Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 10
1 c
MORGTJlSTtLAÐIÐ
Föstudagur 23. ;jan. 1959
Útg.:' H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti C. Simi 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
TILRAUN, SEM EKKI MÁ MISTAKAST
EGAR litið er yfir sögu
íslenzkra efnahagsmála
allt frá því að síðari
heimsstyrjöldin hófst, verður auð
sætt að aðalvandamálið á þessu
tímabili hefur verið vaxandi verð
bólga og jafnvægisieysi. Marg-
víslegar tilraunir hafa að vísu
verið gerðar til þess að stöðva
vöxt vtrðbólgunnar og koma ðfna
hag og frameiðslu landsmavna
á heilbrigðan grundvöll. Enda
þótt margar þessara tilrauna hafi
borið margvislegan árangur, hafa
þær þó allar að lokum mistekizt
að meira eða minna leyti. Ástæða
þess hefur einfaldlega verið sú,
að þjóðina hefur brostið siðferði-
legan styrk til þess að lita raun-
sætt á hlutina og gera sér það
ljóst, að hún verður að miða
eyðslu sína og lífskjör við raun-
verulegan arð vinnu sinnar og
framleiðslu. íslendingar hafa
veigrað sér við að horíast í augu
við þá staðreynd að engin þjóð
getur til lengdar eytt meiru en
hún aflar, án þess að veiitja grund
völl bjargræðisvega sinna og
skapa hættulegt jafnvægisleysi í
efnahagsmálum sínum. Á þetta
hafa Sjálfstæðismenn bent þjóð-
inni í ræðu og riti undaníarin ár.
Viðreisnartráðstaf-
anirnar frá 1950
’ Engum er gert rangt til, þótt
staðhæft sé að viðreisnarráðstaf-
anir þær, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn beitti sér fyrir í ársbyrjun
1950 séu raunhæfustu úrræðin,
sem framkvæmd hafa verið til
sköpunar jafnvægis í íslenzkum
efnahagsmálum á undanförnum
árum. Efnahagsvandamálin voru
þá krufin til mergjar og gerðar
víðtækar ráðstafanir til þess að
útrýma hallarekstrinum hjá at-
vinnuvegunum og sjálfum rík-
issjóðnum. Reynt var að afnema
styrkja- og uppbótakerfið og
koma framleiðslunni á heilbrigð-
an grundvöll. Enda þótt óhag-
stæð verðlagsþróun af völdum
ástandsins í alþjóðamálum tor-
veldaði þessar ráðstafanir nokk-
uð, náðu þær þó tilgangi sínum
í aðalatriðum.
En því miður varð niðurstaðan
sú, að þessar skynsamlegu og
þjóðnýtu ráðstafanir runnu að
lokum út í sandinn. Á árinu 1955
hófu kommúnistar stórfeld pólit-
ísk verkföll, sem miðuðu að því
að brjóta jafnvægisstefnuna á
bak aftur. Það tilræði tókst. Á
árinu 1955 hækkaði kaupgjald
að meðaltali um 20%. Þar með
var nýtt kapphlaup hafið milli
kaupgjalds og verðlags. Á næsta
ári tóku svo Framsóknarmenn
kommúnista í ríkisstjórn. Er
óþarfi að rekja þá sögu, sem sið-
an hefur gerzt. Hún er öllum í
fersku minni. Vinstri stjórnin
gat aldrei tekið raunhæfum tök-
um á vandamálum efnahagslífs-
ins. Eina úrræði hennar var að
leggja á almenning milljarða
króna í nýjum sköttum og toll-
um. Þessu gífurlega fjármagnj
var síðan ausið í hít styrkja- og
uppbótastefnuna með þeim ár-
angri að verðbólgan magnaðist
ár frá ári. Aldrei hefur þó dýrtíð
og verðbólga magnast hraðar á
íslandi ei, síðara valdaár vinstri
stjórnarinnar, árinu 1958.
Þá voru allar flóðgáttir opn-
aðar, og forsætisraðlierra
vinstri stjórnarinnar varð að
játa, er hann lýst yfir upp-
gjöf hennar, að enn væri ný
stórkostleg verðbólgualda
framundan.
Frumvarp
núverandi stjórnai
Minnihlutastjórn Alþýðuflokks
ins, sem nú fer með völd og
Sjálfstæðisflokkurinn ver van-
trausti, lýsti því yfir við valda-
töku sína að hún mynda gera
bráðabirgðaráðstafanir til þess
að stöðva vöxt verðbólgunnar,
hindra að hin nýja verðbólgu-
alda, sem vinstri stjórnin skap-
aði, eyðilagði með öllu efnahags-
grundvöll þjóðarinnar og leiddi
yfir þjóðina atvinnuleysi og geng
ishrun.
Ríkistjórnin hefur nú freistað
þess að efna þetta fyrirheit með
því að leggja fram frumvarp, sem
felur í sér ýmiss konarráðstafanir
ge*gn verðbólgunni. Aðalatriði
þess er, að gert er ráð fyrir að
launþegar gefi eftir 10 stig af
kaupgreiðsluvísitölunni frá 1.
febrúar. Er þá miðað við það,
að launþegar, bændur og allar
aðrar stéttir afsali sér af tekjum
sínum 5,4% af núgildandi kaupi
eða tekjum.
í samræmi við þetta, er gert
ráð fyrir, að verðlag lækki á inn-
lendum landbúnaðarvörum, fiski,
iðnaðarvörum o. s. frv. Ennfrem-
ur mun verzlunarálagning lækka
í samræmi við kauplækkunina.
Sömuleiðis mun margskonar
þjónusta á sama hátt lækka.
Þá er jafnhliða gert ráð fyrir,
að hið opinbera greiði vísitöluna
niður um 17 stig, til þess að koma
í veg fyrir að aukinn tilkostnaður
stöðvi framleiðsluna.
Þjóðareining
gegn voðanum
Vitanlega fela þessar aðgerðir
og tillögur núverandi ríkisstjórn-
ar fyrst og fremst í sér bráða-
birgðaráðstafanir til þess að
stöðva verðbólguna. í þeim fel-
ast engin varanleg úrræði. Fleira
verður til að koma. En þjóðinni
er það lífsnauðsynlegt að sam-
einast nú gegn þeim voða, sem
að henni steðjar. Allur almenn-
ingur hefur ekki sízt fengið tæki-
færi til þess á valdadögum
vinstri stjórnarinnar að íinna,
hvernig vaxandi verðbólga bitnar
fyrst og fremst á hinum efna-
litlu. Þær ráðstafanir, sem nú eru
gerðar og miða að því að stöðva
kapphlaupið milli kaupgjalds og
verðlags eru því ekki hvað sízt
framkvaémdar í þágu verkalýðs
og launþega.
En hagsmunir alþjóðar krefj-
ast þess að þessi tilraun til
stöðvunar á verðbólgunni tak-
ist. Hún má ekki mistakast,
þjóðin verður nú að fóta sig til
viðnáms gegn dýrtíðinni. Öll
þjóðholl öfl verða nú að sam-
einast um þessa tilraun. Hún
verður að vera upphaf að nýj-
um og víðtækum ráðstöfunum
til sköpunar jafnvægi í is-
; lenzkum efnahagsmálum.
UTAN UR HEIMI
//
GeimfariB" — sem reyndist
vera venjuleg horvél!
Vel heppnað gabb tveggja sænskra skólastráka
ÞAÐ „liggur eitthvað í loftinu".
— Við getum nefnt það fljúg-
andi diska, eða geimför — en
svo mikið er víst, að ýmislegt
undarlegt og „dularfullt“ virðist
vera á sveimi í kringum okkur.
Og víðs vegar um heim eru hópar
sérstaklega þjálfaðra manna, sem
fylgjast með þessum „óskýran-
legu“ fyrirbrigðum.
Óskýranleg eru mörg þeirra í
raun og veru — en önnur, og
raunar miklum mun fleiri, eru
augljósar sjónblekkingar — eða
hreinlega uppspuni frá rótum.
__!__i_
— f Svíþjóð henda menn nú
gaman að því, hvernig tveimur
skóladrengjum tókst að leika á
marga vísa menn í „diskafræð-
um“. — Ljósmyndin, sem þeir
höfðu tekið af „geimfari" hefði
að öllum líkindum borizt út um
heim og birzt í öllum helztu blöð-
um sem merkilegt sönnunargagn
á þessu umdeilda sviði, ef ekki
hefði komið hik á strákana, áð-
ur en til þess kom, og þeir sagt
upp alla söguna.
Saga tveggja ungra manna frá
Helsingborg, sem héldu því fram,
að þeir hefðu lent í átökum við
torkennilegar „geimverur" á fá-
förnum vegi á Skáni fyrir nokkru,
varð til þess að fjöldi fólks sneri
sér til sænskra blaða með hvers
konar sögur um fljúgandi diska
og ýmisleg „geimfyrirbrigði“,
sem það þóttist hafa séð. — Flest-
um þessum sögum var hægt að
vísa á bug, þegar í stað sem upp-
spuna eða hugarburði — eða þá
flugufregnum, sem ekki voru að-
Hinir ungu bragðarefir,
með myndavélir»a sína . ,
Lars Erik Persson og Erlk Olsson,
ir, sem um þetta fjölluðu, voru
á einu máli um það, að ekkert
þessu líkt þekktist, og ekki væri
unnt að útiloka þann möguleika,
að hér væri í raun og veru um
og Ijósmyndin, sem sló ryki í augu ótal sérfræðinga.
stæður til að rannsaka frekar eða
sannreyna. En skólastrákarnir
tveir, sem áður er á minnzt —
þeir eiga heima í smábænum
Skurup, skammt suðaustur af
Málmey — gerðu sérfræðingana
verulega þungt hugsandi. Hér lá
fyrir nokkuð, sem virtist raun-
verulega vera „ekta“, a. m. k. í
fljótu bragði — nokkuð, sem ekki
var að órannsökuðu máli hægt
að vísa frá sem hugarbúrði eða
misskynjun.
___t_i__
Drengirnir sögðu ekki aðeins
allnákvæmlega frá því, er þeir
sáu einkennilega lagað geimfar
fljúga hljóðlaust fram hjá sér
lágt yfir jörðu, heldur gátu þeir
líka lagt fram, orðum sínum til
sönnunar, allgreiniléga mynd af
hinum torkennilega hlut. — Þeir
höfðu verið svo stálheppnir að
hafa myndavél meðferðis, og
myndin, sem festist á filmunni
hjá þeim, var talin mjög mérki-
leg af „diskasérfræðingunum" —
og líkleg til að vekja heimsat-
hygli.
Sérfræðingar hersins grann-
skoðuðu myndina, og kváðu þeir
upp þann úrskurð, að hún væri
af „áður óþekktum hlut“. Flest-
Ijósmynd af því-
Þeir hertu því upp hugann og
gerðu játningu sína — að öll
sagan væri uppspuni frá rótum.
Eins og margir aðrir höfðu þeir
orðið fyrir áhrifum af hinni ein-
stæðu sögu piltanna frá Helsing-
borg. ímyndunarafl þeirra hafði
fengið byr undir báða vængi —
og loks ákváðu þeir að gabba
yfirvöldin ofurlítið. En þeir
vildu ekki láta sér nægja að
koma og segja frá einhverju,
sem fyrir þá hafði borið — þeir
ætluðu að hafa sönnunargögnin
höndunum.
Þess vegna tóku þeir sig til
gerðu myndina af „geimfar-
Þeir gerðu sér lítið fyrir,
sér borvél, tóku „inn-
úr henni, hengdu það upp
með örmjóum nælonþræði
— og „smelltu af“. Árangurinn
varð slíkur, sem fyrr er lýst, að
hmir fróðustu menn á þessu
sviði, töldu að myndin væri raun
verulega af framandi geimskipi
— eða a. m. k. ekki af neiuum
kunnum hlut.
Menn brugðust á ýmsan hátt
hvorki
heldur
á hana ne
geimfar að ræða. Sérfræðingar á
sviði ljósmyndunar fullyrtu, að
hvort sem myndin væri fölsuð
eða ófölsuð, hefði að minnsta
kosti ekki verið beitt neinum
brögðum við filmuna sjálfa — j við, er kunnugt varð úm hrekkja
bragð piltanna. Sumir settu upp
vandlætingarsvip og hrópuðu há-
stöfum um svívirðileg svik og
pretti, spillingu æskunnar o. s.
frv. — Aðrir hristu aðeins höf-
uðið og brostu í kampinn. —
Meinlaus strákapör, sögðu þeir
— en hæfileg áminning fyrir þá,
sem gleypa ómelta hverja nýja
frétt um fljúgandi diska og önn-
ur slík „geimfyrirbrigði“.
tekið tvisvar
„tvíkopierað".
__i__t___
Mikið umtal varð um dreng-
ina tvo og mynd þeirra — og
svo fór, að þeir urðu verulega
órólegir, er þeim varð ljóst, hve
víðtækar afleiðingar það gat
haft, ef þeir héldu f^t við þá
sögu sína, að þeir • hefðu raun-
verulega séð geimfar og tekið
Ráðherrafundur Norður-
landa í Osló
ÓSLÓ, 21. janúar. — Ráðherra-
fundur verður haldinn í Ósló um
helgina. Á honum mæta forsæt-
isráðherrar Danmerkur, Noregs
og Svíþjóðar og varaforsætis- og
utanríkisráðherra Finnlands. —
Auk þeirra verða landbúnaðar-
og fiskimálaráðherrar viðkom-
andi landa, auk fleiri ráðherra
og sérfræðinga. Þetta verður um
fangsmesti ráðherrafundur Norð
urlanda, sem haldinn hefur ver-
ið í Ósló. Fundurinn stendur yf-
ir á laugardag og sunnudag.
I skeyti frá NTB segir, að bú-
izt sé við, að Haraldur G<uð-
mundsson sendiherra í Ósló, verði
áheyrnarfulltrúi fyrir íslands
hönd á fundi þessum.