Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 6
6
MORCinsnr 4nir
Fostudagur 23. jan. 1959
Dagsbrúnarmaður skrifar um
afkastalitla þremenninga
Daginn sem Dagsbrún hélt upp
á 50 ára afmæli sitt með pomp og
pragt, færði ekkja Héðins Valdi-
marssonar, sem var formaður fé-
lagsins um 15 ára skeið, félaginu
að gjöf mjög vandað bókasafn,
sem verið hafði í eigu Héðins og
hann varið miklum hluta ævi
sinnar til þess að safna Og hófst
þá upp mikið hanagal hjá komm-
um um að safnið skyldi verða
sett upp og opnað félagsmönnum
til afnota. Síðan eru liðin nokk-
ur ár, en safnið ekki komið upp.
Tilfellið er, að þetta bókasafn
— þótt gott sé — er ekki þeim
eiginleikum gætt fremur en önn-
ur bókasöfn að geta sett sig upp
sjálft. Og þá er tómt mál um að
tala að það komist upp á nijög
skömmum tíma.
Stjórn félagsins hefur mikinn
viðbragðsflýti til að bera, þeg-
ar um er að ræða hagsmuna-
mál kommúnistaflokksins eins
og bezt sást, þegar kommún-
istar voru að safna fé til kaupa
á húsinu Tjarnargötu 20. Þá
geystust þessir menn um allar
götur svo þyrlaðist rykmökk-
ur upp, við það að betla fé.
Þá var nú heldur betur líf í
tuskunum. En þegar á að safna
peningum til húsbyggingar
Dagsbrúnar eða opna bóka-
safn, svo að aðeins tvennt sé
nefnt, þá horfa nú málin öðru
vísi við. Þá er svo mikið að
"gera við önnur störf. Það þarf
að gera verkföll fyrir komm-
únistaflokkinn eða það þarf
að fara á vinnustaðina að tala
við karlana, stappa í þá stál-
inu, það þarf að gera alls kyns
samninga, en þó hafa þeir að
ég heid aldrei gengið svo langt
að segja, að þeir séu önnum
kafnir við það að innheimta
félagsgjöld, því þeir vita, að þá
myndi enginn trúa þeim. En
innheimta félagsgjaida er nú
alveg kapítuli út af fyrir sig.
ÓSKHYGGJA EÐVARÐS
En hvað hefur svo skeð í bóka-
safnsmálinu, herrar mínir? Jú,
á fundi í félaginu sl. vor höfðu
menn B-listans svo þrengt að
stjórn félagsns, að hún sá sér
þann kost vænstan að fara eitt-
hvað að hugsa til hreyfings. Og
þá tilkynnti Eðvarð það með
mörgum hátíðlegum orðum og
vitnaði þá óspart í dugnað stjórn-
arinnar ekki aðeins á þessu sviði
heldur og öllum öðrum, að nú
væri svo sannarlega séð fyrir
endann á þessu mikilsverða hags-
munamáli félagsmanna. Bókasafn
ið yrði sett upp í húsnæði sem
stjórn félagsins væri að semja
um leigu á við félög rafvirkja
og múrara, húsnæðið væri nefni-
lega í nýreistu félagsheimili þess
ara félaga við Freyjugötu. Þar
myndi Dagsbrún fá allsæmilegan
fundarsal fyrir smærri fundi og
þar myndi bókasafnið verða sett
upp. En hvað svo? Síðan ekki
söguna meir! Enginn veit hvað
gerzt hefur, en ekki hefur opn-
un bókasafnsins verið tilkynnt
enn svo vitað sé, og skyldi þó
enginn búast við því að slíkt fari
framhjá neinum manni, svo mikil
verða nú ósköpin þá.
FRÆÐSLUKVÖLDIN,
SEM HURFU
Þegar kommúnistar náðu völd-
um í Dagsbrún var þar mikii
gróska í félagslífinu. Iðulega voru
þar haldnir fræðslufundir um
ýmis mál, sem búast mátti við
að verkamenn hefðu áhuga á.
Höfðu einmitt verið fengnir
ágætir fyririesarar til þess að
flytja mönnum fróðleik og var
vandað vel til efnisvals. Komm-
únistar dauðadæmdu alla þess
konar starfsemi samstundis og
hefur ekki eitt einasta fræðsiu-
erindi verið f-.uti á fundum it-
lagsins siðan þeir tóku við þvi.
Kunnugir seg]a að því valdi, að
ekki þyki þeim árennilegt að
nalda þar cpinber fræðslukvöld
í kommúnisma í nafni félagsins,
en það kvað vera hið eina, sem
þeir geta hugsað sér að verka-
menn vilji fræðast um. Þess í
stað hurfu þeir að því þjóðráði
að mynda litlar „sellur“ innan
félagsins með harðsoðnustu
kommunum og þar eru nú al-
deilis kennd fræðin, maður minn.
Mér er nær að halda að af og til
komi svo þessar „sellur“ til sam-
eiginlegs fundar, því svo sam-
stilltur er öskurkór Guðmundar
J. á félagsfundum, þar sem allir
kommar orga einu hljóði, þegar
lýðræðissinnar standa í pont-
unni. -
Já, þannig fór nú fyrir
fræðslukvöldunum, sem svo
vinsæl voru í félaginu hér áð-
ur fyrr. Enginn skyldi þó ætla
að ekki sé enn fyrir hendi
sami áhugi verkamanna í
Reykjavík, jafnt sem annars
□-
-□
II. grein
□-
-□
staðar á landinu, á aukinni
fræðslu um ýmis vandamál
tímans. En þar sem félaginu
er haldið í föstum viðjum ein-
ræðis og ofbeldis er svo sem
ekki við að búast neinu því cr
til almennrar fræðslu kann að
tejast. Hjá þeim er komm-
únisminn allt í öllu og ekk-
ert fróðleikur utan hann.
AFKASTALITLIR
ÞREMENNINGAR
Ég minntist hér áðan á inn-
heimtu félagsgjalda og skyldi
engan undra, því satt bezt að
segja er það furðulegt fyrirtæki.
Á skrifstofu Dagsbrúnar starfa
nú þrír menn, þ. e. þeir Hannes
Stephensen, Eðvarð Sigurðsson
og Guðmundur J. Guðmundsson.
Nú skal ég ekki segja að þetta
sé óþarflega mikið starfslið, til
þess er ég ekki nógu kunnugur
skrifstofustörfum, en þess er ég
fullviss, að þessir menn ættu að
geta afkastað meiru en raun er
á. Á kjörskrá Dagsbrúnar eru um
2600 menn, en iulltrúar til Al-
þýðusambandsþings eru 34. Með
öðrum orðum, stjórninni telst til
að um 3400 menn greiði félags-
gjöld, þar af eru aukameðlimir
um 800 manns. íbúatala Reykja-
víkur er 60—70 þúsund manns.
Hver trúir því svo að ekki séu
nema 3400 starfandi verkpmenn í
Reykjavík? Ekki ég og ekki fjöl-
margir aðrir.
Athugum einfalt dæmi: í Iíafn-
arfirði eru um 6500 íbúar, en í
Verkamannafélaginu Hlíf,þareru
félagar um 600, þ. e. 10%. í
Reykjavík eru íbúar um 68 þús.
og félagar í Dagsbrún 3400, þ. e.
um 5%. Þetta þýðir einfaldlega
að í Hafnarfirði séu verkamenn
10% af íbúatölunni, en í Reykja-
vík ekki nema 5%. Er það nú
ekki heldur ósennilegt að í
Reykjavík séu helmingi færri
verkamenn heldur en í Hafn-
arfirði miðað við íbúatölu?
FRAMSÓKNARMÖNNUM
GEFIÐ Á ’ANN
En hvernig stendur á þessu?
Ástæðan er einfaldlega sú, að
stjórn Dagsbrúnar mnheimtir fé-
lagsgjöldin á mjög skipulagðan
hátt, pólitískt. Núna um daginn
lögðu Framsóknarmenn fram
lista í Dagsbrún vegna væntan-
legs stjórnarkjörs. Mannagreyin
komu með um 150 nöín. og lögðu
á borðið. En þá kom sú furðu-
lega staðreynd í ljós, að injög
stór hópur þessara manna var
ekki í félaginu og margir aðrir
höfðu ekki enn verið krafðir um
félagsgjöld, enda þótt árgjaldsár
félagsins sé nú nærri uðið og list-
anum var vísað frá sem ólög-
mætum. f haust lögðu lýðræðis-
sinnar fram lista með nöfnum
um 800 starfandi verkamanna
vegna kröfu um að allsherjarat-
kvæðagreiðsla yrði viðhöfð um
kjör fulltrúa félagsins á þing
ASÍ. Kommúnistar sögðu að um
25% þessara manna væru ekki í
félaginu og svo og svo margir
hefðu ekki greitt félagsgjöld.
Samt sem áður treystust þeir
ekki til að neita lýðræðissinnum
um allsherjaratkvæðagreiðsluna.
„ÉG VAR LÍKA KOMMI,
EBBI MINN!“
Ég tel það alveg greinilegt, að
ef sama hætti skal haldið með
innheimtu félagsgjalda Dagsbrún
ar ætti að vera auðvelt að
komast af með að hafa aðeins
tvo starfsmenn á skrifstofu fé-
lagsins án þess þó að ég vilji
þar með segja til um hverjum
ætti að segja upp. Líklega yrði
nú Brynjólfur Bjarnason að ráða
því eins og svo mörgu öðru. Það
rifjast nefnilega irpp fyrir mér
það, sem Þorsteinn Pétursson,
sem er frósnúinn stórkomrm,
sagði á Dagsbrúnartundi í fyrra.
Hann sagði við Eðvarð, þegar þeir
voru eitthvað að karpa, en Þor-
steinn var í pontunni: Ég man
svo vel eftir því, að alltaf þegar
einhverja ákvörðun þurfti að
taka í sambandi við Dagsbrún og
önnur verkalýðsmál, þá var allt
af farið heim til Brynjólfs
Bjarnasonar og þar voru lögð á
ráðin. — Og þegar Eðvarð hristi
höfuðið, sagði Þorsteinn og var
hinn versti: Þú þarft ekki að
hrista hausinn, Ebbi minn, ég
hef nú verið kommi líka og það
alis ekki minni kommi en þú!
HVERS VEGNA EKKI
LÍFEYRISSJÓDUR?
En hvað nú með lífeyrissjóð
verkamanna? Spyr sá, sem ekki
veit. Vel getur verið að stjórn
félagsins hafi einhvern tíma ympr
að á því móli við atvinnurekend-
ur, en mér gegir svo hugur um
að það hafi þá ekkí verið gert
af heilum hug. Þið skuluð ekki
jakob Cuðjohnsen
yfirverkfræðingur sextugur
ÉG held að það hafi verið árið
1927, sem ég mætti Stefáni heitn-
um Guðjohnsen, föður Jakobs, á
götu hér í Reykjavík. Hann tók
mig oftast tali er við hittumst,
sá ágætismaður. Þótt ég væri þá
ungur að aldri, hafði Stefán ætíð
tíma til alúðlegra og kumpán-
legra viðræðna. Til þess að spyrja
tíðinda, og segja tíðindi. í þetta
skipti var hann að segja mér frá
sonum sínum, hvernig þeir hefðu
sig áfram.
Árið áður hafði Jakob Guð-
johnsen komið heim frá verk-
fræðinámi, og tekið að starfa hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Um
það fórust Stefáni orð á þessa
leið: „Jakob er orðinn verkfræð-
ingur hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Ég er ánægður með hann.
Það er að vísu ekki hátt kaup.
Það gerir ekkert. Ungir og dug-
andi menn spjara sig þegar á
reynir, svo ég álít Jakob á hinni
grænu grein“.
skrifar tir
daglega lífinu
Hrynjandi breytist
við orðaskiptin.
Sveinbjörn Beinteinsson skrif-
ar:
I
f þætti Velvakanda sl. sunnudag
er bréf frá einhverjum, sem
nefnir sig Völustall, þar sem
minnzt er á vísuna alkunnu:
Austankaldinn á oss olés . . .
Vísan er í þremur gerðum og
vafamál hver er elzt, en senni-
legt þætti mér það tilbrigði, sem
nefnt er síðast í greininni. sé það
upphaflega:
Austankaldinn á oss blés,
upp skal faldinn draga,
veltir aldan vargi blés,
við skulum halda á Siglunes.
Bragarháttur þessi heitir Stikla
vik og er næsta gamall. Allir, sem
einhvern tíma hafa litið í rímur,
kannast við hátt þenna. Þegar
bætt er einu atkvæði við 2. ljóð-
línu: upp skal faldinn draga trés
— þá kemur fram annar háttur,
Hagkveðlingaháttur. Og ef við
setjum orðið Skaga fyrir Siglu-
nes, þá er orðin úr þessu venju-
leg hringhenda. Munurinn er ekki
mikill á pappírnum, en hrynj-
andi vísunnar breytist allmikið
við þessi orðaskípti. Lagið, sem
Völustallur talar um, er sönglag,
en ekki stemma, en þar er regin-
munur á. Mig minnir að lagið sé
eftir Sigvalda Kaldalóns, ágætt
lag að vísu, en á ekkert skylt
við kvæðalög og stemmur.
Ovíst er um höfund vísunnar,
en hún er ýmsum eignuð. þ. á. m.
Ingimundi Jónssyni í Sveinungs-
vík i Þistilfirði.
Rangt mun vera að skirfa aust-
ankaldinn í tvéxmur orðum.
Margt fleira mætti segja um
þetta efni, sn þetta verður að
nægja um sinn
Frásögn um hrakning
á sjó.
OG svo kemur hér bréf frá
Hannesi Jónssyni af sama
tilefni:
Austan kaldinn að oss blés
upp vér faldinn drógum trés,
velti aldan vargi hlés.
var þá hald á Siglunes.
Þannig lærði ég vísu þessa 1901,
af Þorleifi „j^rlaskálrti", ágæt-
lega fróðum manni um kveðskap,
og góðum hagyrðingi. Ég hygg að
vísan sé rétt svona, enda eðlileg
í frásagnarstíl.
Mig minnir Þorleifur segja, að
húh væri úr hrakningsrímu Er-
lendar frá Holtastöðum, sem
hrakti frá Ásbúðum á Skaga
1796, og náði ekki landi fyrr en
austur á Flateyjardal við Skjálf-
anda.
En þó gæti verið, að mig mis-
minni, og að þetta hafi venð
draumvísa, en sýnilega er hún
frásögn um hrakning á sjó.
Mér hefur þótt leitt, hvernig
vel kveðnar vísur, sem íg lærði
af Þorleifi, eru brenglaðar í með
förum. Aðrar eru raugfeðraðar,
en allar færðar tii verri vegar“.
U’
Afgreiðslufólki kenndar
þéringar.
M þessar mundir er auglýst
námskeið í sölutækni, og á
þar að kenna afgreiðslufókli sölu
fræði, hagnýta sölumennsku og
vörufræði. Eiga hlutaðeigandi
aðilar þakkir skildar fyrir þessa
framtakssemi, því afgreiðslufólk
þarf að sjálfsögðu að læra sitt
starf ekki síður en aðrar stéttir.
Áður hafa sömu aðilar haldið
námskeið og fengið erlenda menn
hingað til kennslu, t. d. í því að
stilla út í búðarglugga, og virðist
talsverður árangur hafa náðst í
þeim efnum.
Tilefni þessara lína er það, að
vekja athygli þeirra sem nám-
skeiðin haida á þvi, að nú virðist
einmitt tækifæri til að kenna
afgreiðslufólki þvi, sem ekki
virðist kunna að þéra, þá list.
Þessi álitsgerð Stefáns á Húsa-
vík er mér alltaf minnistæð.
Mér finnst gaman að rifja hana
upp á þessum afmælisdegi ,og bá
sérstaklega eftir að hafa haft
Jakob að yfirverkfræðingi um
mörg ár.
Bæði ég og aðrir starfsmenn
Rafmagnsveitu Reykjavíkur höf-
um yfirleitt það álit á Jakobi
Guðjohnsen, eftir öll þau ár, sem
við höfum með honum starfað,
að han hafi reynzt því traustari
starfsmaður, því meira sem á
hann hefur reynt í starfi. Starfs-
tími hans hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur er nú kominn á 33.
árið. í því starfi hafa honum
með tímanum og stöðugt verið
falin æ vandasamari og umfangs ■
meiri störf. Ber það vott um. að
yfirboðarar hans séu yfirle’tt
^ömu skoðunar um starfshæfni
hans, og við sem hjá honum
störfum.
Yfirleitt hafa störf Jakobs kraf
izt mikillar og alhliða verkfræði-
kunnáttu, svo sem mörg undir-
búningsstörf við allar Sogsvirkj-
anirnar, raffræðileg ráðunautar-
störf við Andakílsárvirkjun, raf-
fræðileg störf við Skeiðfossvirkj-
un o. s. frv.
Þá ýmiss konar skipulagningar
störf um vinnutilhögun og fram-
kvæmda, sem sérstaklega geta
orðið erfið viðfangs hjá stórum
fyrirtækjum, og krefjast hreyf-
anleiks í hugsun, frekar en fasts
og óhagganlegs skipulags.
Sem yfirverkfræðingur hefur
Jakob Guðjohnsen séð um upp-
byggingu bæjarkerfisins í Reykja
vík. Með rafmagnsstjóra hefur
hann séð um val, útboð og kaup
tækja og efnis til bæjarkerfisins,
en til uppbyggingar þess hefur
á liðnum árum þurft að vevja
mörgum tugum milljóna króna.
Til slíks umsjónar- og uppbygg-
ingarstarfs þarf bæði mikla skarp
skyggni, hæfileika og alúð í starfi.
Maður sem veldur öllum þeim
störfum og verkefnum, sem Jak-
obi Guðjohnsen hafa verið falin,
og hann hefur af hendi leyst hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er
ekki gripinn upp hvar sem er.
Ég held þess vegna, að það hafi
í raun og veru verið mikil heppni
fyrir Rafmagnsvéitu Reykjavíkur
og Reykjavíkurbæ, að hún skyldi
á sínum tíma ráða Jakob í sína
þjónustu, því að sá ungi maður
gerði meir en spjara sig og að
komast á græna grein. Jakob nýt-
ur mikils álits og vinsælda meðal
stéttarbræðra sinna. Hann var í
stjórn Verkfræðingafélags ís-
lands 1943—’45, formaður R. V.
F. í. 1948. í stjórn Sambands
Islenzkra Rafveitna hefur hann
verið frá stofnun þess 1943. Hann
hefur verið rafveitnasambandinu
mjög nytsamur sökum starfs-
hæfni sinnar. Jakob er kvæntur
Elly Hedwig, hinni ágætustu
konu. Dætur eiga þau tvær, og
syni tvo.
Ég óska Jakobi «g fjölskyldu
hans hjartanlega til hamingju
með sextugsafmælið, og vona að
Reykvíkingar og aðrir íslending-
ar fái enn um fjölmörg ár að
njóta starfskrafta Guðjohnsens.
Baldur Steingrímsson.