Finnlandi. Áætlanir Rússa í Berlínarmál- inu hafa einnig sitt að segja — og síðast en ekki sízt óánægja Rússa vegna verzlunarviðskipta og sambandsins við Finnland. — Það fer því ekki milli mála, að líf finnsku stjórnarinnar getur hangið á þræði eftir fund Kekk- onens og Krúsjeffs, því að enn er ekki séð fyrir endann á því hve Rússar kunna að ganga langt. ★ Fréttamenu á Norðurlöndum segja og, að það sé erigin tilvilj- un að Krúsjeff ræðir nú við Kekk onen á sama tíma og Mikojan við H. C. Hansen í Kaupmannahöfn, nokkrum sólarhringum áður en forsætisráðherrar Norðurlanda hittast í Ósló. Fœreyingar vilja taka stórlán KAUPMANNAHÖFN 22. jan Hinn nýkjörni lögmaður Fær- eyja, Peter Mohr-Dam, er nú í heimsókn i Kaupmannahöfn. Ræðir hann við dönsk stjórnar- völd um víðtæka fjárhagsáætlun til uppbyggingar í Færeyjum. Er þar gert ráð fyrir allmiklum lán- um frá Dönum, bæði ríkislánum og bankalánum — samtals 175 milljónum. Þar af á að verja 100 millj. til endurnýjunar fiskiskipaflot- ans á næstu 5 árum, 50 millj. á næstu 20 árum til hafna og vega framkvæmda og 4 millj. til al- mennra trygginga. Lögmaðurinn sagði, að eitt aðal- 60. þús. manns starfa við njósnamið- stöð kommúnista í A-Þýzkalandi BONN, 22. jan. — Ein stærsta njósnamiðstöð kommúnista í heiminum er í A-Þýzkalandi. — Þessi njósnamiðstöð er hin stærsta i V-Evrópu og þaðan eru sendir geysimargir njósnarar vestur fyrir járntjald, sagði Sieg- fried Gombrowski, liðsforingi, og fyrrum næstæðsti yfirmaður í leynilögreglu a-þýzka hersins. Gombrowski flúði til V-Þýzka- lands fyrir skemmstu og talið er, að hann hafi látið v-þýzkum yfir- völdum í té geysimikilvægar upp- lýsingar um njósnir kommúnista, ekki einungis í V-Þýzkalandi heldur og í fleiri NATO-löndum. Blaðamenn voru í dag boðaðir til fundar við Gombrowski og skýrði hann m. a. svo frá, að hann þekkti persónulega til margra njósnara í V-Þýzkalandi. Hann hefði látið v-þýzkum yfir- völdum í té nöfn allra þeirra. — Ekki gaf hann upp nein nöfn við fréttamenn, en sagði, að frá njósnamiðstöðvunum í A-Þýzka- landi væri stjórnað njósnum kommúnista í Bretlandi, Frakk- landi, Belgíu, Luxemburg, Nor- egi, ítalíu, Spáni og fleiri löndum auk V-Þýzkalands. Um 60 þús. manns starfaði að njósnunum, þar af 20% í löndum V-Evrópu. Kvað hann mikinn hluta þess- ara njósnara vera neyddan til starfsins, þeim væri hótað með því, að fjölskyldum þeirra yrði gert mein, ef þeir létu ekki und- an. Og þessir menn eru látnir safna öllum hernaðarlegum upp- lýsingum, sem þeir komast yfir með nokkru móti, sagði Gombr- owski. Ekki hikað við að beita valdi LONDON 22. jan — Það er haft eftir áreiðanlegum heimild- um, að Vesturveldin hafi ekki enn komizt að neinni niðurstöðu um það, hvernig halda beri sam- gönguleiðunum við Berlín opn- um eftir að Rússar hafa látið A-Þjóðverjum í hendur gæzlu umhverfis Berlín, en frestur Rússa rennur út 27. maí í vor. Það er og haft eftir sömu heim ildum, að Vesturveldin séu sam- mála um það, að ekki beri að hika við að beita valdi til þess að framfylgja réttinum til sam- gangna við V-Berlín, ef komm- únistar sýna yfirgang. En ekki hafa Vesturveldin komizt að niðurstöðu um hvernig bezt sé að fara að og engin endanleg ákvörðun því tekin enn. En ekki er loku fyrir það skot- ið, að breytihgar hafi átt sér stað á öllum aðstæðum fyrir maílok, ekki sízt, ef eitthvað verður úr fjórveldafundi um Þýzkalands- vandamálið. Síðustu fregnir: Talsmaður frönsku stjórnarinnar ber fregn- ir þessar til baka í kvöld og sagði, að Vesturveldin hefðu ekki ákveðið að beita valdi, þau hefðu einfaldlega ekki ákveðið neitt. framfaramál Færeyinga væri nú aukning og endurnýjun fiski- skipaflotans, sérstaklega vegna þess, að 1,200 færeyskir sjómenn yrðu nú að hætta störfum á ís- lenzkum togurum vegna yfir færslugjalds, sem sett hefði ver- ið þar á laun sjómanna. Þá ræddi lögmaðurinn um bætta aðstöðu færeyskra sjó- manna við Grænland, bæði hvað snertir útgerð þaðan — og svo heimild til fiskveiða í grænlenzk- um fjörðum, þar sem Grænlend- ingar fiska ekki sjálfir. — Páll. Flugvöllur ekki byggður á Svalbarða 1 Oslo 22. jan. — Talsmaður norsku stjórnarinnar tilkynnti í dag, að hætt yrði við að byggja flug- völl á Svalbarða eins og fyrirhug- að hafði verið. Átti þessi flugvöll- ur að vera það stór_ að stærstu þotur gætu athafnað sig á honum á fluginu yfir heimskautasvæðið. Það er vegna andmæla Rússa, að nú er hætt við flugvallarbygg- mguna. Rússar, sem starfrækja kolanámur á Svalbarða, hótuðu því að gera slíkt hið sama — og þá hættu Norðmenn við, segir í Reutersfregn. Efni blaðsins er m.a.: Föstudagur 23. janúar. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Stjórn ASÍ klofin í afstöðu tfl niðurfærslufrumvarpsins. — 6: Dagsbrúnarmaður skrifar um afkastalitla þremenninga. — 8: íslandsvinur flytur austur um haf. — 10: Ritstjórnargreinin: Tilraun sem ekki má mistakast. Utan úr heimi: Geimfarið sem reyndist vera venjuleg borvél. — 11: Engra góðra kosta völ. (Frá umræðum á Alþingi í gær). — 13: Síða S.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.