Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 12
12 morcvnblaðIð Sunnudagur 5. apríl 195S wgflfttMftMfr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavílt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask.riftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. VÍÐSÝN OG RAUNHÆF FRAM- KVÆMDASTEFNA MÖRKUÐ MA.RGAR af stefnuyfirlýs- ingum Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, þar sem afstaða er tekin til einstakra þátta þjóðmálanna, hafa þegar verið birtar og gerðar alþjóð kunnar. Nokkrar eru enn óbirt- ar, en munu verða birtar á næst- unni. beri að vernda hinn minnimátt- ar fyrir því að vera troðinn undir. Kjarni þessarar stefnu er sá, að sterkir einstaklingar skapi sterkt þjóðfélag, góð lífskjör, gróandi menningu og stöðuga þróun. Með hinni almennu stjórnmála yfirlýsingu Landsfundarins og samþykktum hans í einstökum málum, er stefna flokksins mörk- uð á næstu árum. Þjóðin getur séð það af þessum ályktunum, hvað Sjálfstæðisflokkurinn hyggst fyrir í framtíðinni. Kjarninn í stefnu Sjálfstæðis- flokksins kemur mjög greinilega iram i innganginum að samþykkt landsfundarins um efnahagsmál- in. Þar segir m.a. á þessa leið: „Sjálfstæðisflokkurinn telur hornsteina heilbrigðs þjóðarbú- skapar vera atvinnufrelsi og eignarrétt einstaklinganna, næga atvinnu og félagslegt öryggi. Hann lýsir sig andvígan ofur- valdi ríkisafskipta og telur, að undanfarið hafi verið gengið of langt í íhlutun almannavaldsins um atvinnurekstur og athafna- frelsi. Leggur flokkurinn áherzlu á, að í lýðræðisþjóðfélagi megi aldrei skerða atvinnu- eða við- skiptafrelsi nema brýn félagsleg nauðsyn krefji“. í stjórnmálayfirlýsingu lands- fundarins kemur þessi sama meg instefna fram. í upphafi hennar er komizt að orði á þessa leið: „Grundvallarskoðun Sjálfstæð ismanna er sú, að andlegt freisi og athafnafrelsi einstaklinganna sé fyrsta skilyrði þess að hæfi- leikar og kraftar njóti sin til fulls. Stefna þeirra er að nýta hugvit og orku, sem í einstak- lingnum býr, svo að hann fái frjáls og fjötralaus að njóta sín, þjóðinni allri, sér og sínum til frama og hagsældar. Það er höf- uðstefna Sjálfstæðismanna að at- vinnurekstur sé í höndum ein- staklinga og félaga en ekki hins opinbera". Frumskilyrði farsæls þjóðfélags * Andlegt og efnalegt frelsi ein- staklingsins er þannig höfuð- markmið Sjálfstæðismanna. And stæðingar þeirra í hinum sósíal- isku flokkum rangtúlka þessa stefnu oft þannig, að tilgangur Sjálfstæðismanna sé fyrst og fremst sá að hjálpa hinum sterka til þess að brjóta hinn minni mátt ar undir sig. En í þessu kemur fram grund vallarmisskilningur og blekking. Það er ekki hægt að byggja upp þróttmikið og farsælt þjóðfélag, sem búi einsatklingum sínum og öllum almenningi góð og þroska vænleg lífskjör án þess að ein- staklingar þess séu sterkir og njóti hæfileika sinna og krafta. Það er einmitt meginstefna Sjálf stæðismanna að þjóðfélagið örvi einstaklingana til athafna og styrki þannig þjóðarheildina til þess að njóta árangursins af starfi þeirra. Hins vegar telja Sjálfstæðismenn að þjóðfélaginu Nærtækasta verkefnið Enda þótt örhröð þróun hafi átt sér stað í hinu íslenzka þjóð- félagi s.l. 50—60 ár, fer því þó víðs fjarri að uppbyggingu lands- ins og hagnýtingu auðlinda þess sé lokið. Við erum þvert á móti mjög skammt á veg komnir. Að- eins lítið brot af ræktanlegu landi hefur verið fullræktað. Lítill hluti af virkjanlegu vatns- afli hefur verið beizlaður, jarð- hitinn er ennþá lítt nýttur og þjóðin þekkir naumast til hi iar, hvaða möguleikar aðrir eru ! fólgnir í landi hennar. | En nærtækasta verkefnið i dag er að koma íslcnzkum efnahagsmálum og bjargræð- isvegum á heilbrigðan grund- völl. Jafnhliða þeirri viðreisn verður þjóðin að sameina krafta sína um nýtt landnám, nýja uppbyggingu bjargræð- isvega sinna, nýja sókn fyrir hagnýtingu auðlinda landsins. Þetta verður íslenzka þjóðin fyrst og fremst að gera sér ljóst. Hún verður að komast út úr því öngþveiti, sem vinstri stjórnin leiddi yfir hana í fjárhags- og efnahagsmálum. Verðbólguna og dýrtíðina verður að stöðva. Ella mun hún eyðileggja þann mikla árangur, sem náðst hefur á síð- ustu áratugum í baráttunni fyrir fjölbreyttara atvinnulífi og betri framleiðslutækjum. Áframhald- andi taumlaus verðbólga mundi einnig eyðileggja lánstraust þjóð- arinnar út á við og hindra út- vegum nauðsynlegs fjármagns til margvíslegra þjóðnýtra fram- kvæmda í landinu. Víðsýn og frjálslynd stefna Landsfundur Sjálfstæðisflokks ■ ins markaði stefnuna í öllum helztu framfaramálum þjóðar- innar. Hann ræddi þörf bjargræð isvega hennar og tók afstöðu til vandamála þeirra. í þessum samþykktum Lands- fundarins er á raunhæfan og ábyrgan hátt mörkuð víðsýn og frjálslynd þjóðmálastefna. Með því að vinna að fram- kvæmd þessara ályktana, vill Sjálfstæðisflokkurinn, langsam- lega stærsti og þróttmesti stjórn- málaflokkur landsins, verða þjóð sinni að liði. Hann beiðist nú lið- sinnis allra frjálslyndra manna til þess að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. Hann lofar því ekki að gera allt í einu. Enn hann býðst til þess að veita þjóðinni ábyrga og trausta forystu á grundvelli hinnar raunhæfu stefnuskrár sinnar. Sjálfstæðisflokkurinn skildi kall hins nýja tíma og þjóðin skipaði sér undir merki hans. Enn blasa mikil verkefni við, enn er þörf styrkrar forystu. UTAN IIR HEIMI Bandaríski kafbáturinn „Skate“ hefur að undanförnu verið að sigla undir ísnum í Norður- tshafinu. Fyrir nokkrum dögum var kafbáturinn á sjálfum Norðurpólnum. Sprengdi hann þá með sérstökum tækjum gat á íshelluna og komst upp á yfirborðið. Hér birtist fyrsta myndin af „Skate“ á heimsskautinu. Land sólaruppkomunnar — ferðamannaland Japanir leggja sig í framkróka til þess aclaöa erlenda ferðamenn að landi sínu ÞEIR tímar eru liðnir, er Japan var lokað land, — undir stjórn stríðsóðra hershöfðingja. — Japanir hafa nú sem sagt tekið í hnakkadrambið á sjálfum sér. Þeir eru ákveðnir í því að gera land sitt að ferðamannalandi. ★ Mikið stendur til — og allt skal miðast við það að gera Jap- ani eins vinsæla og kostur er og landið sem mest aðlaðandi og notalegt — fyrir ferða- menn. — Hversu mikið af hinu margumtalaða og lofaða austurlenzka andrúmslofti kann að fara forgörðum við öll þau umbrot, sem fyrir dyrum standa, skal ósagt látið. Burt með auglýsingaspjöldin. Japanir hafa í hyggju að um- bylta öllu í hótelmálum sínum. Hinum sérstæðu japönsku gisti- húsum verður gerbreytt, eða a. m. k. nokkrum hluta þeirra, svo þau hæfi betur kveifarlegum, erlend- um ferðamönnum, og einnig verða byggð sérstök, ódýr gisti- hús samkvæmt vestrænum fyrir- myndum. ★ Ríkið mun halda sérstakri verndarhendi yfir öllum „beit- unum", sem lagðar verða fyrir ferðamennina, t. d. mun það friða alla fagra og merka staði í grennd við aðalumferðarleiðirnar. — Ákveðnum tilmælum hefur verið beint til fyrirtækja um að rífa niður hin misfögru auglýsinga- spjöld, sem hvarvetna er raðað meðfram helztu umferðaræðum. Og loks hefur verið ákveðið, að þeir vegir, sem helzt má ætla, að ferðamenn fari um, sitji fyrir um endurbætur samkvæmt fimm ára áætlun um vegabætur, sem gerð hefur verið. Ferðamannaskrifstofa i París. Flugvellirnir við Tókíó og Osaka verða stækkaðir, til þess að þotur geti lent þar með hægu móti. Skemmtiferðaskip verða endurbætt samkvæmt kröfum tímans, og lystisnekkjur, sem eiga að flytja ferðamenn með strönd- um fram, verða endurbyggðar að miklu leyti. Lestir og sporvagnar verða einnig gerðir upp og „inn- réttaðir" eftir smekk útlending- anna. — ★ Einn helzti liðurinn í þessari sókn Japana inn í nýja tímann, ef svo mætti segja, er stofnun ferðaskrifstofu í París, en auk þess verður japönskum ferða- mannabæklingum dreift víðs- vegar um heim, og verður því að sjálfsögðu lýst þar með hinum fegurstu orðum, hve dásamlegt sé að heimsækja hið litríka land sólaruppkomunnar. ★ I söfnum og öðrum opinberum byggingum verða sett upp spjöld með ensku lesmáli við hliðina á þeim japönsku, til upplýsingar fyrir útlendinga. — Það eru einkum bandarískir ferðalangar, IVAR ORGLAND sendikennari heldur fyrirlestur í 1. kennslu- stofu háskólans kl. 8,30 á mánu- Tor Jonsson. sem nú um stundir sækja Japani heim. Venjum breytt. Nú — Jápanir gleyma ekki heldur að líta í eigin barm. — japanskar siðvenjur eru býsna flóknar, og satt að segja hið mesta völundarhús fyrir ókunnuga. — Allir skulu vera svo yfir máta kurteisir, að ókunnugir ferða- langar komist varla hjá því að „vera ókurteisir" við annað hvort fótmál — að dómi gestgjafanna — þótt þeir teljist hinir háttvis- ustu menn í heimalandi sínu. ★ Þetta hafa Japanir gert sér ljóst, og því hefur stjórnin ákveð- ið, að hinar ströngu siðareglur og kurteisisvénj ur skuli ekki gilda í samskiptum við erlenda ferðamenn. ★ Það má með sanni segja, að stöðugt birtast nú teikn þess, að Japanir hafa ótrauðir tekið í út- rétta hönd hins nýja tíma — og láta óðum aldagamlar erfðavenj- ur lönd og leið. dagskvöld og talað um Tor Jons- son og skáldskap hans. Tor Jonsson (1916—1951) er tví- mælalaust eitt af beztu ljóðskáld- um Norðmanna á þessari öld. Hann gaf út fjórar ljóðabækur, og heildarútgáfa af kvæðum hans kom út 1956. Hann er í senn. uppreisnarmaður við umhverfi og samfélag og viðkvæmt og list- rænt ljóðskáld. I ljóðum hans sameinast gamalt og nýtt, en þar gætir mikillar hugkvæmni og djúprar tilfinningar. Tor Jonsson var fátækur sveitadrengur að ætt og uppruna, einmana og leitandi, en sagði þröngum kjörum stríð á hendur og hóf nýtt merki á loft Jafn- framt var hann heimsborgari í hugsun og afstöðu. Hann er nú af öllum talinn eitt af merki- leguiilu og sérstæðustu Ijóðskáld- um Noregs. öllum er heimill aðgangur. FýrMesiur um eltt sérkenni- legustu Ijóðuskúld Noregs í Háskólanum annað kvöld kl. 8,30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.