Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 19
Föstudagur 23. jan. 1959 19 WORCUWTtT/AÐip Nasser hafnar stjórn- málasambandi við Breta KAIRO 22. jan. — Brezki verka mannaflokksþingmaðurinn Noel- Baker hafði það í dag eftir Nass- er, að Egyptar sættu sig alls ekki við, að samkomulagi um fjár- máladeild Egypta og Englend- inga væri ruglað saman við upp- töku stjórnmálasambands milli ríkjanna, en sem kunnugt er, var það rofið í Súez-stríðinu. Sagðist Nasser undrandi yfir því, að Bretar skyldu stinga upp á því að stjórnmálasambandið yrði tek ið upp — nú í lok fjármálavið- ræðnanna. Brezki þingmaðurinn sagði hon- um þá, að óvíst væri, að Bretar hefðu áhuga á að samið yrði um fjármálin, ef Egyptar vildu ekki taka upp stjórnmálasamband við Breta að nýju. Svaraði Nasser því til, að Egyptar væru nú að hugleiða hvaða gagn þeir gætu haft af því að taka stjórnmála- sambandið upp aftur. Enn er allt á huldu hvenær samningarnir verða undirritaðir. Þeir munu tilbúnir til undirrit- unar, því að samkomulag hefur náðst, en samkvæmt ummælum brezka utanríkisráðuneytisins vilja Bretar fá loforð egypzku stjórnarinnar fyrir því, að mega opna ræðismannsskrifstofu í Kairo — og loforðið vilja þeir fá áður en fyrrgreindir samningar verða undirritaðir. Ætlar að herða eftirlitið K&saBSjS Mikoyan tekur þéttingsfast í hönd Henry Fords yngra og bros- ir: — Ég þekkti afa yðar. Hann var ágætur maður og hjálpaði okkur Rússum að byggja bílaverksmiðju. En hann var grasæta. Mikojan rœddi við H. C. Hansen Spítalasjúklingum sýnd ónærgætni FYRIR nokkru voru settar upp grindur á Skólavörðustígnum, upp við sjúkrahús Hvítabandsins. Var þetta gert til þess að sjúkl- ingar í spítalanum fengju meiri næturfrið vegna umferðarinnar um götuna. í gærkvöldi hringdi Mbl. til vökukonu spítalans, og spurði hana að því, hvort nokkur brögð væru að því, að ökumenn sýndu það fádæma siðleysi, að fara á bílum sínum framhjá umferðar- grindum lögreglunnar. Vökukon- an kvaðst hafa furðað sig á því, er hún fór af vakt snemma í gær- morgun, og snjóföl var yfir öllu, hve mörg bílaför voru, er sýndu að ökumenn höfðu engu skeytt um lokun götunnar. Versti vetur sögunnar NEW YORK 22. jan — Þessi vetur er hinn versti í sögu Banda ríkjanna, segja þeir vestan hafs. Víða um Bandaríkin hafa verið ofsafrost með geysilegri snjó- komu undanfarna daga, en síð- ast sólarhringinn brá til þíðviðr- is í nokkrum miðríkjanna — með rigningu og roki. Víða er nú mik- ið ófremdarástand af þessum sök. um og mikið tjón hefur orðið á fasteignum bæði vegna storma og vatnavaxta. A. m. k. 50 manns hafa látið lífið í veðurofsanum og margar þúsundir Bandaríkja- manna hafa misst heimili sín. Björgunarflokkar eru alls staðar að verki. í dag flæddi niður í námu eina í Pensylvaniu. Vitað er að þrir námumenn drukknuðu — og 30 eru innikróaðir. Björgunaraðgerð ir eru nú í fullum gangi. STRASBBORG, 22. jan. — Belg- iski jafnaðarmaðurinn og próf- essorinn Behousse, forseti ráð- gjafanefndar Evrópuráðsins, lagði til á lokafundi nefndarinn- ar í dag, að aðalstöðvar Evrópu- ráðsins yrðu fluttar til Parísar. Nauðsynlegt væri að kynna bet- ur starfsemi ráðsins og efla það, slíkt yrði ekki gert nema með því að flytja höfuðstöðvarnar til heimsborgarinnar. Þá sagði hann, að athugandi væri hvort ekki reyndist heppi- legt að sameina Evrópuráðið og Efnahagssamvinnustofnun Evr- Italir f á eldflaugar WASHINGTON, 22. jan. — Bandaríski varnarmálaráðherr- ann, McElroy, sagði í dag, að yfirburðir Rússa á sviði eld- flaugatækni hefðu verið yfirdrifn ir. Þeir væru ekki komnir jafn- langt og almennt væri álitið hvað snerti framieiðslu eldflauga sem skjóta ætti milli tveggja staða á jörðu. Sagði hann ítali ætla að fá mcðallangdrægar eld- flaugar frá Bandaríkjunum og líklegt væri, að Frakkar, Tyrkir og Grikkir færu að þeirra dæmi. WASHINGTON, 22. jan. _ Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagði í dag, að Banda- ríkjastjórn væri enn þeirrar skoð unar, að bezta Ieiðin til samein- ingar Þýzkalands væri frjálsar kosningar um allt landið — og kvað hann Bandaríkjastjórn hafa KAUPMANNAHÖFN, 22. jan. — Mikojan kom árdegis í dag til Kaupmannahafnar með flugvél frá SAS frá Argentíu á Ný- fundnalandi. Þaðan hafði Mikoj- an sent Dulles utanríkisráðherra kveðjuskeyti þar sem hann sagði m. a., að hinir ólíku þjóð- félagshættir í Rússlandi og Banda ríkjunum ættu ekki að hafa nein áhrif á samvinnu ríkjanna til ópu (OEEC), en það yrði heldur ekki framkvæmanlegt nema að báðar stofnanirnar ættu aðsetur sitt á sama stað. Hvatti hann Breta og Norðurlandaþjóðirnar til þess að stuðla meira að sam- vinnu ríkjanna 15 í Evrópuráð- inu. Ef þessi ríki legðu fram meiri skerf til samvinnunnar mundi stofnunin eflast til muna. Þar með lauk hinum fjögurra daga fundi ráðgjafanefndarinnar, sem aðallega hefur fjallað um Berlínarmálið. Samræma stefmma BRUSSEL, 22. jan. — Stjórn Markaðsbandalagsins mun á næst unni ræða við fulltrúa ríkis- stjórna allra landanna sex, sem aðild eiga að bandalaginu — og verða þar lögð á ráðin um sam- eiginlega stefnu ríkjanna innan bandalagsins í væntanlegum við- ræðum við önnur Evrópuríki um fríverzlunarsvæði og aðrar efna- hagsheildir innan Evrópu. Hefur stjórn bandalagsins verið falið að móta stefnuna og munu tillögur hennar verða lagðar fyrir ráð- herranefnd bandalagsins, sem kemur saman 1. marz nk. náiff samband viff bandalagsrikin um máliff. Vísaffi hann á bug get- gátum um þaff, aff Bandarikja- stjórn hefffi gengizt inn á þaff, aff höfuðborg V-Þýzkalands yrffi flutt frá Bonn til V-Berlínar, stofnaff yrffi sambandsríki A- og V-Þýzkalands, sem síffar jöfnuffu ágreininginn meff samningum sin í milli. varðveitingar friðinum í heimin- um Mikojan sagðist í viðtölum sínum við Eisenhower og aðra ráðamenn hafa látið í ljós óskir Rússa um að binda endi á kalda stríðið. Ráðstjórnin hefði gert ráð stafanir í þá átt — þjóðir Banda- ríkjanna og Rússlands væru frið- elskandi — og nú kæmi til kasta ríkisstjórnanna að semja svo með sér, að friðarvonirnar gætu rætzt. Og hann lét á sér skilja, að hon- um hefði ekki geðjazt að tónin- um í kveðjuskeyti Dullesar. ★ Harold Macmillan, forsætisráff- herra Breta, sagffi í dag, aff ekkert væri til fyrirstöffu, aff Mikojan kæmi til Bretlands í sams konar heimsókn og hann var í í Banda- ríkjunum, en hann efaffi aff rúss- neski ráffherrann hefffi tíma til þess. Kvaffst hann vonast til þess, að orffiff gæti úr stórvelda- fundi um Þýzkalandsmálin. ★ Mikojan átti um hádegisbil fund meff H. C. Hansen, forsætis- ráffherra Dana, og tók danski ut- anríkisráðherrann einnig þátt í þeim fundi. Stóff fundurinn í hálfa affra klukkustund. Síðan snæddi Mikojan í boði Dansk-sovézka félagsins — og í kvöld hélt hann ræðu á vegum þess. Kom þar ekkert nýtt fram. Sagði hann í sambandi við Berlínarmálið, að þegar allir er- lendir herstyrkir væru horfnir frá Berlín, yrði greiður aðgangur inn í borgina úr öllum áttum. V-Þjóðverjar þyrftu ekkert að óttast. Um Bandaríkjaförina, sagði hann það, að hann hefði fundið friðarvilja almennings, en kalda stríðinu væri enn haldið áfram í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Danir selja Rússum vélar Miffdegis í dag skoffaði Mikojan skipasmíffastöðvar Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn. Um sama leyti var tilkynnt, aff verk smiffjurnar hefffu gert samning viff Rússa um að selja þeim teikn- ingar og framleiðsluréttindi á ný- tízku díselvélum, sem notaffar væru í vöru- og olíuflutninga- skip. Hefur þessi fregn vakiff at- hygli, ekki sízt vegna þess, aff skipasmíffastöffinni var fyrir fjór um árum meinaff að selja Rúss- um olíuflutningaskip, þar eff taliff var, aff um væri aff ræffa hluti, sem nota mætti í hernaffi. WASHINGTON 22. jan. — Það er haft eftir áreiðanlegum heimildum í Washington, að bandaríski verzlunarmálaráð- herrann, Lewis Strauss hafi í hyggju að herða ákvæðin um út- flutning til Ráðstjórnarríkjanna og annarra kommúnistalanda. Er vakin athygli á þvi, að Mikojan, sem kom til Bandaríkjanna aðal- lega með það fyrir augum, að beita sér fyrir auknum útflutn- ingi frá Bandaríkjunum til Rúss- lands, er enn ekki kominn heim, þegar þessi fregn berst út. Verðtrygging sparifjár Eins og kunugt er, tók Lands- banki íslands, Seðlabankinn, að sér haustið 1957 að verðtryggja með vísitölu, fyrir þá er þess æsktu, það sparifé, er myndazt hafði fyrir starfsemi sparifjár- söfnunar skólabarna, og eins það sparifé, er síðar myndaðist á veg- um hennar. Aðalskilyrði bótarétt arins var það, að innstæðurnar væru í 5 eða 10 ára vísitölubók- um, sem stofnaðar höfðu verið, eða yrðu stofnaðar, með 10 kr. gjafaávísun bankans. Bótaréttur skyldi ennfr. einskorðaður við innstæðuupphæðir frá 100 kr. í 1000 kr. Nú hefir uppbótin á sparifé í vísitölubókum verði reiknuð út fyrir árið 1958, og nemur hún 15,18%, en alls eru uppbæturnar á bótaskylda reikninga rúmlega 56 þús. kr. fyrir það ár. Þetta spor, sem bankinn steig haustið 1957, má þykja eftirtekt- arverð nýjung og ætti að örva og efla sparifjármyndun barna, sem hafa þá aðstöðu að geta þannig tryggt sparifé sitt. Er foreldrum enn bent á það, að gegn gjafa- ávísun Seðlabankans, sem 7 ára börn fá afhent á haustin í upp- hafi skólagöngu sinnar, má stofna vísitölutryggða sparisjóðsreikn- inga. ÓSLÓ, 22. jan. — Undirbúnin.g- ur er mikill undir forsætisráð- herrafund Norðurlanda, sem mun sbanda í Ósló á laugardag og sunnudag. Fyrir skemmstu var stöðvaður útflutningur stálröra frá Banda- ríkjunum til Rússlands — og vit- að er, að Mikojan kvartaði yfir þessu í viðræðum sínum við Dulles. Og nú þykir ljóst, að rör- in eiga alls ekki að fara til Rúss- lands. Ingibjörg Jónsdóttir Fædd 12. sept. 1885 Dáin 9. janúar 1959 Nú kveð ég þig orðvana eina mín ástrika hjartkæra móðir! í blómstundi guðsorðagreina þó gleðst ég og vinirnir hljóðir og þökkum þér samúð og samtíð og saklaust og móðurlegt hjarta hina fagnandi læknandi framtíð nú færir þér eilífðin bjarta. í anda við sjáum þig sæla með sólbros á kveðjandi vörum þó mannlífsins sorti og svæla nú sigri í farmannakjörum og þrátt fyrir vonbrigði og vanda í veraldar þungbæru róti gazt staðið með ástúð Guðs anda gegn öllu er stóð þér á móti. Þú varst mér og verður í minning sem vinkona sysir og móðir og trúfasta tálausa kynning mér túlkuðu englarnir góðir. Þín tengdadóttir þig tregar með tárum hún blessar þig dána frá sorgum þér vísar til vegar þinn verndari sólar og mána. > j Við kveðjm þig systirin kæra! með klökkva og þökkum hið góða Tvo bræður er bölnornir særa nú bænheyri miskunin hljóða —: að aftur við sjáum þig sæla í sameining vakandi þjóða þar alvizkuandarnir mæla um allífið fagra og góða. Vinirnir vitni þvi bera að vildi hún kærleikann glæða —: sem móðir því veikbyggða vera að vernda og líkna og græða —: Svo holl var sú hugljúfa kynning að huggun í sorginni veitist Svo björt var sú mild-hlýa minning að myrkur í sólroða breytist. S. J. Húnfjörff. Móðir okkar VILBORG HALLDÓRSDÖTTIR andaðist á Landakotsspítala 22. þ.m. Sigríður Gísladóttir, Ingileif Gísladóttir, Halldór Gíslason. Sonur okkar HALLDÓR GUNNLAUGSSON lézt 21. þ.m. Guðný Klemensdóttir, Gunnlaugur Halldórsson. Tillaga um sameiningu Evrópuráðs og OEEC Frjálsar kosningar bezta leiðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.