Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 2
MORCVNPr 4 fílf) í’immtudagur 26. marz 1959 Kristmann er Ingi Vítalín ALMENNA bókafélagið hefur tilkynnt, að höfundur geim- ferðasögunnar „Ferðin til stjarn- anna“ sé Kristmann Guðmunds. son skáld. Eins og kunnugt er, kom bók þessi nýlega út á forlagi AB og var höfundar ekki getið, en hann sagður Ingi Vitalín. Ýmsar getgátur voru uppi um ?að, hver Ingi væri og datt sum- Vestmannaeyjabátnum Gulltoppi varð bjargað undan sjó án ' þess að á honum yrðu neinar skemmdir. Björgunarsveit á veg- um Samábyrgðar íslands fór á strandstaðinn til þess að bjarga bátnum. Var það gert með því að draga hann enn hærra upp á sandinn. Þar á að „geyma“ hann unz veður til þess að koma honum á flot aftur þykir hagstætt. Sjálfstœðisfélag stofnað í Höfnum með 52 félögum t FYRRAKVÖLD var stofnað Sjálfstæðisfélag í Hafnahreppi. Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir framgangi Sjálfstæðisstefn- unnar og gerðust 52 stofnendur félagsins. Jón Ólafsson, setti fundinn og lýsti tilgangi hans. L. g félagsins voru samþykkt og síðan gengið til stjórnarkjörs. Formaður var kosinn Jón Ól- afsson og meðstjórnendur: Jósef Borgarsson, Jens Sæmundsson, Jón Borgarson og Sigmundur Jónsson. Varastjórn: Sveinn Jóns- son og Júlíus Árnason. ÞingmaSur kjördæmisins, Ól- afur Thors form. Sjálfstæðis- flokksins mætti á fundinum og flutti ýtarlega ræðu um stjórn- málaviðhorfið og einnig töluðu Gunnar Helgason erindreki, Al- freð Gíslason, bæjarfógeti og Bogi Þorsteinsson, flugumferðar- stjóri. Að fundinum loknum var sam. eiginleg kaffidrykkja og tók þá til máls Konráð Pétursson kenn- ari og ávarpaði sérstaklega þing- mann kjördæmisins og þakkaði honum síörf hans í þágu kjör- dæmisins og þjóðarinnar allrar og hylltu "undarmenn Ólaf Thors. Ólafur þakkaði vinsamlega um- mæli og vinsemd í sinn garð og það traust sem sér ætíð hefði verið sýnt í kjördæminu og ósk- aði hinum nýstofnuðu samtökum Ársliátíðar G.A. Á MÁNTTDAGS- og þriðju- dagskvöldið voru haldnar árs- hátíðir í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Var það nemenda- félag skólans sem stóð fyrir þeim. Skólinn var fallega skreyttur, en nemendur höfðu, með aðstoð teiknikennara síns, séð um skreyt inguna. Árshátíðin hófst með því að formaður árshátíðamefndar setti hana. Þá voru flutt tvö á- vörp. Annað þeirra hélt skóla- stjórinn, Sveinbjörn Sigurjóns- son, en hitt formaður nemenda- félagsins. Gamanleikritið Óþokk- inn eftir Anton Tsekov, í þýðingu eins nemanda skólans, Andrésar Indriðasonar, var sýnt af nem- endum við leiktjöld sem þeir höfðu sjálfir gert í fyrra. Rak síðan hvert skemmtiatrið- ið annað og lauk þeim með leik- fimisýningu stúlkna. Var síðan stiginn dans af miklu fjöri og léku hljómsveitir Andrésar Ing- ólfssonar og Svavars Gests fyrir dansi. Fóru árshátíðirnar hið bezta fram og voru hinar ánægju- legustu. — b. til heilla í því starfi, sem fram undan væri. Á fundinum ríkti mikill ein hugur á því, að efla og styrkja samtökin sem mest og gera þau, sem áhrifaríkust í baráttunni fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Kvikmyndc&hús- in lokuð fram á 2. páskadag EINS OG venja er til munu kvik- myndahúsin fella niður sýningar yfir páskahátíðina eða fram á annan páskadag. Þann dag frum- sýna þau að venju nýjar mynd- ir. Virðast páskamyndirnar yfir- leitt vera léttar og líflegar mynd ir. Skemmtiíerðir á Vatnajökul ÞAR SEM margir ferðamenn hafa látið í ljós ósk um að komast á Vatnajökul, hefur Jöklarannsókn- arfélagið í hyggju að efna til þriggja ferða á jökulinn á vori komanda og gefa fólki, sem ábuga hefur á því, kost á að fara með. Væntanlega verður fyrsta ferð- in farin seint í maí og lýkur fyrstu dagana í júní. Sú ferð verð ur einkum fyrir þá jöklafara, sem hafa tekið þátt í jöklaferðum und- anfarin ár, og er ætluð til mæl- inga og þess háttar. Hinar ferð- imar, sem verða væntanlega í byrjun júní og 10.—12. júní, eru fyrir ferðafólk, og er gert ráð fyrir að töknir verði 14 farþegar í hvora ferð, auk faranstjóra og bílstjóra. Strax upp úr páskum mun fé- lagið boða til fundar, þá sem ætla má að hafi áhuga fyrir siik- um ferðum og verður þá endán- lega tekin ákvörðun um allt þar að lútandi. „Vogun vinnur...“ annan í páskum NÆSTSÍÐASTI þáttur „Vogun vinnur — vogun tapar“, verður hljóðritaður á segulband í Sjálf- stæðishúsinu 2. páskadag og síð- an útvarpað um kvöldið. Upp- takan hefst kl. 3 e. h., en húsið verður opnað kl. 2,30 og leikur hljómsveit frá þeim tíma. Einn keppenda, Ólafur Jónsson, sjó- maður, frá Keflavík, kemur nú 4. áfanga og keppir um 10.000 krónurnar. Hin þrjú, sem keppa, ?au Herborg Gestsdóttir, Stefán Pálsson og Skúli Skúlason, reyna öll við 5000 króna spurninguna. Hægt verður að panta aðgöngu- miða kl. 2—5 laugardaginn fyrir páska í síma 19742, en sala hefst kl. 1, annan páskadag við inn- ganginn. um Hjörtur Halldórsson í hug og fleiri vorlu nefndir. Margir hafa vafalaust gert sér ljóst, að Krist- mann var höfundur bókarinnar, Fram er ónýtur FULLTRÚI Samábyrgðar Islandis, Kristinn Einarssin, skipafræðing- ur, fór suður í Grindavík þegar eftir að vélibáturinn Fram úr Hafnarfirði strandaði. Er Krist- inn hafði skoðað bátinn kvað hann upp þann únskurð að báturinn væri orðinn svo brotinii að hann væri ónýtur. Stjórnlborðshliðin var öll úr bátnum að heita má, en á hana lagðist báturinn er hann strandaði. Hafði grjót gengið í gegnum síðuna, einnig voru mikl- ar skemmdir orðnar ofanþilja þegar eftir fyrstu nóttina, en á næturflóðinu braut mjög á bátn- um. Um fjöru mátti ganga kring- um hann. Páskaferðir f DAG leggur Páll Arason upp i Öræfaferð þá, sem áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu. Verður farið á 7 bílum með 121 farþega. Ferðamannahópar fara á veg- um Guðmundar Jónassonar bíl- stjóra á Snæfellsnes og á Lang- jökul. Verður farið í Langajök- ulsferðina á trukkum og með beltisbíla aftan á. Verða þeir teknir í notkun eftir að komið er upp í snjó. Krlstmann Guðmundsson. enda hefur han löngum verið mikill aðdáándi slíkrá bók- mennta útlendra. Segist hann hafa lesið 300—400 „vísindaskáld- sögur“ að minnsta kostL Lélegur afli í Vest- mannaeyjum UNDANFARIÐ hefur verið sár- tregur afli hjá Vestmannaeyja- bátum, að því er fréttaritari blaðsins símaði í gærkvöldi. í fyrradag fengu bátarnir mjög lít- ið, eða frá 100 fiskum á bát. Nokkrir fengu þó góðan afla, allt upp í 30 lestir. í gær var afli jafnari hjá bát- unum. Þegar blaðið átti tal við fréttaritara sinn um 8 leytið, voru nokkrir bátar komnir að með allgóðan afla. Vestmannaeyingar vona að fiskur fari nú að ganga á miðin, og að í ár verði góð páskahrota eins og oft áður. Póstmtmnn- félagið 40 óra í dag PÓSTMANNAFÉLAG íslands er 40 ára í dag, en það er stofnað.26. dag marzmánaðar 1919. Stjórn fé- lagsins skipuðu þeir Þorleifur Jónsson, póstmeistari, O.P. BÍÖn- dal, póstritari, og Páll Steingríms son, póstfulltrúi. Félagið hefur frá upphafi haft það sem fyrsta mál á stefnuskrá sinni, að vinna að hagsmunamál- um póstmanna og orðið mikið ágengt í því efni. Þá hefur það einnig unnið að margvíslegri menningarstarfsemi svo sem blaðaútgáfu um f jölda ára. Eftir páskana verður birt hér í blaðinu ítarleg grein um Póst- mannafélagið, sögu þess og verk efni á 40 árum. Fjölbreytt páska- vaka Langholts- safnaðar HIN ÁRLEGA páskavaka kirkju- kórs Langholtssafnaðar verður á skírdagskvöld kl. 8,30 í Laugar- neskirkju. Er þetta í fimmta sinn sem slík páskavaka er haldin og hafa þær allar verið fjölbreyttar. Á efnisskrá páskavökunnar er kórsöngur, einsöngur, ávarp, er- indi og upplestur. Prófessor Björn Magnússon flytur að þessu sinni erindi páska vökunnar, þrjú væntanleg ferm- ingarbörn lesa upp og kórar og einsöngvari syngja 14 lög eftir innlend og erlend tónskáld. Vest- uríslenzka kennslukonan Ingi- björg Bjarnason mun syngja með kórnum tvö lög eftir Vestur- íslenzk tónskáld, þá Steingrím K. Hall og H. S. Helgason, en þau hafa ekki verið flutt hér áður. Ingi R. og Ingvar efstir Góður afli Sandgerðisbáta SANDGERÐI, 25. marz. — AfU netjabátarma hefur verið mjög góður undanfarna daga. Hefur samanlagður afli þeirra verið 164—216 lestir síðustu þrjá dag- ana — og róið hafa allt frá 13 upp í 19 bátar. Mesti afli í veiði- ferð hefur verið 29 lestir. Mummi hafði þan afla í fyrradag og Dux einnig í gær. Bátarnir, sem allir eru með net, sækja frekar stutt. Þeir voru á sjó í dag og róa aftur á morg- un, en á föstudaginn l-ariga og páskadag verður landlega. — A. Lögregluþjónar í heimsókn á Kefla víkurflugvelli KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 25. marz. — í dag kom hópur lög- regluþjóna úr Reykjavík í heim- sókn á Keflavíkurflugvöll. Lög- regluþjónarnir, 15 að tölu, eru úr hópi hinna eldri lögregluþjóna í Reykjavík og voru þeir að ljúka námskeiði, sem haldið hefur ver- ið á vegum lögreglunnar þar. Erilngur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn var fararstjóri lögreglu- þjónanna. en á flugvellinum tóku á móti þeim Björn Ingvarsson lögreglustjóri og Benedikt Þörar- insson yfirlögregluþjónn. Lög- reglumen- irnir skoðuðu flugvöll inn og heimsóttu meðal annars flugturninn og sjónvarpsstöðina. — Að lokum sátu þeir kaffiboð Björns Ingvarssonar, lögreglu- 4stjóra. —B.Þ. — Macmillan Framh. af bls. 1. ig svo sem færi á ráðstefnu ut- anrikisráðhernanna. Macmillan ikvað það a. m. k. vera víst að alþjóð krefðist slíks fundar æðetu manna og vænti þess að hann yrði haldinn. Hins vegar væri öllum iljóst að dei/lurnar milli austurs og vesturs væru alvarlegri en menn thefðu haldið. Mynd þessi var tekin á Skákþinginu í fyrrakvöld — og sýnir að vel er fylgzt með. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ~®FJÓRÐA umferð í skákþingi fs- lands var tefld í fyrrakvöld og vann Ingi R. Jóhannsson Benoný Benediktsson, Halldór Jónsson vann Jón Guðmundsson, Ingvar Ásmundsson vann Hauk Sveins- son, Ingimar Jónsson vann Jón Kristjánsson og Ólafur Magnús- son gerði jafntefli við Kára Sól- mundarson. í gærkveldi voru telfdar bið- skákir úx annarri, þriðju og fjórðu umferð. Þegar blaðið fór í prentun var þessum skákum lokið. Úr þriðju umferð: Ingvar Ásmundsson vann Kára Sólmund arson, Ólafur Magnússon vann Reimar Sigurðsson. Úr fjórðu umferð: Þórir Sæmundsson vann Reimar Sigurðsson. Þá eru efstir ennþá Ingi R. Jóhannsson og Ingvar Ásmunds- son með 4 vinninga hvor, Ingi- mar Jónsson með 3 vinninga og biðskák og Halldór Jónsson með 3 vinninga. Fimmta umferð verður tefld kl. 2 í dag í Breiðfirðingabúð og 6. umferð kl. 8. leiðrétting f FRÉTT í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá borgarafundi á ísafirði varðandi stofnun Mennta skóla á staðnum, féll niður nafn Rögnvaldar Jónssonar, fram- kvæmdarstjóra, sem var í undir- búningsnefnd. Einnig átti að standa að þeir Guðjón Kristinsson skólastjóri og Björgvin Sighvatsson, form. fræðsluráðs, hefðu haft framsögu 1 fyrir málinu á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.