Morgunblaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 2
2
— Ræða Bjarna
Benediktssonar
Framhald af bls. 1.
væri ekki annað sýnna en að
fjöldi' fólks myndi missa íbúðir
sínar vegna þess, að ekki væri
hægt að standa við skuldbinding-
ar um íbúðarhúsalán. Þeirri lýs-
ingu lauk Eysteinn með því að
segja að við blasti botnlaus verð-
bóiguhít.
Hann hefur líka vitnisburð fyrr
verandi forsætisráðherra um á-
standið, þar sem hann lýsti því
yfir í uppgjafaræðu sinni 4. des-
ember. Þá sagði Hermann Jónas-
son:
„Ný verðbólgualda — — er
skollin yfir“, og hann bætti við
„að i ríkisstjórninni er ekki sam-
staða um nein úrræði í þessum
málum sem að mínu áliti geti
stöðvað hina háskalegu verð-
bólguþróun, sem verður óviðráð
anleg, ef ekki næst samkomulag
um þær raunhæfu ráðstafanir,
sem lýst var yfir að gera þyrfti
þegar efnahagsfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar var lagt fyrir Al-
þingi á sl. vori“.
Með þessu lýsti Hermann Jónas
son því greinilega yfir, að í bjarg
ráðin síðasliðið vor vantaði „hin
ar raunhæfu ráðstafanir". Og
það sem verra var, Hermann seg
ist hafa vitað þetta frá upphafi
en aldrei lagt málið fyrir Alþingi
fyrr en hann var hlaupinn af
hólmi.
Bjarni Benediktsson sagði: Allt
ber þetta að sama brunni. Nú
keppast þessir herrar við að
kenna hver öðrum um, hvernig
ástandið er, þegar þeir gáfust
upp.
Ein höfuðorsök þess, hvernig
komið er, er fáda na léleg
frarv"- ^staða Eysteins Jónssonar
sem fji rmálaráðherra á undan-
förnum árum. Kom þetta m. a.
greinilega í ljós í ræðu Lúðviks
Jósefssonar, fyrrverandi sjávar-
útvegsmálaráðherra, sem fór
ekki dult með það að orsökin
væri léleg fjármálastjórn ríkis-
ins. Skýrastur er þó vitnisburð-
ur Eysteins sjálfs, sem að fram-
an greinir.
Eysteinn Jónsson finnur eigin
sök og reynir að kenna kaup-
hækkunum um hvernig komið
er. Hann hélt því fram, að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk
urinn hefðu æst til kauphækk-
unaröldu. Vék Bjarni Benedikts-
son nokkuð að þessum fullyrð-
ingum Framsóknarmanna. Stað-
reyndin er sú, sagði hann, að af
öllum íslendingum er enginn einn
maður, sem á meiri sök á kaup-
hækkunum en einmitt Eysteinn
Jónsson, því að hver stóð fyrst
fyrir kauphækkunum, eftir að
kaupbindingarlögin gengu í gildi
í ágúst árið 1956? Það var ein-
mitt það fyrirtæki, sem Eysteinn
Jónsson er valdamestur í, Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga,
sem hækkaði þá laun starfs-
manna sinna um 8%.
Og hver endaði kauphækkun-
arkröfurnar? Það var í septem-
ber 1958, sem einn nánasti sam-
starfsmaður Eysteins Jónssonar
í Framsóknarflokknum og deild-
arstjóri í fjármálaráðuneytinu,
lagði til á bæjarstjórnarfundi í
Reykjavík að umsvifalaust yrði
fallizt á 12% hækkun til verka-
manna, þó að allir vissu, að Dags
brúnarmenn sjálfir hefðu aldrei
ætla sér að ná svo miklu.
Það er sagt, að miklu valdi sá,
sem upphafinu veldur. En Ey-
steinn Jónsson lét ekki þar við
sitja. Hann rak líka lestina. En
hann kom einnig við sögu inn á
Dagskrá Alþingis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis kl. 1,30.
Eitt mál er á dagskrá efri deild-
ar: Fræðslukvikmyndasafn ríkis-
ins, frv. — 1. umr.
Þrjú mál eru á dagskrá neðri-
deildar. 1. Niðurfærsla verðlags
og launa, frv. Frh. 1. umr.
2. Veitingasala o.fl., frv. — 2.
umr. 3. Búnaðarmálasjóður, frv.
■— 3. umr.
milli. Tíminn mælti með fyrstu
kauphækkuninni, sem gerð var
eftir lögfestingu bjargráðanna í
vor.
Það er einkum einn starfshóp-
úr, sem Eysteinn Jónsson og
hans fylgismenn hafa ráðizt á og
staðið gegn að fengju kauphækk-
un, og það eru farmenn. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
snerust gegn þvl, að farmenn
fengju leiðréttingu sinna mála sl.
sumar, þó að sannað væri með
vottorði efnahagsmálasérfræð-
ings ríkisstjórnarinnar, að þeír
hefðu orðið harðara úti en aðrir
við bjargráð rikisstjórnarinnar.
Þar var þvi aðeins um leiðrétt-
ingu að ræða á því, sem rangt
var. Ríkisstjórnin lagðist gegn
þeirri leiðréttingu og meira en
það, hún bannaði að vottorð
efnahagsmálasérfræðingsins væri
birt. Hefði þó verið sjálfsagt fyr-
ir ríkisstjórnina ef hún vildi berj
ast gegn kauphækkunum, að blrta
það einmitt sem greinilegast,
hvers vegna leiðrétta þurfti kaup
farmanna.
Það stangast líka á við full-
yrðingar Framsóknarmanna, að
Sjálfstæðismenn eigi sök á kaup-
hækkunum, að sjálfur fyrrver-
andi sjávarútvegsmálaráðherra
Lúðvik Jósefsson játar nú, að
meginorsök kauphækkananna
voru sjálf bjargráð ríkisstjórnar-
innar sl. vor og öll fjármálastjórn
in.
Sjálfstæðismenn bentu
á leiðina
Nei, það tjóar ekki að kenna
Sjálfstæðisflokknum um hvernig
komið er. Vinstri flokkarnir hafa
haft öll völd og áhrif og verða
því sjálfir að bera ábyrgðina. Það
er ekki margt sem fyrrverandi
stjórnarflokkar voru sammála um
og er það í sjálfu sér mikilvæg
skýring á þeim ólestri í þjóðar-
búskapnum, sem þeir skilja eftir
sig. En það var eitt, sem þeir voru
sammála um, og það var að halda
Sjálfstæðisflokknum utan við öll
völd. Þegar Hermann Jónasson
flutti ræðu í kjördæmi sínu síðast
í ágúst í sumar hafði hann það
helzt að segja um afrek ríkis-
stjórnarinnar, að hún hefði gert
verulegar ráðstafanir til að víkja
Sjálfstæðismönnum til hliðar!
Það var hin undarlega hugsjón
V-stjórnarinnar að víkja sam-
borgurum sínum, he’ming þjóðar-
innar til hliðar, það var það eina,
sem ráðherrarnir voru sammála
um.
Bjarni Benediktsson drap á, að
það hefði ekki verið fyrr en ný
verðbólgualda var skollin á og
ríkisstjórnin kom sér ekki saman
um nein úrræði sem Sjálfstæðis-
menn fengu í hendur gögn um
efnahagsástandið, — gögn sem
ætíð hafði verið haldið leyndum
fyrir þeim fram að því. Hefðu
Sjálfstæðismenn lcks fengið þau
fyrir góðvild og milligöngu for-
seta íslands.
Þegar Sjálfstæðismenn höfðu
haft upplýsingarnar í nokkra
daga, sömdu þeir frumdrætti að
því, hvaða ráðstafanir þyrfti að
gera til stöðvunar verðbólgunni,
sem kemur fram í ályktun flokks-
ráðsins 18. desember sl.
Þar lagði Sjálfsta-ðisflokkurinn
til, að tafarlaust yrðu gerðar ráð-
stafanir til þess að stöðva verð-
bólguna. Hann lagði áherzlu á að
finna þau úrræði, er þrauta-
minnst væru fyrir amenning en
þó um leið líklegust til að stöðva
vöxt verðbólgunnar. Taldi flokk-
urinn það samrýmast bezt þessu
markmiði að launþegar afsöluðu
sér 6% af grunnkaupi sínu og
verð landbúnaðarvara breyttist
vegna hliðstæðrar lækkunar á
kaupi bóndans og öðrum til-
kostnaði við landbúnaðarfram-
leiðsluna. Ef svo væri farið að
mætti gera ráð fyrir óbreyttum
uppbótum til sjávarútvegs. En txl
þess að halda vísitölunni í 185
stigum yrði að auka niðurgreiðsl-
ur á vöruverði, sem næmi 10—12
stigum. Með þessu stæðu vonir
til að ekki ætti að þurfa að hækka
beina skatta og almenna tolla. En
jafnhliða þessum aðgerðum yrði
MORClinni, Afílfí
þegar í stað að gera ýmsar aðrar
ráðstafanir, svo sem um sparnað
ríkissjóðs og í bankamálum og
fjárfestingarmálum, til þess að
forðast verðbólgumyndun úr
þeim áttum.
Þetta afsannar gersamlega þá
fullyrðingu Eysteins Jónssonar,
að Sjálfstæðismenn hefðu talið
nægja að lækka grunnkaup um
6%. Sjálfstæðismenn bentu ein-
mitt á það, að margra-fleirri að-
gerða mundi þurfa við. Og nú
hefur það komið í ijós, að því
miður skildi Eysteinn Jónsson
við fjármálin lakari en svo, að
það, sem þá var ráðgert nægi, því
að hækka hefur þurft framlög til
atvinnuveganna. Er þó vafalaust
margt ókunnugt enn af því, sem
þjóðin á eftir að þola fyrir að-
gerðir fyrrverandi ríkisstjórnar.
Af hverju bauð F»ram-
sókn ekki þjóðstjórn
meðan hún réð?
Næst vék Bjarni Benediktsson
að tali Framsóknar um það að
hún hefði viljað mynda þjóð-
stjórn í desember sl.
Sannleikurinn er sá, að Fram-
sóknarmenn fóru ekki að tala um
þjóðstjórn fyrr en þeir voru úr
leik, enda hefði verið í lófa lagið
fyrir Framsóknarmenn að beita
sér fyrir þjóðstjórn á meðan Her-
mann var enn við völd,*ef þeim
var nokkur alvara með það.
Við Sjálfstæðismenn, sagði
Bjarni, nefndum það við Fram-
sóknarflokkinn, hvort til mála
kæmi að mynda þjóðstjórn um
tillögur okkar, sem voru allar til
þjóðarheilla. Þar á meðal voru
tillögur um breytingar á kjör-
dæmaskipuninni, sem er orðin
svo ranglát að ekki verður við
hana unað.
En tal Framsóknar um þjóð-
stjórn kom of seint fram, hófst
fyrst, þegar Framsókn sá fram
á að ella yrði hún utan stjórnar.
Tilgangurinn með því tali var
sá að koma breytingu á kjör-
dæmaskipuninni fyrir kattarnef
og skjóta kosningum á frest.
Því að enga eru Framsóknarmenn
hræddari við en sína eígin kjós-
endur.
Bjarni kvaðst aðeins vilja
benda á eitt atriði í sambandi við
þjóðstjórnartal Framsóknar.
— Ég á ekki að gæta samvizku
Framsóknar, sagði hann, en hafa
þeir ekki svikið nóg, þótt þeir
færu nú ekki líka að svíkja það
loforð, sem þeir gáfu fyrir síð-
ustu kosningar, að eiga ekki sam-
vinnu við Sjálfstæðisflokkinn á
þessu kjörtímabili?
Bjarni minnti á í þessu sam-
bandi, að fyrir síðustu kosningar
hefðu Framsóknarmenn og
Hræðslubandalagið allt gefið
kjósendum sínum það loforð að
mynda aldrei stjórn með komm-
únistum. Þetta loforð sviku þeir
strax eftir kosningar. Haraldur
Guðmundsson var síðar gerður
útlagi af því að hann hafði verið
sendur af báðum flokkunum til
þess að gefa þessa yfirlýsingu í
útvarpið. En Eysteinn blygðaðist
sín ekki fyrir það að ganga til
stjórnarsamstarfs við kommún-
ista, þó að hann hefði farið út um
allar sveitir og lofað kjósendum
statt og stöðugt að aldrei skyldi
koma til slíks samstarfs. Og á
kosningadaginn birti Tíminn
stóra grein um að ekki kæmi til
greina samstarf með kommúnist-
um.
Bjarni Benediktsson sagði frá
því að erlendur maður, sem hér
hefði alllengi dvalizt og fylgzt
með stjórnmálum, hefði hitt sig
snemma í desember og spurt,
hvort hann hefði tekið eftir
merkilegri breytingu í stjórnmál-
unum. Hún væri sú, að þá kallaði
Tíminn Alþýðubandalagsmenn í
fyrsta skipti kommúnista frá því
að vinstri stjórnin var mynduð
1956!
Tillögur
Alþýðuflokksins
Þegar hugmynd Sjálfstæðis-
manna um grundvöll nýrrar ríkis
stjórnar fékk ekki nægan byr þá
var farið að reyna aðrar leiðir.
Alþýðuflokknum var falið að
reyna myndun minnihlutastjórn-
ar og hann leitaði siðan til allra
stjórnmálaflokkanna, eða a. m. k.
Sjálfstæðismanna og Framsókn-
ar, um stuðning. Sjálfstæðisflokk
urinn tók þá ákvörðun að verja
minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins falli til þess að forða frá
utanþingsstjörn. Framsóknar-
flokkurinn telur það algera goð-
gá að Alþýðuflokkurinn skyldi
losa sig við húsbóndavald Fram-
sóknarflokksins. En það mun
ekki hafa verið ætlun Alþýðu-
flokksins, þrátt fyrir bandalag
við Framsóknarflokkinn, að selj-
ast þangað mansali. Emil Jónsson
hefði og fyrir skömmu minnt á,
að Framsókn fékk nokkuð fyrir
sinn snúð í því bandalagi. Annar
Alþýðuflokksmaður hefur bent
á, að hún fékk 4—5 þingmenn,
sem ekki hefðu náð kosningu
ella, en Alþýðuflokkurinn ekki
nema 1—2 þingmenn í skjóli
Hræðslubandalagsins.
, Eins og forsætisráðherra benti
á, verður þetta ekki sterk stjórn,
heldur bara bráðabirgðastjórn,
byggð á sámkomulagi um fram-
gang ákveðinna mála, þingkosn-
inga, svo fljótt sem verða má,
breytingu á kjördæmaskipuninni
og lausn á bráðasta vanda í efna-
hagsmálunum. Mun Sjálfstæðis-
flokkurinn verja þessa stjórn
falli meðan hún reynir að leysa
vandamálin.
Bjarni Benediktsson kvaðst
viðurkenna, að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar væri á ýmsan hátt
öðru vísi, en ef Sjálfstæðismenn
hefðu ráðið. Slíkt væri ekkert
óeðlilegt, því að hér væru tveir
flokkar, sem hvorugir hefðu hús-
bóndavald yfir hinum. En aðal-
atriðið er, að þetta er byrjun á
því, sem gera þarf. Margt er enn
óleyst, sem afgreiða þarf í mál-
inu. Enn hefur Alþýðuflokkurinn
t. d. alls ekki samið við Sjálf-
stæðisflokkinn um afgreiðslu fjár
laga. Það er því fjarstæða að við
höfum samþykkt að skera verk-
legar framkvæmdir niður um 40
milljónir króna.
En Bjarni tók fram, að hann
hefði talið eðlilegra að allt það
vandamál, sem hér væri við að
glíma væri afgreitt í einu,
Vísitölulækkun, niðurgreiðsl-
ur, uppbætur til útflutnings at-
vinnuveganna og fjárlögin, væru
afgreidd í einu. Þeirri aðferð
hefði að vísu fylgt hætta á því,
að bátaflotinn kæmist seinna á
veiðar og bæri að virða það og
skilja. En Bjarni Benediktsson
kvaðst vera hræddur um, að mál-
ið yrði gert flóknara og erfið-
ara til skilnings með því að
skipta því niður í marga bita.
Þá kæmi ekki eins glöggt í ljós,
að ef ekki yrði samþykkt eitt-
hvað svipað og hér er lagt til,
þá yrði ómögulegt að halda við
atvinnulífi á íslandi ón þess að
til botnlausrar verðbólgu kæmi.
Það hefði verið eðlilegra að setja,
alla á einn bekk, útvegsmenn,
verkamenn, bændur, alþingis-
menn og allan landslýð og spyrja
þá beint: Viljið þið gera ráðstaf-
anir til að firra vandræðum?
Þá yrði engrar undankomu auð-
ið, og skemmdarverkamönnum
þýddi ekkert að hafa sig í frammi
Eins og nú hefði verið haldið á
málinu mundu menn eins og
Lúðvík Jósefsson og Eysteinn
Jónsson halda uppi blekkingum
og vera stórorðir í skjóli þess,
að mesti vandinn væri leystur.
Væri meira en viðbúið, að þeir
reyndu nú með atkvæði sínu
að standa gegn nauðsynlegum
ráðstöfunum við verðbólgustöðv-
un, af því að flotinn væri kominn
út. ,
Ræðumaður kvaðst játa, að
ástandið eftir v-stjórnina, hefði
verið jiokkru lakari en Sjálfstæð-
ismenn hefðu haldið. Eftir þeim
gögnum, sem Sjálfstæðismenn
fengu, var svo að sjá, sem ekki
þyrfti að auka uppbætur til sjáv-
arútvegsins en nú hefði forsætis-
ráðherra upplýst að útvega þyrfti
77 milljónir króna til viðbótar.
Þetta væri að vísu mikil upphæð,
en þó þyrfti mann ekki að furða
á því, eins og reikningsfærsla
Föstudagur 23. jan. 1959
hefði verið í mikilli óreiðu, —
að jafnvel við samningu fjárlaga.
frumvarpsins gat skeikað 80
milljónum króna um tekjuáætl-
un. Mætti vel vera að þar feng-
ist verulegt fé á móti hinum
auknu útgjöldum.
Uppgjör þrotabúsins
eftir
,Þetta sem hér er verið að gera,
verður að skoðast sem bráða-
birgðaráðstöfun. Það er bara
fyrsta afborgun vanskilavíxils
v-stjórnarinnar. Enn er eftir upp-
gjör þrotabúsins. ,
Þá vék Bjarni Benediktsson að
lokum að spurningu Eysteins um
það, hvort ríkisstjórnin ætlaði
að taka lán sem fráfarandi ríkis-
stjórn hafði áætlað að taka í
Ameríku. Kvaðst Bjarni ekki
geta svarað því, hvað núverandi
ríkisstjórn gerði í þessu, en hitt
væri víst, að fyrrverandi ríkis-
stjórn hefði verið búin að senda
erindreka til Ameríku til að taka
þetta lán og að allir útreikningar
fyrrverandi stjórnarflokka hefðu
hvílt á því að þetta lán fengist.
Meiri lántökur, sagði Bjarnl
Benediktsson, eru ekki heillavæn
legar, — en gjaldþrotabúi verður
oft að fleyta áfram með lánum,
Ríkisstjórnin hefur þegar heim
ild til að taka þetta lán, en ef
Eysteinn Jónsson er hræddur við
það, — vill hann þá ekki flytja
frumvarp um það á Alþingi að
lánið skuli ekki tekið? Hann veit
vel, að síðasta ríkisstjórn lifði á
lánum frá Bandaríkjunum, sem
hún fékk bæði 1957 og 1958.
Hann og hans félagar tóku mikil
lán til eyðslu og svo er að sjá,
sem þeir hafi skilið svo við ríkis-
búskapinn að ekki sé hægt annað
en að halda því áfram og taka
meiri lán í eyðslu á meðan verið
er að komast úr öngþveitinu.
Þegar Sjálfstæðismenn sátu I
fyrri ríkisstjórn námu erlendar
lántökur á þremur árum 130
milljónum króna., en V-stjórnin
tók erlend lán að upphæð nokk-
uð á sjöunda hundrað millj. kr.
á 2V2 árs stjórnartíð, þ. e. nær
5 sinnum meira á mun styttri
tíma.
En þó er versti hluti sögunnar
eftir, sagði Bjarni Benediktsson,
— þeir tóku lánin gegn því að
gera ekki verk, sem þeir höfðu
skuldbundið sig gagnvart þjóð-
inni til að gera.
I marz 1956 samþykktu þessir
þrír flokkar þingsályktun um
brottrekstur varnarliðsins frá-
Keflavikurflugvelli. En í árslok
1956 var ríkisstjórn þessara sömu
flokka búin að fá eitt eða öllu
heldur tvö lán, en byggðust á því,
að hún hyrfi frá brottrekstri
hersins. Það er þetta sem er ein-
stakt við v-stjórnina. Aldrei fyrr
hefur neinn íslenzkur ráðherra
þurft að fara aðra eins göngu
og Hermann Jónasson fór til Par-
ísar í desember 1957 til að lýsa
hollustu sinni við Atlantshafs-
ráðið og vilja til að láta herinn
vera kyrran hér á landi. Það var
einu og hálfu ári eftir, að hann
hafði lýst því yfir, „að betra væh
að vanta brauð“ en að hafa varn-
arlið á fslandi. En nokkrum dög-
um eftir þá Canossa-göngu, fékk
hann lánið. Það eru þvílíkar lán-
tökur, sem eru íslandi til skamm-
ar.
Svigrúm til ákvörðunar
þjóðarinnatr
Ástandið í efnahagsmálunum
er alvarlegt og margt er ógert
til að koma þeim í rétt horf.
Þessar aðgerðir, sem hér birtast,
eru sambærilegar við það að mað
ur í fallandi skriðu reyni að ná
fótfestu.
Við Sjálfstæðismenn viljum
styðja núverandi ríkisstjórn í
þessum aðgerðum, svo svigrúm
fáist til þess að þjóðin geti látið
í Ijós vilja sinn. Við höfu.m gert
þjóðinni grein fyrir tillögum -
okkar, hvernig losna megi út úr
öngþveitinu og óskum þess um
fram allt að hún kveði upp sinn
dóm, sagði Bjarni Benediktsson
að lokum.