Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 16
16 MORfíVNM 4 f> IÐ Föstudagur 23. jan. 19F' „Ég verð alls ekki útnefnd sem tingmannsefni. Þetta hefur allt gei-zt með of skjótum hætti. Ég er hrædd. Ekki við kvöldið í kvöld. Heldur við allt sem á eftir kemur“. Hún var fljótmælt. — _,Ég er nú orðin tuttugu og sjö ára og ég hef aldrei átt neinn óvin. .. .“ „Við verðum ekki lengi að sigr- ast á ungfrú Ryan“, flýtti Bill sér að segja. „Það er ekki Ruth Ryan. Ég hef nú eignazt mjög voldugan óvin. Eg veit að hann bíður þangað til ég er komin alveg upp og þá læt- ur hann höggið ríða. I Berlín. . . .“ Lyftudyrnar opnuðust alveg ósjálfrátt og Bill tók í handlegg- inn á Helen. „Þér talið eins og í óráði“, sagði hann lágt, vegna þess að lyftan var full af fólki. — _,Leikhrollur, það er allt og sumt. En nú verðið þér að herða yður upp......Bíta saman tönr.unum og bera höfuðið hátt .... það er allur galdurinn". Jafnskjótt og þau komu inn i anddyri „Persneska salarins", var Helen umkringd af tugum manna. Blossar ljósmyndavélanna leiftr- uðu. Spurningunum rigndi yfir hana frá öllum hliðum. Hún svar- aði þeim elskulega og óákveðið, eins og miklir áhrifamenn höfðu svo oft svarað hennar eigin spurn ingum áður. Hún brosti svo að ske.in í glansandi perluhvítar tenn urnar í hvert skipti sem ný mynd var tekin af henni. Tveir herra- menn úr í-epublikönsku nefndinni tóku hana frá Bill og leiddu hana að langa borðinu uppi á sviðinu. Fundarstjórinn — gamall maður, með traustvekj-andi einlægni ' svip — heilsaði henni með handabandi. „Þér þekkið ungfrú Ryan“, sagði hann. Og þarna stóð ungfrú Ryan fyr- ir aftan fundarstjórann, £ mjög flegnum, glansandi, dökkrauðum silkikjól. Um hálsinn hafði hún festi úr glitrandi hvítum demönt- um. Konumar heilsuðust. Báðar brostu þær sínu elskulegasta brosi. Hvarvetna þutu leiftrandi blossar ljósmyndavélanna. Ruth settist til hægri handar við fundarstjórann. Helen til vinstri. Eftir borðinu endilöngu sá Helen heila röð af svörtum hljóðnemum, hljóðnemum útvarps félaganna. Þeir voru líkastir slönguhausum, með opnum hring- kjöftum. Það var eins og allar slöngurnar ætluðu að stökkva á hana. Meðan 100-dollara-málsverður- inn var framreiddur — „kjaldböku súpa, steikt uxakjöt með kálmeti, rjómaís, allt saman í mesta lagi fimm dollara virði — byrjaði þok an að þynnast, sem Helen hafði fundizt grúfa umhverfis sig fram að því. Nú gat hún greint andlit þeirra sem sátu við borðin næst upphækkaða sviðinu. Það voru mest eldri karlar og rosknar kon- ur. Gömlu mennirnir voru svo viturlegir og heiðvirðir í útliti, eins og maður gerði sér í hugar- lund að öldungaráðsmenn hlytu að líta út. Þeir drukku eflaust mikið viskí og höfðu háan blóð- þrýsting. Konurnar voru gráhærð- ar og höfðu verið stundum saman á hárgreiðslustofu, þar sem hundruð af lokkum höfðu verið töfruð fram á höfðum þeirra. Þær virtust vera mjög auðugar og mjög veðraðar. — „Og þær eiga nú að ákveða þann frambjóð- anda“, hugsaði Helen með sér — „sem þjóðin má kjósa. Kannske ákveða þær líka örlög mín“. Hún reyndi að gizka á hvað af þessu fólki myndi fylgja sér að málum og hvað ungfrú Ruth Ryan. Hún sá engan, sem hafði útlit fyrir að vera stuðningsmaður hinnar óþekktu Helen Cuttler. Hinu langa og þr-eytandi borð- haldi var nú loks lokið og nú var komið að liöfuðtilgangi þessa mannfundar, ræðuhóldum fram- bjóðendanna. Jafnskjótt og fund- arstjórinn byrjaði að tala, tók hjarta Helen að slá örar. Hann talaði eins og vingjarnlegur barnalæknir. Hann kynnti báða frambjóðendurna og reyndi að hrósa þeim báðum jafnmikið. — Helen gerði tilraun til að hugsa um ræðuna sína sem hún hafði aðeins mjög lauslega tekið saman í huganum. Henni tókst það ekki. Hún hugsaði um Morrison. Ef hún yrði kosin á þing, myndi hann kvænast henni. „Ég get ekki gengið að eiga óbreytta frétta- konu við mitt eigið blað.....At- hlægi drepur“. Var það þó ekki margfalt hlægilegra að örlög hennar og hjónaband skyldi vera komið undir þessum gömlu mönn- um með landabréfs-andlitin og þessum konum með háriok’kana, sem höfðu greitt hundrað dollara fyrir „diskinn"? Hún hugsaði um Berlín. Um Jan og rússneska ofurstann, sem hafði beðið eftir henni árangurslaust eina nótt. ... En svo var hún hrifin frá þess- um hugsunum sínum við það að Ruth Ryan reis úr sæti sínu. Það glamraði ekki lengur í 100-dollara- diskunum. Hátíðleg þögn ríkti í „Persneska salnum“. 1 fimmtán mínútur sagði Ruth Ryan einungis margtuggin frauð- yrði. Hún ræddi um kröfur verka- manna_ sem yrði að uppfylla tafar laust, án þess þó að stofna hags- munum vinnuveitendanna í hættu. Ameríka, sem nú hefði unnið stríðið, yrði líka að vinna friðinn. Það yrði að hjálpa öðrum löndum, en ekki greiða neina hærri skatta. Hún fordæmdi yfirsjónir og mis- tök hinnar demokratisku ríkis- stjórnar. Hún réðst á hinn látna Roosevelt og reyndi að gera hinn lifandi Truman hlægilegan. En svo sneri hún skyndilega við blað- inu. Með mikilli leikni leiddi hin fagra kona talið að þjónustu sinni við flokkinn, Kaliforníu og landið allt. Og hvað eftir annað varð hún at þagna vegna hins ákafa lófa- klapps áheyrendanna. ' Helen hlustaði á hvert orð og hvert orð vaktl hennar eigin, metnaðargjörnu eðlishvöt. — Var hægt að vinna sigur í stjórnmála- baráttunni með svona innantómu orðagjálfri. Var svona marg- endurtekin tugga seljanleg? Henni hafði verið kastað í vatnið: hún varð að synda. Það skipti ekki máli hvert hún synti. Hún hafði oft hlustað á Ruth Ryan í Kaliforníu og vissi að ræðu konan nálgaðist nú lok ræðu sinn- ar. Pólitískar ræður hafa sitt lag: Maður gat s-agt endi þeirra fyr- ir, eins og endi sinfónískra hljóm lei’ka. Svo þagnaði þingkonan skyndi- lega. „Aðeins örfá orð til viðbótar“, sagði hún eftir stundar þögn: -— „Tvisvar hefur þessi samkoma heiðrað mig með einróma trausti sínu. Tvisvar hef ég borið fána flokksins fram til sigurs í okkar sólbjörtu Kaliforníu. En nú kem- ur hér í fyrsta skipti fram and- stæðingur okkar — tákn um ósam- lyndi og sundnmg okkar á meðal. Ég hef ekkert áhugamál annað en það að vernda flokkinn okkar fyr- ir slíkri sundrung. Þessi unga kona, sem hefur enga pólitíska reynslu aðra en þá að hún fylgd- ist með mér á tveggja vikna kosn- ingaferðalagi — glymjandi hlát- ur og lófaklapp glumdi við meðal áheyrendanna. — ,_Þessi unga kona, andstæðingur minn, hefur eflaust sina verðleika, því að ann- ars myndi hún ekki njóta óskipts stuðnings mestu hneykslisblaða þessa lands. Ég er reiðubúin að draga mig í hlé og eftirláta henni fána flokksins í minn stað. Ég bind það einungis einu ^kilyrði". Aftur varð þögn og í þetta skipt- ið lengri en áður. — „Kjósið þið Helen Cuttler einróma sem fram- bjóðanda ykkar. Ég tek ekki neinni kosningu, sem ekki er ein- róma. Hér er ekki um mig sjálfa Handsetjari Getur fengið atvinnu hjá oss, við umbrot nú þegar ]prentsmi&f )ja V V (or^unblaoáinó að ræða. Hér er um einingu flokksins að ræða“. Ruth Ryan settist aftur í sætið sitt. Alls staðar glumdi lófaklapp og hyllingaróp manna. Við mörg borð spruttu menn á fætur, til þess að sýn-a þingkonunni hrifn- ingu og hollustu. Hvergi sáust merki þeirrar óeiningar flokksins, sem hún hafði minnst á í ræðu sinni. Fundarstjórinn beið þangað til háreistin var hljóðnuð að mestu. Þá gaf hann Helen orðið. Þegar hún stóð upp vissi hún ekki hvað hún átti að segja. Hjart- að barðist ofsalega í brjósti henn- ar. Uppkastinu hafði hún alger- lega gleymt. Hún vissi ekki hvern ig hún átti að byrja. Henni kom jafnvel til hugar að hvetja við- stadda til að kjósa Ruth Ryan. Og þá skeði það. Hún leit yfir salinn og sá nú fyrst borðin sem fjær stóðu og hún hafði ekki s'ð meðan hún sat. Hún nuddaði augun vegna þess að hún var ekki viss um að hafa séð rétt. Við eitt borðið mjög aftarlega í salnum, næst útgöngudyrunum, sat faðir hennar. Lyfsalinn frá Springfield hafði greitt hundrað dollara til þess að geta tekið þátt í samkvæminu. — Hundrað dollara voru því næst vikukaup hans. Hann horfði á hana og lyfti hendinni hægt og rólega upp að gleraugunum. Hann brosti. Helen brosti líka. Rödd hennar var styrk og greinileg, þegar hún tók til máls. „Herrar mínir og frúr. Ég hef ekki þá hæfileika, sem þroskast fyrst eftir langa stjórnmálalega reynslu. Verðleikar mínir eru af skornum skammti. Ég er ekki hing að komin til þess að skreyta mig með neinum lárviðaikransi, heldur til þess að biðja ykkur um tæki- færi til að berjast fyrir lárviðar- kransi flokknum til handa“. Hún var farin að finna til aukins ör- yggis. — „Ég er tuttugu og sjö ára og ég hef alla tíð unnið. Fyrst í lyfjabúð föður míns því næst við þýzkt sveitablað, svo var ég þrjú ár meðal æskumanna okkar á vígstöðvunum og nú loks við blöð Morrison-forlagsins, sem ég er mjög hre>kin af. Ég hef ákveðið að taka þátt í þessum fjórtán daga kappleik á pólitiskum skeið- velli hér í Kaliforníu, þar eð mér er fyllilega ljóst að flokkur okk- ar þarfnast nýs blóðs, ef hann á ekki að lognast út af og deyja. Faðir minn var Republikani. — Afi minn á undan honum. Fyrir ofan rúmið mitt hékk mynd af Abraham Lincoln. Ég veit að hér í Kaliforníu, sem ungfrú Ryan kallaði sólbjarta og sem ekki er alltaf sólrík fyrir kjósendur, er flokkur Abrahams Lincolns á barmi algers gjaldþrots. Ég veit ebki hvort ég get nokkuð spornað við því, eða forð-að flokknum frá slíkum örlögum, en ég gæti reynt það, ef þið veitið mér traust ykk- ar og umboð“. Hún tók sér stutta málhvíld. — _,Og að lokum aðeins örfá orð. Ég er Republikani. Ég ber fyllsta ti'aust til hinnar lýð- ræðislegu stefnu okkar. Við lýð- ræðislegar kosningar sigrar meiri hlutinn. Á þessu lögmáli meiri hlutans hvílir undirstaða lands okkar. í dag er faðir minn hér á meðal okkar. . . .“ Hún varð að þagna vegna hinna áköfu fagnaðarláta. — „Ég hef heitið föður minum að færa fána Abrahams Lincolns fram til sig- 1) „Mér þykir þetta leitt, Markús. En *$ vero að geyma Anda“. 2) „Ungfrú Sússana, hvað er- uð þér að gera úti á þessum tíma?“ — „Ég get ekki sofið, varðstjóri. Eigum við ekki að fá okkur kaffisopa". [ 3) „Jú, jú . . . Eg ætla bara að hengja upp lykilinn og svo skal ég hella í bollana". urs, með guðs hjálp........Meira get ég ekki sagt ykkur. Ég hef enga stefnuskrá, herrar mínir og frúr. Ég er- of ung og of óreynd til þess að geta birt ykkur fasta stefnuskrá. Ég bið eftir stefnu- skránni frá ykkur. Ég mun fram- kvæma hana eftir beztu vitund og samvizku“. Lófatakið féll niður yfir Helen, eins og heitt regn, um leið og hún settist með léttri höfuðhneigingu. Fagnaðarlætin fóru langt fram yfir hin sjálfsögðu takmörk 100- dollara-veizlunn-ar. Úr öllum átt- um þrengdu menn og konur sér að ræðupallinum. Eitt borðið valt um koll með glamri og brestum. — Hvarvetna í salnum var hrópað og æpt í taumlausri hrifningu: „Við viljum Helen Cuttler......... Við viljum Hclen Cuttler. ...“ Helen stóð á fætur áður en fund-arstjórinn gat sagt orð, hljóp aftur með hinu langa borði og nið- ur þrepin niður í sjálfan salinn, ruddi sér leið í gegnum hinn heill- aða mannfjölda — til föður sín«. Hann tók hana í faðm sinn. Einni klukkustund síðar til- kynnti fundarstjórinn að flokks- forystan hefði með tólf atikvæðum gegn sex cg með öllum atkvæðum kalifornisku fulltrúanna kosið Helen Cuttler sem frambjóðanda sinn við næstu þingkosningar í Kaliforníu. Ruth Ryan gekk fram fyrir hljóðnemann, til þess að óska and stæðingi sínum til hamingju með hinn glæsilega sigur sinn. Þegar Helen var komin næstum út að dyrum, birtist skyndilega lítill maður í óhreinum smoking- fötum við hlið hennar, en vegna geðshræringarinnar bar hún ekki strax kennsl á hann. „Ross“, sagði hann og kynnti sig. — ,.Þér kannizt við mig, ung- frú Cuttler —- hr. Ross frá Broad way. Þér höfðuð á réttu að standa. Leikritið yðar hefur verið tekið. Þér þurfið ekki að gera neinar breytingar á því“. Hann greip hönd hennar og hristi í ákafa. —. .,Ég óska yður hjartanlega til hamingju. Þetta var stórkostleg frumsýning. Á Broadway verður samt önnur enn stórkostlegri haldin“. ajtttvarpiö Fösludagur 23. janúar: F-astir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Barnatími: Merkar uppfinn ingar (Guðmundur M. Þorláksson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt ir. Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). — 20,35 Kvöldvaka: a) Eiríkur Bjarnason skrifstofustjóri flytur frásöguþætti eftir Bergþóru Páls- dóttur frá Veturhúsum: Hrakning ar á Eskifjarðarheiði. b) Islenzk tónlist: Lög eftir Karl O. Runólfs- son (plötur). c) Sigríður Björns- dóttir flytur frásögu: Var það feigð — eða hvað? d) Rímnaþátt- ur í umsjá Kjartans Hjálmarsson- ar og Valdimars Lárussonar. 22,10 Lög unga fólksins (Haukur Hauks scn). 23,05 Dagskrárlok. Laugardagur 24. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Iþrótta- fræðsl-a (Benedikt Jakobsson). — 14.15 Laugardagslögin. 16,30 Mið- degisfónninn. 17,15 Skákþáttur (Guðmundur Ai-nlaugsson). 18,00 Tómstundaþáttur bama og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „I landinu þar sem enginn tími er til“ eftir Yen Wen-ching; VII. (Pétur Sumar- liðason kennari). 18,55 í kvöld- rökkrinu; tónleikar af plötum. — 20,25 Leikrit: „Nína“ eftir André Roussin, í þýðingu Sigríðar Péturs dóttur. — Leikstjóri: Indriði Waage. Lei'kendur: Herdís Þor- v-aldsdóttir, Valur G.íslason, Bald- vin Halldórsson. Indriði Waage og Steindór Hjörleifsson. — 22,10 Niðurlag leikritsins „Nínu“. — 22,45 Danslög, þ. á. m. leikur hljómsveit Jónatans Ólafssonar gömlu dansana (endurtekið frá gamlárskvöldi). 01,00 Dagskrár- lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.