Morgunblaðið - 26.03.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.03.1959, Qupperneq 8
8 MORGUWBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. marz 1959 \Jl ann er oróuin ói/o g-ama ríi, (( } ?6 ÁRA g-ömiul frú í Englandi | hefur lýst því yfir, að hún ) í muni hugleiða það í næstu • tvo mánuði hvort hún ætli i aftur að fara að búa með eig- i inmanni sinum, 75 ára göml- • um, en þau hafa ekki sézt síð- ; ustu 43 árin þar til nú nýverið. S Þau giftust árið 1916 og sett- • ust að í Kent. En frúin varð al- ; tekin slikum ótta við loftárásir \ Zeppelin-loftfara í fyrri heims í styrjöldinni að hún flúði til ^ föðiurhúsanna og bjó með móð S ur sinni síðan. Eiginmaðurinn 5 var konu sinni trúr, leitaði ^ stöðugt i fjölda ára, hann vissi s ekki heimilisfangið. Og svo J fann hann sina heittelskuðu á , dögunum — og úrskurðinn um \ framtiðina fær hann eftir tvo S mánuði. v Frúin sagði: „Hann er orð- s inn svo gamall." Hann sagði: „Emily er svo J góð kona, ég verðskulda senni- s lega ekki slikan kvenkost.“ S Kjartan með orðurnar. Waíur veit aldrei livcicb dótin endiót (c „EF ÞÉR eigið unnustuna — þá á ég hringana." Þannig auglýsir Kjartan Ásmundsson, gullsmiður. Allir þeir, sem unnustu eiga, geta fengið hringa hjá Kjartani (að vísu ekki ókeypis) — og þeir eru margir, sem eiga unnustu nú til dags. Ljósmyndari og fréttamaður Mbl. litu inn til Kjartans á dög- unum. Við könnuðumst báðir við okkur þar, það kom sem sé upp úr dúrnum, að báðir höfðu leitað á náðir Kjartans í þá gömlu góðu daga þegar við báðir áttum unn- ustur. — Og við ætluðum eiginiega að forvitnast um hve margir ættu unnustur þessa dagana og hve mikið þeir þyrftu að borga fyrir hringana. — Allar tölur eru hernaðar. leyndarmál, segir Kjartan, og auð vitað öll nöfn líka. — En við megum þó spyrja hvort margir séu í trúlofunar- hugleiðjngum þessa dagana. — Já, frekar margir. Það er alltaf margt fyrir stórhátíðir, en aðalvertíð okkar gullsmiða er þó fyrir jólin og í vertíðarlokin, þeg- ar piltarnir eiga nógan pening fyrir hringunum. — Hvað kosta þeir (þ. e. a. s. hringarnip) núna? — Það fer allt eftir þyngd. Grammið í unnu gulli í trúlofun- arhringum kostar 95 krónur. Ferminga silfrið Fermingin — hin minnisstæðu tímamót í ævi barnsins, er hátíðleg haldin og fjölskylda og frændur fagna deginum með góðri gjöf. Fermingargjöfin er minjagripur um hina merku stund. Hana á að velja svo að hún vari og minni ævinlega á góðar óskir gefanda. Silfurgripir unnir á listrænan hátt í formi nútímans, en traustir sem erfðasilfur, eru til þess kjörnir að verða ævilöng uppáhaldseign barnsins — gjöf sem aldrei gleymist. Verkstæði okkar hafa nú um skeið unnið að fermingasilfrinu og bjóðum við yður að líta á það. Einkym viljum við beina athygli yðar að hinum fjölbreyttu lit- um í steinum, kóröllum, fílabeini, emalje og niello, sem nú auðkenna smíði okkar. Hlutafélag. 3ön ölgmunílGSon Skort9ripaverzlun J acjur cjnpu r til yndis Hringa er hægt að fá fyrir 800— 1800 krónur, en menn setja yfir- leitt ekki fyrir sig hvað þeir kosta. Meirihlutinn spyr ekki einu sinni um verðið fyrr en búið er að velja, ástin er svo mikil þegar þannig stendur á. Annars er ekki hægt að segja, að hringarnir séu svo mjög dýrir miðað við annan gullvarning og verðlagsbreytinguna á síðustu ár- um. Á árunum 37—8 kostaði gull- grammið í þeim 10—12 krónur, þá var parið á 80—100 krónur. — Og hver er meðal trúlofunar aldurinn? — Þetta eru mest krakkar. 16—20 ára. En það er líka eldra. Fyrir nokkru afgreiddi ég pönt- un frá manni á áttræðisaldri. Hann er fyrir austan. var að gifta sig. Já, þeir eru fjörugir fyrir austan. — Þú færð nú eitthvað af þess- um hringum aftur, er það ekki? — Ojú, það slitnar oft upp úr þessum trúlofunum, sérstaklega hjá því yngsta. Þá koma piltarnir og selja mér hringana aftur — og ég bræði þá upp á nýtt. — En hefur það komið fyrir, að menn, sem eru að trúlofast eða giftast í annað sinn koma með gömlu hringana og biðja þig að grafa inn þá að nýju? — Ekki get ég neitað því — og maður gerir það. Allir geta verið auralitlir, ekki sízt, þegar svona stendur á — en þó finnst mér það óviðkunnanlegt. — En það kemur ekki fyrir, að fólk hættir við að trúlofast á síð- ustu stundu, þegar það er búið að panta hringana? — Alla tíð síðan ég byrjaði að selja hringa, árið 1930, hefur slíkt aldrei komið fyrir hér í bænum. Ég minnist þess einu sinni, að endursend hafi verið póstkröfu- sending með hringum út á land Fólk er nær undantekningarlaust orðið svo ástfangið þegar það pantar hringana, að það hætHr ekki við úr því. Aftur á móti eru sumir svo bráð látir, að þeir standa næstum því yfir mér meðan ég er að grafa inn í hringana. Eitt sinn var ég líka vakinn upp um miðja nótt og beðinn um hringa á stundinni. Ég klæddi mig og fór með elsk- endunum, sem höfðu verið að skemmta sér saman framan af nóttunni niður á verkstæði — og lét þá hafa hringana umsvifa- laust. Öllu spaugilegra var það, er kona nokkur kom upp til mín og spurði með þjósti hvort ég væri að grafa hringa fyrir nafngreind- enc^i an mann, sem við getum kallað Jón Jónsson. Það kom á mig og ég játti því. Jón hafði komið skömmu áður með unnustu sinni og mátað hringana. Konan spurði þá hvað ætti að standa inni í hringunum — og í einhverri vit- leysu sagði ég henni það án um- hugsunar; maður er nú ekki van- ur að gefa slíkt upp. Hún brást hin versta við, þegar hún heyrði nafn stúlkunnar, sagði þetta vera mistök, hún gæti látið mig hafa rétta nafnið. Ég sagði henni sem var, að ég væri ekki rétti maður- inn til þess að ræða við um þetta, hún yrði að hitta Jón sjálfan, hann einn réði. Eftir um það bil klukkustund kom sú ákveðna með Jón í eftir- dragi. Hann sagðist þá ætla að skipta um unnustu. Sú ákveðna heimtaði hringana strax um kvöldið og sleppti ekki Jóni. Þau komu saman til þess að ná í þá, en upprunalegu unnustuna sá ég aldrei meir. — En eru ekki margir feimnir við að koma hingað í þessum er- indagjörðum? — Ég held, að ungt fólk sé hætt að vera feimið, a. m. k. ber miklu minna á því nú en áður. Einstaka piltar koma þó með fingurmál unnustu sinnar eða skrauthring til að taka mál eftir. — Þeir eru nú samt að segja það félagar mínir í stéttinni, að ég sé einna bezt í sveit settur af þeim hér í miðbænum. Þeir eiga við sundið, vegfarendur taka ekki svo eftir því þó ungt fólk skjótist hér upp í sundið, það þarf enginn að vita, að leiðin liggur til mín. Og svo öfunda þeir mig líka af því að vera uppi á iofti þegar um þessi sérstöku viðskipti er að ræða. Það sér nefnilega enginn inn um gluggann minn. Annars er hringasmíðin aðeins hluti af starfsemi minni, það «r svo ótalmargt annað sem til fell- ur. — Sýndu okkur eitthvað skemmtilegt, eitthvað sérstætt, sem þú átt í fórum þínum. Og Kjartan dregur skúffu út úr eldtrausta peningaskápnum — Þetta eru krossarnir, ég hý til Fálkaorðuna og hef gert síðan fyrir stríð. — Þá veit maður það. Þú lánar góðum kunningjum, er það ekki? — svona kvöld og kvöld? segir ljósmyndarinn, hann er svo glys- gjarn. — Nei, kæri vinur. Ég lána ekkert, ekki einu sinni trúlofun- arhringa Maður veit aldrei hvað ástin endist. (jestiniir hœttu i'iti á fc ctru ót rax I GÆR og í fyrradag var mikið um að vera í blómabúðum bæj- arins — og ekki verður það betra á laugardaginn. Hvarvetna sést páskaliljum bregða fyrir, á göt- um úti og í strætisvögnum. Eigin- i menn bera vöndinn heim ákaf- lega hreyknir og eiginkonurnar byrja strax að hafa áhyggjur af því hve liljurnar standi annars stutt. Við litum niður í Rósina í Vesturveri. Ringelberg vissi hvorki í þennan heim né annan, það var svo mikið að gera. — Og eins og venjulega koma allir á seinustu stundu, segir hann. Annars varð ég fyrir ákaf- lega leiðinlegu óhappi á dögun- um. Ég var að senda út margar körfur og vendi. Þar á meðal var karfa til manns, sem átti 60 eða 70 ára afmæli. í henni var stór og mikil vínflaska. Önnur karfa var með krossi, hún átti að fara suður með sjó, vegna jarðarfarar þar. Einhvern veginn duttu merkispjöldin af körfunum hjá bílstjóranum mín- um, hann ruglaðist — og karfan með krossinum lenti hjá af- mælisbarninu, en sú með víninu í kirkjunni. Sá, sem átti að fá flöskuna, tók þessu öllu með ró og skilningi. Það var hringt í mig, auðvitað bað ég afsökunar eins vel og ég gat — og sendi suður með sjó með réttu körfuna — og eftir þeirri með víninu. Þetta fór allt vel á endanum, einhver við jarðarförina hefur sennilega búizt við erfidrykkju — en afmælisbarnið fékk réttu körfuna um kvöldið, þegar gest- irnir voru að fara — svo að þeir hættu við að fara strax. Rlngelberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.