Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 3
Fðstudagur 23. jan. 1959 UORGTJ1VBLAÐ1Ð 3 Býrðunum, sem lagðar eru á þjóðina, verði jafnt skipt Greinargerð L. Í.V. til ríkisstiórnarinnar 1 kolaporti Kol & Salt. Kolaneyzlan eykst í kuldunum ÞAÐ hefur lifnað yfir kolasöl- unni hér í bænum, svo um mun- ar. Hafa bæjarbúar, einkum þeir sem á hitaveitusvæðinu búa, orð- ið að kaupa kol í frosthörk- unum að undanförnu. Sem kunn- ugt er, hefur hitaveitan hvergi nærri dugað í kuldanum. Geym- arnir eru aðeins hálffullir á morgnana, vegna hins gengdar- lausa vatnrennslis um nætur. Um dagin brá ljósmyndari Morg- unblaðsins sér inn í kolaportið hjá Kol & Salt. Þar var mikið að gera. Þann dag höfðu kolabíl- ar flutt um 100 tonn af kolum úr portinu, mestmegnis til húsa hér í bænum, en einnig suður í Hafnarfjörð og víðar. Forráðamenn Kol & Salt sögðu Mbl. í gær, að svo mikil hefðu kolakaupin verið undanfarið, að þeir hefðu séð sig tilneydda að taka skip á leigu, til að tryggja að nægar kolabirgðir væru fyrir- liggjandi. Myndi Askja fara til Póllands og taka þar farm, sem væntanlegur væri til landsins upp úr næstu mánaðamótum. VIÐ 1. UMRÆÐU niðurgreið&lu- frumvarp.sins í neðri deild i gær, las Emil Jónsson, forsætisráðherra upp svohljóðandi greinargerð frá Landssambandi íslenzkra verzlun- armanna: Landssamband ísl. verzluhar- manna hefir haft til athugunar frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um niðurfærslu verðlags og l>auna o. fl. 1 því samhlandi vill L.I.V. taka eftirfarandi fram: L.Í.V. hefir ekki aðstöðu til að taka afstöðu til frumvarpsins í heild. L.Í.V. hefir ekki tök á að sann- reyna ýmis veigamikil atriði, sem þessar ráðstafanir munu hyggjast á, svo sem t.d. hversu mikið sjáv- arútvegurinn þarf til þess að rekstrargrundvöllur hans ' sé tryggður. Ennfremur virðast vísi- töluákvæði frumvarpsins nokkuð óljós. L.l.V. telur að ef sjávarútveg- urinn raunverulega þarf þær lag færingar á rekstrargrundvelli sín- um, sem honum eru ætlaðar með aðgerðum þessum þá hafi sú leið, sem valin er, niðurfærsluleiðin, ó- tvíræða kosti fram yfir ýmisar aðrar leiðir, sen. farnar hafa ver- Stjórn Alþýðusambandsins klofin í afstöðu til niður- færslufrumvarpsins SIAKSTEIMAR 1 FRAMSÖGURÆÐU sinni fyrir niðurfærslufrumvarpinu í neðri deild í gær, las forsætisráðherr- ann Emil Jónsson samþykktir, er ríkisstjórninni höfðu borizt frá ýmsum stéttasamtökum. Stjórn Alþýðusambands íslands hafði klofnað um málið. Samþykkt var með 5 atkvæðum kommúnista gegn 4 atkvæðum Alþýðuflokks- manna að senda ríkisstjórninni svohljóðandi yfirlýsingu: „Miðstjórn A.S.Í. fékk í gær, sunnudag 18. janúar, til umsagn- ar frumvarp ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og vill út af því taka eftirfarandi fram: 1. Þessar ráðstafanir hafa ver- ið ákveðnar af ríkisstjórninni án nokkurs samráðs við verkalýðs- samtökin, sem meðal annars sést af því, að nú þegar hefur verið lokið endanlegu samkomulagi við Landsamband ísl. útvegs- manna um aukna aðstoð við út- gerðina á þeim grundvelli, að frumvarpið verði lögfest. 2. Með frumvarpinu, ef að lög- um yrði, er gert ráð fyrir því að breyta löglega gerðum kjarasamn ingum stéttarfélaganna stórlega til lækkunar og ákveða þannig kauplækkun með lögum. Getur verkalýðshreyfingin ekki látið undir höfuð leggjast að mótmæla slíku harðlega. 3. Samið hefur verið við at- vinnurekendur í sjávarútvegi um tugmilljóna auknar bætur af opinberu fé umfram það, sem telst þeim til hagsbóta í kaup- lækkuninni. 4. Engin trygging er fyrir því, að fjár til þessara ráðstafana, niðurgreiðslna verði ekki aflað með nýjum álögum á almenning síðar á árinu. 5. Miðstjórnin telur, að aðgerð ir þessar brjóti í meginatriðum í bág við stefnu þá, sem nýlokið Alþýðusambandsþing markaði í efnahagsmálum, þar sem með henni er í senn gengið á samn- ingsrétt verkalýðssamtakanna og stefnt að stórfelldri kjaraskerð- ingu. 6. Með vísun til framanritaðs varar miðtjórn A.S.f. alvarlega við samþykkt frumvarpsins og bendir sérstaklega á þá hættu, er í því felst að ætla að afgreiða aðgerðir í efnahagsmálunum, án eðlilegs samráðs og samstarfs við launþegasamtökin í landinu. Jafnframt lýsir miðstjórnin yfir því, að hún er reiðubúin til viðræðna við ríkisstjórnina um aðgerðir verðbólgunni til stöðv- unar á grundvelli þeirrar sam- þykktar, sem þing Alþýðusam- bandsins í lok nóvember sl., gerði í þeim efnum“. Minnihluti stjórnar ASÍ, Al- þýðuflokksmennirnir 4, lögðu hins vegar fram eftirfarandi tilr lögu á viðræðufundi, sem stjórn Alþýðusambandsins átti með forsætisráðherra: „Miðstjórn A.S.f. hefur átt þess kost að kynna sér tillögur ríkis- stjórnarinnar um fyrirhugaðar ráðstafanir í efnahagsmálum og ályktar í því sambandi eftirfar- andi: Síðasta þing A.S.f. taldi höfuð- nauðsyn að þegar yrðu gerðar ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna. Jafnframt lýsti þing ið sig samþykkt því að vísitalan yrði stöðvuð við 185 stig, enda leiddi það ekki til rýrnunar á kaupmætti launa og fjár til nið- urgreiðslu yrði ekki aflað með nýjum sköttum á verkalýðsstétt- ina. í tillögum þeim sem núver- andi ríkisstjórn hyggst leggja fram til lausnar aðsteðjandi vanda efnahagsmálanna, er gert ráð fyrir að auk þess sem verð- bólgan verði stöðvuð, verði verð- lag og kaupgjald fært til baka þannig að kaup verði greitt frá 1. febrúar samkvæmt vísitölu 175. Er þetta talið nauðsynlegt vegna þeirrar þróunar, sem orð- ið hefur í kaupgjalds- og verð- lagsmálum svo og vegna nýrra samninga við bátasjómenn og út- vegsmenn, ef unnt á að vera að komast hjá hækkun yfirfærslu og innflutningsgjalda, sem mundi koma harðast niður á launþegum. Miðstjórninni er ljóst, að ef ekki verða nú þegar lagðar ráð- stafanir til lausnar efnahagsmál- anna, vofir yfir stöðvun atvinnu- lífsins, og algjör upplausn, sem hvorttveggja mundi leiða til stór- felldrar kjaraskerðingar fyrir alla launþega. Þrátt fyrir yfirlýsingu síðasta þings A.S.f. um að stöðva við vísitölu 185, verður að telja, að þingið hafi eigi tekið afstöðu gegn þeirri leið sem felst í um- ræddum tillögum ríkisstjórnar, ef tryggt er að kaupmáttur launa verði ekki rýrður frá því sem hann var í október (miðað við vísitölu 185). Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja og staðfestar hafa verið á fundinum verður að telja þetta tryggt. í sambandi við framlagðar til- lögur ríkisstjórnarinnar telur miðstjórnin nauðsynlegt að eftir- farandi verði tryggt: 1. Fjár til niðurgreiðslna og fyrirhugaðra ráðstafana verði aflað með sparnaði í rekstri rík- isins og frestun á þýðingarminni fjárfestingarframkvæmdum svo og með því að verja til þess greiðsluafgangi ríkissjóðs. 2. Niðurgreiðslur verði aukn- ar þannig að tryggt sé að fram- færsluvísitala verði eigi hærri en 202 stig 1. marz n.k. 3. Síðari málsliður 1. málsgr. 1. gr. verði einnig látin taka til bóta samkv. lögum um atvinnu- leysistryggingar. 4. 4. gr. frumvarpsins verði við það miðuð að hinn nýi vísi- tölugrundvöllur verði látinn koma til framkvæmda við gildis- töku fyrirhugaðra laga. 5. Niður verði felld 2. málsgr. 6. greinar frumvarpsins. Auk þess telur miðstjórnin nauðsynlegt að bæjar- og sveit- arfélög leggi vísitöluna 175 til grundvallar við álagningu útsvars ársins 1959“. ,KAUPMANNAHÖFN 22. jan —- í danska þinginu hefur komið fram tillaga um að efla atvinnu- lífið á Grænlandi með því að verja á næstu sex árum 57 millj. kr. m. a. til hafnarframkvæmda, fjölgun frystihúsa og annarra iðn fyrirtækja í sambandi við sjáv- arútveg Grænlendinga. ið í þessu skyni á undanförnum ár um. Þó vill L.l.V. mótmæla endur- tekinni skerðingu rikisvaldsins á frj álsum samningsrétti launþega og vinnuveitenda. Telur L.Í.V. lög þvinganir ríkisvaldsins í þessu sambandi hættulegt fordæmi, sem verkalýðsfélögin verði að gjalda hinn mesta varhug við. L.Í.V. vill leggja sérstaka á- herzlu á. að þeim byrðum, sem með frumvarpi þessu eru lagðar á þjóðina, sé skipt jafnt, og vill í því sambandi benda á eftirfar- andi: 1. Nauðsynlegt er, að tryggt sé, að í raun takist að fram- kvæma þær lækkanir, sem skv. frumvarpinu eiga að verða á vörum og þjónustu alls konar, þar eð auðvelt er að fylgjast með ákvæðum frv. um lækkun launa. 2. Kr. 0,85 verðjöfnunargjald sem lagt var á landbúnaðar- vörur sl. haust verði fellt nið- ur eða a. m. k. fært niður sem svarar niðurfærslu vísitölunn- ar. 3. Þess verði stranglega gætt að húsaleiga verði lækkuð að sama skapi. 4. Vinna seld erlendum aðilum lækki ekki og renni mismun- urinn í ríkissjóð. L. f. V. álítur nauðsynlegt að ríki, bæjar- og sveitarfélög dragi verulega úr útgjöldum sínum, sér í lagi til óarðbærra framkvæmda. Beinir skattar og útsvör verði lækkuð hlutfallslega sem svarar a. m. k. vísitölulækkun þeirri, sem raunverulega á sér stað við framkvæmd laganna. L. í. V. álítur að taka beri upp nýjan vísitölugrundvöll í sam- ræmi við þær neyzluvenjur, sem nú hafa skapazt. Vita- og Iiafnar- málastjóra embætt ið laust f LöGBIRTINGI, sem út kom á miðvikudaginn, er slegið upp embætti vita- og hafnarmála- stjóra. Aðalsteinn Júlíusson, verk fræðingur, hefur gegnt embætti þessu frá því er Emil Jónsson forsætisráðherra varð bankastjóri við Landsbanka íslands. í tilkynningunni er ekkert til- greint um menntun umsækjenda. A síðari árum hefur starf vita- og hafnarmálastjóra einkum beinzt að hafnarmálum og er það nú orð ið aðalstarfið í embættinu. Um sóknarfrestur er til 20. febrúar. Forsetinn veitir émbættið, en vita- og hafnarmálin heyra undir samgöngumálaráðuneytið. Slæmar fjár- heimtur VALDASTÖÐUM 20. jan. — Nokkuð bar á þvi sl. haust, að bændur heimtu ekki allt fé sitt af fjalli. Dál. hefir úr þessu rætzt, þó að enn vanti nokkuð. Nú eftir áramótin, hafa komið fram nokkr ar kindur, bæði hér innan sveit- ar, og einnig hafa komið fram kindur héðan, austur í Þingvalla- sveit. Heyrt hefi ég að þar vanti suma bændur töluvert af fjalli. Hvað þessari vöntun veldur, mun ekki vitað með vissu. Dálítið hafa mislingar stungið sér hér niður. Og hafa þeir lagzt allþungt á suma, sem komnir eru nokkuð til ára. Hér getur ekki heitið, að snjór sjáist nema í fjöllum. Og hæg- viðri og bjartviðri er dag hvern, og sól á sumum bæjum. En sums staðar mun vera orðið litið um neyzluvatn. St. G. „Er það stökkbreyting“ Undir þessari fyrirsögn birti Tíminn í gær svartletursgrein. Hún hljóðar svo: „Erfðafræðin kennir, að ýmsir kynlegir kvistir og gjörólíkir upp runa sínum geti myndazt við svo- nefnda stökkbreytingu. Litið mun samt fyrir því fara, að slíkra fyrirbrigða verði vart hjá mann- fólkinu. Mörgum mun þó hafa komið í hug, að þannig hljóti að vera ástatt um einn kunnan ís- lending, svo frábrugðinn er hann foreldri sínu og ættmennum öllum, þeim, sem þekktir eru. Þetta merkilega fyrirbæri er núv. „aðalritstjóri“ Mbl„ Bjarni Bene diktsson. , Benedikt Sveinsson, fyrrver- andi alþingismaður, var hágáfað- ur hugsjónamaður. Bjarni er að vísu greindur í góðu meðallagi, en honum hættir mjög til þess að nota gáfur sínar í þágu lágkúru- legra „hugsjóna“. Benedikt gerð- ist ungur liðsmaður þeirra sveita, er örast vildu sækja í áttina til fulls sjálfsforæðis þjóðarinnar og varð brátt einn áhrifamesti fyrir liði þeirrar mannvænlegu fylk- ingar. Bjarni er af ýmsum tal- inn hafa ríka tilhneigingu til þess að líta svo á, að sjálfstæði íslend inga jaðri við að vera verzlunar- mál. Benedikt var flestum mönn- um skörulegri og drengilegur jafnan í málflutningi sínum. Eng- um dettur í hug skörungsskapur í sambandi við Bjarna. Þess utan er hann leiðinlegur og smáskít- legur í „málefna“-pexí sínu, og hefir tekizt að gera Mbl. svo ill- yrt og rætið, að Agnar Bogason getur átt þess von á hverri stundu, að vera ekki lengur við- urkenndur methafi á þessu sviði blaðamennskunnar. Benedikt horfði jafnan hátt og fram, Bjarni lítur lágt og niður“. „Sumir lýstu yfir“ Af hinni tilvitnuðu Tímagreln er ljóst, að Framsóknarmönnum er sérstaklega illa við „málefna“- pex, þeim þykir það bæði „leiðin- legt og smáskítlegt“. Já satt er það, að mikill munur er á „mál- efna-pexinu“ eða Tímagreininni að tarna. Síðan segir Tíminn: „----enginn íslenzkur stjórn- málaflokkur hefir minna að því gert en einmitt Framsóknarflokk- urinn, að vinna með kommúnist- um. > Það er rétt, að sumir Framsókn armenn lýstu því yfir fyrir síð- ustu Alþingiskosningar, að þeir væru mótfallnir stjórnarsam- vinnu við kommúnista". Mikið er, að Tíminn fékkst til að játa þetta. En af hverju nefnir hann ekki þessa „suma Fram- sóknarmenn“. , Einfaldlega vegna þess, að þetta var heitstrenging flokksins alls en engan veginn viljayfirlýs- ing aðeins „sumra“ flokksmanna. Haraldur Guðmundsson gaf hið fræga loforð sitt í áheyrn alþjóð- ar fyrir hönd beggja Hræðslu- bandalagsflokkanna. Hinu sama var lýst yfir af Framsóknarmönn- um á fundum um allt land. „Ekki hót samstarfshæfari“ í gær segir Tíminn: „Hins vegar er „aðalritstjóran- um“ það fullkunnugt engu síður en öðrum, að eftir kosningarnar 1956 voru kommúnistar ekki ráð- andi aflið í Alþýðubandalaginu“. En á sjálfan kosningadaginn 1956 sagði sami Tími um Alþýðu- bandalagið: „Ekkert samstarf verður haft við þetta bandalag kommúnist- anna um stjórn, af því að þeir eru ekki hóti samstarfshæfari en j áður, þótt þeir haíi skipt um ' nafn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.