Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 16
16
MORGVNBLAfílÐ
Sunnudagur 5. apríl 1959
~ Stór kona
Framh. af bls. 15
Kg horfi til skiptis á skáldið og
konuna hinu megin við borðið.
Enn kunna menn að slá eldi í
björtu. Nú erum við öldungis
ekki fáir, fátækir smáir aum-
ingjar á hjara heims. í kvöld
erum við mörg og rík. Við erum
stórauðug þjóð og eigum Davíð
Og Jóhönnu.
Skartklæði falla í skugga.
Æskuljómi ungra manna og fag-
urra kvenna hverfur í þoku.
Virðulegir kjólklæddir heiðurs-
menn fara sömú leið.
Stöku sinnum ætti að skrifa
-orðið maður með stórum stöf-
um einvörðungu.
— ★ —
Hrifningarstund — fagnaðar-
nótt — harmatár. Silfurhærður
skáldjöfur minnist móður sinn-
ar. — Barn fæðist. — Ástvinur
deyr. Snautt væri lif án snort-
inna hjartna. — Móða líður fyrir
sjónir.
Andartak skynja ég aðeins
tvennt. — Það er skáldið og kon-
an. —
— ★ —
Enn líða mánuðir, eða gerðist
það e. t. v. áður? Tímatal og
atburðaröð getur haggast í
minni. Ég sit hér heima í stofu
minni og hlusta á útvarpið.
Jóhanna Friðriksdóttir er að
tala. Frásögn hennar er fróðleg,
og grípur athygli hlustandans
föstum tökum. Málið er fagurt,
tUngutakið hreint. Þessi kona
kann tungu feðra sinna. Hún
getur uppgerðarlaust tekið und-
ir með Einari Benediktssyni í
lokaerindi íslandsljóða:
„Ég elska þig, málið, undurfríða,
og undrandi krýp að lindum
þínum.
Ég hiýði á óminn bitra, biíða,
brimhljóð af sálarkvölum
mínurn."
Margar safarikar greinar hafa
vaxið á harðgerðum íslenzkum
meiði.
— ★ —
Ferðaskrifstofan fer í
sumar 7 utanlandsferðir
Nokkrum dögum seinna bar
fundum okkar Jóhönnu saman í
búð við Leifsgötu. Ég notaði
tækifærið, þakkaði henni fyrir
útvarpserindið og bætti við:
„Mættum við fá meira að
heyra?*' — Hún svaraði: „Þá
verðið þið, sem kunnuð að meta
þetta að láta frá ykkur heyra.“
Nú minnist ég orða hennar
með tiæga. Aldrei hafði ég mann-
rænu í mér til að koma ósk
minni á framfæri.
Jóhanna Friðriksdóttir hefur
án efa hugsað að orð mín væru
einungis sprottin af hræsni. Það
er ekki fátítt að mæla fagurt í
eyru fólks, en meina lítið með
því. Þannig er mannlífið. — En
tækifærin bíða aldrei eftir okk-
ur. —
Einu sinni í vetur sá ég Jó-
hönnu í mjólkurbúð. Hún var
ennþá grennri en áður. Andlits-
fölvinn enn bjartari. Augun söm
og fyrr. — Þröngt var við borðið
í litlu kytrunni, en þó var hátt
til lofts og vítt til veggja í vissri
merkingu.
— ★ —
ööðru sinni í vetur sé ég hana
tilsýndar á götu. Gangstéttar-
steinarnir eru gráir og votir.
Skýin dimm og drungaleg. Veg-
farendur leita að ljósrofi í
þykkninu. Við stígum yfir húm-
dimman poll. — Þarna er svell-
glotti í laurisátri, serri glampar
í myrkrinu. Við höldum áfram
göngunni, —■ öll, — ef ekki hend-
ir slys.
Einn, tveir, þrír. — Allir flýta
sér. Hvað knýr okkur áfram?
Stundum gleymist að aðgæta,
hvort við göngum á grágrýti,
malbiki — eða jafnvel eðal-
steinum.
15. marz 1959
S. Sigurjónsdóttir.
Áformar auk jbess moi
FERÐASKRIFSTOFA ríkisins
hefur nú að mestu lokið undir-
búningi að sumarstarfseminni.
Þorleifur Þórðarson, forstjóri, og
Baldur Ingólfsson skýrðu frétta-
mönnum í gær frá helztu ferð-
unum, sem áætlað er að fara í
sumar, bæði innan lands og til
annarra landa.
Ferðir innanlands
Von er á fleiri útlendum ferða-
mönnum til landsins en nokkru
sinni áður. Auk þeirra, sem koma
með skemmtiferðaskipum, er von
á hópum m. a. frá Noregi, Sví-
þjóð, Þýzkalandi, Sviss, Austur-
ríki og Rússlandi. Fyrír utan
fastar ferðir til merkustu staða
hér sunnanlands, sem verða með
líku sniði og áður, hafa verið
skipulagðar ferðir fyrir útlend-
inga með ýmsum farartækjum
um landið þvert og endilangt.
í sumar er gert ráð fyrir föst-
um ferðum á hestbaki, bæði stutt
um reiðtúrum frá Reykjavík og
Iengri ferðum um byggðir og ó-
byggðir. T. d. verður fjórum
sinnum farin Landmannaleið. Þá
er farið frá Galtalæk að Búlandi
og þaðan í stórum bílum í öræfin
og til baka til Reykjavíkur. Eru
þetta vikuferðir.
Auk þess eru í undirbúningi
ódýrar orlofsferðir um landið
með flugvélum, bílum og skip-
um. Væntanlega verður hægt að
taka einhverjar skólabyggingar
fyrir sumarhótel í sumar.
Utanlandsferðirnar
Ferðaskrifstofan hefur ákveðið
4 alllangar ferðir til útlanda í
sumar, tvær til Norðurlanda og
tvær ferðir til Mið- og Suður-
■gar ferðir innanlands
Evrópu. Einnig hefur ferðaskrif-
stofan lagt drög að utanlands-
ferðum með nýju sniði fyrir ein-
staklinga og hópa, þannig að séð
verður fyrir ferðum og dvöl í
hótelum á 2—3 stöðum og geta
menn farið einir eða fleiri sam-
an í hópum. Sé um fleiri en 10 að
ræða, sem fara vilja saman, mun
skrifstofan senda fararstjóra.
Auk þessara ákveðnu ferða út-
vegar Ferðaskrifstofan fólki þátt-
töku í ferðum erlendra ferða-
skrifstofa.
Norðurlandaferðirnar eru með
sama sniði og verið hefur, þ. e.
að farið er með skipi til Bergen
og þaðan norður í Sognfjörð, en
síðan með Bergensbrautinni til
Óslóar og með lest áfram til
Stokkhólms og þaðan í bifreið-
um til Gautaborgar, farið yfir
sundið til Helsingör, og til Kaup-
mannahafnar og þaðan siglt
heim. Síðari Norðurlandaferðin
er eins, nema hvað farið verður
öfugan hring við þetta og heim
frá Bergen. í þeirri ferð er flogið
báðar leiðir. Einnig er hægt að
fljúga heim úr fyrri ferðinni. —
Norðurlandaferðirnar kosta frá
9.900—11.900.
í meginlandsferðunum liggur
leiðin um Frakkland, Ítalíu,
Sviss, Þýzkaland og Danmörku
eða Skotland. í fyrri ferðinni,
sem er lengri, verður farið allt
til Rómar og Napólí, en í þeirri
seinni ekki lengra suður en til
norðurhluta Italíu. Þessar ferðir
kosta kr. 13.200—15.200 og taka
frá 23 upp í 37 daga.
Stuttu ferðirnar þrjár, sem
ætlaðar eru sem hvíldarferðir í
sumarleyfinu, eru 16 daga ferðir
til Skotlands og upp í skozka há-
lendið, til höfuðborga Norður-
landa og til Þýzkalands, í Rínar-
dalinn og Svörtuskóga. — Þær
ferðir kosta kr. 6.300 og eru þá
innifalin fargjöldin, gisting,
morgunverður og ein máltíð á
dag.
Eins og undanfarin ár hefur
Ferðaskrifstofan samvinnu við
Skipaútgerð ríkisins í sambandi
við Norðurlandaferðir Heklu,
auk þess sem hún' hefur sam-
vinnu við fjölda ferðaskrifstofa
víða um lönd og greiðir fyrir
ferðamönnum, bæði innanlands
og utan.
Áhugi á netja-
veiðum, en ósámið
ÍSAFIRÐI, 3. apríl. — Afli ís-
firzkra línubáta í marzmánuði
var sem hér greinir: Guðbjörn
173 tonn, Gunnhildur 155, Gunn-
vör 133 tonn, Ásbjörn 96 tonn,
Sæbjörn 91 tonn, Mar 91 tonn og
Ásúlfur 55 tonn.
Gæftir voru ágætar í mánuðin-
um, en afli misjafn, aðallega
steinbítur. Nú síðustu daga er afli
enn aðtregðast á línu og hafa
margir mikinn hug á að fara á
enn að tregðast á línu og hafa
hafa ekki tekizt hér á Isafirði
milli útgerðarmanna og sjó-
manna. Aftur á móti eru bátarnir
í Hnífsdal famir á net og bátar
úr Bolungarvík eru að hefja
netjaveiðar upp á væntanlega
samninga. Einar Hálfdáns frá
Bolungarvík fékk í gær rúmlega
20 tonn í net út af Stigahlíð.
Hefir sá afli aukið enn á áhuga
manna á netjaveiðum og vonandi
nást samningar hér hið allra
fyrsta. Nokkuð hefir snjóað hér
undanfarna daga, en í dag er
veður milt og sólskin var fyrri
hluta dagsins. — G.
LESBÓK BARNAKNA
LESBÓK BARNANNA
S
hann geri ekkert af sér.“
Eg lofaði því og þar
með varð „Krummi“, eins
og hann var kallaður,
heimagangur hjá okkur.
Fljótt varð hann hænd-
ur að öllum á heimilinu,
en þó sérstaklega að mér,
enda gaf ég honum alltaf.
Oft sat hann á öxlinni á
mér og goggaði þá stund-
um í eyrað á mér.
Snemma tók að bera á
því, að Krummi var glys-
gjarn og þjófskur, sérstak
lega hafði hann áhuga á
að eignast allt, sem glitr-
aði.
Eg átti krómað arm-
bandsúr og reyndi hann
mikið til við að ná því af
mér. Að lokum fór svo,
að hann sprengdi glerið,
þegar hann var að glíma
við að losa það. Eitt sinn
var eg úti á spariskónum
mínum, en á þeim var
gyllt spenna. Krummi var
að vappa um rétt hjá mér
og hann fór strax að
gogga í spennuna. Lengi
baslaði hann við að ná
henni, en það tókst ekki,
og varð hann að gefast
upp við svo búið.
Stundum kom það fyr-
ir, að ég reiddist við
Krumma. Eg átti vasa-
hníf með skelplötuþynn-
um á skaftinu. Dag nokk-
urn var ég úti að tálga
■pýtu og var Krummi þar
nærstaddur. Þá var kall-
að á mig, svo að ég lagði
frá mér hnífinn og spýt-
una og hljóp til þess, er
k kallaði. En þegar ég kom
aftur eftir stutta stund,
var Ki-ummi að skoða
hnífinn. Eg flýtti mér til
hans, en hann flaug þá
spottakorn og settist aft-
ur. Svona gekk þetta koll
af kolli, þar til eg varð
að gefast upp. Mér þótti
mjög slæmt að tapa hnífn
um.
Dag nokkurn um sum-
arið sat eg inni í stofu og
var að lesa í bók. Mamma
var nýfarin út úr stof-
unni, en hún hafði verið
að sauma og hafði lagt
saumadótið frá sér á borð
ið. Gluggi var opinri á
stofunni. Allt í einu kem-
ur Krummi, sezt í glugg-
ann og skimar í kring um
sig. Svo flýgur hann upp
og hlammar sér niður á
borðið hjá saumadótinu.
Eg flýtti mér að rísa upp
til að reka hann í burtu,
en hann varð fyrri til,
þrífur fingurbjörgina
hennar mömmu og flýg-
ur út um gluggann.
Eg hentist út úr stof-
unni og hugsaði mér nú
að fara öðruvísi að, held-
ur en þegar hann stal
hnífnum. Fyrst lagiðst ég
niður í skjóli við bíl, sem
stóð á hlaðinu og beið þar
átekta.
Krummi skoðaði fing-
urbjörgina um stund, en
tók hana síðan í gogg-
inn og hóf sig til flugs.
Rétt ofan við túnið er
grýttur melur. Þangað
stefndi Krummi og hvarf
þar niður á milli steina.
Eg setti vel á mig stað-
inn, og fór síðan inn til
mömmu og sagði henni,
að Krummi hefði tekið
fingurbjörgina. — Þegar
pabbi heyrði þetta, sagði
hann: j*h’ér hefði verið
nær að lóga hrafnsskömm
inni eins og eg sagði þér,
þá hefðu þessi vandræði
ekki hlotizt af honurn."
Krummi var nú kom-
inn heim aftur, svo að
ég fór út og lokkaði
hann inn í fjós, þar sem
eg lokaði hann inni. Eg
vildi ekki láta hann kom-
ast að því, að eg vissi,
hvar hann geymdi gull-
in sín.
Síðan hélt eg upp á
melinn. Á staðnum, þar
sem Krummi hvarf, var
ofurlítill skúti og kenndi
margra grasa þar inni.
Allt var þar í einni
hrúgu, hringar, smápen-
Töfraskórnir
ingar, vasahnifurinn
minn og fingurbjörgin
auk fjölda margs anriars,
sem of langt yrði upp að
telja.
Þegar eg rótaði í hrúg-
unni, fann eg margt, sem
horfið hafði um sumarið.
Þarna var t. d. stein-
hringurinn, sem systir
mín hafði lagt frá sér á
borðið í herberginu sínu
og aldrei fundið aftur. Eg
tíndi nú það verðmætasta
úr hrúgunni og fór með
heim, en mest allt draslið
skildi eg eftir.
Nú er aumingja Krummi
minn dáinn. Mér var far-
ið að þykja svo vænt um
hann, þrátt fyrir alla
hans bresti, að eg hágrét
daginn, sem hann dó.
Hér uppi á bænum er
vindrafstöð, sem fram-
leiðir rafmagn til ljósa.
Dag nokkurn í haust var
stormur og rafstöðin var
í gangi. Krummi var að
leika sér að því að láta
storminn bera sig á þönd-
um vængjum. Hann vissi
ekki, hvað rafstöðin var
hættuleg, og stormurinn
kastaði honum beint á
mylluvængina. Hann beið
samstundis bana.
Eg var sjónarvottur að
því, þegar slysið varð.
Seinna um daginn lagði
eg hann í kistu og jarðar-
förin fór fram látlaust og
án allrar viðhafnar.
Nú er sagan búin. Mig
langaði til að segja ykk-
ur frá honum Krumma,
aí því að hann er dýrið,
— Ég veit ekki, hvernig
á að fara að því, svaraði
Villi. — Þetta er þér líka
mátulegt, því að þú ert
reglulega vondur dverg-
ur. Þú verður að sætta
þig við það, að ég fari
með þig eins og þú fórst
með mig. Af stað nú skór
— til tunglsins. Og þegar
dvergurinn hefur iðrazt
illsku sinnar, skuluð þið
Iroma með hann hingað
aftur.
Dvergurinn var þégar
kominn drjúgan spöl í
burtu. Þegar hann var
horfinn, birtist allt í
einu hópur af álfum. Þeir
voru klæddir grænum og
rauðum skikkjum og svip-
ur þeirra var vingjarn-
legur og hýr.
sem mér hefur þótt
vænzt um hingað til.
Hermóður Högnason.
— Við erum fjallaálfar,
sögðu þeir, og við erum
komnir til að þakka þér
fyrir, að þú hefur refs'að
þessum andstyggilega
dverg.
Nú skulum við fylgja
þér heim. Ha, ha, það kom
vel á vondan, að dverg-
urinn skuli annað hvort
verða að fara til tungls-
ins eða iðrast illsku sinn-
ar. Hann hefur haft okk-
ur fjallaálfana fyrir
þræla sína og farið illa
með okkur. Við erum þér
afar þakklátir.
Fjallaálfarnir fylgdu nú
Villa heirri og þeir náðu
líka í tréskóna hans, sem
fastir voru ofan í leirn-
um.
Nú getur Villi óhrædd-
ur leikið sér með vinum
sínurri í fjallshlíðinni, því
að nú eiga aðeins góðir
dvergar heima í fjallinu.
Allt illþýðið varð hrætt
og flúði burtu, þegar það
heyrði, hvernig farið
hafði fyrir vonda dvergn-
um.
Dvergurinn er ennþá á
leiðinni til tunglsins.
Hann hefur nógan tíma
til að átta sig á því, að
það borgár sig, að koma
vel fram við náunga sína.
Vonandi skilst honum
það áður en langt um líð-
ur, og þá fær hann að
snúa aftur til betra lífs.
— Endir —