Morgunblaðið - 20.03.1959, Side 4
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. marz 1959
agbók
1 dag er 79. dagur ársins.
Föstudagur 20. marz.
Árdegisfiæði kl. 1:49.
Síðdegisflæði kl. 14:27.
Heilsuverndarstöðin er opin all
an sólarhringinn. Læknavörður
L.R. (fyrir vitjanir) er á sama
stað frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Næturvarzia vikuna 15. til 21.
marz er í Vesturbæjar-apóteki. —
Sími 22290.
Holts-apótek og Garðs-apótek
eru opin á sunnudögum kl.
eftir hádegi.
Hafnarf jarðarapótek er opið
alla virka daga kl. 9—21. Laugar
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
dag kl. 13—16 og kl ‘9—21.
Næturlæknir í Hafnarfirði er
Kristján Jóhannesson, sími 50056.
Kefiavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
■ Vegna breytingar á útkomu-
tíma biaðsins um helgar, þurfa
tilkynningar, sem birtast eiga í
Dagbók á sunnudögum, framveg
is að berast blaðinu í síðasta lagi
fyrir hádegi á laugardögum.
RMR — Föstud. 20. 3. 20. —
VS — Fr. — Atkv. — Hvb.
I.O.O.F. 1 = 1403208% = 9 0
St.: St.: 59593216 — VIII —
St.: H: — H. St. V.
« AFMÆLI ■:■
80 ára e.r í dag Jónína Guðrún
Jónsdóttir frá Smiðjuvík i Grunna
víkurhr. Nú til heimilis að Elli-
heimilinu Grund.
50 ára er í dag (föstudag) frú
Svava Mathiesen, Austurgötu 30,
Hafnarfirði.
H Brúökaup
Síðastliðinn sunnudag 15. marz,
voru gefin saman í hjónaband í
Fríkirkjunni í Reykjavík ungfrú
Anna Birna Long, Álfhólsvegi 40,
líópavogi og Charles Waldo,
Forest Lake, Minnesota. Séra Þor-
steinn Björnsson framkvæmdi at-
höfnina. — Heimili ungu hjón-
anna e.r að Kirkjuteigi 11, Kefla-
vík. —■
Hjónaefni
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Þuríður Ida Jónsdótt-
ir, Sogavegi 28 og Benedikt Eiríks
son, vélskólanemi, Smáragötu 10.
Skipin
Eimskipafélag íslands h.f.: —
Dettifoss kom til Reykjavíkur í
gær. Fjallfoss fer frá Hamborg á
morgun. Goðafoss fór frá Reykja-
vík í fyrrinótt. Gullfoss er í Kaup
mannahöfn. Lagarfoss fór fi-á
Hamborg í fyrradag. Reykjafoss
fer frá Reykjavík á morgun. Sel-
foss fór frá Reykjavík í fyrradag.
Tröllafoss fer frá Reykjavík á
morgun. Tungufoss fór frá New
York í fyrradag.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla
er á Vestfjörðum. Esja er í Rvík.
Herðubreið fer frá Reykjavík í
kvöld. Skjaldbreið er í Reykjavík.
Þyrill er væntanlegur til Rvíkur á
morgun. Helgi Helgason fer frá
Reykjavík í dag.
Skipadeild S.l.S.: — Hvassafell
er í Þorlákshöfn. Arnarfell er á
Akureyri. Jökulfell fer væntanlega
frá New York í dag. Dísarfell er
væntanlegt til Kaupmannahafnár
á morgun. Litlafell er á leið til
Reykjavíkur. Helgafell losar á
Eyjafjarðarhöfnum. Hamrafell
fór frá Reykjavík 12. þ.m.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla hefur væntanlega farið frá
Tarragona í gær, til Ibiza. Askja
er í Osló.
^Flugvélar
Flugfélag íslands h.f.: — Hrím-
faxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08,30 í dag. Vænt
anlegur aftur til Reykjavíkur kl.
22:35 í kvöld. — Flugvélin fer til
Oslóar, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 08:30 í fyrramálið.
Innanlandsflug: 1 dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar, Fagur-
hólsmýrar, Hólmavíkur, Horna-
fjarðar, Isafjar.ðar, Kirkjubæjar-
klausturs, Vestmannaeyja og Þórs
hafnar. — Á morgun er áætlað að
fijúga til Akureyrar, Blönduóss,
Egilsstaða, Isafjarðar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja.
153! Félagsstörf
Frá Guðspekifélaginu: — Dög-
un heldur fund í kvöld kl. 8:30 í
Guðspekifélagshúsinu, Ingólfs-
sti-æti 22. — Þorsteinn Halldórs-
son flytur kafla úr ritum P. Brun
tons. — Sigvaldi Hjálmarsson flyt
ur erindi: „Kristur og Búddha. —
Kaffiveitingar í fundarlok. Utan-
félagsfólk velkomið.
Æskulýðsfélag Laugarnessókn-
ar: — Fundur í kirkjukjallaran-
um í kvöld (föstudag), kl. 8:30.
Fjölbreytt fundarefni. Séra Garð-
ar Svavarsson.
|Aheit&samskot
Konan, sem brann hjá í Her-
skálacamp, afh. Mbl.: — Þ S kr.
Hafnarbíó sýnir um þessar mundir efnismikla þýzka mynd,
„Sögu kvennlæknisins". I myndinni sést gerður keisaraskurður
á konu, sem getur ekki fætt.
100,00; H C 200,00; N N 200,00;
V K 100,00; G Þ 50,00; Breiðfirð-
ingur 100,00; S T J S 200,00; H
100,00; Hildur 100,00; kona 30,00;
L J 100,00.
Sólheimadrengurinn, afh. M'bl.:
J J kr. 50,00; S J 50,00.
Lamaða slúlkan, afh. M'bl.: —
Ómerkt í bréfi kr. 50,00.
Ymislegt
Orð lífsims: — Og þeir sam-
sinntu honwm og kölluðu á postul-
ana og húðstrýktu þá, og fyrir-
buðu þeim að tala í Jesú nafni, og
létu þá lausa. Þeir fóru nú burt
úr augsýn ráðsins, glaðir yfir jroi
að þeir hófðu verið virtir þoss að
líða háðung vegna nafnsins. —
(Post. 5). —
Mæðrafélagið heldur árshátíð
sína í Tjarnarkaffi (uppi), sunnu
daginn 22. narz. — Áríðandi, að
vel sé mætt.
&
MiÉ hoíiA/íb
Miföefi
J/1
Niður við höfn leigði ég mér stærsta
skipið, sem ég gat komið auga á. Lét flytja
fjármunina um borð, létta akkerum og
sigla til hafs, eins hratt og við gátum
komizt. Vildi ég fyrir alla muni koma dýr-
gripunum, sem mér höfðu áskotnazt, sem
fyrst undan.
Það fór eins og ég hafði búizt við. Fé-
hirðirinn þaut á fund soldáns og sagði
honum, hvað hefði gerzt. Hans hátign varð
ofsareiður og sá mjög eftir því að hafa
veðjað við mig.
nu^ubkxiffUuv
— Það er bezt að spyrja skip-
stjórann, hvað farið kostar?
Það gerðist á málverkasýningu
í París. Ung, glæsileg stúlka hafði
lengi horft á málverk af mjög
Hann gaf yfirflotaforingjanum þegar
■kipun um að láta öll skip tyrkneska flot-
ans elta okkur.
Þó að ég hefði nokkurra sjómílna for-
skot, leið ekki á löngu, þar til skip soldáns
voru komin ískyggilega nærri. Mér var
fullljóst, að hofuð mitt var í hættu í annað
sinn.
Ég kallaði strax á þjóna mína, benti
þeim á tyrkneska flotann og sagði: „Hvað
eigum við nú að taka til bragðs?“
f ERDIIM AND
Éa rétti bara turninn
cML
ro
Íijljlií!?
- mi
ri /
fallegri og glæsilegri konu. Unga
stúlkan sneri sér að vinkonu
sinni og sagði:
— Ég myndi vilja gefa mikið
fyrir að hitta listamanninn, sem
hefir málað þessa mynd.
Svo vildi til, að listamaðurinn
var einmitt staddur í salnum,
stóð skammt frá stúlkunum tveim
ur og heyrði, hvað þeim fór á
milli. Hann hélt, að ef til vill
væri möguleiki á að selja mynd-
ina og gaf sig þegar fram:
— Leyfist mér að kynna mig.
Ég er sá, sem málaði myndina.
— Það var dásamlegt að hitta
yður, sagði unga stúlkan hrifin,
Þér mynduð kannski vera svo
góður að láta mig hafa heimilis-
fang klæðskerans, sem saumar
fötin á fyrirsætuna yðar.
•
Eins og kunnugt er hefir frönsk
um þingmönnum verið bannað
að tala öðruvísi en blaðalaust
í þinginu. Fyrir nokkru átti Paul
Reynaud tal við einn af hinum
þeldökku þingfulltrúum frá
frönsku nýlendunum og spjöll-
uðu þeir um þessi nýju fyrir-
mæli:
— Haldið þér ekki, að yður
muni reynast erfitt að tala blaða
laust? spurði Reynaud.
— Sei, sei, nei, svaraði hinn.
Þetta hefir alltaf tíðkast heima
hjá mér.
— Eru menn svona mælskir 1
landinu yðar?
— Nei — en aðeins mjög fáir
af þeim eru læsir.
Söngvarinn Mario Lanza hafði
boðið vinum sínum til veizlu 1
villu sinni í Róm. Spilaði Mario
fyrir þá margar hljómplötur, t.d.
með Louis Armstrong, Perry
Como, Bing Crosby og Frank
Sinatra.
— Það verð ég að segja, Mario,
að þú ert maður hæverskur. Þú
hefir ekki spilað eina plötu, sem
þú hefir sjálfur sungið inn á,
sagði einn af gestunum.
Þá skellihló Mario og sagði:
— Já,, en það er einmitt það,
sem ég hefi verið að gera. Ég
hefi sungið inn á allar þessar plöt
ur og hermt eftir listamönnun-
um.