Morgunblaðið - 26.03.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 26.03.1959, Síða 15
Fimmtudagur 26. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 15 Sjötugur a morgun: Páll Kristjánsson, húsasmíðameist. PÁLL Kristjánsson húsasmíða- meistari, Njálsgötu 6 hér í bæn- um verður sjötugur á morgun. Fæstir þeirra, er sjá Pál ganga að daglegum störfum, glaðan og reif- an og snaran í snúningum, munu fúsir að trúa því, að árin séu orðin þetta mörg, en þótt einhver kynni að vilja rengja Pál, verða kirkjubækurnar ekki rengdar. Páll er Vestfirðingur að ætt og eðli. Standa að honum traustir stofnar, galdramenn í Arnarfirði af beztu gerð, en einn ættleggur- inn er þó kominn norðan úr Eyja- firði fyrir hálfri annarri öld. Það var Símon Sigurðsson, hinn mikli veiðigarpur og frægi selaskutlari á Dynjanda í Arnarfirði. Faðir Páls var Kristján Krist- jánsson bóndi og hreppstjóri í Stapadal, orðlagt hraustmenni og gáfaður í bezta lagi. Hefir Guð- mundur Hagalín skáld minnzt hans skemmtilega í bókinni: ,,Ég veit ekki betur“. Ellefu ára gam- all varð Páll háseti hjá föður sín- um á fjögramanna fari. Kristján hafði drenginn á borði með sér og varð ekki snúið á þá feðga, þótt fullgildir menn væru á hitt borðið. Það munaði um það, þeg- ar gamli maðurinn lagði út ár- inni. Páll stundaði sjó til seytján ára aldurs og vildi faðir hans, að hann lærði sjómannafræði, mun hafa litið svo á að hann yrði ekki eftirbátur feðra sinna og frænda um kapp og áræði. En Páll vildi verða smiður. Var hvort tveggja, að hann var hneigður til smíða og byrjaði snemma að föndra, er tóm gafst, þó verkfæri væru fá og efniviður af skornum skammti — og svo var hitt, að honum fannst það skemmtilegri tilhugs- un og í fyllra samræmi við eðli sitt að skapa, reisa myndarlegar og varanlegar byggingar heldur en að drepa þorsk. Kristján í Stapadal hætti bú- skap að mestu vorið 1906 og fékk jörðina í hendur dóttur sinni og tengdasyni. Varð Páll að sjá um sig sjálfur úr því. Hann réði sig fyrst á þilskip, er gekk frá ísa- firði, en skipstjórinn var Jón Pálsson, móðurbróðir hans. Þegar þeir komu inn í júlílok um sum- arið, gat Páll komist í smíða- vinnu hjá Einari Bjarnasyni snikk ara, sem þá var að byggja sér hús við Hafnarstræti. Stendur það enn og er nú lyfjabúð fsa- fjarðar og íbúð lyfsalans. Ekki voru kjörin glæsileg: 8 krónur á viku og varð að láta það hrökkva fyrir fæði, húsnæði, föt- um og þjónustu. Síðan er liðin hálf öld og tæpum þremur árum betur og öll þesi ár hefur Páll stundað smíðarnar óslitið og á engu hægt að sjá, að honum sé farið að detta í hug að draga sam- an seglin, enda mættu ókunnugir, sem sjá hann við vinnu eða á velli ætla, að þar væri rúmlega fimmtugur maður á ferð Páll lauk sveinsprófi 29. apríl 1910, en síðan hefir hann unnið sjálfstætt. Þau 29 ár, sem hann starfaði á ísafirði, eftir að hann lauk námi byggði hann mikinn fjölda húsa, ýmist einn eða í fé- lagi við aðra. Fyrri árin voru flest húsin úr timbri, en seinni árin voru flest þeirra úr steini og hin vönduðustu. Á hann því marga óbrotgjarna minnisvarða þar vestra. Félagsmál iðnaðarmanna lét hann mjög til sín taka á þessum árum, var virkur félagi í Iðnaðar- mannafélagi ísfirðinga, stóð þar mjög framarlega í fylkingu um langt árabil. Var formaður þess um skeið og kosinn í Iðnráð ísa- fjarðar, er það var fyrst stofnað. Þegar Iðnskóli ísafjarðar var endurreistur 1928, þótti mikils við þurfa og voru valdir í skólanefnd þrír menn sem félagið treysti bezt til þess að sjá um, að skólinn yrði lyftistöng ísfirzkrar iðnmenn ingar. Voru það þeir byggingar- meistararnir Páll Kristjánsson og Jón H. Sigmundsson og Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur. Bárður var formaður. Jón ritari og Páll féhirðir. Hélzt svo, meðan þessir menn voru allir á ísafirði og datt engum í hug að skipta um menn í skólanefndinni. Mæddi vitanlega mest á Páli, því fjármálin voru örðugasta við- fangsefnið, ríkisstyrkur ótrúlega lítill og skólagjöldin lág. Störf allra þeirra, er við skólann unnu, voru aukastörf og til lítilla eða engra launa að sjá. Flest þessara ára hafði ég forstöðu skólans á hendi og þó aðstæðurnar væru oft erfiðar man ég ekki eftir að hafa átt skemmtilegra samstarf eða betra við aðra menn en þá þre- menningana. Fer svo jafnan, að þar tengjast hlýjust og traustust vináttubönd, sem menn vinnasam an óeigingjörn störf við erfið skil yrði, — ef vel tekst. Ég spurði Pál Kristjánsson að því nýlega, hvort hann ætti ekki margar skemmtilegar minningar um baráttu og sigra í hálfrar aldar starfi sínu. Páll hló við og sagðist ekki geta neitað því. nefndi hann mér eitt dæmi og gaf ég honum nú orðið: „Það var stundum erfitt að taka hús í ákvæðisvinnu, þegar hvergi var hægt að fá lán. Einu sinni var ég með stórbyggingu og vant- aði 3000 krónur til þess að geta staðið í skilum við þá, sem hjá mér unnu. Ég fór í viðskipta- banka minn og bað bankastjórann að kaupa af mér þriggja mánaða víxil að upphæð 3000 krónur. Ég fékk þvert nei. Engir peningar til og engin ástæða til að styrkja það fyrirtæki, sem ég var að byggja fyrir. Þar varð engu um þokað. Einhver úrræði varð að hafa. Ég hafði undir höndum nokkrar sparisjóðsbækur. Fór ég nú í ann- an banka og spurðist fyrir um lán þar. Því miður voru engir peningar til. Ég spurði þá, hvort ég mundi fá lán, ef ég legði pen- inga inn á sparisjóðsbækur í bankanum, er næmu eins hárri upphæð og lánið eða hærri. Alveg sjálfsagt. Ég fór nú með spari- sjóðsbækurnar í hinn bankann og tók út tuttugu þúsund krónur. Ég hlæ enn með sjálfum mér, þegar ég rifja upp fyrir mér endurminn ingarnar um svipinn á banka- mönnunum, þegar ég tók við seðlabunkanum og labbaði með hann yfir í hinn bankann.“ Þau 20 ár, sem Páll hefur verið búsettur -..ykjavik, hefur hann byg-'t fjölda húsa, m. a. tvo eða þrjá skóla og félagsheimilið Hlé- garð í Mosfellssveit. Þá var hann í fjögur ár eftirlitsmaður við byggingu Hrafnistu. Hér hefir verið stiklað á stóru og fátt eitt sagt um ævi Páls og störf, enda er hann enn ungur, þó að árin séu orðin þetta mörg. Létt lund og ótæmandi starfsgleði hef- ur haldið honum ungum. Páll kvæntist og stofnaði heim. ili árið 1913. Kona hans var Mal- fríður Sumarliðadóttir, hin ágæt- asta kona, sem helgaði manni sín- um og börnum alla krafta sína óskipta, á meðan þeir entust. Hún er látin fyrir fjórum árum. Þau eignuðust sjö börn og eru fjögur þeirra á lífi: Gunnlaugur, Ása, Jón og Haraldur, öll hinir nýt- ustu þjóðfélagsborgarar. Vinir Páls og velunnarar eru margir. Allir þekkja þeir velvild hans og víðsýni, bjartsýni og þó raunsæi. Honum myndi aldrei koma til hugar að meta nokkurn mann eftir því, hvar í flokki hann er, heldur eftir hinu, hvernig hann reynist í viðbúðinni við aðra menn. Þeir verða margir, sem senda Páli Kristjánssyni alúðarkveðjur á þessum merku tímamótum æv- innar og óska honum langra líf- daga og hlýrra. Ég er einn í þeirra hópi. B. H. J. Gólfslípunin Barmahlíð 33. — Sími 13657 Sigurgeir Sigurjónsson J hæstaréttarlögmaður. j Aðalstræti 8. — Sími 11043. ) % LESBÓK BARNANNA Njálshrenna og hefnd Kára 27. — »»Bíð þú þá“, scgir Flosi, „ef þú ert eigi ragur, ^ví að eg skal senda þér send- »ngu“. „Bíða skal eg víst“, segir Ingjaldur. Flosi þreif spjót af Þorsteini Kolbeinssyni, bróðursyni sín- ura, og skaut til Inggjalds, og kom á hina vinstri hliðina og i gegn um skjöldmn fyrir neð- an raundriðann, og klofnaði ZV hann allur i sundur, en spjót- ið hljóp í lærið fyrir ofan ané skelina. Flosi mælti tii Ingjalds: ,/kvort kom á þig?“ „Á mig kom víst“, segir Ingjaldur, „og kalla eg þetta skeinu en ekki sár“. 28. —• Ingjaldur kippti þá spjótinu úr sárinu og mælti til Flosa: „Bíð þú nú, ef þú ert ekki blauður“. Hann skaut þá spjótinu aft- ur yfir ána. FIosi sér, að spjót ið stefnir á hann miðjan. Hop-* %r hann þá hestinum, en spjót- ið fló fyrir framan hestinn Flosa og missti hans. SpjótiS kom á Þorstein miðjan og féll hann þegar dauður af hestin- um. Ingjaldur hleypti þá f skóginn og náðu þeir honuna t ekkL 29. — Nú er að segja frá Kára, að hann reið í Þjórsár- dal til Hjalta Skeggjasonar. Og þá er hann kom upp með Þjórsá, sér hann mann ríða eftir sér hvatlega. Kári beið mannsins og kennir, að þar var Ingjaldur frá Keldum. Hann sér, að hann var alblóð- ugur um lærið. Hann spurði Ingjald hver hefði sært hann. en hann sagði. „Hvar fundust þér?w, segir Kári. „Við Rangá“, segir Ingjald- ur, „og skaut hann yfir ána til mín“. 30. — „Gerðir þú nokkuð í móti?“, segir Kári. „Aftur skaut ég spjótinu“, segir Ingjaldur, „og sögðu þeir, að m&ður yrði fyrir og værl sá þegar dauður". „Vissir þú eigi“, segir Kárl, „hver fyrir varð?“ „Líkt þótti mér vera Þor- steini, bróðursyni FIosa“, segkr Ingjaldur. „Njót þú heill handa', segir Kári. Síðan riðu þeir báðir sam- an til móts við Hjalta Skcggja son. 12 3. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 26. 1959

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.