Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVTSBL ÁÐU5 Sunnudagur 5. apríl 1959 Leikkonan Elízabeth Xaylor hefir snúizt til Gyðingatrúar. Hún er uppalin í mótmælenda- trú, en mun um all langt skeið hafa haft í hyggju að skipta um trú. Mike Todd, eiginmaður hennar, sem fórst í flugslysi á s.l. ári var Gyðingur, og söngvar- inn Eddie Fischer, sem Elízabeth kvað ætla að giftast á næstunni er einnig Gyðingur. Allir, sem þekkja vel til í Bandaríkjunum, vita, að þar er gefin árlega út svokölluð sam- kvæmisskrá, nokkurs konar „blá DÓk“ um sam- kvæmislífið. Það þykir mjög eftir sóknarvert a ð komast í „bláu bókina". Hins vegar mun fáum vera kunnugt um það, að gef- in er út Alþjóða samkvæmisskrá, svo að Bandaríkjamenn á ferða- lagi geti áttað sig á því, hvort Þeir eru með „fínu fólki“ eða ekki. Maður að nafni Blackwell tek ur saman og gefur út bók þessa. Hann hóf útgáfu þessarar bókar fyrir löngu, og honum hefir þeg- ar græðzt mikið fé á útgáfu henn ar. Árgangur 1959 er nýlega kom inn út, og þar gerir útgefandinn nokkra grein fyrir því, hvaða reglum hann fylgir, er hann vel- ur fólkið í bláu bókina sína: — Rainier, fursti af Monaco, er með, en eingöngu af þvi að hann er kvæntur Grace Kelly. Markgreifinn af Milford-Haven er ekki með, en fyrrverandi vin- kona hans Eva Bartók er nægi- lega fræg og umdeild til að fá að fljóta með. Ég hefi einnig tek- ið jazzpíanóleikarann Robin Dou- glas-Home með vegna skipta hans við sænsku hirðina, og ég er ánægður yfir því, að ég skyldi einnig hafa rúm fyrir lafði Dock- er. Hún er nú mikið umtöluð vegna gimsteinafúlgunnar, sem stolið var frá henni. Það má kannski segja, að ég sé ósvífinn í vali mínu, en það verður nú svo að vera. Það er óneitanlega ærið vafa- söm upphefð að lenda í „bláu bókinn'“ hans Blackwells. Charles Chaplin hefir miklar áhyggjur af syni sínum Syd. Hann var fyrir skömmu trúlof- 1,1 SKÁK SKÁKÞINGINU lauk á annan í páskum, og hafði þá staðið frá 21. marz. Sú nýbreytni, sem var tekin upp á skákþinginu 1957, að halda mótið um páskahelgina hefur gefizt mjög vel og aukið á vinsældir mótsins hjá öllum þorra skákmanna og skákunn- enda. Mér tókst að verja titil minn án þess að komast í veru- lega hættu af aðsókn Ingvars Ás- mundssonar, sem kom úr sveita- sælunni á Laugarvatni til þess að leiða saman hesta sína við ryk- ugan borgarlýð. Landsliðið er nú skipað eftirtöldum mönnum. 1. Ingi R. (10), 2.—3. Ingvar og Ingimar (&V2), 4.—5. Benóný og Halldór (6%), 6. Ólafur Magnús- son (6), 7. Kári (5), 8. Þórir Sæm. (4). Vinningar keppenda úr mót- inu eru innan sviga. Úr landsliði falla 9. Jón Kristjánsson (3V2>, 10. Haukur Sveinsson (3), 11. Jón Guðm. (3), 12. Reimar (IV2). Áhorfendur voru margir á hverri umferð og fylgdust með gangi keppninnar af miklum áhuga, en skákstjórn og mótstjórn fórst þeim Árna Jakobssyni og Gísla ísleifssyni prýðilega úr hendi miðað við hinar frumstæðu að- stæður. Hvítt: Benóný Benediktsson Svart: Ingi R. Jóhannsson Sikileyjar vörn 1. e4, c5; 2. g3 Ónákvæmur leikur, sem gefur svörtum tækifæri til þess að jafna taflið. Ef hvítur vill staðsetja Bfl á g2 er betra að leika fyrst 2. Re2. 2. — d5!; 3. Rc3 dxe4; 4. Rxe4, e5; Ef til vill er 4. — Bd7! sterkari leikur. T. d. 5. Rc5?, Bc6; 6. f3. Þvingað e5 og svartur hefur mikla möguleika fyrir peðið. Eða 5. Rc5 (Ekki 5. Bg2? vegna Bc6 og hótar f5. 5. — Bc6; 6. Rf3, g6; 7. Bg2, Bg7 ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 7.-c 4! og svarta staðan er betri. 5. Bg2, Rc6; 6. d3, Be7; 7. Re2, c4!; 8. dxc4(?) Skárra var 8. 0-0. Eftir hinn gerða leik fær svartur frum- kvæðið fyrir peðið. 8. — Dxdlj- 9. Kxdl, Be6; 10. Rd2 Önnur leið er hér 10. b3, 0-0-Of; 11. Bd2, f5; 12. Rc3, Rf6; með flókinni stöðu. 10. —, 0-0-0; 11. Bxc6 Til álita kemur 11. b3 11. — bxc6; 12. Kel, Bf5! Sterkur millileikur sem tek- ur af Re2 reit og lokar útgöngu- leið Bcl í gegnum b2 13. c3, Rf6; 14. b4, Hd7; 15. f3, Hhd8; 16. h4, Bd3; 17. Kf2, c5; 18. a3, Bxe2; aður hinni álitlegu leikkonu og ballettdansmey Noélle Adams. Síðan fór hann flugleiðis heim til Bandaríkjanna og trúlofaðist June Holliday, sem hann hafði einnig verið trúlofaður, áður en Noélle varð á vegi hans. Nú hefir Syd Chaplin hitt danska stúlku, Merete Ströyberg að nafni, og er hann sagður vera mjög ástfanginn af henni. Merete er systir Anettu Ströyberg, sem er gift franska kvikmyndaleik- stjóranum Vadim Enska leikkonanVivian Leigh, eiginkona Sir Laurence Olivier, er 45 ára að aldri og orðin amma. Það vakti því mikla athygli, er hún kom fram fyrir nokkru í brezka sjónvarp inu í hlutverki tvítugrar stúlku í gamanleik Thorton Wilders „Á yztu nöf“. 19. Kxe2, Hd3; 20. Rbl Ömurleg örlög fyrir stoltan riddara 20. — e4!; 21. Be3, exf3f 22. Kxf3, Rg4; 23. Hel Engu betra var 23. Kxg4, Hxe3 og Hd3. 23. — Hxe3f; 24. Hxe3, Rxe3; 25. Rxe3, Hdl! Hvítur er nú bjargarlaus. 26. b5, f5; 27. a4, Bd6; 28. Kf2, Be5; 29. Kg2, g6; Ef 29. — Bxc3: 30. Ha3, Bb2; 31. Hb3, Hxbl; 32. a5, Kb7; 33. Kg2 og svartur þarf að tefla nákvæmt til þess að vinna. 30. a5, Kb7; 31. a6f, Kc7; 32. Kf2, h6; 33. Ke2, Hhl; 34. Kd3, Bxg3; 35. Kc2, f4; 36. Ha2, Bel! Skemmsta leið til vinnings. 37. Kd3, f3; 38. Rd2, f2; 39. Hal, Hgl!; 40. Hbl Hvítur átti engan leik til bjargar. 40. — Bxd2; 41. gefið. ★ ABCDEFGH HöOundur Chr. Bandelow Hvítur mátar í 5 leikjum. Skákþrautir Lausnin á hinni hörkugóðu þraut S. Loyd er 1. Bb5!!, a) axb5 2. Dfl!, Kxe5; 3. Df6t! Kf4 eða f5 4. Dxc3 mát. 1. — b) Bh3; 2. Bd8!!, Bf5; 3. Bg3, Bxg3; 4. Dg4 IRJóh. í FYRRA var mikið talað um ástarævintýri þeirra Robins Dou- glas-Home og Margrétar Svía- prinsessu. Robin fór á biðilsbux- unum til Svíþjóðar, en sú ferð varð ekki til fjár. Var ýmsukennt um, en margir héldu því fram, að Sibylla prinsessa, móðir Mar- grétar, hefði verið mjög andvíg þessum ráðahag. Og Robin fór heim aftur og hélt áfram að starfa á auglýsingaskrifstofu og leika á píanó. Nú hefir Robin trú lofast Söndru Pauls, sem er að- eins 18 ára gömul. Þau ætla að gifta sig í júlí í sumar. Trúlofun- in var innsigluð með hring með roðasteini — þess má geta, að 12 smágimsteinar eru greyptir i hringinn umhverfis roðasteininn. Sandra brosir og Robin er ham- ingjusamur. Nú hefir hann eign- azt sína „prinsessu", þó að ekki renni blátt blóð í æðum hennar. Sandra er sýningarstúlka að at- vinnu. Sænska leikkonan May Britt Nilson þykir sérkennileg og falleg kona. Það hefir nú verið ákveðið, að hún leiki hlutverk Lolu Lolu í Bláa englinum, sem á að kvikmynda að nýju í Holly- wood á næstunni. Þetta hlutverk færði Marlene Dietrich á sínum tíma frægð og frama, löngu áður en May Britt var fædd. Myndin, sem hér fylgir með sýnir May Britt búa sig undir að feta í fót- spor Marlene Dietrich. Sennilega heilsar engin kona í heiminum jafnmörgu fólki með handabandi og Elizabeth Eng- Yfirleitt er hún alltaf með hanzka, þegar svo ber undir en þótt undarlegt sé, virðast ljósu hanzkarnir henn ar alltaf vera jafnhreinir. Ástæðan er sú, að hún hefir alltaf með sér .a.m.k. sex pör af hÖnzkum, sem ein af hirðmeyjum hennar geym ir í handtösku sinni. Þegar á þarf að halda, afhendir hún drottn- ingunni hreina hanzka, svo lítið ber á. Eins og kunnugt er, býr Ernest Hemingway á Kúbu. Fidel Castro hefir ákveðið að hækka skatta til mikilla muna til að geta komið ýmusm umbót- um í fram- kvæmd. Um t í m a óttaðist Hemingway, að hann gæti ekki staðið u n d i r þessum auknu álögum, en þá hljóp á snærið fyrir honum, og nú eru allar horf ur á því, að hann geti staðið í skilum við Castro! Hann hefir selt fyrirtæki nokkru í Hollywood sjónvarps- réttinn á skáldsögunni Hverjum klukkan glymur. Fyrirtækið gaf hálfa milljón dala fyrir sjónvarps réttinn, og mun það vera algjört met! Þegar er hafinn undirbúning- ur að sjónvarpssýningunum, og Maria Schell, sem nú nýtur mik- illar hylli í Bandaríkjunum, fer með hlutverk Maríu. í fréttunum landsdrottning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.