Morgunblaðið - 26.03.1959, Side 12

Morgunblaðið - 26.03.1959, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. marz 1959 nttM&Mfr Utg.: H.f. Arvakur ReykjavHt. ■■-amkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Riístjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEIMI Spánverjar skemmta sér v/ð nautaat á páskum — og blða 1 ofvæni eftir „nautabana- drama" — fyrir kr. 3,00 LITAZT UM Á TÍMAMOTUM FRAM UNDAN er páska helgi, kyrrlátir dagar, sem margir íslendingar munu nota til fjallaferða, hvíldar eða tómstundaiðju. Þessi lengsta helgi ársins er því vissulega vel þegin vegna þeirrar hvíldar og kyrrðar, er hún veitir, auk þess sem hún skipar merkan sess í hugum þjóð- arinnar, sem ein stærsta hátíð kristninnar. Páskarnir, upprisu- hátíðin, eru hátið vonar og fagn- aðar. í þessu norðlæga landi eru páskarnir jafnframt vorboði, tákn lengri daga og vaxandi birtu Hinu þunga fargi vetrarins er að iétta af þjóðinni, sólin hækkar á lofti og fyrstu frjóangar blóma og grasa teygja kollinn varlega upp móti ljósi og lífi. Um þessar mundir rikir einstök veðurblíða um land allt. Snjó- laust má heita í byggðum lands- ins og flestar samgönguleiðir eru opnar. Þegar þannig vorar, fyllist fólk- ið í þessu norðlæga landi þakk- læti og bjartsýni á komandi vor og sumar. En undir niðri lifir þó varúðarkenndin, sem páska- og hvítasunnuhret liðins tíma hafa skapað með þjóðinni. Engin veit það með vissu á íslandi, hvenær vorið er endanlega komið, hve- nær hlýindi hafa raunverulega gengið i garð, þannig að ekki sé von á hreti, snjó og jafnvel frost- um. En hvað sem líður öllum hretum, fagnar íslenzka þjóðin innilega hverjum góðviðrisdegi, sem kemur að áliðnum vetri, hverju blómi sem springur út, hverju strái sem grænkar. Og þótt varúðarkenndin sé skynsam- leg, er þó bjartsýnin, trúin á líf- ið og framtíðina ekki síður mikil- væg. Treystum á dómgreind fólksins En á hinum kyrru dögum dymbilvikunnar gefst gott tæki- færi til þess að litast um og hug- leiða, ekki aðeins viðhorf líðandi stundar heldur og það sem fram- undan kann að vera. Á síðustu páskum var áherzla lögð á það hér í forystugrein. blaðsins, að tvö meginverkefni blöstu nú við Islenzku þjóðinni: í fyrsta lagi sköpun jafnvægis í efnahagslífinu og stöðvun verð- bólgunnar. í öðru lagi lögfesting nýrrar kjördæmaskipunar, sem treysti grundvöll íslenzks lýðræðis og þingræðis. Á það var bent í þessu sam- bandi, hverjar afleiðingar stefna vinstri stjórnarinnar hefði haft. Síðan þetta var ritað er liff- iff eitt ár. Sú rikisstjóm, sem þá fór meff völd, er farin frá. Megin ástæffa falls hennar var sú, aff flokkar hennar áttu eng- In sameiginleg úrræffi til lausnar vanda efnahagsmál- anna og gáfust hreinlega upp viff aff leysa hann. Minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins leysti vinstri stjórnina af hólmi. Verkefni hennar er fyrst og fremst tvíþætt, að stöðva vöxt verðbólgunnar og hafa for- ystu um nýja kjördæmaskipun. Þessi nýja ríkisstjórn hefur gert bráðabirgðaráðstafanir til þess að bægja þeim voða, sem við blasti af völdum nýrrar verð- bólguöldu, þegar vinstri stjórnin fór frá völdum. Hún hefur gert tilraun til þess að stöðva kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verð- lags með nokkurri lækkun kaup- gjalds og ennfremur með aukn- um niðurgreiðslum á verðlagi. í bili hefur þessi viðleitni bor- ið tilætlaðan árangur. En engum má dyljast það, að hér er aðeins um bráðabirgðaráðstafanir að ræða, sem ekki fela í sér neina varanlega lausn. Dýrtíðinni er ennþá haldið í skefjum með stór- feldum niðurgreiðslum, sem al- menningur verður sjálfur að borga í formi geysihárra tolla og skatta. Um þetta verður umfram allt að segja þjóðinni sannleikann. Það verður að segja henni eins og er, að orðið hefur að skerða kjör hennar nokkuð í bili til þess að forða þeim mikla voða, á al- gjöri hruni og upplausn í íslenzk um efnahagsmálum, sem vinstri stjórnin hafði leitt yfir hana. Sjálfstæðismenn leggja á það höfuðáherzlu, að hætt verffi aff blekkja þjóðina eins og vinstri stjórnin gerffi, meff stöffugum loforðum um aff leysa vandamálin með töfra- brögðhim, sem engar fórnir kosti. Þeir trúa því, að dóm- greind Islendinga sé svo þrosk uff, aff óhætt sé aff segja þeim sannleikann í hverju máli. Hvað er framundan? Það er vissulega ekki óeðlilegt að íslenzka þjóðin spyrji um þess ar mundir, hvað sé fram undan á næstu vikum og mánuðum. Al- þingi hefur setið meginhluta vetrar mjög aðgerðalítið. Fyrir jól gerði það ekkert annað en horfa upp á úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar, og bíða eftir þingi Alþýðusambandsins, sem að lok- um felldi vinstri stjórnina. Eftir jól hefur Alþingi beðið eftir að geta hafizt handa um afgreiðslu fjárlaga og samþykkt fyrirhug- aða kjördæmabreytingu. Ýmsar ástæður hafa valdið þeim drætti, sem orðið hefur á afgreiðslu þess- ara höfuðmála. En óhætt mun nú vera að fullyrða, að á fyrstu dög- um eftir páska muni tekið til ó- spilltra málanna um að ljúka af- greiðslu fjárlaga og að frumvarp um nýja kjördæmaskipun verði þá einnig lagt fram. Ef sæmilega er á málum haldið, ætti því að mega gera sér vonir um að Al- þingi gæti afgreitt fjárlög og sam þykkt kjördæmabreytinguna fyr ir apríllok, eða í þann mund. Þjóðin mun vissulega fagna því, að skriður kemst á störf Al- þingis, og hin mikilvægustu mál ganga fram. Kosningar ættu síð- an að geta farið fram síðari hluta júnír.iánaðar. Fram undan eru átakatímar hjá íslenzku þjóðinni. Það hlýtur að vera von og ósk allra góðra ís- lendinga, að mál þjóðar þeirra ljúkist vel og viturlega á kom- andi vori og sumri, ekki aðeins á löggjafarsamkomu hennar, held- ur og fyrir dómstóli fólksins sjálfs. Aff svo mælhi óskar Morgun- blaðið öllum lesendum sínum, allri hinni íslenzku þjóð, gleði- legrar páskahátíðar. NÚ um páskana hefst „nauta- atsárið" á Spáni. — Okkur, íbú- um hinna norðlægu landa, sem höfum yfirleitt heldur andúð á þessum blóði drifna leik, þykir líklega flestum óviðeigandi, að hann skuli einmitt komast í al- gleyming á páskahátíðinni. En á Spáni er eins og fólkið lifni þá fyrst úr dái vetrarins, þegar horijablásturinn hljómar á ný á sólbökuðum leikvöngum nauta- atsins. Og nú er búizt við miklum at- burðum á „blóðvöllunum" á þessu sumri. Ástæðurnar eru tog streita, sem upp er komin milli Dominguin beztur einu sinni en nú? tveggja mága — en þeir eru báðir nautabanar — afbrýðisemi tveggja fagurra kvenna og -— einir fimm pesetar, sem munu jafngilda á að gizka kr. 3,00 ísl. Nautabanarnir tveir, sem hér um ræðir, eru hinn 32 ára gamli Luis Miguel Dominguin og Ant- onio Ordonez, sem er 28 ára að aldri. — Dominguin var um margra ára skeið mest dáður allra nautabana Spánar, og tekj- ur hans voru slíkar, að hann varð margfaldur milljónari á skömmum tíma. Þá var hann einnig þekktur um skeið sem nánasti félagi kvikmyndastjörn- unnar Ava Gardner, eða þar til hann kvæntist annarri kvik- myndastjörnu, hinni ítölsku Lucia Bose — en það varð aftur til þess, að tékkneska leikkonan Miroslava Sternova framdi sjálfs morð í Mexíkó, haldandi mynd hins dáða nautabana að brjósti sér. Dominguin var enn á hátindi frægðar sinnar, er hann dró sig í hlé fyrir fjórum árum. Hann arfleiddi Ordonez að „kórónu“ nautabananna, en Dominguin hafði sjálfur „uppgötvað“ hann, kennt honum og auglýst hann um allan Spán. Ordonez kvæntist fyrir nokkrum árum systur læri- föður síns, Carmen. Ordonez hefir einnig verið þekktur sem mikill samkvæmis- maður og tekið drjúgan þátt í næturlífinu í Barcelona og Madrid. Það þótti ótvírætt merki um hylli hans meðal kvenþjóð- arinnar, þegar Soraya, fyrrver- andi keisaradrottning, gerði sér ferð að sjúkrabeði hans, eftir að hann haíði særzt í viðureign við einn tarfinn. — Hann var dáður og dýrkaður meira en nokkur kvikmyndahetjan — og eitt sinn, er blaðamaður einn bað hann að segja sér, hverja hann teldi sex fremstu nautabana Spánar, byrj- aði hann að telja: Nr. 6 er þessi, nr. 5 er þessi, o. s. frv. — og loks: „Nr 1 — Ordonez . . .“ ★ Velgengnin steig honum til höfuðs, því var ekki að neita — og það fór í taugarnar á læri- föður hans, Dominguin, en eink- um virðist það þó hafa vakið af- brýði og öfund hjá eiginkonum þeirra, þeim Lucia Bose og Car- men. — Og e.t.v. er gort Ordonez ástæðan til þess, að Dominguin hefir nú ákveðið að ganga til hins blóðuga leiks að nýju. Hann hefir skráð sig til leiks í 23 miklum Framhald á bls. 22. Lucia Bose — fögur afbrýffissöm og Salvador Dali og Nashyrningurinn'4 // FYRIR nokkru var það boðað i heilsíðuauglýsingu í New York Times, að innan skamms verði hafin útgáfa nýs tímarits — og bendir allt til að það verði alls ekki neitt hversdagslegt. — Fyr- ir þessari útgáfu standa nefni- lega hinn þekkti svissneski blaða útgefandi, Skira, og annar enn þekktari samtíðarmaður — hinn margumtalaði sérvitringur og súrrealisti, Spánverjin Salva- Dali hinn súrrealiski. dor Dali. — Tímaritið á að heita „Rhinoceros“ (Nashyrningur- inn), og fyrsta hefti þess mun koma fyrir almenningssjónir í haust. ★ Ritið á að koma út á þrem tungumálum — ensku, frönsku og spænsku, og útgefendurnir fullyrða, að það „muni veita les- endunum hámark andlegrar hvatningar" og fjalla um „vanda- mál alheimsins", en þar til telja þeir meðal annars „heimseiningu aldarinnar" „and-efnishyggju- aðstæður í Bandaríkjunum Norð ur-Ameríku“ og fleira af slíku tagi. — Og Dali bætir við, sigri hrósandi, að hann dragi það mjög í efa. að lesendur tímaritsins skilji staf af efni þess . . . í tilefni auglýsingarinnar um væntanlega úrkomu þessa nýst- árlega tímarits, áttu þeir Skira og Dali fund með fréttamönnum. — Þess hafði verið vænzt, að Dali — sem nýlega lét flytja lif- andi fíl upp á efstu hæð Eiffel- turnsins í París í auglýsingaskyni fyrir nýtt, franskt ilmvatn — kæmi til blaðamannafundarins með lifandi nashyrning í eftir- dragi. En menn urðu fyrir von- brigðum. — í miðjum salnum, þar sem fundurinn var haldinn, stóð einungis höfuðkúpa nashyrn ings — og það var meira að segja aðeins stór eftirlíking úr gipsi. — En Dali bætti nokkuð úr skák með því að skýra það nákvæm- lega út fyrir fréttamönnum, með miklu handapati, skeggbrettum og hvers konar stórkostlegum svipbrigðum, að öll form nashyrn ingshauskúpunnar væru sérlegá táknræn fyrir heimseininguna. Hið nýja tímarit, „Nashyrn- ingurinn“, á að vera ópólitískt og yfirþjóðlegt. — Alþjóðlegt hefði ekki verið nógu myndrænt orð, sagði Dali, því að það hefir verið útjaskað með „hversdagslegri ofnotkun" á vorum dögum. _______ Fyrsta boðorð ritsins á að vera barátta gegn efnishyggjunni, sem hefir — að áliti útgefendanna — tröllriðið heiminum allt síðan á dögum frönsku byltingarinnar, og jafnframt barátta gegn „jöfn unar- og sléttunarstefnu" samtíð- arinnar, sem kyrkir í fæðingunni allt, sem frumlegt er . . . Hluti af auglýsingunni, sem birtist í New York Times, um hiff nýja tímarit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.