Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 14
14
MORCVNM* *n 1 Ð
Sunmida<nir 5 aprfl 1959
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 13
ina. Því að það er rétt sem Her-
mann segir:
„En um leið og verkalýðsdeild
Alþýðuflokksins hóf þetta sam-
starf, lá það í augum uppi, að
verið var að grafa grundvöllinn
undan stjórnarsamstarfinu, því
ríkisstjórnin hafði verið reist á
þeim grundvelli að hafa samstarf
og samráð við verkalýðsfélögin
í efnahagsmálum".
Um Alþýðubandalagsmennina
segir Hermann síðan:
„Umræður um það, hvernig
ætti að ráða fram úr vandanum,
hófust síðastliðið haust í ríkis-
stjórninni, og kom þá í ljós, að
Aiþj' ðubandalagsmenn lýstu því
yfir, að þeir mundu ekki falla
frá nokkru vísitölustigi né
iækka kaupið á nokkurn hátt,
nema fullt samkomulag fengist
fyrir því hjá verkalýðshreyfing-
unni, og kváðust þeir ekki ganga
iengra en forvígismenn þeirra
þar, þ. e. a .s. kommúnistadeildin
í Alþýðubandalaginu".
Með þessu játar Hermann, að
það hafi einmitt verið verkalýð-
urinn innan Alþýðubandalags-
ins, sem snerist gegn stjórninni.
Hennar einu stuðningsmenn ut-
an Framsóknarflokksins voru
rótlausir ævintýramenn á borð
við Hermann sjálfan, og Var þá
ekki von að vel færi.
Af liverju ehki að
kjjsa uni frammi-
stöðu Framsóknar?
Hitt er a. m. k. að nokkru rétt,
sem Hermann Jónasson segir:
„Framsóknarflokkurinn var
eini flokkurinn, sem stóð alveg
heill að stjórnarmynduninni —
og hann stóð heill með stjórn-
inni, með blaðakosti sinum,
þangað til samstarfsflokkarnir
slitu samstarfinu".
Að þvi slepptu, sem hér skal
ekki tekin afstaða til, hver beri
ábyrgð á stjórnarslitunum, eru
þessi orð Hermanns Jónassonar
óvefengjanleg. Framsóknarflokk-
urinn, sem ætíð hafði verið ber
að botnlausum óheilindum, á
meðan hann var í samstarfi við
Sjálfstæðismenn, studdi V-stjórn
ina út á við einum rómi. Að vísu
er kunnugt, að þúsundir kjós-
enda flokksins voru fullir kvíða
yfir atburðarásinni. En þeir
réðu engu.
I Framsókn, þar sem nú er i
orðum hamazt gegn flokkavald-
inu, ríkir slíkt einræði, að þegar
forystumennirnir hafa tekið
ákvörðun hlýðir allur skarinn.
Óheildindin áður í samstarfi við
Sjálfstæðismenn komu ekki frá
hinum almennu kjósendum, held-
ur úr hópi sjálfra forystumann-
anna. Nú voru þeir í fyrsta
skipti einhuga. En það merkilega
er, að þegar svo stendur á, þá
vilja þeir ekki að kosið sé um
frammistöðu sína, um hina
dæmalausu einingu, sem þeir
sýndu. Þvert á móti er talað út
úr hjarta þeirra, það sem stend-
ur í Tímanum 1. apríl:
„Kosningarnar í vor verða
eklti venjulegar þingkosningar,
ekki barátta um stjórnmálastefn-
ur, ekki barátta um mismunandi
úrræði í vandasömum málum,
ekki val milli stjórnmáiafor-
ingja, ekki kapphlaup um ráð-
herrastóla“.
Eins og sagt hefur verið áður
í þesSum dálkum, þá er Her-
manni Jónassyni engan veginn
alls varnað. Hann skilur, að nú
má alls ekki kjósa um frammi-
stöðu hans síðustu árin, og er þá
vissulega báglega fyrir Her-
manni komið, þegar hgnn má
ekki lengur heyra á það minnzt
að kosið sé um ráðherrastólana.
Vakiiingin
ekki almeim!
Til að reyna að fá kjósendur
til að gleyma hinni hörmulegu
frammistöðu V-stjórnarinnar,
reyna Framsóknarmenn nú að
láta kosningarnar snúast um
kjördæmamálið eitt. Fylgjendur
réttlætisins í því máli þurfa sízt
að harma það. En málflutningur
Framsóknar er þar eins og ella
svikræði við þá, sem trúa henni
bezt. Með látlausum ósannindum
er hugarheimur þessa ógæfu-
sama fólks skekktur, sál þess er
misþyrmt, svipaðast því sem með
líkamann væri farið ef af honum
væri högginn útlimur eða fótur
minnkaður á forna kínverska
vísu.
Skrif ýmissa sakleysingja i
Tímann að undanförnu um kjör-
dæmamálið eru með þessu marki
brennd. Svo er t. d. um tilvitn-
aða grein hinn 1. apríl. Þar er
því blákalt haldið fram, að lausn
kjördæmamálsins hafi siður en
svo strandað á Framsóknar-
flokknum! Þá er einnig sagt, að
Sjálfstæðismenn hafi ekki fyrr
en nú lýst fylgi sínu við nokkur
stór kjördæmi með hlutfalls-
kosningum. Landsfimdur Sjálf-
stæðismanna samþykkti hins veg
ar strax vorið 1953, að hann
teldi „einkum koma til greina
einmenningskjördæmi um land
allt eða nokkur stór kjördæmi
með hlutfallskosningum". Fram-
sókn vildi á hvorugt fallast,
hvorki þá né síðar. Fyrir henni
vakir það eitt að hindra allar
umbætur.
Til varnar þessu vonlausa
afturhaldi kallar hún nú á vakn-
ingu „allrar landsbyggðarinnar".
„Raunar mun hún þegar vöknuð.
En vakningin þarf að verða al-
menn“, segir í tilvitnaðri Tíma-
grein hinn 1. apríl. Greinarhöf-
undur finnur sárlega til þess að
„vakning" Framsóknar nær ekki
til almennings. Þar af kemur
uggurinn, sem einkenndi flokks-
þing hennar á dögunum.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 96., og 97. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1958, á húseigninni nr. 20 við Haðarstíg, hér í bæn-
um, eign Karlottu Þórðardóttur ísdal, fer fram eftir
kröfu tollstjórans í Reykjavík, á eigninni sjálfri, föstu-
daginn 10. apríl 1959, kl. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í íteykjavík.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 100., 101., og 102. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1958, á hluta í húseigninni nr. 53 við Bústaða-
veg, hér í bænum, talin eign Jóns Magnússonar, fer fram
eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík, tollstjórans
í Reykjavík og Eggerts Kristjánssonar hdl., á eigninni
sjálfri, fimmtudaginn 9. apríl 1959, kl. 3,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Frú Anna Bjarnadóttir
Sextíu ára á morgun
Á MORGUN, 6. apríl 1959, á sex-
tugsafmæli frú Anna Bjarnadótt-
ir, kona séra Erlends Þórðarson-
ar, fyrrum prests .... að
Odda á Rangárvöllum.
Foreldrar frú Önnu voru Bjarni
Gíslason, formaður í Reykjavík,
og kona hans, Guðrún, dóttir
Magnúsar Þorsteinssonar, bónda
og oddvita í Halakoti á Álftar.esi,
og konu hans, Önnu Guðmunds-
dóttur frá Eyvindartungu í Laug-
ardal. Magnús Þorsteinsson og
Anna Guðmundsdóttir fluttust
til Rvíkur laust fyrir siðustu alda-
mót, og ólst frú Anna Bjarna-
dóttir upp hjá þeim og Guðmundi
klæðskera, móðurbróður sínum.
Að loknu námi við Kvennaskól-
að heiman farnar. Fékk séra Er-
lendur þar stöðu í þjónustu rik-
isins. Búa þau nú á Kjartans-
götu 5. í Reykjavík hefur frú
Anna ýmis trúnaðarstörf á hendi.
Hún hefur verið í stjórn Kven-
félags Hallgrímskirkju og átt
mikinn þátt í útvegun orgelsins
til kirkjunnar. Hún er nú gjald-
keri iíknarsjóðs Hallgrímskirkju.
Margir ágætismenn hafa setið
að Odda á liðnum tímum. En
óhætt er að fullyrða, að þau
prestshjónin, frú Anna og séra
Erlendur, skipa virðulegan sess
meðal þeirra.
Ég árna hinni sextugu sæmd-
arkonu og fjölskyldu hennar
allra heilla.
íiizur Bergsteinsson-
ann var hún fáein ár við verzl-
unarstörf, unz hún giftist 6. júlí
1918 og fluttist að Odda.
Þá er farið er um Rangárvelli,
blasir við sunnarlega í héraðinu
hið reisulega höfðingjasetur
Oddi, sem stendur á hvol á slétt-
unni og ber yfir umhverfið.
Ókunnugur vegfarandi leitar
þegar frétta um stað þenna, svo
ber hann af. En staðurinn tekur
á sig enn glæsilegri mynd vegna
þeirra menningarerfða, sem við
hann eru tengdar. Þangað hefur
jafnan valizt fólk, sem sett hefur
sitt mark á menningarsögu vora.
Prestshjónin séra Erlendur Þórð-
arson og hin glæsilega frú hans,
Anna Bjarnadóttir, komu að
Odda 1918 og dvöldust þar í 28
ár. Þau héldu með miklum sóma
uppi reisn hins fornfræga stað-
ar. Séra Erlendur er í hópi mestu
kennimanna landsins. Honum
voru falin í héraði öll þau trún-
aðarstörf, sem kostur var á. Ungt
fólk sótti til Odda og naut ágætr-
ar tilsagnar hans. Sumir bjuggu
sig þar undir gagnfræðaskóla,
aðrir lásu þar undir prof í efri
bekkjum menntaskólans.
Frú Anna Bjarnadóttir var
mjög ung að árum, er hún tók við
bústjórn á hinu stóra höfðingja-
setri. Þótti mikið hlutverk vera
lagt á herðar svo ungri konu.
En henni fór starfinn svo vel úr
hendi, að aðrar konur leituðu
fyrirmyndar, þar sem hún var.
Hún setti svipmót menmngar á
hið stóra heimili.Með tiginmann-
legri mildi sinni og trygglyndi
ávann hún sér aðdáun og vuð-
ingu heimilisfólks, nemenda og
allra, sem að garði bar. Hún er
söngelsk og stundaði töluvert
hljóðfæraleik. f héraðinu beitti
h.ún sér fyrir ýmiss konar félags-
starfsemi, er til heilla horfði, svo
sem góðtemplarareglu. í öllum
greinum hefur hún staðið við hlið
manns síns í gagnlegum störfum.
Var Oddi því sannkallað menn-
ingarsetur í tíð þeirra hjóna. —
Dvölin í Odda varð þáttaskil í lifi
margra nemenda, er þangað sóttu.
Bera þeir þakklátan hug til
þeirra prestshjónanna og votta
frú Önnu virðingu sína á þessum
merkisdegi í lííi hennar.
Þau frú Anna og séra Erlend-
ur eignuðust tvær dætur. Eldri
dóttirin, Anna, er gift Daníel
Ágústínussyni, bæjarstjóra á
Akranesi, og sú yngri, Jakobína,
er gift Árna Jónssyni bifreiðar-
stjóra, Hellulandi.
j ’ Árið 1946 fluttust þau prests-
! hjónin til Reykjavíkur, enda voru
-þá báðar dætur þeirra giftar og
Áttrœð í dag:
Guöbjörg Sigmundsdóttir
í DAG, þann 5. apríl, á Guðbjörg
Sigmundsdóttir frá Hólakoti á
Reykjaströnd áttræðisaímæli. —
í tilefni af því vil ég senda henni
heillaóskir, sem ég leyfi mér að
fullyrða, að margir hér heima
í SkagaTirði, taka undir, því að
hér á hún margt góðra vina, enda
hefur hún dvalizt hér lengstum
ævi sinnar, eða allt þangað til
hún flutti tii Akureyrar fyrir
fáum árum til Jóhönnu dóttur
sinnar og býr þar nú hjá henni
að Klettaborg 2. Veit ég, að hún
mun sitja þar í glaðra góðra vina
hópi, sjálf glöð og hress, þrátt
fyrir háan aldur. En glaður, hress
andi blær hefur ávallt fylgt Guð-
björgu á langri ævi hennar og
hefur þó margt á dagana drifið,
sorgaratburðir ekki síður en
gleðistundir. Táp hennar, lífsfjör
og þrek hefur aldrei brugðizt
henni og trú hennar hefur verið
henni öruggur styrkúr. Það var
þetta, sem bjargaði henni, þegar
erfiðleikarnir steðjuðu að, fátækt
vegna mikillar ómegðar og barna
missir. Þyngstur mun hafa verið
henni sá, er sonur hennar, Bjarni
Sigurðsson, hinn kimni formaður
og sægaarpur, fórst ásamt allri
skipshöfn sinni í mannskaðaveðr-
inu mikla þann 14. desember
1935. Fórst þá einnig bróðir Guð-
bjargar. Munu margir mionast
þess, hve vel hún bar þá harma.
Þótt ég hafi minnzt hér hinna
stóru átaka, vil ég ekki síður geta
þess, að lífið hefur veitt Guð.-
björgu margvíslega gleði og gæfu.
Minnist ég þá fyrst og fremst
bónda Guðbjargar, Sigurðar
Sveinssonar, hins prúða og starf-
sama heimilisföður og um leið
greinda og glaða manns, sem
margir sóttu góðar skemmti-
stundir til. Þau hjón bjuggu á
ýmsum bæjum á Höfðastiönd,
lengst, að ég hygg, að Mannskaða
hóli, áður en þau fluttu að Hóla.
kotL En þaðan fluttust þau til
Sauðárkróks. Sigurður er nú lát-
inn fyrir allmörgum árum. Ég
minnist líka barna þeirra Sigurð-
ar og Guðbjargar. Þau lærðu
snemma og vinna og vera styrk-
ur heimilinu. Hjá þeim nuíu for-
eldrarnir athvarfs í ellinm og hjá
þeim á hin aldraða móðir áreið-
anlega hlýtt og gott ævikvöld. —
Einkadótturinnar hef ég áður
minnzt. Sex synir Guðbjargar eru
á lífi, þrír á Sauðárkrók, Gúð-
jón, bakarameistari og forseti
bæjarstjórnar, Maron og Pálmi,
og þrír í Reykjavík, Guðvarður,
kaupmaður, Höskuldur, leikari
og Sigmundur.
Gamall vinur á SauðárkrókL
:: bridge ::
ÚRSLIT í 5. umferð í Reykja-
víkurmótinu urðu þessi: Sigur-
hjörtur Pétursson vann Stefán
Guðjohnsen 60:41. Ólafur Þor-
steinsson jafnt Vigdís Guðjóns-
dóttir 46:45. Hörður Þórðarson
vann Hjalta Elíasson 61:42. Ás-
björn Jónsson vann Hilmar Guð-
mundsson 60:33.
Að 5 umferðum loknum er röð
sveitanna þessi:
1. Sigurhjörtur Pétursson 9 stig
2. Hörður Þórðarson 7 stig
3. Asbjörn Jónsson 6 stig
4. Ólafur Þorsteinsson 5 stig
5. Stefán Guðjohnsen 4 stig
6. Hjalti Elíasson 3 stig
7. Hilmar Guðmundson 3 stig
8. Vigdís Guðjónsdóttir 3 stig
6. umferð verður spiluð í Breið
firðingabúð í dag og hefst kl.
2. — 7, og síðasta umferð verður
spiluð á morgun í Breiðfirðinga-
búð og hefst kl. 2 og spila þá
sveitir Sigurhjartar og Harðar
saman.
Nýlega er lokið í Bandaríkj-
unum svonefndri Venderbilt-
keppni og bar sveit John Craw-
ford sigur úr býtum. Aðrir í sveit
Crawfords eru Jay Becker,
George Rapee, Tobias Stone,
Sidney Silodor og Norman Kay.
Ákveðið er að þessi sveit spili
fyrir Bandaríkin á Olympíumót-
inu svonefnda, sem fer fram í
Róm í apríljnánuði 1960. Sveit
Crawfords sigraði í úrslitaleikn-
um, sveit Charles Groen, en auk
Gorens voru í þeirri sveit þau
Helen Sobel, Howard Schenken,
Harold Ogust, Peter Leventritt
og Poul Hodge.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 96., og 97. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1958, á hluta í húseigninni nr. 20 við Háteigsveg,
hér í bænum, eign Ingólfs Petersen, fer fram, eftir
kröfu Hauks Jónssonar hdl., Gunnars Þorsteinssonar
hrl., og Þorvaldar Lúðvíkssonar hdl., á eigninni sjálfri,
föstudaginn 10. apríl 1959, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetinn í Beykjavík.