Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 4
4
MORCIJJS RL AÐIÐ
Föstudagur 23. ian. 1959
í dag er 23. dagur ársins.
Föstudagur 23. janúar.
(Bóndadagur).
MiSur vetur. -Þorri byrjar.
Árdegisflæði kl. 4,39.
Sáðdegisflæði kl. 16_56.
Slysavarðstofa Keykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður
L.R. (fyrir vitjanir) er á sama
stað frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Holts-apótek og Garðs-apótek
eru opin á sunnudögum kl. 1—4
eftir hádegi.
Næturvarzla vikuna 18.—24. jan.
er í Ingólfsapóteki, sími 11330.
Hafnarfjarðar-apótek er opið
alla virka daga kl. 9—21, laugar-
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
daga kl. 13—16.
Næturlæknir í Hafnarfirði er
Kristján Jóhannesson, sími 50056.
Keflavikur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Simi 23100.
0 Helgafell 59591237 VI. — 2.
I.O.O.F. 1 = 140123814 = Spkv.
Brúókaup
Nýlega voru gef in saman í
hjónaband Guðrún Ólöf Ólafsdótt-
ir, Suðurpól 3, Rvík og Jón Karl
Sigurðsson, Austurveg 10, Seyðis-
firði.
Hjónaefni
S. 1. laugardag opinberuðu trú-
Iofun sína ungfrú Helga Tómas-
dóttir, kennari, Álftagróf í Mýrdal
og Gunnar Auðunn Oddsson, raf-
vélavirki,
firði. -
Hafnar-
Skipin
Eimskipafélag íslands h. f.: —
Dettifoss fer frá New York 26. þ.
m. Fjallfoss er í Hamborg. Goða-
foss fór frá Hamborg 20. þ.m. *—
Gullfoss fór frá Hamborg í gær.
Lagarfoss kom til Reykjavíkur 17.
þ.m. Reykjafoss fór frá Hull í
fyrradag. Selfoss fór frá Vest-
mannaeyjum í gær. Tröllafoss
kom til Reykjavíkur 17. þ.m. —
Tungufoss fór fiá Esbjerg í gær.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell
er í Reykjavík. Arnarfell er vænt
anlegt til La Spezia á Italíu 24.
þ.m. Jökulfell lestar á Norður-
landshöfnum. Dísarfell er í Vent-
spils. Litlaiell er í Hafnarfirði.
Helgafell _r væntanlegt til Hou-
ston 30. þ.m. Hamrafell er í Rvík.
Eiinskipafélag Reykjavíkur h.f..
Katla er á Akureyri. — Askja er
væntanleg til Ventspils á morgun.
ggFlugvélar
Flugfélag íslands h.f.: Hrím-
faxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08 30 i dag. —
Væntanlegur aftur til Reykjavík-
ur kl. 16,35 á morgun. — Gullfaxi
fer til Oslóar, Kaupmannahafnar
óg Hamborgar kl. 08,30 . fyrra-
málið. — Innanlandsflug: 1 dag
er áætlað að fljúga til Akureyrar
(2 ferðir), Fagurhólsmýrar, —
Hólmavíkur, Homafjarðar, Isa-
fjarðar, Kirkjubæjarkláusturs, -
Vestmannaeyja og Þórshafnar. —
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar_ Blönduóss, Egilsstaða,
ísafjarðar, Sauðárkróks og Vest-
mannaeyja.
ffHAheit&samskot
Sólheimadrengurinn: Magnús
Helgi kr. 100,00; gamalt áheit frá
S. G. kr. 50,00.
[Félagsstörf
Frá Guðspekifélagin^: Dögun
heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Guð-
spekifélagshúsinu, Ingólfsstræti
22. — Sigvaldi Hjálmarsson flyt-
ur erindi: „Boðskapur sólarlags-
ins“. — Kaffiveitingar verða í
fundarlok. — Utanfélagsmenn eru
velkomnir á fundinn.
|Ymislegt
Orð lífsins: — Son minn, varð-
veit þú orð mín og geym þú hjá
þér boðorð mín. Varðveit þú boð-
orð mín, og þá munt þú lifa^ og
áminning mína eins og sjáaldur
auga þíns. Seg við spelcina: Þú ert
syslir mín! og kallaðu skynsemina
„vinkonu“. (Orðskv. 7).
Læknar I Janenndl'
Árni Björasson frá 26. des. um
óákveðinn tíma. — Staðgengill:
Halldór Arinbjarnar. Lækninga-
stofa í Laugavegs-apóteki. Við-
talstími virka daga kl. 1,30 til
2,50. Sími á lækningastofu 19690.
Heimasími 35738
Guðmundur Benediktsson um 6-
ákveðinn tíma. Staðgengill: Tóm-
as Á. Jónasson, Hverfisgötu 50.
— Viðtalstími kl. 1—2, nema laug
ardaga, kl. 10—11. Sími 15521.
Kjartan R. Guðmundsson í ca.
4 mánuði. Staðgengill: Gunn-
ar Guðmundssm_ Laugavegi 114.
Viðtalstími 1—2,30, laugardaga
10—11. Sími 17550.
Oddur Ólafsson 8. jan. til 18.
jan. — Staðgengill: Árni Guð-
mundsson.
Ólafur Þorsteinsson 5. þ.m. til
20. þ.m. - Staðgengill: Stefán
Ólafsson.
Tryggvi Þorsteinssor, óákveðið.
Staðgengill: Sigurður S. Magnús-
Soldáninn afhenti mér silfuröxi, en
garðyrkjumenn hans og landbúnaðarverka
menn báru jafnan slíkar axir. Starf mitt
varð nú. . ..
... .að hleypa á hverjum morgni búflug-
um soldánsins á beit, gæta þeirra daglangt
og reka þær heim á kvöldin.
pp.
trwrtjiímtajjinw
~með
Fátækum mönnum hættir stund-
um til að gorta af því, að foreldr-
ar þeirra hafi verið efnaðir, en
auðugir menn fjölyrða hins vegar
um fátækt foreldra sinna.
Kvöld nokkurt fór móðirin út
til að spila bridge. Litla dóttir
hennar hafði lofað því að vera al-
ein heima og láta sér samt ekki
leiðast. Er móðirin kom heim,
var litla stúlkan fiæmur glaðleg
á svipinn og virtist hafa skemmt
sér ágætlega.
— Hvað varst þú að gera í
kvöld, elskan mín? spurði móðirin.
— Ég var að leika bréfbera.
Ég setti bréf inn um póstrifuna á
hverju húsi við götuna. Og þetta
voru raunveruleg bréf. Ég fann
hlaða af bréfum í skrifborðsskúff-
unni þinni. Þú hafðir bundið Ijós-
rautt band utan um þau.
Skrifstofumaðurinn sagði við
starfshróður sinn í trúnaði:
— Á ég að segja þér, að mér er
oft líkt við Gary Cooper.
— Og hver gerir það?
— Getið þér staðið kyrrar and-
artak enn, ungfrú Jensen, — ég
er alveg að verða búinn!
— Konan mín. En henni finnst
Gary Cooper myndarlegri.
Italinn Giuseppe Gnudi hefur
sett met í að skrifa á ritvél. — 1
samfleytt 152 klukkustundir hamr
aði hann á ritvélina og vélritaði
samtals 3.672 þús. stafi.
son, 4—4,30 þriðjudaga og fimmtu
daga; 2—3 laugard. Sími 15340.
• Gengtð •
100 gullkr. = 738,95 pappírskr.
Gullverð ísl. krónu:
Sölugengi
1 Sterlingspund .... kr. 45,70
1 Bandaríkjadollar.. — 16,32
1 Kanadadollar .... — 16,96
100 Gyllini ..........—431.10
100 danskar kr.......— 236,30
100 norskar kr. J...— 228,50
100 sænskar kr.......—315.50
1000 franskir frankar .. — 33,06
100 belgiskir frankar.. — 32,90
100 svissn. frankar ..—376,00
100 vestur-þýzk mörk — 391,30
1000 Lírur ......,....— 26,02
100 tékkneskar kr. ..—226,67
100 finnsk n.örk — 5.10
1—3 e.h.
-4 e. h.
og sunnuduga kl.
Söfn
Þjóðminjasafnið er opið sunnu-
daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu
daga og laugardaga kl. 1—3.
LLtasafn ríkisiiis er opið þriðju
daga, fimmtudaga og laugardaga
14
Bæjarbókasafn Reykjavíkur: —
ASalsafnið, Þingholtsstræti
29A. — Útlánadeild: Alla virlca
daga kl. 14—22, nema laugardaga
kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. —
Lestrarsalur fyrir fullrrðna. Alla
virka daga kl. 10—12 og 13—22,
nema laugardaga kl. 10—12 og 13
—19. Sunnudaga kl. 14—19.
Útibúið, Hólmgarði 34. Útlána
deild fyrir fullorðna: Mánudaga
kl. 17—21, aðra virka daga nema
laugardaga, kl. 17—19. — Les-
stofa og útlánadeild fyrir börn:
Alla virka daga nema laugardaga
kl. 17—19.
Útibúið, Hofsvallagötu 16. Út-
lánadeild fyrir börn og fullorðna:
Alla virka daga nema laugardaga,
kl. 18—19.
Útibúið, Efstasundi 26. Útlána
deild fyrir börn og íullorðna: —
Mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga, kl. 17-—19.
Barnalesstofur eru starfræktar
í Austurbæjarskóla, Laugarnes-
skóla, Melaskóla og Miðbæjar-
skóia.
Byggðasafn Reykjavíkur að
Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alla
daga nema mánudaga.
Listasafn F.inars Jónssonar að
Hnitbjörgum er lokað um óákveð-
inn tíma. —
Allt í eínu tók ég eftir því, að bjarndýr
var á kreiki í grennd við býflugnabúin.
Vafalaust í þeim tilgangi að ná sér í hun-
ang.
Ég hafði ekki annað vopn handbært en
silfuröxina, og því kastaði ég henni að
ræningjanum til að stökkva honum á
flótta.
Til allrar óhamingju sveiflaði ég hand-
leggnum af svo miklu afli, að öxin flaug
upp í loftið — sífellt hærra, þar til hún
lenti á tunglinu. Hvaða jarðneskan stiga
gat ég notað til að ná i hana aftur?
FERDINAND
Léftara að binda en leysa
Hvað kostar undir
Innanbæjar 20 gr.
Innanl. og til útl.
(sjóleiðis) 20 —
Flugb. til Norðurl.,
Norðurlönd
Norð-vestur og
.lið-Evrópu
Flugb. til Suður-
og A-Evrópu
Flugbréf til landa
utan Evrópu
20 —
40 —
20 —
40 —
20 —
40 —
5 —
10 —
16 —
20 —
bréfin.
kr. 2.00
— 2.25
3.50
6.50
3.50
6.10
4.00
7.10
3.30
4.35
5.40
6.45
! LONDON, 21. jan. — Macmillan,
forsætisráðherra Breta, sagði í
ræðu í dag, að auka bæri sam-
skipti austur og vesturs, því að á
þann hátt mætti skapa varan-
legan og friðsamlega sambúð
allra ríkja. Hann sagði, að það
myndi öllum til góðs, að austur
og vestur losuðu sig við ótta og
grunsemdir gagnvart hvor öðr-
um. — Við verðum að reyna að
auka samskipti og skilning milli
þjóðanna, og gera okkur grein
fyrir því, að við verðum að lifa
saman í friði, sagði forsætisráð-
herrann