Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. jan. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 9 Siefán Skúlason-minning Dagsbrúnar- maður OSS setur oft hljóð þá er við heyrum þá frégn hljóma við eyru vor, heill í gær, en nár í dag. Svo fór fyrir mér og ég veit að svo var um fleiri er okkur barst andlátsfregn Stefáns Skúlasonar, er í dag verður kvaddur hinztu kveðju. Ætíð erum vér jafnóviðbúnir að taka á móti þessari fregn svo hversdagsleg sem hún þó er, og sjálfsagt erum vér enn óviðbún- ari að stíga þetta eina fótmál, sem oss öllum er búið, að stíga fyrr eða síðar. Mér er þó nær að halda að vinur minn, Stefán, hafi ekki verið óviðbúinn þótt brátt að bæri, að honum var gert að stíga síðasta fótmálið. Svo öruggt Guðstraust bar hann í hjarta sínu að ég veit að öruggur hefur hann gengið áfram á Guðs síns fund. Stefán Skúlason var fæddur 13. okt. 1909, á Seyðisfirði. Á fjórða aldursári fluttist hann með foreldrum sínum til Heykjavíkur, og ólst hér upp í stórum systkina- hópi. Foreldrar hans voru þau hjón- in Ingibjörg Stefánsdóttir og Skúli Einarsson, vélstjóri. Á nítjánda aldursári missti Stefán föður sinn, en hann var einn þeirra 16 manna er fórust með „Jóni forseta" þegar hann strandaði á Stafnesrifi í febr. 1928. Hann gerðist þá fyrirvinna og forsjármaður móður sinnar og systkina, er voru átta, hann elztur, en það yngsta á fyrsta ári. Móður sinni vann hann allt, þar til hann stofnaði sitt eigið heimili, er hann kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Sveinborgu Simonardóttur, frá Vatnskoti í Þingvallasveit. Móðurumhyggja hans entist honum lífið allt, og hlaut hún nú í afmælisgjöf eilífa lífið til handa sínum elskaða syni. Stefán var kirkjurækinn trú- maður, hann trúði á Guð, skap- ara alheimsins og stjórnanda ver- aldarinnar, hann trúði á ódauð- leika sálarinnar og að hún myndi njóta rættlætis í öðru lífi með tilliti til verka sinna hér í jarð- lífinu. í fjölda ára var hann starfs- maður í Vélaverzlun G. J. Foss- berg, og um margra ára skeið, allt til hinztu stundar, var hann afgreiðslumaður í Grjótnámi bæjarins. Alls staðar þar sem Stefán vann, var hann þekktur fyrir prúðmennsku og sérstaka trúmennsku. Hann var heill í starfi, jafntrúr húsbændum sín- um sem og viðskiptavinunum, því hann mátti ei vamm sitt vita í verkum sínum. — Trygglyndi Stefáns, var viðbrugðið. Það þekktum vér bezt er áttum því láni að fagna að eiga vináttu hans. Hann var sá er ávallt treysta mátti. Aldrei heyrði ég hann mæla hnjótsyi'ði í garð nokkurs manns. Listhneigð var honum ríkulega í blóð borin svo sem hann átti kyn til. Ungur lærði hann orgel- leik, og svo vel þekkti hann fjölda tónverka að hann gat leik- ið jafnt á orgel og píanó, heilu kvöldin, þó ekkert hefði hann nótnablaðið. Þar sem hljóðfæri var, var Stefán í essinu sínu, hrókur alls fagnaðar í söng og tónum. Stefán hafði yndi af að ferðast og fór víða hér um landið og til annarra landa. Hann hafði og mikla ánægju af lestri góðra bóka. Og nú þegar leið þin er öll hér í heimi, Stefán minn, þá koma mér í hug margar ljúfar minning- ar frá æskudögum er við lékum okkur á Grettisgötunni. Þær er ekki rúm fyrir hér. Ég veit að við munum eiga eftir að rifja þær upp þá við finnumst næst. Ég kveð þig nú um stund. Þú hefur gengið á Guðsrikisfund, þar sem þú munt sjá vonir þínar um það rætast. Ég bið algóðan Guð að hug- hreysta, leiða og blessa konu þína, og þína mæddu, öldruðu móður, sem nú horfir á eftir góða drengnum sínum, heim til hans, sem gaf henni hann. Systkinum þínum og öðrum, ástvinum votta ég mína innilegustu samúð, með orðum Matthíasar: „Sólnanna sól, sértu vort lifandi skjól. Dýrð sé þér, Alfaðir alda“. Þ. Ág. Þórðarson. Norræn tónlist í Frakklandi HINN 9. þ.m. efndi sinfóníuhljóm sveit franska útvarpsins til nor- rænna sinfóníutónleika í Salle Gaveau, einum þekktasta hljóm- leikasal Parísar. Á efnisskránni voru eftirtalin verk: Helios-forleikurinn eftir Carl Nielsen, En Saga eftir Sibelius, fsland, forleikur eftir Jón Leifs, Píanókonsert Griegs, Orfeus, svíta eftir Hilding Rosenberg. Hljómsveitinni stjórnaði P.M. le Conte, og einleik á píanó lék ungfrú Jeanne-Marie Darre. Með al heiðursgesta voru sendiherrar Norðurlandanna. . Framh. af bls. 6 halda að það sé að tilefnislausu, nei, síður en svo. Ég veit nefni- lega ekki betur en að kommún- istarnir í Iðju hafi það nú helzt á takteinum sem áróðursfæðu fyr ir Iðjufólk að lífeyrissjóður sé stórháskalegur. Það þarf víst ein- hvern mér gleggri mann til þess að sjá „punktinn", eða ég ætti kannski heldur að segja „línuna’* í þeim áróðri. Við vitum allir hvað lífeyris- sjóður er. Það er sjóður, sem laun þeginn greiðir í 4% af launum sínum, en atvinnurekandinn 6%. Síðan þegar þetta fé safnast sam- an greiðir hann manni eins konar ellilaun, þegar maður hefur hætt störfum og er seztur í helgan stein. Jafnframt lánar þessi sjóð- ur meðlimum fé til húsbygginga með hagstæðum kjöx'um. Viil ein hver halda því fram að þetta sé ekki hagstætt fyrir launþegann? — Nú, en þessu máli hefur Dags- brúnarstjórnin ekki sinnt, enda trúi ég því ekki að kommarnir í Dagsbrún séu eitthvað annars eðlis heldur en sálufélagar þeirra í Iðju, sem eiga engin nógu ill orð um lífeyrissjóð Iðjufóiks. Þetta er mál, sem lýðræðissinnar í Dags brún munu áreiðanlega berjast af alefli fyrir unz það nær fram að ganga. Mannréttinda- dómstóll Evrópu STRASSBORG, 21. jan — Evrópuráðið hér skipaði í dag 15 dómara i Mannréttindadóm- stól Evrópu, en það er fyrsti dóm stóll sinnar tegundar í heiminum. Getur nú einstaklingur höfðað mál gegn ríki fyrir þessum dóm- stóli. 15 ríki, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, hafa öll fullgilt mannréttindasáttmála Evrópu, að Frakklandi undanskildu, en að- eins 8 þeirra hafa fallizt á að hlíta dómsúrskurði hins nýja dómstóls. Það eru Austurríki, Belgía, Danmörk, Vestur-Þýzka- land, Island,, írland, Luxemborg og Holland. — Allar þær kærur sem fram kunna að koma um missi mannréttinda, munu fyrst verða lagðar fyrir sérstaka nefnd Evrópuráðsins. Og eftir að nefnd þessi hefir talið málshöfðun rétt- lætanlega, fer málið fyrir Mann- réttindadómstólinn. Stofnfundur félags íslenzkra myndlistarnema verður haldinn í Café Höll uppi sunnud. 25. þ.m. kl. 4,30 e.h. Allir þeir sem stunda eða hafa stundað mynd- listanám á síðastliðnum árum eru hvattir til þess að koma á fundinn. Fundarboðendur. Skrifstofusfúlka óskast Skrifstofustúlka sem er vön enskum bréfaskriftum og almennum skrifstofustörfum óskast nú þegar til starfa hjá innflutningsfyrirtæki hér í bæ.Umsóknir mgð upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 27. þ.m. merkt: „Reglusemi — 5764“. SIGLT ÚT MEÐ AFLA Vana beitingarmenn vantar á 190 lesta útilegubát, sem selur afla sinn erlendis. Upplýsingar hjá Friðjóni Jónssyni, Hótel Vík. Pípur — Ódýrar pípur margar gerðir. Nýkomnar Mae Coy pípur, Six og fleiri teg. Pípumunnstykki. Tóbaksverzlunin, Aðalstræti 3. Skipsf jóra og stýrimannafél. Aldan heldur fund laugard. 24. jan. kl. 16 í Grófin 1. Fundarefni: Húsmálið. Fjölmennið STJÓRNIN. Félagið hefur opnað skrifstofu að Vesturgötu 5. Tilkynning Vér viljum hérmeð vekja athygli heiðraðra við- skiptavina vorra á því að vörur sem liggja í vöru- geymsluhúsum vorum eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og liggja því þar á ábyrgð vörueigenda. H.f Eimskipafélag Íslands Aðventkirkjan Biblíulestur á hver ju föstu dagskvöldi, kl. 20,30. Spurningum, sem inn kunna að koma, svarað. Allir velkomnir. O. J. Olsen. Sýning á heimabakstri Sunnudaginn 25. þ.m. hef ég sýningu á heimabökuðum kökum í Garðastræti 8. Sýningin verður opnuð kl. 2 Ms og stendur aðeins þennan eina dag. Sýndar verða 40 teg- undir af kökum og seld bókin „Kökur Margrétar". Að sýningu lokinni verða allar skreyttar kökur seldir fyrir hálft veið. Margrét Jónsdóttir. Verzlunar-atvinna Ein af eldri innflutnings- og heildsöluverzlunum bæj- arins óskar eftir skrifstofumanni. Viðkomandi þarf að hafa verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun, með sæmilega ensku- og vélritunarkunnáttu, einnig reynslu og þekkingu á algengum skrifstofustörfum. Aðeins duglegur og reglusamur maður kemur til greina. Umsóknir sem með gleggstum upplýsingum, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m., merkt: „Góð atvinna — 5685“. Simi 15300 Ægisgötu 4 FJÖLBREYTT tíRVAL: H e f 1 a r S a g i r Hallamál Sporjárn Tréborar Fræsiborar Hulsuborar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.