Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 2
Monnrnvnr 4 Ðlf) Sunnudagur 5. apríl 1959 NATO-fundurinn ákveður: V-Berlín verður aldrei yfirgefin WASHINGTON 4. apríl. — í dag 1 héldu ráðherrar NATO-ríkjanna lokafund sinn, en á honum var ætlunin að samþykkja lokaálykt- vrn ráðstefnunnar. Á ráðstefnu þessari hefur ríkt samhugur um þau meginatriði að Vesturveldin megi alls ekki yfirgefa Vestur. Berlín og að vestræn ríki skuli ekki viðurkenna leppstjórn kom- múnista í Austur-Þýzkalandi. Ekkert hefur verið opinberað um tillögur þær, sem utanríkis- ráðherrar Vesturveldanna munu hafa fram að færa á fyrirhugaðri Genfar-ráðstefnu, enda er nauð- synlegt að halda slíku leyndu til að eyðileggja ekki samningsað- Etöðu Vesturveldanna. Ráðherrafundurinn vildi íhuga nánar hugmyndir Macmillans um að draga úr vopnabúnaðinu.n i Mið-Evrópu. Hins vegar var al- niennt samkomulag um að af- vopnun Mið-Evrópu fæli í sér miklar bætur. Ráðherrarnir viku að vanda- málum nálægra Austurlanda. Var samkomulag um það að vestræn- ar þjóðir ættu ekki að skipta sér af stjórnmálahræringum Araba- ríkjanna. Aftur á móti var sam- þykkt að veita Persum allan þann stuðning sem hugsanlegur er í baráttu þeirra fyrir að viðhalda sjálfstæði sínu. Teija Persar sig hafa einangrazt nokkuð að und- anförnu, einkum eftir að írak gekk úr Bagdad-bandalaginu. Þá samþykkti ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins, að nauð synlegt væri að vestrænar þjóðir efldu efnahagsaðstoð við fátækar þjóðir og reyndu að vega upp á móti stóraukinni erdendri efna- hagsaðstqð Rússa. Að lokum var því fagnað að stjórnmálasamstarf NATO-ríkjanna hefði aukizt. Lóan er komín VALDASTÖÐUM, 29. 3. ’59. — í gær sáust 2 lóur vera að hoppa hér út á túni. Eflaust hafa þær verið nýkomnar yfir hafið. Að líkindum eru þetta ungir elskend ur, sem hugsa sér að eyða hér hveitibrauðsdögunum, og reisa sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti. Tveir þrestir hafa líka verið að láta heyra til sín hér á trjánum undanfarna morgna. Sennilega hjón. Þessir velkomnu gestir eru nú að heilsa fyrsta vorboðanum. ^ IM .................r rr; iriT-nnnrrri Innbrot 1 GÆRMORGUN bárust hingað til bæjarins fréttir um það aust- an úr Þing-vallasveit, að innbrots þjófar hefðu nýlega verið þar á ferð. Er kunnugt um að þeir hafa brotizt inn í gamla „Konungsihús- ið“, sem nú er notað sem sumar- bústaður forsætisráðherra. Hafa þjófamir farið inn í gistihúsið Valhöl'l og jafnvel enn víðar. Svo virðist, sem ekki hafi miklu verið stolið, og að þjófarnir hafi ekki brotizt inn í þeim tilgangi að ræna húsmunum, heldur í leit að áfengi. Rannsóknarlögreglan sendi í gærdag tvo menn austur til þess að kanna þessi mál nánar. Við Þingvallavatn eru nú um 200 bú Nýr flugturn á Reykjavíkur- flugvelli í byggingu staðir og ættu eigendur þeiría að gera sér ferð austur til þesis að kanna hvort áfengisþyrstir merin | gert ráð fyrir að hægt verði 'hafi brotið upp hús þeirra. að taka flugturninn til notkunar FYRSTA varanlega byggingin á Reykjavíkurflugvelli er nú að rísa þar af grunni. Er það fyrsti áfanginn í byggingu flugstöðvar fyrir Reykjavíkurflugvöll, sjálf- ur flugturn vallarins. Verður hann allhá bygging, sex hæðir, en þar ofaná á að koma hálf önnur hæð, glerhjálmur og þar verður flugumferðarstjórnin fyr- ir sjálfan flugvöllinn með stjórn tilheyrandi tækja svo sem rat- sjána. í flugturninum verður enn fremur flugstjórnarmiðstöðin fyrir það svæði yfir N-Atlants- haf sem íslendingar bera ábyrgð á, og verða í sambandi við þessa deild flugþjónustunnar, viðgerð- arverkstæði fyrir vélakost stöðv- arinnar. Þá verða í þessari turn- byggingu skrifstofur flugmála- stjóra, og hinna ýmsu deilda flugsins er undir hann falla, þar verður og skrifstofa Reykjavík- urflugvallar,. og í þessum turni fær Veðurstofan bækistöð. Það er Lítill afli, en veiðafœra- tjón hjá HornarfjarBar- bátum FYRIR nokkrum árum kom fram efnilegur dægurlaga- og jazz- söngvari, Jóhann Gestsson að nafni. Vakti hann mikla athygli fyrir söng sinn. Þá strax. Jóhann hefir kynnt sér söng erlendis og ▼ar um tíma nemandi í söngskóla Tex Johnson í London. — Marg- Ir mumu eflaust fagna því að heyra hann og sjá að nýju á sviði, en hann kemur fram ásamt mörg nm öðrum skemmtiatriðum á miðnæturskemmtun Jóns Val- geirs og nemenda hans í Austur- bæjarbíói á miðvikudaginn kem- ur. Dagskrá Albingis Á MORGUN eru boðaðir fundir í báðum deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál: 1. Vöruhappdrætti Sam bands íslenzkra berklasjúklinga, frv. — Frh. 2. umr. — 2. Sala Bjarnastaða í Unadal, frv. — 2. umr. Þrjú mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Rithöfundaréttur og prentréttur, frv. — 3. umr. — 2. Skipun prestakalla, frv. — Frh. einnar umr. — 3. Veiting ríkis- borgararéttar, frv. — 3. umr. HÖFN, 3. apríl: — Á Horna- firði hefur enn sem fyrr verið mjög óhagstætt með gæftir og afh verið lítill. Seinni hluta marzmán- aðar fóru bátarnir, 6 samtals, 51 sjóferð og var samanlagður afli þeirra 440,7 lestir. Hæstur var Gissur hvíti með 105,4 lestir. Frá áramótum hafa borizt á land 1951,5 lest af slægðum fiski með haas. Þar af hafa bátarnir 6 1654,5 lestir í 216 sjóferðum og er afli þeirra þessi: Gissur hvíti Vatnaj ökulsf er ðir Jöklarannsókna- félagsins 345 lestir, í 41 sjóferð; Jón Kjart- ansson 315,6 lestir í 35 sjóferðuim, Helgi 259,5 lestir í 32 sjóferðum, Akurey 254 lestir í 38 sjóferðum, Sigurfari 245 lestir í 37 sjóferð- um, Hvanney 235,4 lestir í 33 sjó- ferðum. Mikið hefur verið um veiðar- færatjón hjá bátunum. Trossur rekið á land og ónýtzt á annan hátt í þessum stórviðrum. Þann 31. marz missti Gissur hvíti t. d. allar sínar trossur í land og marg- ir bátar hafa misst meira og minna af netum, sem ónýttust. — Bátamir eru nú allir farnir vest- ur í Meðallandsbugt á útilegu. — Gunnar. á næsta ári, enda er það mjög aðkallandi fyrir flugþjónustuna að hún komist sem allra fyrst í ný húsakynni. Næsti áfanginn við byggingu þessa er flugvéla- afgreiðsla, í stað þeirra bráða- birgðahúsa sem flugfélögin hafa neyðzt til að koma sér upp á flugvellinum. Sæluvika Skag- firðiuga hefst í dag SAUÐÁRKRÓKUR, 3. apríl Hin árlega Sæluvika Skagfirð- inga hefst í dag á Sauðárkrótki. — Eins og endranær verður margt til skemmtunar á Sæluvikunni, sem hefst með guðsþjónustu kl. 2 í dag. Kl. 5 síðdegis verður kvikmynda- sýning og í kvöld kl. átta frumsýn- ir Leikfélag Sauðárkróks leikritið Grátsöngvarann eftir Vernon Sylvaine. Leikstjóri er Eyþór Stefánsson. —• Leilkritið verður sýnt á hverju kvöldi alla vikuna, en auk þess verður f jölbreytt skenumtiskrá dag hvem Sœluviikuna út. Loka-dans- leikur Sæluvikunnar verður sunnu dagskvöldið 12. apríl. Nú er bílfært iim allan Skaga- fjörð, en það er óvenjulegt á þess- um tíma árs. — Mörg undanfarin ár hafa Fljótamenn ekki getað sótt Sæluvikuna vegna ófærðar, en nú eru vegir þangað auðir og hafa Fljótamenn ákveðið að fjöl- menna á Sæluvikuna að þeasu sinni. — Jón. 65 ára af mæli I DAG verður 65 ára Meyvant 'Sigurðsson á Eiði á Seltjarnar- ^ _________________ _ nesi. — Meyvant verður ekki í bæn engU Rkara en hann hafi ver- Um biskupa EKKI er það alveg rétt sem stendur í frétt af biskupskjöri í Morgunblaðinu í dag, að sá, sem nú var kjörinn biskup, sé hinn tíundi, sem talinn er biskup yfir öllu íslandi. Ég fór strax að telja á fingrum mér þá sem ver- ið hafa síðan felld var niður sú svískipting biskupsdóms, sem miðaðist við Skálholt og Hóla. Þeir eru níu: Steingrímur, Helgi, Pétur, Hallgrímur, Þórhallur, Jón, Sigurgeir, Asmundur og þessi sá tíundi. En þá eru eftir þeir sem fyrstir töldust stólfast- ir biskupar hér á landi áður en tvískiptingin hófst. Þeir voru tveir og hétu ísleifur og Gissur. Ekki er ég einn af þeim, sem þykir allir biskupar jafngóðir, fyrir það eitt að þeir eru biskup- ar. Hygg ég að segja megi um þá hið sama og Snorri Sturlu- son hefur eftir Einari Þveræingi um konunga, að „þeir eru ójafn- ir, sumir góðir en sumir illir.“ Fáir munu vilja- telja Gottskálk grimma eða Ólaf Rögnvaldsson til hinna góðu biskupa, hefur það orð helzt lagzt á, að þeir og margir aðrir á þeim öldum (14. og 15. öld) hafi verið sam- vizkulausir fépyndarar, sendir hingað af útlendri valdastofnun. Eða Staða-Árni á þeirri 13. Fáir mæla honum bót. Til hinna betri biksupa mætti telja Brand Jónsson biskup á Hólum 1263—64. Það eru til frá- sagnir sem sýna ,að það var skap í þeim manni og forn ættarmetn- aður ,en einnig liggja eftir hann þau verk, sem sýna að hann kunni vel að meta norrænuna og kunni vel með hana að fara. En bezti biskup, sem ég veit um, var ekki íslendingur, og er um á þessuim afmælisdegi sínum, brá hann sér norður í la.nd. Tónleikar Útvarpshljóm- sveitarinnar EIN-S og um var getið í Mbl. fyrir skömmu befur Jöklarannsóknarfé- lag íslands ákveðið að efna til ferða á Vatnajökul í vor auk hinn ar árlegu rannsóknarferðar. Nú er orðið það áliðið vetrar að nauðsyn legt er að taka endanlega ákvörð- un hið fyrsta um tölu þessara ferða og um þátttakendur. Ferða- nefnd Jöklarannsóknarfélagsins mun því halda fund í Tjarnar- kaffi (uppi), fimmtudagskvöldið 9. apríl kl. 20:30 og biður þá sem þegar hafa gkráð sig til þátttöku í Vatnajökulsferð og aðra þá er kynnu að hafa áhuga á þátttölku, að mæta á þessum fundi. Þar mun verða skýrt frá tilhögun ferðanna og kostnaðaráætlun. Sagt verður frá fyrri ferðalögum um Vatna- jökul og litmyndir sýndar. AÐRIR OPINBERIR tónleikar Hljómsveitar Ríkisútvarpsins á þessum vetri verða í Hátíðasal Háskólans í kvöld kl. 20,15. — Stjórnandi er austurríski hljóm- sveitarstjórinn Hans Antolitsch, en einleikari með hljómsveitinni er Einar Vigfússon. — Aðsókn hefur alla jafna verið með ágæt- um að tónleikum hljómsveitar- innar, þegar hún hefur leikið fyrir almenning í hátíðasalnum. — Ekki ætti það að draga úr að- sókn í kvöld, að einn af snjöllustu listamönnum þjóðarinnar, Einar Vigfússon, fer þar með ein- leikshlutverk í hinum yndislega og fallega cellókonsert í a-moll op. 129 eftir Schuman, en sá kon- sert er eitt fegursta verk sinnar tegundar í tónbókmenntunum. ■— Einar Vigfússon er aðeins liðlega þrítugur að alrL Að loknu námi í tónlistarskólanum hér fór hann til Englands, þar sem hann stund aði framhaldsnám. — Hann er af- bragðsgóður celló-leikari, en heyrist því miður alltof oft sjald an leika einleik á hljóðfæri sitt. — Þess vegna má telja það við- burfð, þegar nú cellókonsert Schumans er fluttur í fyrsta sinni hér á landi, og einleikshlutverkið er í höndum Einars Vigfússonar. Önnur viðfangsefni Hljóm- sveitar Ríkisútvarpsins undir stjórn Hans Antolitsch á tónleik unum í kvöld eru: Forleikur að söngleiknum: „Lucio Silla“ eftir Mozart, „Siefried-Idyll" eftir Richard Wagner og „Stundadans- inn“ — ballett-tónlist úr óper- unni „La Cioconda" eftir Ponc- hiellL Eins og áður, er aðgangur ókeypis og öllum heirniíl, svo lengi sém húsrúm leyfir. ið íslenzkari í sér en nokkur ís- lenzkur biskup. Það er Orkney- ingurinn Bjarni Kolbeinsson, sem orti á hreinni og ósvikinni íslenzku nálægt aldamótunum 1200 kvæði sín Jómsvíkingadrápu og Málsháttakvæði. Bjarni Kol- beinsson hefur fellt ástarhug til einhverrar ágætrar konu af hinu göfuga kyni, sem þá var ódrepið um Norðurlönd, en biskupsdóm- urinn og aðrar aðstæður mein- að honum að njóta. Mér hefur harm á hendi handfögur kona bundit segir hann. Því þá var það sem honum urðu mjög kær hin fornu minni, og hann fer að yrkja í sama anda og forfeður hans og frændur höfðu gert öldum áð- ur, Torf-Einar og aðrir, Þjóðólf- ur og Eyvindur. Arfur heiðninn- ar var það, sem hann bjó að, og ef ekki hefði verið það, þá væri Bjami Kolbeinsson nú týndur og tröllum gefinn, mark- laust nafn í biskupaskrá Ork- neyja, sem aðeins fáeinir sér- fræðingar vissu um. 3. apríl 1995 Þorsteinn Guðiónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.