Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 8
E MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 23. jan. 1959 íslandsvinur flytur austur um haf Rætt við Mark Watson „Rákarinn í Sevilla" verður sýndur í 10. sinn annað kvöld. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og virðist ekkert lát á aðsókn. Um 6700 leikhúsgestir hafa nú séð sýninguna. — M-yndin er af Guðmundi Guðjónssyni, Þuríði Pálsdóttur og Cuðmundi Jónssyni í hlutverkum sýnum. — Nœsta sýning verður nœstkomandi þriðjudag. Afmœliskveðja til Jóns Árnasonar, Akranesi ÉG VEIT, að þetta blað telur ekki eftir sér að birta nokkuð síð- búna afmæliskveðju til Jóns Árnasonar, jafnvel ekki heldur að birta mynd hans aftur. Það er íyrst og fremst að vinir hans kjósa að sjá andlit hans sem oft- ast, enda er góðs manns sjaldn- ast of oft getið; og eins hitt að giftusamlegri mann og glæsilegri ber varla fyrir augu á þessari öld mikillar líkamshreysti og íþróttamennsku. En Jón er hvort tveggja: Hann er íþróttamaður frá barnsaldri, enda einn af forystumönnum í- þróttahreyfingarinnar hér og xnikill unnandi knattspyrnu fram til þessa dags. K. A. mun minn- ast hans lengi og vel, enda á hann það skilið. Margir yngri í- þróttamenn mættu kjósa sér limaburð hans og temja sér snyrtilegrar framkomu hans í hversdagslegu dagfari enn þann dag í dag, því að á hvorugu má neitt lát sjá, nema síður sé. Fornmenn mátu mjög útlit manna eftir því hversu gæfu- samlegir þeir voru. Varla getur leikið á tveim tungum, að af- mælisbarn vort hefir gæfusam- legt yfirbragð, enda er maðurinn mikill hamingjumaður í einkalífi sínu: Hann er af góðu foreldri runninn, alinn upp á góðu heim- ili, með atorkusömum bræðrum, kvænist síðan einni mestu mann- kostakonu, sem völ er á, stofnar með henni fagurt rausnarheim- ili í hjarta kaupstaðarins, eign- ast mannvænleg börn. Hann tekst á he'ndur ungur mikla ábyrgðar- stöðu í umfangsmiklu verzlunar- og útgerðarfyrirtæki síns ágæta tengdaföður, Þórðar Ásmunds- sonar útgerðarmanns, sem féll í valinn svo langt fyrir aldur fram. Hann hefir síðan gegnt sífjölg- andi trúnaðarstörfum og ábyrgð- arstörfum hjá einkafyrirtækjum, bæ og heildarsamtökum útgerð- armanna, og enn virðist vegur hans og trúnaður í þeim efnum vaxandi. Sá ferill verður ekki rakinn hér í þessari síðbornu grein, enda hvort tveggja: að maðurinn er svo þekktur, að á- stæðulaust er, og eins hitt: að hann er drjúgum of ungur til þess, að slíkt sé gert í afmælis- grein. Það mun honum líka þakk- að á öðrum vettvangi. Já, vissulega mundi allt þetta vera talið nóg efni hamingju góðs manns, — ef ekki kæmi fleira til: Gifta mannsins sjálfs og hæfileiki hans til að vera giftudrjúgur. Jón er um flest giftumaður af sjálfum sér: Skap- léttur, kjarkmikill og rausnar- menni. í þessu öllu nýtur hann frábærrar aðstoðar góðrar konu. En svo er hann af guði gefinn, að hann á sér ómetanlega gáfu: félagshneigð og sönggáfu, gædda óvenju fallegri og glaðri söng- rödd. Hún hefir vafalaust létt honum margan erfiðan kaflann á stundum erfiðri vegferð. Því að hans eins og flestra hafa beðið þungar áhyggjur um sinn hag, og ekki síður annarra, og svo mun enn, á erfiðum tímum. — En hann veit ég manna æðrulaus- astan. Heimili þeirra Jóns og Ragn- heiðar á Grund er svo rausnar- legur og glaðvær griðastaður, að Eru konur nsorðingjar VÍBS vegar uis heim ganga morðingjar lausir — og þar eru konur í meirihluta; konur sem orðið hafa þreyttar á mönnum sínum og rutt þeim úr vegi á svo þrauthugsaðan hátt og af slík- um klókindum, að engan hefir grunað neitt — eða svo lesum við í nýlegu dönsku blaði. Yfirleitt eru konur mun „dug- legri“ morðingjar en karlmenn. Sem betur fer er það fremur sjaldgæft, að konur lendi út á afbrotabrautinni, en þær, sem það gera, eru flestar miklu slungnari glæpamenn en karlar London í janúar. MARK WATSON, enski aðals- maðurinn, sem undanfarin ár hefur búið í Kaliforníu og hrein- ræktað hið íslenzka fjárhunda- kyn, hefur nú selt íslenzku hest- ana vestra og hyggst bregða búi þar og flytja hundarækt sína til Englands. íslenzkir fjárhundar hans verða í fyrsta skipti á hinni frægu hundasýningu Crofts í næsta mánuði. Watson ferðaðist um landið á hestum skömmu fyrir styrjöldina og var Haukur heitinn Snorra- son ritstjóri leiðsögumaður hans, en nú síðustu árin skrifaði hann oft og mikið í Tímann um bú- skap Watsons vestra, hesta hans og hunda frá íslandi. Eftir stríð- ið hefur Watson komið fjölmarg- ar ferðir til íslands og tekið mik- ið af fallegum myndum á ferð- um sínum. Mun hann nú orðið eiga efni í yfirgripsmikla mynda- sýningu frá íslandi. Watson gaf stofnféð til Glaum- bæjarsafns í Skagafirði og auk þess hefur hann gefið söfnum á íslandi góðar gjafir gamalla bóka og mynda. Hann er sí og æ leit- andi að gömlum bókum og lista- verkum og á orðið mikið safn heimildarrita um ísland og gam- alla teikninga og málverka. Mun það eflaust mesta' safn slíkra muna í einkaeign. Watson hefur nú ákveðið að arfleiða íslenzk söfn svo þau fái safnið eftir hans dag, því hann álítur að það eigi heima á ís- ég hefi fáum fremri kynnzt. Þar fer saman látlaus rausn og skilyrðislaus hollusta við góð- vini. Enda mun „sú höll“ seint „hrörna,“ svo margir eru vinir hennar. En nú geri ég ráð fyrir, að þau Grundarhjón telji mig hafa talað sumt helzt til of margt, og hætti því með endurteknum óskum til afmælisbarnsins. Akranesi 15. janúar 1959 Ragnar Jóhannesson. „duglegri" en karlar? — og þær láta síður bugast and- lega eftir á. Konan kann þá list að þegja — í slíkum tilfellum. Þess vegna eru svo mörg af hinum „full- komnu“ morðum, sem aldrei hef- ir tekizt að upplýsa, framin af konum. Ekki er það svo, að við höfum sjálfir komizt að þessari niður- stöðu, segir í hinu danska blaði, heldur er þetta haft eftir Gerald Byrne, sem er einna þekktastur þeirra, sem skrifa um glæpamál í Englandi. Auk þess, sem hann hefir skrifað mikið um Slík mál í landi, en hann vill gjarnan vinna sjálfur að niðurröðun þess og rannsóknum meðan honum endist aldur. Eg sem þetta rita, og er vel kunnugur Watson og starfi hans um fjölmörg ár, innti hann frek- ari fregna af þessum fyrirætl- unum þegar hann kom að vest- an. Watson er látlaus maður og alúðlegur, notar ekki aðalsmanns titil sinn og lifir hóflegu lífi bóndans og grúskarans. Honum segist svo frá: „Ég fékk áhuga á íslandi þegar í æsku og hefur það jafn- an síðan verið draumaland mitt. Mig dreymdi um ævintýri á ís- landi, fegurð þess og forna frægð og tók senn að skrifa póstmeist- aranum í Reykjavík, en hann var svo vænn að senda mér ýms póstkort, sem urðu vísir að fyrsta safni mínu af myndum frá ís- landi. Að námi loknu starfaði ég ,um hríð við sendiráð lands míns í Washington og París, en ég fékk ekki tækifæri til að heimsækja draumalandið mitt fyrr en 1937 og svo aftur sumarið eftir. Ferðaðist ég þá um landið á hestum og tók fjölda ljósmynda auk litkvikmyndar, sem því mið- ur glataðist í útláni. Sumar ljós- myndir mínar voru stækkaðar og prýddu íslenzku deildina á heims- sýningunni í New York 1939, en þangað lánaði ég einnig litkvik- myndina. Myndirnar voru einn- ig á sýningum í Lundúnum og Stokkhólmi. Með styrjöldinni lögðust ís- landsferðir mínar niður eins og svo margt annað gott og gagn- legt. Var ég í flughernum þar til í nóvember 1945, en fluttist þá til Bandaríkjanna og hóf síð- an búskap í Kaliforníu 1949. Það var ekki fyrr en sumarið 1953 að ég komst til íslands aftur og þaðan tók ég með mér 4 íslenzka hesta, sem undu vel hag sínum á búgarði mínum og vöktu mikla athygli í nágrenninu. Það var at- hyglisvert að náttúran gleymdi ekki hestunum og vetrarhamnum þeirra þrátt fyrir hinn milda vetur í Kaliforníu! Síðan fór ég að fá áhuga fyrir hinu hrein- ræktaða íslenzka fjárhundakyni, sem nú er nær útdautt. Með aðstoð góðra vina á íslandi grennslaðist ég eftir því á hverj- um afskekktum stöðum kynið kynni að hafa haldizt hreint og viðaði að mér gögnum um upp- runa og sögu íslenzka hundsins á Islandi og víða erlendis. Fyrir tveimur árum gaf ég út bók um niðurstöður rannsókna minna, en sölueintök eru í höndum for- ráðamanna Dýraverndunarfélags íslands. Hefur bókin víða farið og vakið athygli þótt upplagið sé takmarkað. í fylgiriti hennar eru birtar þýðingar á þeim köflum, sem samdir eru eftir erlendum heimildum. Síðan 1953 hefi ég heimsótt Is- land fjórum sinnum og því alls sjö sinnum bæði að sumar- og vetrarlagi og jafnan fengið hið bezta veður. Hefi ég notið þeirra ensk blöð, hefir hann samiá heil- ar bækur um einstök morðmál. Má þar t.d. nefna sýrumorðingj- ann fræga, Haig. — — Margir morðingjar ganga ávallt lausir í Englandi, segir Byrne. Um nokkra þeirra er vit- að, þótt ekki hafi tekizt að sanna á þá glæpina. — Ég veit t.d. um ríkan og vel þekktan mann og son hans, sem hafa í sameiningu myrt þrjár konur — en sann- anirnar vantar. KÍNVERSKA kommúnista- stjórnin tilkynnti í dag, að hún vildi eiga aðild að væntanlegum friðarsamningum við Þýzkaland og krefst þess að fá að senda full trúa á væntanlega ráðstefnu um slíka friðarsamninga. heimsókna fullt eins vel og oft betur en ferða minna til Sviss og annarra betur þekktra ferða- mannalanda. Allt hefur þetta orðið til þess að auka áhuga minn á sögu ís- lands og tengslum við umheiminn fyrr og síðar. Árangurinn hefur orðið sá að ég hefi tekið að safna gögnum um Island í hinum ensku mælandi heimi. Á ég þar fyrst og fremst við fágætar bækur um land og þjóð, sem gefnar hafa verið út á ensku, svo og lista- verk sem orðið hafa eftir úti í heimi. Hefur mér orðið vel á- gengt og á ég nú orðið álitlegt safn bóka, málverka og ljós- mynda frá ýmsum tímum, að- allega frá nítjándu öld. Ég hefi rekizt á olíumálverk og vatns- litamyndir, sem brezkir listmál- arar hafa málað á Islandi og glatazt hafa um hríð, en oft kom- ið í leitirnar fyrir hendingu eina. Nú nýverið tókst mér að festa kaup á 159 myndum Coll- ingwoods, sem sumar hverjar prýddu bók þá er hann tók sam- an ásamt dr. Jóni Stefánssyni. Hefi ég fregnað um nokkuð af myndum hans, sem til eru á ís- landi í einkasafni, en vænt þætti mér um að fá upplýsingar ef ein- hver, sem þessar línur les, kynni að vita hvar afgangurinn af myndum Collingwoods og önnur ámóta listaverk eru niður kom- in. Ég hefi jafnan álitið að þau ættu heima á Islandi og vildi gjarnan stuðla að því að þeim yrði safnað erlendis og skilað í sín heimkynni. Austur um haf flyt ég me8 mér safn bóka, listmuna og mynda, sem ég mun vinna að flokkun á, og eftir að hafa verið langdvölum vestra mun ég enn taka að leita á markaðnum og hjá söfnurum í Bretlandi að þeim andlegu verðmætum, sem ísland varða og enn kunna að leynast þar. Hestana mína varð ég að selja, en ég hefi gengið úr skugga um að mjög vel verður farið með þá. Þeir hefðu orðið of fyrir- ferðarmiklir í flutningi búslóðar- innar enda virtust þeir una hag sínum svo vel í sínum nýju heim- kynnum í Kaliforínu. En hund- arnir íslenzku eru nær allir komnir hingað til Englands og koma með tölu áður en lýkur, en flestir eru enn í sóttkví. Ég hefi keypt 10 fjárhunda á íslandi og átt samtals 15 hvolpa, sem þó hafa ekki allir fengið að lifa vegna pestar. Þrátt fyrir það verður að telja að tekizt hafi að hreinrækta á • ný hið íslenzka fjárhundakyn, sem var nær orð- ið útdautt. Hundarnir mínir eru ættaðir úr Breiðdal eystra, Jök- uldal og frá Tálknafirði. Þeir hafa vakið athygli fyrir gáfur og gæði og brátt fá þeir að spreyta sig við hin þekkt- ari og þjálfaðri hundakyn. Ég mun láta sérprenta grein Björns Björnssonar blaðamanns í Minnesota um íslenzku fjár- hundana mína og dreifa á hundgj* sýningunni miklu í næsta mán- uði til að kynna þessi forláta húsdýr íslenzka bóndans á fyrri tímum. Ég er öruggur um að þeir munu standa sig vel þegar fram í sækir“, segir Mark Watson að lokum. — ★ Það má bæta því hér við, að Watson hefur gefið Dýravernd- unarfélagi íslands stofnfé til að skapa sér aðstöðu til að aflífa sjúk og slösuð húsdýr á mann- úðlegan hátt, en slíkt hefur mjög skort á heima. Einnig hefur hann gefið félaginu söluupplagið af bók sinni um íslenzka hundinn, sem út kom í hitteðfyrra. Hann er mjög áhugasamur um dýra- vernd, en þeir sem séð hafa róma mjög alúð hans og gætni í með- ferð húsdýra. Ef til vill hafa eng- in dýr haft það betra en hest- arnir ,sem Watson flutti með sér til Kaliforníu og gleymdu ekki vetrarhamnum þrátt fyrir veður- blíðuna vestra og svo hundarnir, sem nú koma aftur yfir til Ev- rópu og keppa munu um feg- urðar- og hæfnisverðlaun við öll helztu hundakyn í heimi hér. Hilmar Foss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.