Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 18
18 M O K C V N B L 4 Ð I Ð FSstudagur 23. jan. 1S59 Lögreglumenn mótmœla rætnum árásum á lög- reglustjóra — Alþingi Framhald af bls. 11 tekið, og stilla í hóf eyðslu ríkis- ins fremur en að fara að lækka kaup manna. Síðan gerði Lúðvík Jósefsson grein fyrir því að kommúnistar hefðu verið sammála núverandi ríkisstjórn um það að greiða nið- ur vísitöluna sem næmi 15 vísi- tölustigum, en að þetta yrði að gera í samráði við verkalýðs- samtökin. Kommúnistar hefðu einnig viljað láta færa niður kaupgjald i landinu. Þeir gátu að vísu ekki sagt, hve mikið ætti að lækka kaupið og þeir vildu ekki að kaupið yrði lækkað bóta- laust. Kommúnistar vildu einnig auka sparnað á fjárlögum. Eysteinn falsaði fjárlögin Þá vék Lúðvík Jósefsson að því sem hefur verið upplýst, að Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hefði áætlað tekj- ur á fjárlagafrumvarpi sínu of lágt, um 83 millj. kr. — Lýsti Lúðvík því yfir, að þótt hann hefði grunað fyrrverandi fjár- málaráðherra um að falsa fjár- lagafrumvarpið, kæmi það hon- um á óvart að það hefði verið falsað um svo mikla upphæð sem 83 millj. kr. Bætti Lúðvík því nú við, að auk þess sem greiðsluafgangur fjárlaga sl. ár hefði numið 60—70 millj. kr., vildi hann nú upplýsa að á síðasta degi sem vinstri stjórnin sat hefðu ráðherrar Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, án samráðs við ráð- herra kommúnista, samþykkt að ráðstafa 63 millj. kr., sem þeir fengu úr öðrum stað með þessum hætti: Til Sementsverksmiðjunn- ar 17 millj., til ræktunarsjóðs 18.5 millj. kr., til Fiskveiðasjóðs 14.5 millj. kr. og til raforkuáætl- unar dreifbýlisins 13 millj. kr. Þetta væru 63 millj. kr., svo að samtals hefði stjórnin þá haft til ráðstöfunar 120—130 millj. kr. greiðsluafgang. , Lúðvík kvaðst vera mótfallinn þeim kenningum, að afnema bæri vísitöluna. Hún væri ekkert ann- að en mælir á verðlagið og væri hún ekki til myndi verkalýður- inn allt að einu heimta hækkað kaup í samræmi við hækkað verðlag. Hins vegar var hann á móti því að fiskverð og afurða- verð bænda yrði látið fara eftir vísitölu. Næstur tók til máls Bjami Benediktsson 1. þingmaður Reyk- víkinga en frá ræðu hans er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Lyklakippa með fimm lyklum tapaðist við Tjörnina í fyrradag. Finn andi vinsamlega skili lienni á afgr. Morgunblaðsins gegn fundarlaunum. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON hdl. Dunhaga 19. Viðtalstími kl. 6—7 nema laugard. og eftir samkomulagi, Sími 16410. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórrhamri við Tempiarasuno Magnús Thorlacius hæstaréltarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75. Félagslíf Knaltspyrnufélagið Fram Félagsmenn eru beðnir um að fjölmenna í félagsheimilið í kvöld, föstudag, kl. 8 til að vefja hluta- veltumiða og undirbúa hlutaveltu. — Sljórnin. Sundmót Sundfélagsins Ægis verður haldið í Sundhöil Rvíkur miðvikud. 11. febr. n.k. ld. 8,30 e.h. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: — 50 m. baksundi karla 50 m. skriðsundi karla 200 m. skriðsundi karla 200 m. bringusundi karla (bikar) 100 m. bringusundi kvenna 100 m. skriðsundi kvenna 100 m. bringusundi drengja 100 m. skriðsundi drengja 50 m. bringusundi drengja, 12—14 ára. 50 m. skriðsundi drengja, 12—14 ára. 4x50 m. skriðsundi karla. — Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt Torfa Tómassyni í Vélsmiðjunni Héðni h.f., fyrir 4. febrúar n. k. Samkomur ZION, Óðinsgöiu 6A Vakningasamkoma í kvöld kl. 20,30. — Allir velkomnir. Heimalrúkoð leikmanna. Blaðinu barst i gær eftirfar- andi tilkynning frá stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur: STJÓRN Lögreglufélags Reykja- víkur hafa borizt almennar, skrif legar áskoranir frá lögreglumönn um við embætti lögreglustjórans í Reykjavík um að mótmæla ill- girnislegum og ósönnum árásum á Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóra, í Þjóðviljanum, undir dulnefnunum „Borgari" og „Lög- reglumaður", þar sem lögreglu- stjóra er borið á brýn, að hann eigi sök á ófullkomnum húsa- kosti, sem lögreglumenn eigi við að búa, og að eigi hafi verið byggð ný lögreglustöð o. fl. Stjórn Lögreglufélagsins er ljúft að verða við þessum áskoy- unum og mótmælir harðlega fyr- ir hönd lögreglumanna áminnzt- um rógskrifum, svo og öðrum níðskrifum um lögreglumenn. Vitað er, að lögreglustjóri hefur Fyrirspurn um þetta svarað á Alþingi Á MIÐVIKUDAG var tekin til umræðu í sameinuðu þingi fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar varð- andi vegakerfi á Þingvöllum frá Jöhanni Þ. Jósefssyni. Er fyrir- spurnin á þessa leið: Hvað hefur verið gert til að framfylgja ályktun Alþingis frá 30. maí 1958 um að láta breyta vegakerfi á Þingvöllum. Jóhann P. Jósefsson kvaðst ekki vita til að neitt hefði birzt opinberlega um nánari afgreiðslu þessa máls og ekki vita til að neitt hefði verið gert í því. í þáltill. frá 30. maí hefði verið lagt til að vegakerfinu á Þing- völlum yrði breytt á þá leið, að umferð um Almannagjá yrði lögð niður, en hún væri til stórbaga fyrir fólk, sem vildi njóta friðar í hinni söguríku gjá. Þar að auki virtist mörgum ekki hættulaust að fara með þungar bifreiðar um gjána, því komið hefði fyrir að stórir steinar hefðu fallið úr klettunum beggja vegna niður á veginn. Þriðji ókosturinn við að hafa veginn um Almannagjá, væri sá, að gjána fyllti í snjóum á veturna. , Jóhann Þ. Jósefsson gat þess að Forsetinn skipar héraðslækna í LÖGBIRTINGI, sem út kom á miðvikudaginn, er skýrt frá veit- ingu nokkurra héraðslæknisem- bætta. Hafði forseti íslands skip- að þessa lækna hinn 31. des. Geir Jónsson héraðslækni í Reykholtshéraði, Björn önund- arson í Flateyrarhéraði og Jón Guðgeirsson í Kópaskerslæknis- héraði. Landlega í gær FRÉTTARITARAR blaðsins í ýmsum verstöðvum hér við Faxa- flóa, símuðu í gær, að þá hefði verið fyrsti almenni landlegudag- urinn síðan vertíðin hófst. Það var norðan hvassviðri á miðunum. Ó- víst var síðdegis í g*r hvort róið myndi í nótt. haft hina beztu forgöngu um und- irbúning að byggingu nýrrar lög- reglustöðvar og fangageymslu, enda er nú fyrir hendi lóð og all- há fjárupphæð, og er því sízt að saka hann um, að byggingar- framkvæmdir eru ekki hafnar. Lýsum við yfir fyllsta trausti á lögreglustjóra, Sigurjóni Sig- urðssyni, til að leysa farsællega velferðarmál lögreglunnar. Þá mótmælum við því einnig, að nafn lögreglunnar sé notað til ærumeiðandi skrifa. Ýmsar aðr- ar fjarstæður í umræddum grein- um teljum við ekki svaraverðar. Reykjavík, 21. janúar 1959. I stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur, Erlingur Pálsson, Guðmundur Hermannsson, Bogi Jóhann Bjarnason, Óskar Ólason, • Bjarki Elíasson. lokum, að þáltill. hefði verið vís- að til vegamálastjóra og Þing- vallanefndar og þætti sér vænt um ef ríkisstjórnin eða fulltrú- ar Alþingis í Þingvallanefnd gætu gefið upplýsingar um hvað gert hefði verið í málinu. Emil Jónsson, forsætisráð- herra svaraði fyrirspurninni. Skýrði hann svo frá, að breyting þessi á vegakerfinu á Þingvöll- um væri ekki hafin, og stafaði það af því, að enginn fjárveiting hefði fengizt til þeirrar fram- kvæmdar á fjárlögum 1958. Hins vegar hefði málinu verið haldið vakandi bæði af vegamálastjóra og Þingvallanefnd. Jóhann Þ. Jósefsson þakkaði veittar upplýsingar. Kvað hann það standa Alþingismönnum, sjálfum næst, að taka höndum saman um að hrinda þessu máli í framkvæmd, því það hefði þeg- ar sýnt sig að almennur áhugi væri fyrir því innan þingsins. Sólvangur Á ELLI- og hjúkrunarheimilinu Sólvagni í Hafnarfirði dveljast á annað hundrað vistmenn víðs veg- ar af landinu. Alltaf er annasamt og ekki sízt um jólin. Margir sakna vafalaust jólanna heima, en ýmislegt er gert til að gera sjúkl- ingum jólin svo ánægjuleg sem kostur er, ekki aðeins heimilið sjálft leitast við að gera þetta, heldur verða margir aðrir til þess. Á sl. jólum bárust heimili og vistfólki rausnarlegar gjafir: Bæjarútgerð Hafnarf jarðar gaf Sólvangi mjög smekkleg og vönd- uð húsgögn í dagstofu. Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli gaf vand- aðan radíógrammófón með nokkru plötusafni, epli, appelsínur. sæl- gæti, töfl cj spil og skólabörn þar sendu öllu vistfólki jólapakka. Fyrir hönd heimilisins og vist- manna flyt ég gefendum alúðar- fyllstu þakkir fyrir þessar höfð- inglegu og kærkomnu gjafir. Alþýðuflokksfélögin í Hafnar- firði og stúkan Daníelsher buðu vistfólki á jólatrésskemmtanir. Lúðrasveit Hafnarfjarðar kom á gamlársdag og lék og Sigurður Björnsson söng með hljómsveit- inni.Leikfélag Hafnarf jarðar bauð fólkinu á sýningu á Gerviknap- anum. Allir, sem vor* það hressir, að þeir gátu farið, sóttu skemmtan- irnar og skemmtu sér mjög vel. Fyrir allt þetta þakkar vist- fólkið og Sólvangur hjartanlega. Hafnarfirði, 15. jan. 1959. Jóh. Þorsleinsson. Skrifstofustúlka Verzlunarfyrirtæki óskar að ráða nú þegar skrif- stofustúlku, sem hefir góða kunnáttu í vélritun, ennfremur nokkra bókfærzlu þekkingu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sent blaðinu fyrir 28. þ.m. merkt: — „447“. Verziunarhus í Hafnarfirði Verzlunar- og íbúðarhúsið Vesturgata 4, Hafnar- firði (Verzl. Ferd. Hansen) er til sölu. Tilboðum í eignina sé skilað til undirritaðs, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttaiögmaður Aðalstræti 8 — Sími 1-10-43. Sjálfstæðishusið Opið í kvöld frá kl. 9—11,30. — Hljómsveit hússins leikur — Sjálfstæðishúsið. Húsvarðarstaða Opinber stofnun óskar eftir manni til húsvörzlu í skrifstofuhúsi. Laun samkvæmt samkomulagi. Tveggja herbergja íbúð fylgir. Umsóknum með uánari upplýsingum um umsækjanda skal skilað eigi síðar en 29. þ.m. í pósthólf nr. 30, merktum: „Húsvarðarstaða". M. s. TRÖLLAFOSS Fer frá Reykjavík mánudaginn 26. þ.m. tii Akureyrar Vörumóttaka á föstudag og laugardag. Hf. Eimskipafélag Islands Sól ar-kaffi fagnaður tsfirðingafélagsins, verður í Sjálfstæðis- húsinu sunnudagskvöld 25. þ.m. kl. 8,30 s.d. • Bæjarins beztu skemmtikraftar • Aðgangur aðeins 50. kr. Aðgöngumiðasala og borðpantanir í dag kl. 5—7 og á morgun kl. 2—4. fSFIRÐINGAFÉLAGIÐ Engin fjárveiting á fyrra ári til vegabreytingar á Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.