Morgunblaðið - 26.03.1959, Page 22

Morgunblaðið - 26.03.1959, Page 22
22 MORGVNBL AÐIÐ Flmmtudagar 26. marr 195t Ungtemplarar Ársafmæli ungmennastúkunnar Hrannar nr. 9 verð- ur haldið annan í Páskum í Góðtemplarahúsinu kl. 8. Miðar seldir frá 6—8 e.h. í Góðtemplarahúsinu. Góð skemmtiatriði. — Félagar fjölmennið. NEFNDIN. Til sölu er Bolex H 16 kvikmyndaupptökuvél með þrem lins- um, Cine Fader stativ og stativkerry. Tilboð í vél- ina óskast send Morgunblaðinu merkt: „Bolex — 5425“. Afgreiðslustarf Unglingspiltur óskast til afgreiðslustarfa. KJÖTBÚÐIN Langholtsvegi 17. sími 34585 og 14598. Opið alla hátíðisdagana Heitur matur allann daginn KJÖRBARINN Lækjargötu 8 AUSTURBAR ( Austurbæ j asrbíó ) Veiðileyfi — leigulönd 4 leigulönd fyrir sumarbústaði ásamt stangaveiði- réttindum til leigu um lengri tíma. Framtíðarstaður ca. 250 km. frá Reykjavík. Upplýsingar í síma 16531. Matveitingar allan daginn á morgun (föstudaginn langa) frá ki. 6 f.h. til 11 e.h. eins og venjuiega. Lokað páskadag. Vitabar Til leigu Verzlunarhúsnæði 130 ferm. verzlunarpláss á bezta stað í Hálogalands- hverfi. Húsnæðið leigist eins og það er, tilbúið undir málningu. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78. T I L S O L U Selfossbíó ásarht tveim veitingasölum, íbúð og eldhúsi og öllum með- fylgjandi taikjum sem eigninni fylgir. Húseignin er ein hæð; um 600 íerm. og fylgir stór og góð eignarlóð. í bíóinu eru nýjar sýningarvélar. Skipti á fasteignum í Reykja- vík Ikóma til greina. Nánari uþpl. gefur IMýja Fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546. Guðmundur Hansson bóndi — Minning HANN andaðist á Dvalarheimil: aldráðra sjómanna, þ. 18. þ. m. Hafði hann dvalið þar aðeins stuttan tíma. Banamein hans, mun hafa verið hjartabilun. Hann var fæddur í Reykjavík 20/12 1882. En ókunnugt er mér um ætt hans. Þriggja mánaða gamall, Frú María Gottsveinsdóttir og Guðmundur Hansson fluttist hann að Laxárnesi í Kjós, og átti þar heima framyfir tvítugs aldur. Voru fósturforeldrar hans, þau hjónin Ingileif Jörundsdóttir, og Magnús Jónsson. Áttu þau einn son er Pétur hét var hann einu ári yngri en Guðmundur. Og má fullyrða, að eitt hafi verið látið yfir þá báða ganga. Enda mun Guðmundur hafa skoðað þau sína eiginlegu foreldra. Árið 1905 giftist Guðmundur Maríu Gott- sveinsdóttur, og hófu þau búskap að Þúfukoti í Kjós. Og bjuggu þar í full 40 ár. Eða þar til að Sveinn sonur þeirra tók við búi. Og býr hann þar nú, ásamt konu sinni Svölu Guðmundsdóttur. Guðmundur átti góða konu, sem reyndist honum hinn bezti förunautur, og var hún börnum Utan úr heimi Framh. af bls. 12. nautaötum í vor og sumar. Ordonez mun hins vegar berjast 77 sinnum á sama tíma — en það hlálega í þessu sambandi er, að fyrir hvern af sjö leikum, sem fram fara nú um páskana, hefir hann krafizt 375.005 peseta greiðslu, en það er 5 pesetum (eða um kr. 3,00) meira en Dom- inguin fær. — Þessar krónur 3,00 eiga sem sagt að sýna og sanna, að hann sé „sá bezti“- Dominguin er að sjálfsögðu öskuvondur. Og hann hefir „svar að“ með því að kynna nýjan mann í „faginu“, sem hann telur eiga mikla framtíð fyrir sér. Það er er Jaime Ostos, sem er 25 ára gamall. — Ordonez hefir snúizt þanig við þessu, að hann hefir tilkynnt opinberlega, að hann muni ekki taka þátt í neinu því nautaati, þar sem Ostos komi fram. ★ Spánverjarnir harma síður en svo þessa misklíð hinna miklu nautabana sinna. Þeir bíða í of- væni eftir því, hvað garast muni — eitthvað merkilegt hlýtur að gerast, þegar þannig er í pott- inn búið. — Og þeim býður í grun, að sumarið muni vart líða svo, að annar hvor hinna miklu nautabana mæti ekki dauða sín- um á leikvanginum — allt vegna einna 5 peseta . . . síum og uppeldisbörnum, hin ágætasta móðir. Var hún vel greind og víst nokkuð hagmælt, þó að hún flíkaði því ekki við hvern, sem var. Hún andaðist í júlí 1954. Auk Sveins, sem áður er getið, áttu þau 2 börn önnur, Loft Guðmundsson rithöfund, og Petreu Ingileif sem hefir haft aðalumsjón með saumastofu á Reykjaíundi. Tvö fósturbörn ólu þau upp. Sólveigu Einarsdóttur, er hún búsett í Reykjavík. Og Gunnar Aðalstein Ragnarsson. Fluttist hann til Vestmannaeyja, en fórst þar af slysförum fyrir fáum árum. Þessum börnum reyndust þau hjónin, sem beztu foreldrar. Ásamt fleiri unglingum er þar dvöldu, um lengri eða skemmri tíma. Fyrstu árin höfðu þau hjónin heldur lítið bú, meðan ræktun var skemmra á veg kom- in en nú er. Enda jörðin ekki stór. Þó að nú sé um skipt. Guðmundur fór því á sjó, enda mjög hneigður fyrir sjóinn. Svo að segja má, að hann hafi verið fæddur sjómaður. Fyrst var hann á skútum, og síðar á togurum. Um nokkurt skeið sigldi hann með mági sínum, hinúm alþekkta dugnaðarmanni, Indriða Gott- sveinssyni, sem mun hafa verið Vilborg Hróbjarts- dóttir áttræð EIN sæmdarkona á Bergstaða- strætinu verður áttræð á morg- un, 27. marz. Það er Vilborg Hró- bjartsdóttir, Bergstaðastræti 4. Þótt Vilborg sé fyrir löngu orðin Reykvíkingur í húð og hár, man hún það vel, að hún er Ár- nesingur að uppruna. Hún er fædd í Oddgeirshóla-Austur- koti í Flóa árið 1879, dóttir Hró- bjarts Jónssonar -bónda þar og konu hans, Elínar Jónsdóttur. Þau Hróbjartur og Elín áttu 13 börn. Flest þeirra komust upp og urðu dugandi fólk. Vilborg fluttist árið 1910 til Reykjavíkur og réðst skömmu síðar í vist á heimili Páls Magn- ússonar járnsmíðameistara og konu hans Guðfinnu Einarsdótt- ur. Þar hefur hún starfað alla tíð síðan og verið bústýra hin síðari árin, eftir fráfall húsmóð- urinnar. Vilborg er óvenjulega tápmikil kona, sem elli og sjúkdómar virð ast lítt bíta á. Hún er kvik í spori og henni fellur tæpast verk úr hendi. En tryggð hennar og trúmennska ber þó af. Engan skal því undra, að Vilborg á marga vini á öllum aldri og ekki sízt meðal yngstu kynslóðarinn- ar. Tilkynning trá Hitaveitu Reykjavíkur Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um hátíðarnar, verður kvörtunum veitt móttaka í síma 1 53 59 kl. 10—14. Hitaveita Reykjavíkur. j með hinum fyrstu íslenzku togara skipstjórum, ©g munu margir af hinum eldri skipstjórum kannast við Indriða. Einnig sigldi Guð- mundur með Nikulási skipstjóra, um nokkurt skeið. Heyrði ég því viðbrugðið, hvað Guðm. hafði verið duglegur að vaka. Og stóð þá flesta félagana af sér. Enda þurftu menn á því að halda á þeim árum, á aseðan engin vöku- lög voru til. Á þessum sjóferðum sókti Guð- mundur mikla björg í bú. Og varð því oft að leggja á sig aukaerfiði við að hirða það sjávarfang, sem annars hefði verið fleygt í sjóinn aftur. Við vorum aldrei sjófélag- ar. En síðar átti ég þess kost, að vinna með honum í landi. Aðal- lega hjá Sláturfélagi Suðurlands, því þar vann hann í allmörg haust, um sláturtíðina. Og þess má ég minnast nú, er leiðir skilj- ast, hvað honum var umhugað um, að reyna að hlífa mér, sér- staklega við að vaka. Þegar við skiptum vöktum á millum okkar, við að taka á móti fé, sem oft var að bérast fram á nætur. Að láta mig þá hafa betri vaktina. Lengst af mun Guðmundur hafa verið heilsugóður, þar til að heilsu hans fór að hnigna þegar kom fram á þennan vetur. Og að sjálf- sögðu fór starfsþróttur hans smá minnkandi, sem vonlegt var. En ég held, að fúllyrða megi, að hann hafi verið trúr því starfi, sem honum var falið að sjá um. Og finnst mér að þeirri dyggð hafi heldur hrakað, nú hin síðari árin. Og vil ég þó á engan halla. Ég kveð svo góðan og gamlan sveitunga, og samstarfsmann, með einlægri þökk fyrir gömul og góð kynni. Og bið honum farar- heilla yfir hið mikla haf. Þar sem ástvinirnir bíða á ströndinni hinum megin, til þess að brýna báti hans í naijst. Börnum hans og nánasta skylduliði, sendi ég mína beztu samúðarkveðju. St. G. Jón Eyjólfsson fimmtugur A páskadag, 29. marz, verður Jón Eyjólfsson, leikhús- starfsmaður 50 ára. Frá opnun Þjóðleikhússins hef- ir Jón verið starfsmaður þess, eða 9 ár, en áður hafði hann verið starfsmaður Leikfélags Reykjavíkur í tugi ára. — Jón er því orðinn vel kunnugur starfi leikhúsanna í bænum og þykir honum vænt um þau bæði. Auk þess starfaði hann talsvert við revíusýningar á yngri árum. Jón er sérstaklega samvizku- samur starfsmaður, vinnur af al- úð og áhuga við öll þau störf sem honum er trúað fyrir, þó launin hafi oftast verið lá fyrir langan vinnudag. Ég þakka vini mínum Jóni fyr- ir gott samstarf og vel unnin störf í þágu leiklistarinnar á liðn um árum. Ég tel víst að margir muni gleðja Jón á þessum fimmtug- asta afmælisdegi hans með hlýj- um kveðjum og heillaskeytum. — B.J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.