Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUISRLAÐÍÐ Sunrwdaeur 5. aprfl 1959 Heimilisguðrœknina á íslandi verður með einhverju mófi að byggja upp að nýju Mannlíf nútímans þarfnast kyrrlátra staða, sem menn gefa leitað til sér til sálubótar Samtal við hinn nýkjörna biskup, séra Sigurbjörn Einarsson prófessor ÞAÐ var erilsamt á heimili hins nýkjörna biskups, séra Sigur- bjamar Einarssonar, prófessors, og frú Magneu Þorkelsdóttur, konu hans, þegar Mbl. heimsótti þau s.l. föstudag. Gestir komu og fóru, 3 sóknarprestar utan af Iandi voru staddir þar, og að lok- um kom eins árs gömul dóttur- dóttir prófessorshjónanna í heim sókn. Litlu hlýlegu stofurnar á Freyjugötu 17 voru fullar af blómum og heillaóskum, sem hin um nýkjörna biskupi og fjöl- skyldu hans höfðu borizt frá starfsbræðrum, vinum og vanda- mönnum. En mitt í önn dagsins gefst þó tækifæri til þess að ræða við séra Sigurbjörn um biskupskjörið og framtíðina. Þar býður enginn sig fram — Hvað myndir þú vilja segja um þessar biskupskosningar, sem nú er nýlokið? — Fyrst það, að biskupskosn- ingar eru öðru vísi en allar aðrar kosningar. Þar býður sig enginn fram. Enginn maður sækir held- ur um stöðuna. Aðeins prófkjör ið, sem fer fram meðal prestanna í undan sjálfri biskupskosning- unni er til viðmiðunar og leið- beiningar um það, hverjir komi til greina. — Skiptast menn ekki í trú- tnálaflokka innan íslenzku kirkj- unnar? — Sú flokkaskipting, sem hef ur gætt nokkuð innan kirkjunn- ar eftir trúmálastefnum undan- farna áratugi, virðist nú vera að riðlast. Þarf það ekki að koma neinum á óvart. Þau viðhorf, sem mótuðu þann stefnumun í þá mynd, sem hann hefur haft hér á landi, eru að mörgu leytibreytt eða úr sögunni. Ný og gömul guðfræði Það er talað um gamla og nýja guðfræði, en öll lifandi guð fræði er alltaf ný. Guðfræði er hugsun kirkjunnar. Sú hugsun er því aðeins lifandi, að hún hafi mið af líðandi stundu, en sé jafn- framt runnin frá þeirri lífslind, sem kristin trú er sprottin frá og viti örugglega til þess uppruna síns og eðlisraka. — Hver myndi vera talinn mun urinn á gamal-guðfræði og ný- guðfræði? — Ég álít að þessi skipting, eins og hún er í hugum almenn- ings, eigi við lítil rök að styðjast, eins og viðhorfin í guðfræði eru í heiminum í dag. Og ég vil segja, að biskupskjörið hafi ekki farið eftir þessum gömlu stefnumið- um að þessu sinni. Ég tel ekki neinn sérstakan flokk í trúmálum standa á bak við kosningu mína. Kirkjan nýtur velvildar þjóðarinnar — Hvert er álit þitt á íslenzku kirkjulífi í dag? — Kirkjan á íslandi nýtur í dag velvildar og virðingar alls þorra þjóðarinnar, bæði sakir sögu sinnar og erfða, og sakir málstaðar síns. íslenzkt mannfé- lag verður ekki sakað um það, eins og stendur, að það vilji ekki hlynna að kirkjunni. En á hinn bóginn, þá er það auðsætt, að henni hafa borizt að höndum mörg erfið vandamál vegna um- byltinga í þjóðlífinu. Kirkjan hefur nú á s.l. 40 ára skeiði borizt inn í heim, sem er algerlega nýr. Allt hennar skipu lag, sem hefur gróið í rás ald- anna, var á sinni tíð meistara- verk til sinna nota og miðað við þær aðstæður, sem þá voru. Það er mótað við þjóðfélagsaðstæður, sem voru allt aðrar en nú eru ríkjandi. Við þessum breytingum hefur kirkjunni ekki unnizt tóm til að snúast. Þróunin hefur verið ör. Kirkjan var prýðilega skipulögð í hinu gamla, íslenzka bænda- þjóðfélagi. Nú er bæjarmenning ríkjandi hér að meira og minna leyti. Keykjavík er t.d. orðin svo fjölmenn, að þótt prestaköll séu hér mörg, eru þau þó svo stór og fjölmenn hvert um sig að með núverandi skipulagi verður með engu móti komið við æskilegri, kirkjulegri þjónustu. í kirkjulegu tilliti ríður fyrst og fremst á því, að kirkjan verði ekki viðskila við þjóðlííið, þar sem þróun þess fleygir örast fram. Víðtækt æskulýðsstarf — Hver eru nærtækustu verk- efnin á sviði kirkjumála og kristnihalds? — í öllu andlegu starfi er það | ævinlega svo, að miða þarf við ] hina uppvaxandi kynslóð, muna ) eftir því að hún á að erfa landið. Sú hreyfing, sem tapar æskulýðn um, hefur misst af framtíðinni. HéT í Reykjavík hefur verið unnið ómetanlegt æskulýðsstarf fyrir forgöngu séra Friðriks Friðrikssonar og undir merkjum hans. Það starf verður seint full þakkað. Nú er verið að hefjast handa um víðtækara æskulýðs- starf á vegum þjóðkirkjunnar. Kirkjan er svo heppin að hafa þar ágætan forgöngumann, sem er séra Bragi Friðriksson. Næstu árin ríður mjög mikið á því, að jákvætt og lífrænt æsku- lýðsstarf verði skipulagt um land ið allt. Til þess þarf kirkjan að hagnýta sér áhuga og starfs- krafta leikmanna í miklu ríkara mæli en verið hefur. Lifið í henni er Kristur sjáifur Leikmannaþjónustu þyrftum við náttúrlega að hafa á fleiri sviðum. íslenzka kirkjan hefur eiginlega verið prestakirkja í of ríkum mæli, þannig að prestur- inn hefur einn átt að bera hita og þunga hins kirkjulega starfs. En það samsvarar því að allir limir mannslíkamans væru gerð- ir óvirkir nema einn! Kirkjan er ] í eðli sínu nokkurs konar líkami. j Nýja testamentið kallar hana j líka líkama Krists. Lífið í henni . er Kristur sjálfur og andi hans. j En við mennirnir erum líkaminn, j og því aðeins er sá líkami eðli- j legur að limirnir starfi saman ; hver með öðrum. Þannig þarf I kirkjan að líta á sjálfa sig. Það er svo verkefni hvers tíma að finna þau form, sem samsvara þessu. Áður fyrr var kirkjan á íslandi að verulegu marki leikmanna- kirkja, þó menn geri sér það ef til vill ekki ljóst. Prestur- inn var auðvitað sá sjálfsagði and ^ legi leiðtogi og sóknarkirkjan andleg miðstöð á hverjum stað. En jafnframt var að heita má l hver húsbóndi prestur á sínu I heimili, samkvæmt Lúherskri ! hugsjón. Hann hafði daglega guð- j ræknisstund með heimilisfólki I sínu og annaðist kristilega upp- fræðslu ungmenna á heimilinu undir eftirliti prestsins. Það sem hrunið hefur með heimilisguðrækninni á íslandi verður með einhverju móti að byggjast upp að nýju. Það er mikið verkefni. Hinir fornu biskupsstólar — Hvert er álit þitt á stöðu hinna fornu biskupsstóla að Hól- um og í Skálholti innan íslenzku kirkjunnar í dag? — Kirkjan býr að stórum og helgum erfðum. Það er nauðsyn- legt fyrir hana að hagnýta þær erfðir. Hún má aldrei lifa í for- tíðinni, en hún á að láta fortíðina frjóvga sitt nútíma líf. Gömlu biskupsstólarnir hafa yfir sér þann blæ og þá helgi sem kirkjunni ber að notfæra sér, sjálfrar sín og þjóðarinnar vegna. Okkur vantar andlegar miðstöðvar, helgisetur, sem séu þannig búin að mönnum og öðru að þangað sé eitthvað verulegt að sækja í andlegu tilliti. Við höf- um ekki klaustur í okkar kirkju. En ef til vill er tími til þess kom inn að hún reyni að hagnýta sér eitthvað af því, sem verðmætt er í hugsjón klaustranna. Mannlíf nútímans þarfnast einhverra kyrrlátra staða, sem menn geta leitað til sér til sálubótar. Nágrannaþjóðir okkar og fleiri þjóðir hafa á undanförnum ár um skapað sér slíkar miðstöðvar. Norðmenn eiga til dæmis kirkju- lega akademíu, þar sem menn koma saman til að ræðast við um hin margvíslegustu, vanda- mál. Slíkar stofnanir geta verið ómetanlegar. íslenzk prestaefni þyrftu að geta dvalizt á slíku helgisetri um nokkurt skeið, áður en þau taka A heimili hins nýkjörna biskups. — Séra Sigurbjörn Einars- son og frú Magnea Þorkelsdóttir. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) vígslu, og bæði prestar og leik- menn í kirkjulegu starfi myndu hafa mikið gagn af að dveljast þar endrum og eins, sér til and- legrar uppbyggingar og örvunar. Báðir hinir fornu biskupsstólar bíða eftir slíku hlutverki, og ef til vill öðrum meiri. Biskupsvígsla í júní — Hvenær er gert ráð fyrir að biskupsvígsla fari fram? — Það hefur ekki verið ákveð- ið, en sennilega fer hún fram í júní-mánuði í sambandi við syno dus. Ég vil að lokum, segir séra Sigurbjörn Einarsson, þakka þeim fjölda fólks, sem sýnt hefur okkur hjónunum óræk vináttu- merki á þessum tímamótum. Þau hafa styrkt kjarkinn á ómetan- legan hátt, til þess að ganga út á þá braut, sem framundan er. F.n enginn veit, hvað á henni bíður. S. Bj. Hæstaréttardómur; Tókst ekki að stöðva fólksflutninga V.V.S. í HÆSTARÉTTI er fyrir nokkru genginn dómur í máli sem ákæru valdið höfðaði gegn Ragnari Jónssyni framkvæmdastjóra Verzlunarfél. V-Skaftfellinga, en mál þetta reis út af farþegaflutn ingum félagsins, eftir að sérleyf- ið hafði verið tekið af félaginu og veitt kaupfélaginu þar. Eins og kunnugt er af fyrri blaðaskrifum, var það Eysteinn Jónsson, samgöngumálaráðh. V- stjórnarinnar er misbeitti valdi sínu þannig þvert ofan í einróma meðmæli skipulagsnefndar fólks flutninga um að veita Verzlun- arfél. V-Skaftfellinga áfram sérleyfi. Það var og fyrir tilstilli Ey- steins Jónssonar að mál var höfðað gegn Ragnari Jónssyni vegna ferða bifreiðar Verzlunar- félagsins á leiðinni Vík—Reykja- vík. Þau urðu málalok í héraði og fyrir Hæstarétti að Ragnar Jónsson var sýknaður af aðal- þætti ákærunnar. Forsaga þess máls er í stuttu máli á þessa leið: Árið 1952 fékk Verzlunarfél. V-Skaftfellinga ásamt Brandi Stefánssyni, Vík í Mýrdal, og Kaupfélagi Skaftfellinga, sama stað, sérleyfi til að halda uppi farþegaflutningum á leiðinni V ík—Rey k j avík. Gildistíminn var, lögum samkvæmt, fimm ár. Árið 1955 keypti Verzlunarfélag Vestur-Skaftfellinga nýjan bíl. Var bíll þessi með vörupalli og stýrishúsi, er rúmaði þrjá menn. Bíll þessi ber skrásetningarnúm- erið Z-7. Árið 1956 var ákveðið að byggja yfir bílinn Z-7 farþega rými fyrir 12 menn. Var ætlun- in að nota bílinn á sérleyfisleið- inni Vík—Reykjavík, en, eins og fyrr getur, hafði félagið sérleyfi á þessari leið að hluta. Bjóst fé- lagið við, að það nyti áfram sér- leyfisins, en sérleyfistíminn rann út í febrúarlok 1957. Félagið sótti í tæka tíð um að fá leyfi til áframhaldandi fólksflutninga á sérleyfisleiðinni. Skipulagsnefnd fólksflutninga mælti einróma með umsókn Verzlunarfélags Vestur-Skaftfellinga, en leikar fóru hins vegar þannig, að veit- ingavaldið veitti Kaupfélagi Skaftfellinga sérleyfið frá 1. marz 1957 og situr Kaupfélagið eitt að því. Ferðum bílsins var þannig hátt að að farið var á milli Reykjavík- ur og Víkur í Mýrdal og Hörgs- lands á Síðu tvisvar í viku. Voru ferðirnar aldrei auglýstar. Sér- leyfishafinn, Kaupfélagið í Vík taldi svo mikil brögð að farþega- flutningum með bíl Verzlunarfé lagsins að hann kærði þá til um- ferðarmálaskrifstofu póstmála- stjórnarinnar, en hún lét eftir- litsmann kanna málið nánar, Var bíllinn stöðvaður fyrir- varalaust í tvö skipti. Eftirlits- maðurinn spurði farþegana sem í bílnum voru hvort þeir hefðu greitt ökumanninum fargjald, en þeir báru að hann hefði ekki krafizt fargjalds og að þeir fengju ókeypis far með bílnum. Við rannsókn málsins aftur á móti fullyrti kaupfélagsstjóri Kaupfél. Skaftfellinga að farþeg- arnir hefðu greitt fargjald flestir hverjir. Hann gat þó ekki rennt neinum stoðum undir þessar full- yrðingar sínar. í forsendum dóms undirréttar segir að það sé ósannað að Verzl- unarfélag V-Skaftfellinga hafi tekið gjöld af þeim sem ferðuð- ust alla leiðina Vík—Reykjavík og því beri að sýkna Ragnar Jóns son framkvæmdastjóra Verzlun- arfélags V-Skaftfellinga. Aftur á móti upplýsti framkvæmdastjór- inn sjálfur, að ökugjald hafi verið tekið í örfáum tilvikum af farþegum sem ferðuðust kafla úr leiðinni á milli Víkur og Reykja- víkur, svo sem venja hafði verið að gera þegar um vörubifreiðar félagsins var að ræða. Með þessu var framkvæmdastjóri hins vegar talinn brotlegur gegn lög- um um skipulag á fólksflutning- um með bifreiðum og var dæmd ur í 1000 króna sekt. Sem fyrr greinir staðfesti Hæstiréttur dóm undirréttar og segir þar m.a. á þessa leið: „Lagaboð þau, er í ákæruskjali greinir, verða eigi örugglega skýrð á þann veg, að refsiverður sé fólksflutningur sá án endur- gjalds, sem lýst er í héraðsdómi. Samkvæmt þessu- og að öðru leyti með skírskotum til for- sendna héraðsdóms ber að stað- festa hann. Eftir þessum úrslitum er rétt samkvæmt 2. mgr. 141. gr. laga nr. 27/1951, að ákærði greiði (6 hluta og ríkissjóður % hluta kostnaðar af áfrýjun málsins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.