Morgunblaðið - 20.03.1959, Side 10

Morgunblaðið - 20.03.1959, Side 10
1 c MORCTINJiLAÐlD Föstudagur 20. marz 1959 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mónuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEIMI AUKIN SAMVINNA HÉRAÐANNA FYRIR nokkrum árum hófst hreyfing í þá átt, að ein- stakir landsfjórðungar mynduðu með sér samtök í þeim tilgangi að greiða fyrir framgangi ýmissa hagsmunamála héraða sinna. Þannig mynduðu Vestfirð- ingar með sér fjórðungssamband, sem náði yfir allar sýslurnar á Vestfjörðum, Norðlendingar og Austfirðingar munu einnig hafa myndað slík fjórðungssambönd. Aðallega munu það hafa verið sýslufélögin og einstakar sýslu- nefndir, sem beittu sér fyrir þess. arri auknu samvinnu innan lands fjórðunganna. Hér var vissulega um að ræða spor í rétta átt. Fólkið úti í strjál- býlinu fann, að það stóð sterkara að vígi í baráttunni fyrir sam- eiginlegum hagsmunum sínum, ef það myi.daði stærri heildir en hinir einstöku kaupstaðir og sýslufélög eru. Þess vegna mynd- uðu margar sýslur og kaupstaðir hin svokölluðu fjórðungssam- bönd. Hafa a. m. k. sum þessara sambanda orðið að töluverðu liði, enda þótt þau hafi starfað stutt- an tíma og hafi ef til vill ekki ennþá komizt á nægilegan traust- an grundvöll. Engum viti bornum manni hefur komið til hugar að með myndun þessara fjórðungssam banda væri verið að rýra sjálf- stæði hinna einstöku sýslu- eða bæjarfélaga, eða draga úr áhrifum fóiksins í strjálbýlinu á meðferð þess eigin mála. Þvert ú móti hafa menn gert sér ljóst, að hér var um að ræða tilraun til þess að styrkja aðstöðu almennings úti um land í baráttunni fyrir hags- munamálum hans. Stóru kjördæmin stefna í sömu átt Nú er unnið að undirbúningi nýrrar kjördæmaskipunar, sem byggir fyrst og fremst á því að kjördæmin verði stærri heildir en þau hafa verið hingað til. í einstökum landshlutum munu þessi nýju kjördæmi hafa nákvæmlega sömu takmörk og fjórðungssamböndin, sem sýslu- og bæjarfélögin hafa undanfarið verið að stofna með góðri sam- vinnu og þátttöku fólks úr öllum stjórnmálaflokkum. Auðsætt er, að eftir að stóru kjördæmin eru komin á laggirnar, hlýtur sam- vinna héraðanna um mál íbúa sinna að verða miklu meiri og nánari. Ungur maður úr Mýrasýslu, Kristófer Þorgeirsson á Varma- landi, minnist á þetta atriði í skynsamlegri og vel rökstuddri grein, er hann ritaði hér í blaðið í gær. Kemst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „Við Mýramenn höfum góða reynslu af samvinnu við önnur héruð um opinber mál. Eins og kunnugt er eru Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla saman í lög- eagnarumdæmi. Hefur jafnan verið hin bezta samvinna milli þessara héraða á þessu sviði. Hef ég engan mann heyrt halda því fram. að nauðsyn bæri til að skilja þessar sýslur úr því sam- bandi, sem þær hafa um langan aldur haft með sér. Nú stendur væntanlega fyrir dyrum að taka upp samvinnu við Borgarfj arðarsýslu, Snæfellssýslu og Dalasýslu um kjör til Alþingis. Hyggjum við Mýramenn gott til j þeirrar samvinnu.“ Samvinnumenn“ Nýjungar í smíði togara munu einnig verða til umræðu á ráðstefnunni. Er hœgt að segja fyrír um sjóhœfni skips eftir teikningunni einni saman? gegn samvinnu Kristófer á Varmalandi heldur síðan áfram: „En hvað gerist? Framsóknar. menn ærast alveg yfir slíkri sam- vinnu sýslnanna um kjör til Al- þingis. Það eru flokksbroddarnir, sem eru hræddir við forréttindin. En allt venjulegt fólk er í raun- inni samþykkt væntanlegum breytingum, þar á meðal Fram- sóknarfólk, sem hefur einhverja sanngirni til að bera. Það er al- veg ljóst mál, að með stækkun kjördæmanna eru sköpuð skilyrði til margháttaðrar samvinnu þing. manna ólíkra flokka og hérað- anna sjálfra um sameiginleg hags munamál viðkomandi héraða. Gæti slík samvinna komið í veg fyrir hreppapólitík og sýndar- mennsku.“ Undir þessi ummæli Mýra- mannsins mun áreiðanlega allt öfgalaust fólk í sveitum landsins geta tekið. óhætt er að fullyrða, að samvinna héraðanna verði miklu nánara og raunhæfari eftir að 4—5 sýslur hafa sameinazt um kjör á þingmönnum sínum. Þeir verða að líta á heildarhagsmuni héraðanna og berjast sameigin- lega fyrir þeim. Héröðin verða ekki afskipt Allar líkur benda til þess, að þessir mörgu þingmenn verði úr flestum, ef ekki öllum, stjórn- málaflokkum landsins. Fólkið í héraðinu hefur þannig tryggingu fyrir því, að einhverjir af þessum þingmönnum þess séu í stjórnar- aðstöðu og hafi þannig góða að- stöðu til þess á hverjum tíma að kcma málum þess fram. Þannig verður miklu minni hætta á því, eftir að hin nýja kjördæmaskipun hefur verið upp tekin, að einstök héröð verði afskipt og almannavald. inu sé misbeitt gegn þeim, eins og því miður hefur stundum j tíðkazt á undanförnum árum. Því fer þess vegna víðs fjarri að stækkun kjördæmanna feli' í sér hættu á minnkandi fraro- kvæmdum í strjálbýlinu eða versnandi aðstöðu til áhrifa á stjórn landsins. Þvert á móti mun hin aukna samvinna héraðanna innan stóru kjördæmanna leiða j til bættrar aðstöðu fólksins þar til þess að koma hagsmunamálum sínum fram. Allt skynsamt og hugsandi, fólk í sveitum landsins og í j strjálbýlinu yfirleitt, hvort! heldur er við sjó eða í sveit, hlýtur þess vegna að fylkja sér um hina nýju kjördæma- skipun, sem er merkilegt spor í þá átt að treysta grundvöll íslenzks þingræðis og lýðræðis, um leið og hún treystir sam- vinnu héraðanna og fólksins í sirjálbýlinu yfirleitt. FAO gengst fyrir alþjóöaráðstefnu sér- frœðinga í fiskibátagerð í nœsta mánuði MENN hafa lengi verið sammála um, hve æskilegt það væri, ef hægt væri að smíða fiskibát, sem sameinaði alla kosti slíkra far- kosta, en væri laus við gallana. Það eru einkum eftirfarandi kost- ir, sem talið er, að góður fiski- bátur þurfi að hafa: að hann sé traust og öruggt skip, sem fer vel í sjó, ekki óhóflega dýr í rekstri að vinnupláss sé þægilegt og hentugt. Nú hefur Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna — FAO — ákveðið að efna til alþjóðaráðstefnu bátasmiða og annarra sérfræðinga í fiskibáta- útgerð. Ráðctefnan verður haldin í Rómaboorg dagana 5.—10. apríl. Sænskur bátasmiður, Jan-Olaf Traung, sem er starísmaður FAO, verður framkvæmdastjóri ráð- stefnunnar. f viðtali við blaða- menn hefir Traung látið hafa þetta eftir sér um ráðstefnuna, tilgang hennar og væntanlegan árangur: Þýðingarmikið spor. „Við væntum þess, að fiski- bátaráðstefnan muni marka þýð- ingarmikið spor í viðleitni FAO til að alþjóðlég samvinna takist um fiskibátasmíði. Við væntum þess og, að árangurinn af því, að margir kunnustu fiskibátasér- fræðingar heims bera saman bækur sínar og skiptast á upp- lýsingum og reynslu verði sá, að í framtíðinni verði byggðir ör- uggari, betri og í alla staði hent- ugri fiskibátar en hingað til. Það væri óneitanlega mikils virði ef hægt væri að sameina í einum báti allt, sem reynslan hefur sýnt að er heppilegast og hagkvæmast. Það er rétt, að málið er flókið, og virðist þar stundum allmót- sagnakennt. T. d. má nefna, að bátur, sem tekur langar og hæg- ar veltur í sjógangi er þægilegri til vinnu, en hinn, sem „hoppar og skoppur“ í kröppum veltum í öldugangi. En sá báturinn, sem tekur langar dýfur er ekki talinn eins öruggur og hinn, og honum er hættara að hvolfa. Ef skipa- smiðir þekktu aðferð til að ákveða sjóhæfni skips, þegar er það er teiknað, væri mikið unnið. Því miður er engin viðurkennd aðferð til, sem nota má með fullu öryggi. Þó sé ég á þeim erindum, er mér hafa borizt í hendur og lögð hafa verið fyrir ráðstefn- una, að von er til þess, að reynsla bátasmiða víðs vegar um heim leiði til þess, að finna megi að- ferð til þess að segja fyrir með fullri vissu um sjóhæfni skipa áður en þau eru sett á sjó“. Mikilvæg reynsla Japana. „Við höfum í höndunum", held ur Traung áfram frásögn sinni, „upplýsingar frá japönskum báta. smiðum, þar sem skýrt er frá mikilvægri reynslu. Upplýsingar, sem munu vekja athygli sérfræð- ingá. Sannleikurinn er sá, að Japanar hafa lagt fram „bækur“ sínar í bátsmíði og leyft birtingu á upplýsingum, sem flestar aðr- ar þjóðir myndu halda leyndum, ef þær réðu yfir slíkri reynslu og kunnáttu. Skýrslur Japana eru mjög ýtar legar. Þar eru t. d. ýtralegar frá- sagnir og skýrslur um þungahlut föll í byrðing þeirra japanskra, er bezt hafa gefizt, sagt er frá ganghraða þessara báta, - vinnu- skilyrðum um borð, sjóhæfni s. s. frv“. Þýzk hugmynd. „Þýzkur skipstjóri, W. Moeck- el að nafni, fullyrðir í erindi, sem hann leggur fyrir ráðstefn- una, að hann treysti sér til að segja fyrir, eða reikna út á mjög einfaldan hátt eftir teikningu skips hvernig sjóhæfni þess verði. Hann leggur til, að aðferð hans verði sannnprófuð á sjó“. Hleðsla og þungamiðja. Traung telur að búast megi við, að skoðanir manna verði mjög skiptar á ráðstefnunni um það, hvernig hlaða beri skip, og hvar þungamiðja bátsins skuli liggja. Sumir bátasmiðir halda því fram, að þungamiðjan eigi að vera miðskips, en aðrir að bezt sé að jafna þunganum niður sem jafnast á byrðinginn. Þá eru menn ekki sammála um lestar- fyrirkomulagið í fiskiskipum og og hvernig þau skuli hlaðin. Var rétta aðferðin fundin fyrir 20 árum? „Það er annars einkennilegt", heldur Traung áfram, „að sér- fræðingar í Bandaríkjunum, í Bretlandi, Japan og í mörgum öðrum löndum, heims skuli vera að glíma við vandamálið um, hvernig finna megi aðferð til þess að segja fyrir um sjóhæfni skipa, þegar á teiknistiginu, ef það er rétt, að örugg aðfgerð til þess hafi verið fundin upp fyrir 20 árum. Finnskur prófessor, A. Ra- hala, heldur því fram, að hann hafi árið 1939 fundið aðferð, sem með fullkomnu öryggi segi til um hvergnig skip fer í sjó, um leið og teikningin liggur fyrir“. En einnig þessi aðferð mun nú verða sett undir smásjá sérfræð- inganna á ráðstefnunni. Úreltar öryggiskröfur. Bandarískur bátasmiður, Dwight S. Simpson, er þeirrar skoðunar, að ákvæði um skipa- eftirlit og reglugerðir í mörgum löndum um þykkt styrktarbita í tréskipum séu úrelt og óþörf. Ákvæði um þetta séu víðast hvar ævagömul og frá þeim tímum, er menn þekktu ekki vísindalegar aðferðir til þess að ákveða styrk leika og þensluþol bitanna. Simp- son telur, að lækka mætti bygg- ingarkostnað tréskipa um allt að 10%, ef þessi úreltu ákvæði yrðu afnumin. Traung telur, að líklegt sé, að skoðanir Simpsons, veki deilur á ráðstefnunni, því að langt sé frá að allir bótasmiðir séu honúm sammála. Utanborðsmótorar og brimbótar. Meðal annarra dagskrárliða á fiskibátaráðstefnunni í Róm, eru utanborðsmótorar og brimbátar. Hingað til hafa utanborðs- mótorar aðallega verið notaðir í skemmtisiglingarbáta, en upp á síðkastið er einnig farið að nota utanborðsmótora í fiskibáta í allmiklum mæli. Utanborðsmótor ar hafa einkum rutt sér til rúms í hinum svonefndu vanyrktu lönd Framh. á bls. 19. / .. / '/ / sS' S' / // ? ™ Er hægt að sameina alla kosti fiskibáta í einum báti — og losna við alla gallana?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.