Morgunblaðið - 20.03.1959, Síða 11
FSstudagUr 20. marz 1959
MORCTINnT.AÐlÐ
n\
Eign skapar ábyrgð og eðlilega
. hlutdeild ■ samfélaginu
Séreignaréttur á þvi ekki a ðeins að vera
tryggilega verndaður heldur og sem
almennastur
Ræða Birgis Kjaran hagfræðings
á landsfundi Sjálfsfæðismanna
EF LITIÐ ER yfir þróun efna-
hags- og fjármála þjóðarinnar á
liðnum áratugum, verða fyrir
okkur staðreyndir, sem með end-
urtekningu sinni nálgast það,
sem sumir vilja nefna sögulegt
lögmál, en kjarni þess er, að
það hefur jafnan verið hlutverk
Sjálfstæðisflokksins, að bjarga
þjóðarbúskapnum og byggja
upp að nýju, þegar efnahagsmál
þjóðarinnar hafa verið komin í
öngþveiti. Trúr skyldum sínum
við þjóðina vill Sjálfstæðisflokk-
urinn einnig að þessu sinni bjóða
fram leiðsögu sína við lausn
þeirra miklu efnahagsvandamála,
sem nú steðja að þjóðinni, en þau
eru afleiðing algerlega ráðvilltr-
ar forystu í efnahagsmálum henn
ar á síðustu árum. Leið Sjálfstæð-
isflokksins er vegurinn til al-
mennrar velmegunar. Sú stefna
byggist á ábyrgðartilfinningu
gagnvart þeim efnahagsverðmæt-
um líðandi stundar sem við höf-
um hlotið í arf, raunhæfu mati á
viðfangsefnum líðandi stundar
og vilja til þess að skila þrótt-
miklum þjóðarbúskap í hendur
komandi kynslóða. Stefna þessi
byggist á heilbrigðri bjartsýni,
en þó draumóralausu staðreynda-
mati. Hún er fyrst og fremst
pólitík hins mögulega, en
markmið hennar er, að velmegun
manna verði almenn og byggð
á varanlegri grundvelli en ver-
ið hefur.
íslsnzka þjóðin stendur á vega
mótum í búskaparstarfsemi sinni.
Meginviðfangsefnin eru tví-
þætt, miðast við bráð og lengd.
Stefnt í fang sosialismans
Þau vegamót, sem við stönd-
um á, markast af því, að öllu
lengur getur þjóðin ekki skotið
sér undan að taka ákvörðun um
það, hvort hún ætlar að stíga
næsta sporið inn í fordyri sósíal-
ismans, taka upp beinan áætlun-
arbúskap og vaxandi þjóðnýt-
ingu, eða að brjóta sér nýja braut
til frjálsari búskaparhátta en
verið hafa. Án þess að almenn-
ingi hafi verið ljóst, hefur efna-
hagsmálum þjóðarinnar á und-
anförnum árum sumpart óafvit-
andi, en af öðrum markvisst og
vitandi vits, verið stefnt í fang
sósíalismans. Lenin benti á, að
auðveldasta leiðin til þess að
kollvarpa þjóðskipulagi væri að
eyðileggja peningakerfi þess. Að
þessu hefur verið stefnt á fs-
landi.
Til viðbótar því kemur, að
auk ótölulegs aragrúa hafta og
beinna og óbeinna ríkisafskipta
af atvinnurekstri hafa um 35%
af útflutningsverðmætum þjóðar-
innar verið bundin hinni sósíal-
istísku valdablokk. Þá hafa hið
íslenzka ríki og opinberir aðiljar
í æ ríkari mæli dregið til sín
vaxandi skerf af tekjum borgar-
anna til beinnar opinberrar ráð-
stöfunar, svo að nú fara t.d. um
15% af framleiðslutekjum þjóð-
arinnar til reksturs ríkis og bæj-
arfélaga, fyrir utan þann mjög
vaxandi hluta, sem sömu aðilar
helga sér til fjárfestingar. Ann-
að hvort er nú að staldra við á
þessum krossgötum og hyggja að
nýjum viðhorfum, tileinka sér
ný vinnubrögð og leggja inn á
nýjar brautir, eða renna skeið
sósíalismans til enda og hlíta þar
ráðum kommúnista um að koma
fyrst upp meinleysislegu áætlun-
arráði, sem áður en varir verð-
ur svo breytt í beina ráðstjórn
með algeru afnámi, ekki aðeins
frjálsrar búskaparstarfsemi held
ur og allra annarra mannrétt-
inda, eins og tíðkast austan hins
járnslegna tjalds.
Snúum inn á veginn
til almennrar velmegunar
Hin leiðin er leið frelsisins,
vegurinn til almennrar velmeg-
unar. Sú leið er trúlega torsóttari
og áfangarnir kunna að verða
fleiri en einn. Frjálsu athafna-
lífi verður ekki komið á nema
forsendur séu skapaðar fyrir því.
Fyrst þarf að koma á jafn-
vægi í búskaparstarfseminni, sem
er undirstaða þess, að velmeg-
un geti dafnað og orðið almenn,
en síðar þarf svo, eftir að grunn
ur núverandi atvinnuvega hefur
verið treystur, að byggja upp
nýja atvinnuvegi, stóriðju til út-
flutnings, svo að afkoman verði
tryggari og árvissari og velmeg-
unin varanlegri.
Sú stefnuskrá, sem nú verð-
ur lögð fram á þessum landsfundi
Sjálfstæðisflokksins, miðar að
lausn hvoru tveggja.
Eg mun hér ekki skýra þessa
stefnuskrá lið fyrir lið því að
hún er þannig samin að í flest-
um tilfellum eiga stefnuskrárat-
riðin að geta skýrt sig sjálf, held-
ur mun ég ræða hana almennt,
þau viðfangsefni sem hún á að
leysa, orsakir þeirra og þaú
höfuðmarkmið, sem eru kjarni
málsins, en þau eru: Verndun
íslenzku krónunnar og iðnvæð-
ing landsins.
Verndun krónunnar
Verndun íslenzku krónunnar,
trygging verðmætis hennar og
aukið traust borgaranna á kaup-
mætti hins innlenda gjaldmiðils,
er fyrsta og mest aðkallandi
verkefnið. Ekki vegna pening-
anna sjálfra, heldur vegna þess
að stöðugt verðgildi peninganna
eykur sparnaðinn, fjármagns-
myndunina, framleiðsluna, tekj-
urnar og velmegunina. Pening-
arnir eru mat og mælikvarði allra
efnahagslegra verðmæta, og án
sæmilegs stöðugleika á verðgildi
þeirra fara öll viðskipti, fjármál
og atvinnurekstur úr skorðum.
Traust verðgildi peninganna er
því í senn undirstaða og mæli-
kvarði þess, hvort búskaparstarf-
semin er í jafnvægi eða ekki.
Tvo síðustu áratugina hefur
verðbólguþróunin verið eitt
helzta viðfangsefni íslenzks at-
vinnulífs. Peningatekjur manna
hafa verið ört vaxandi, en fram-
leiðslan ekki vaxið að sama skapi.
Afleiðingar þessa hafa verið sí-
felldir erfiðleikar í rekstri út-
flutningsatvinnuveganna og þeim
verið gert ókleift að afla eigin
fjár til endurnýjunar og aukn-
ingar. En jafnframt því sem
verðbólgan gerir erfitt um gjald-
eyrisöflun, dregur úr afköstum
framleiðslunnar, og beinir henni
inn á óhagkvæmar brautir, ýtir
hún undir eftirspurn eftir erlend-
um gjaldeyri til vörukaupa og
annarrar notkunar. Skortur á er-
lendum gjaldeyri fylglr því jafn-
an í kjölfar verðbólgunnar. Gjald
eyrishöft eru bein afleiðing verð
bólgu, og gjaldeyrisskortur og
gjaldeyrisskömmtun leiða fyrr
eða síðar til vöruskorts, sem get-
ur orðið svo víðtækur, að til
beinnar vöruskömmtunar verði
að grípa. Verðbólgan dregur og
úr sparnaði og myndun sparifjár
í peningastofnunum, en hvetur
til flótta fjármagnsins úr fram-
leiðslunni í fasteignir.
Þessi þróun er svo almennt
kunn, að óþarfi er að rekja hana
hér. Hins vegar var fáum ljóst,
á hve geigvænlegt stig verðbólgu
þróunin var komin hér á landi,
þegar hagfræðingar og sérfræð-
ingar fyrrverandi ríkisstjórnar
loks leystu frá skjóðunni, en þá
var ríkisstjórnin orðin algerlega
ráðþrota og treystist ekki leng-
ur til að dylja alþjóð, hvernig
komið væri. öllum rannsóknum,
gögnum og skjölum varðandi
efnahagsástand þjóðarinnar hafði
verið haldið vendilega leyndum
fyrir þingi og þjóð, og aðgang
að þessum gögnum fékk stjórn-
arandstaðan, þingmenn Sjálf-
stæðismanna, ekki fyrr en í þann
mund, er vinstri stjórnin var að
geispa golunni og þurfti þó at-
beina forseta landsins til þess
að fá þau afhent.
Bjarga þurfti frá vísum voða
Samkvæmt upplýsingum sér-
fræðinga ríkisstjórnarinnar var
þá svo komið í lok árs 1958, að
horfur voru á, að verðbólgan,
sem á undanförnum árum hafði
aukizt um það bil 10% á ári,
myndi, á því ári sem í hönd fór,
a. m. k. tvöfalda hraða sinn og
þó e. t. v. geta vaxið um 30%
eða meira á árinu 1959, ef ekkert
yrði að gert. Við þessar ískyggi-
legu aðstæður miðast þær aðgerð
ir, sem Alþingi hefur að undan-
förnu samþykkt fyrir forgöngu
núverandi ríkisstjórnar með at-
beina Sjálfstæðismanna, enda
þótt þeir hefðu hagað þeim að-
gerðum í nokkrum verulegum
atriðum með öðrum hætti, hefðu
þeir ráðið einir þar um. —
Með þessum ráðstöfunum er
reynt að spyrna við fæti, en frek
ari aðgerða er nauðsyn, ef úr á
að rætast til fulls og alger bati
að nást, og um nauðsynlegar ráð-
stafanir í þeim efnum fjallar ein-
mitt sú stefnuskrá, sem hér hef-
ur verið lögð fram. Það þarf að
taka fyrir rót meinsemdarinnar.
Tildrög hennar eru margþætt, en
þó má segja, að mestu valdi um
röng fjárfestingar- og peninga-
málapólitík, auk stöðugs kapp-
hlaups kaupgjalds og verðlags.
Útálnaaukning bankanna hefur
á síðari árum verið verulega um
fram það, sem eðlilegt getur tal-
izt. Grundvöllur heilbrigðrar
útlánaaukningar bankanna, er
eðlilegur vöxtur spari- og
veltuinnlána og seðlaveltu í þjóð
félagi án verðbólgu, en þó með
alla menn í fullu starfi. Þessi
útlánaaukning hefur verið til
ýmissrar þarfar og óþarfar starf-
semi. Mikið af henni hefur farið
í aukningu á opinberri fjárfest-
ingu, enda nemur opinber fjár-
festing árið 1957 4,33% af allri
þ j óðarf ramleiðslunni
VerSbóIgan
afleiðing rangrar útlánastefnu
Stór hluti hefur og farið til
endurkaupa á afurðavíxlum land
búnaðarins, en andvirði þeirra
hefur svo ,§. f. S. í ríkum
mæli notað til risavaxinnar fjár-
festingar. Auðvitað hefur og
gríðarmikill hluti þessara auknu
útlána farið til sjávarútvegsins,
sem búið hefur verið að með
þeim hætti, að hann hefur enga
möguleika til fjármyndunar
til viðhalds eða endurnýjunar at-
vinnutækja, og er því algerlega
háður bönkum og opinberri að-
stoð í þeim efnum. Útlán bank-
anna hafa og verið einfaldlega
of mikil vegna þess, að hraði
sparifjármyndunar hefur verið
minnkandi sökum ótta við verð-
hrun og vantrú á verðgildi krón-
unnar og raunar hægari aukn-
ingar á þjóðartekjunum.
Um fjárfestingarstefnuna má
svo segja það, að hún hefur
hvorki verið í samræmi við raun-
verulega getu þjóðarinnar né alls
kostar hagkvæm. Hin of mikla
fjárfesting hefur bæði þrýst á
greiðslujöfnuðinn og skapað tog-
streitu um vinnuaflið, auk þess,
sem hún hefur beint skert kjör
launþeganna, þannig, að neyzl-
an (einstaklinga og þess opin-
bera) hefur á liðnum 10 árum
lækkað um 10% miðað við þjóð-
arframleiðsluna. Árið 1948 var
Birgir Kjaran
hlutur neyzlunnar 63,3% þjóðar-
framleiðslunnar, en 1957 ekki
nema 53,3%. Orsakir þessarar
röngu útlána- og fjárfestingar-
stefnu hafa því m.a. verið stöð-
ugur greiðsluhalli við útlönd,
skortur á vinnuafli til fram-
leiðslunnar og rýrnun lífskjara
launþeganna miðað við það, sem
ella hefði verið.
Útlán miðuð við ráðstöfunarfé
Til þess að stöðva verðbólgu-
þróunina og tryggja þannig und-
irstöðu atvinnuveganna og verð
gildi peninganna, verður því að
taka upp þá nýju leið, sem boð-
uð er í stefnuskrá flokksins og
felur í sér, að útlánastarfsemi
bankanna sé sniðinn stakkur eftir
því ráðstöfunarfé, sem þeim
fellur í skaut og þeim falið að
sjá fyrirtækjunum fyrir rekstr-
arfé, svo að ekki komi til at-
vinnusamdráttar, en án þess að
af hljótist óhófleg útlánaaukning.
Fjár til fjárfestingar verður fyrst
og fremst að afla með ágóða-
myndun í fyrirtækjum, en til
þess að hann verði mögulegur,
þarf að gerbreyta skattalöggjöf-
inni með ekki hvað sizt einmitt
það sjónarmið fyrir augum, að
gera fyrirtækjum mögulegt að
mynda eigin sjóði til endurnýj-
unar og kaupa á atvinnutækjum.
Fjárfestingu hins opinbera verð-
ur framvegis að miða við getu
þjóðarinnar á hverjum tíma, 'en
ekki óraunhæfar óskir. Og opin-
berar framkvæmdir verður að
miða við það fé, sem hægt er að
afla með eðlilegum hætti, þ. e. a.
s. það sem fæst í gegnum heil-
brigðan ríkisbúskap, og með lán-
um frá erlendum bönkum og
peningastofnunum, sem slík lán
veita, og svo með sölu skulda-
bréfa á innanlandsmarkaði.
Svo að þessi nýja stefna í
banka- og fjárfestingarmálum
verði framkvæmd, þarf að end-
urskoða bankakerfið frá grunnL
Það þarf að . "marka verksvið
bankanna betur. Það þarf nýja
löggjöf um einkabanka og spari-
sjóði. Það þarf t.d. að heimila
verzlunarstéttinni að breyta sín-
um myndarlega sparisjóði í verzl
unarbanka. Það* þarf að koma á
fastari skipan á skipti Seðlabank-
ans og viðskiptabankanna, og
mjög kemur til athugunar, hvort
ekki á að fela Seðlabankanum
skráningu á gengi ísl. krónunnar,
svo að sú þýðingarmikla, en við-
kvæma og umdeilda starfsemi, sé
ekki fyrst og fremst pólitískt
deiluefni á Alþingi, heldur tekn-
iskt atriði framkvæmt af kunn-
áttumönnum stofnunar, sem á að
vera hlutlaus og óvilhöll og haga
myndi gengisskráningunni aðeins
í samræmi við raunverulegar stað
reyndir.
Sérfróðir ráðgjafar
Þá er á það bent í stefnu-
skránni, að heppilegt geti verið,
að ríkisstjórn og Alþingi hafi sér
við hlið til ráðuneytis stofnun
eða nefnd hagfræðinga og fjár-
málafróðra manna, sem afli tölu-
legra upplýsinga um rekstur þjóð
arbúsins á hverjum tíma, afkomu
þess og útlit framvindunnar og
semji greinargerðir um þær fjár-
festingar og framkvæmdir, sem
nauðsynlegar eru taldar á hverj-
um tíma og gerir ábendingar um
með hvaða hætti ráðlegast sé og
hagkvæmast að afla fjár til fram-
kvæmdanna.
Stofnun þessi á hvorki að hafa
vald til ákvarðana um fjárfest-
ingu né að sjá um framkvæmd
fjárfestingar. Hlutverk hennar
skal eingöngu vera upplýsinga-
söfnun, samning tillagna og grein
argerða, hún á með öðrum orðum
að vera ráðgjafi ríkisstjórnar og
þings í efnahagsmálum, enda
skal reynt að haga skipan hennar
þannig, að þar gæti fyrst og
fremsfrfaglegrar kunnáttu og fjár
málalegrar reynslu. Hliðstæðar
nefndir hafa á árunum eftir síð-
asta ófrið verið víða starfandi
með góðum árangri, og skal þar
sérstaklega bent á t.d. Holland
og á ráðgjafanefnd Bandaríkja-
forseta i efnahagsmálum.
Ábyrg fjármálastjórn
Þessi nýja stefna hagkvæmrar
fjárfestingar og heilbrigðrar
bankastarfsemi er alger forsenda
þess, að eðlilegt jafnvægi náist f
verðlagsmálum og þjóðarbúskapn
um yfirleitt, þótt með því einu sé
ekki öruggt, að gjaldeyrisaðstað-
an batni verulega eða hægt verði
að mynda þá gjaldeyrisvara-
sjóði, sem bráða nauðsyn ber til
að koma á fót í þjóðfélagi sem
okkar, þar sem svo geysimiklar
sveiflur eru á utanríkisverzlun-
inni. Jafnvægismyndun þessi ætti
mjög að auðvelda leiðréttingar og
breytingar á gengisfyrirkomulag
inu, sem trúlega verða fyrr eða
síðar framkvæmdar, því að varla
verður um aldur og eilifð hægt
að hafa annan hátt á verðgildi
peninganna í okkar þjóðfélagi
en aðrar siðaðar þjóðir telja þá
skynsamlegustu, sem sé að hafa
verðgildi þeirra sem svipaðast
inn á við og erlendis, þ. e. a. s.
að skrá gengi peninganna f
nokkru samræmi við verðmæti
þeirra. Það er. nefnilega einföld
staðreynd, sem mönnum því mið-
ur virðist stundum ganga erfið-
lega að skilja, að vilji maður
hafa verðmæta peninga, þá verð
ur verðmæti þeirra að felast í
framleiðslunni, sem að baki þeim
stendur, en ekkert verðmæti
felst hins vegar í einhverri lög-
boðinni gengisskráningu, sem
samsvarandi framleiðsla stendur
ekki að baki, og enginn tekur
því raunverulega mark á eða vill
taka peningana í skiptum fyrir.
Snarir þættir komandi að-
gerða yrðu að vera gaumgæfileg
Framh. á bls. 12 *