Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. apríl 1959
MORGVNBLAÐIÐ
3
Úr verinu
--Eftir Einar Sigurðsson-
Togararnir
Saman hefur farið hjá togur-
unum ótíð og aflaleysi.
Skipin eru nú flest fyrir sunn-
an land, bæði á Selvogsbanka og
Eldeyjarbanka, nokkur skip fyr-
ir vestan og enn önnur á Jóns-
miðum við Austur-Grænland.
Sem dæmi upp á aflaleysið má
geta þess, að síðasta skipið, sem
landaði í vikunni, Hvalfellið, var
með 97 lestir eftir 11 daga úti-
vist, eða 9 lestir að meðaltali
yfir sólarhringinn. Aflinn hjá
Bjarna riddara, sem líka landaði
í fyrradag, var enn minni.
Það er eins og aflinn hjá tog-
urunum á heimamiðum fari
greinilega árlega minnkandi,
þannig að til stórvandræða horf-
ir. Ef karfaveiðarnar hefðu ekki
hafizt við Nýfundnaland, væri
togaraútgerð nú hér í kaldakoli.
Fisklandanir í sl. 14 mánuði:
tonn dagar
Skúli Magnússon .. 27 15
saltfiskur 107
Neptúnus 170 11
Karlsefni 159 8
Jón Þorláksson .... 160 10
Geir 153 10
Austfirðingur .... 201 16
Pétur Halldórsson .. 63 20
saltfiskur 63
Fylkir 186 12
Egill Skallagrímsson 156 14
Úranus 155 15
Jón forseti 191 11
Þorkell máni ...... 32 11
saltfiskur 56
Ingólfur Arnarson . . 42 14
saltfiskur 68
Marz 215 13
Hvalfell 97 11
Hér fer á eftir aflamagn þeirra
Reykjavíkurtogara, sem hafa
fengið 1000 lestir eða meira frá
áramótum fram til 1. apríl, bæði
það, sem landað hefur verið hér-
lendis og erlendis. Saltfiskmagn-
ið er tvöfaldað. Úthaldstímj er
að sjálfsögðu misjafn.
Pétur Halldórsson .. 1442 tonn
Úranus ................ 1394 —
Jón Þorláksson ........ 1337 —
Geir .................. 1333 —
Hvalfell .............. 1321 —
Egill Skallagrímsson . 1311 —
Þo'rkell máni ......... 1121 —
Þormóður goði ......... 1023 —
Allir 18 Reykjavíkurtogararn-
ir hafa aflað frá áramótum 17.857
lestir, eða við 1000 lestir að með-
altali.
Reykjavík
Róið var alla daga vikunnar
utan þriðjudaginn. Tíðin hefur
verið heldur stirð, sífelldir um-
hleypingar.
Afli hefur verið misjafn, sæmi
legur hjá mörgum, komst t.d.
einn daginn upp í 42 lestir hjá
einum bát, Hafþór. Var það
tveggja nátta. Algengasti aflinn
hefur verið 8—12 lestir.
Nokkrir bátar eru byrjaðir með
handfæri og hafa aflað sáralítið.
Af útilegubátum eru þessir afla-
hæstir:
Hafþór .......... 528 t sl og ósl
Helga ........... 453 --------
Guðm. Þórðars .. 388----------
Af bátum, sem róa daglega,
eru aflahæstir:
Svanur ............. 405 t. ósl.
Ásgeir ............. 321 t. ósl.
Barði .............. 315 t. ósl.
Keflavík
Tíðin hefir verið stirð síðan um
páska, en páskavikuna voru góð
sjóveður, og héldu menn þá, að
loks tæki að batna, en svo var þó
ekki, og hefur síðan verið mesti
ruddi og ólæti í veðrinu.
Afli hefur komizt upp í tals-
vert magn, en allt meira og
minna skemmt, helzt aldrei náðst
næturgamall fiskur úr netunum.
Stærsti róðurinn var hjá Bald-
vin Þorvaldssyni á 2. í páskum,
46 lestir, en svo hefur aflinn líka
oft verið niður í ekki neitt.
Handfærabátar hafa verið að
reyta svolítið, en hafa lítið getað
róið vegna ótíðarinnar.
Aflamagn lá ekki fyrir.
Akranes
Alla þessa viku hefur aldrei
verið hægt að draga öll netin
vegna þrálátrar ótíðar, og hefur
aflinn farið eftir því. Stærsti
róðurinn var á skírdag hjá Sæ-
faxa, 3614 lest, en algengasti afli
hefur verið 7—15 lestir.
Nokkrir bátar eru byrjaðir með
handfæri og margir tilbúnir.
Þeir hafa komizt tvisvar út og
aflað sæmilega, við 114 lest á
færi.'
Báðir togararnir komu inn í
vikunni með heldur rýran afla,
Bjarni Ólafsson með 170 lestir
og Akurey með 150 lestir.
Aflahæstu bátarnir eru:
Sigrún ............. 524 t. ósl.
Sigurvon ........... 497 - —
Ól. Magnússon ...... 456 - —
Höfrungur........... 410 - —
Sæfari ............. 400 - —
V estmannaey jar
Sjóveður voru góð í vikunni
fyrir páska, en um páskana brá
aftur til, þó hefur aldrei tekið
alveg frá síðasta 14 mánuð.
Laugardagurinn fyrir páska
og 2. páskadagur heppnuðust
ágætlega að þessu sinni og voru
eins og oftast áður stærstu afla-
dagar vertíðarinnar.
Afli hjá netjabátum hefur yfir-
leitt verið góður, en þó óvenju
misjafn á þessum tíma.
f fyrradag og daginn þar áður
öfluðu nokkrir bátar ágætlega
undir Sandi á 25 faðma dýpi, og
er það óvenjulegt svo seint á
vertíð. Var þetta frekar smár
fiskur, og er það einnig óvenju-
legt.
Handfæraveiðarnar hafa geng-
ið treglega, og er það algjör-
lega veðrinu að kenna, því að þá
daga, sem gott veður hefur verið,
var góður afli eða frá 10—16 lest-
ir á skip hjá þeim, sem bezt öfl-
uðu.
Llfrasamlag Vestmannaeyja
hefur nú tekið á móti 1608 lestum
af lifur á móti 1774 lestum í
fyrra eða við 10% meira þá. 30.
marz tók Lifrasamlagið á móti
143 lestum af lifur, og er það
met á einum degi. Fyrra metið
var frá 1954, 127 lestt-
10 aflahæstu bát
Gullborg 10 t. ósl.
Stígandi .... . 486 - —
Kári ... 468 - —
Hannes lóð'' 460 - —
Kristbjörg 441 - —
Sig. Pétur .. 440 - —
Snæfugl SU 424 - —
Björg SU .. 410 - —
Ófeigur III . . 410 - —
Gullfaxi NK 389 - —
Fiskafli Norffmanna
er nú svo að segja nákvæmlega
sami og á sama tíma í fyrra.
Meiri áherzla hefur nú verið lögð
á herzlu og frystingu en í fyrra
og dregið um helming úr söltun-
inni.
Fiskafli Nýfundlendinga
gekjt saman á sl. ári um nærri
20% frá árinu áður. Nýfundna-
land er einn af skæðustu keppi-
nautum íslands í frosnum fiski
á Bandaríkjamarkaðnum.
Falla fyrir tímans tönn
Togaraeigendur í Aberdeen eru
nú að breyta togaraflota sínum
í nýtízku díeseltogara, og verða
í ár 30 gamlir gufutogarar seld-
ir í brotajárn.
Aff spara
Það var sú tíð, að það þótti
dyggð að spara. Má vera, að svo
sé enn, en eitthvað hefur áhug-
inn hjá ungdóminum dofnað. j
Eldri kynslóðin á þar sjálfsagt j
sína sök. Hún hefur ekki gætt
þess eins og skyldi að rýra ekki
trú þeirra yngri á gildi pening-
anna. Talið er, að sl. 12 ár hafi
verðbólgan numið 10% á ári. Má
nærri geta, hvort það hefur ekki
sín áhrif, þegar um sparnað er
að ræða, að verðgildi p«ning-
anna hefur þannig stöðugt farið
lækkandi.
Einhver viðleitni hefur verið í
þá átt að hvetja skólabörn til
að spara. Er það góðra gjalda
vert, ef ekki skorti á að tryggja
þeim jafnframt verðgildi spari-
skildinganna. Eitthvað hefur það
borið á góma hjá þeim, er pen-
ingamálunum ráða, því að ann-
að slagið hefur heyrzt, að þetta
stæði til, en minna orðið úr fram-
kvæmdum. Og enn halda því
börnin, sem leggja aurana sína
í bankann, áfram að greiða með
þeim sem svarar 5% á ári, ef
rétt er fullyrðing hagfræðing-
anna um vöxt verðbólgunnar.
Peningar eru ekkert annað en
milliliður, ávísun á önnur verð-
mæti. Ef ekki er um svikinn
gjaldmiðil að ræða, er augljóst,
hve mikils er um vert að geta
lagt fyrir fé til þess að veita
sér fyrir fæði og klæði, hús og
Óskar J. Þorláksson:
Á fermingardegi
Varðveit hjarta þitt fram-
ar öllu, því að þar eru upp-
sprettur lífsins.
(Orðskv. 4. 23).
í DAG byrja fermingar í söfnuð-
um Rvíkur. Fjöldi ungmenna
verður fe.rmdur næstu sunnudaga,
vinir og vandamenn gleðjast með
fermingarbörnunum og hátíð verð
ur á heimilum þeirra.
Hvað er svo fermingin í eðli
sínu og hver er hinn raunverulegi
tilgangur hennar? Það er eðlilegt
að um þetta sé hugsað á þessum
dögum.
Fermingin er heilög stund í lífi
hinna ungu, þegar þeir eru minnt-
ir á skyldur sínar við Frelsara
sinn og játast undir merki hans.
Megin kjarni kristindómsins
felst í tvöfalda kærleiksboi'ðorðinu
alkunna: „Þú skalt elska Dix>tt-
inn Guð þinn af öllu hjarta þínu,
og af allri sálu þinni og af öllum
huga þínum. Og þú skalt elska
náuhga þinn eins og sjálfan þig“.
| Matt.: 22, 37—39).
Við þetta miðast sú fræðsla og
fermingarundirbúningur sem ung)
ingarnir njóta fyrir fermingu. Á
öllum sviðum er verið að efl*
fræðslu hinna ungu og búa þá sem
bezt undir lífið. Einn þáttur i
þeim undirbúningi hlýtur að vera,
að fræða hina ungu um grundvall-
aratriði trúar og siðgæðis, sem
mestu máli skiptir fyrir tíman-
lega og andlega velferð mannsand-
ans. Það er sannfæring allra krist
inna manna, að hina varanlegustu
hamingju lífsins sé að finna í sam
félaginu við Jesúm Krist, og með
því að þroska með sér það hugar-
far, sem bjó í hjarta hans.
Kristindómurinn miðar því allt
I við það að Guð sé herra lífsins,
og að maðurinn eigi að þroslcast
í trú til eilífs lífs. „Því að hvað
mun það stoða manninn þótt hann
eignist allan heiminn, en fyrir-
gjöri sálu sinni. Matt. 16. 26).
Og er ekki réttlætiskennd, sann
leiksást. Þetta vill kristindómur-
inn innræta hinum ungu, þó að
misjafnlega gangi að fá menn til
þess að lifa eftir þessum sannind-
um.
húsmuni, sem eru hverju manns-
barni jafnnauðsynleg og loftið,
sem það andar að sér. Þá er
öryggið, sem fjármunirnir veita,
mikilvægur þáttur í hugsun
hvers manns, eða ætti að vera.
Að verða ekki öðrum til byrði,
þegar sjúkdómar og elli sækja að,
jafnframt lönguninni til að koma
börnum sínum til manns.
Margir hugsa fyrir því að sjá
sér og sinum farborða, en líka
eru aðrir, sem gera sér enga grein
fyrir gildi peninganna og eyða
því, sem hönd á festir. En það
skyldu þeir athuga, sem svo
hugsa, að þeir eru ekki aðeins
að kasta frá sér því, sem þeir
eyða í það og það sinnið, held-
ur eru þeir að svipta sig tekju-
möguleikum til æviloka. Segj-
um t.d., að maður eyði 12.000
krónum í að sigla og tilgangur-
inn sé ekki annar en að skemmta
sér. Nú er ekki verið að hafa á
móti því, að menn „lyfti sér
upp“, það getur blátt áfram ver-
ið nauðsynlegt oft og einatt, og
til hvers er að eignast fé og tíma
aldrei að láta neitt eftir sér?
Maurapúkar voru þeir nefndir,
sem gengu lengst í þeim efnum.
En athugum nánar með 12000
krónurnar. Ef maðurinn hefði
lagt þær í húseign, að sjálf-
sögðu ásamt mörgum öðrum
12000 krónum, hefðu þær gefið
af sér ekki minna en 1200 krónur
á ári eða 100 krónur á mánuði
til æviloka. Það er kannske ekki
mikið, en það gátu líka alveg eins
verið tvennar 12000 krónur. En
eyðslan gat líka verið önnur og
minni. En ef menn hefðu það
jafnan hugfast, er þeir eyða fé,
að þeir eru að svipta sig árlegum
10% tekjum af upphæðinni ævi-
langt, má vera að afstaða þeirra
væri önnur en hún einatt er.
Stjórnmálamönnum og öðrum
forráðamönnum þjóðarinnar í
efnahagsmálum er nú að verða
það æ betur og betur ljóst, að
yið svo búið má ekki standa:
hamslaus eftirspurn eftir lánsfé
jafnframt því sem sparifé vex
ekki eðlilega, vegna þess að vext
irnir hafa ekki einu sinni við
verðbólgunni. Það er því verið
að stinga upp á að verðtryggja
spariféð. En það kann að vera
hægara sagt en gert, ef ekki á að
stofna í hættu gjaldþoli ríkis-
ins, sem ber yfirleitt ábyrgð á
sparifénu. Fyrir nokkru voru gef
in úr svonefnd vísitölubréf. Slíkt
er hægt í smáum stíl, en hvern-
ig færi með sömu þróun í peninga
málum, þegar t.d. var verið að
tala um í haust, að vísitalan
gæti hækkað úr 185 og upp í 270
stig, eða um 50% á einu ári. Og
nú hefur gamla vísitalan hrein-
lega verið afnumin og hvað þá?
Ef gulltryggja ætti spariféð, er
það allt tæpar 2000 millj. kr.
Nú verður ekki umflúið að leið-
rétta gengið fyrr eða síðar, ætli
það yrði ekki 100% hækkun á
erlendum gjaldeyri. Hvernig færi
ríkissjóður eða bankarnir að inna
slíka greiðslu af hendi? Einu
sinni var hægt að skipta íslenzku
króuunni fyrir gull, og kann það
.Framh. á bls. 11
II.
Fermingin er því fyrst og
fremst trúarlegs eðlis, eins kon-
ar vígsluathöfn í lífi hinna ungu,
þegar þeir eru minntir á skyldur
sínar við Frelsara sinn og hvatt-
ir til trúmennsku við hann.
En þessi helgistund hefur líka
jafnan verið gleðistund fyrir börn
in sjálf, foi’eldra þeirra og'ástvini.
Yér erum nú einu sinni þannig
gerð, að vér viljum gleðjast á há-
tíðlegum augnablikum lífsins. Og
ekki er það óeðlilegt að foreldrar,
börn og vandamenn þeirra gleðjist
þegar svo merkum áfanga er náð
í lífi barnanna. Þegar sú gleði er
í samræmi við grundvallarreglur
kristindómsins, er ekki annað en
gott um hana að segja. Hitt er
svo annað mál, að allt óhóf í sam-
bandi við fermingar, bæði í gjöf-
um og veizluhöldum er engum til
góðs og allrá sízt börnunum, sem
fermast, og getur orðið til þess að
skyggja á sjálfan tilgang ferming-
arinnar. Kirkjan vill gera sitt til
að draga úr óhófi og kostnaði við
fermingar, og gera sjálfa athöfs-
ina einfalda og hátíðlega, og ég
bygg að flestir foreldrar vilji það
líka, en tízkan og tíðarandinn hef-
ur sin áhrif á helgiathafnir og
hátíðir kirkjunnar, sem eiga þó
fyrst og fi'emst að vera andlegs
eðlis. —
Engum dylst, að fermingin sjálf
er fögur og hátíðleg athöfn og
snertir oft viðkvæma strengi í
hjörtum fermingarbarnanna og
ástvina þeirra, enda er fermingar-
dagurinn einn mesti hátíðisdagur-
inn í söfnuðum landsins.
Hitt er svo ekki á voru valdi að
segja, hvaða áhrif fermingin kann
að hafa á líf hinna ungu eða hins
fulltíða manns, þegar árin líða. En
ég get ekki hugsað mér annað en
að athöfnin sjálf og fermingar-
undirbúningurinn geti haft annað
en góð áhrif, svo langt sem það
nær.
Og það er líka víst, að sjálf
fermingarathöfnin rifjar upp í
hugum hinna fullorðnu, margar
bjai'tar og fagrar minningar frá
æSkuárum þeirra sjálfra og get-
ur átt sinn þátt í því, að tengja
fjölskyldurnar fastari böndum og
minna á gagnkvæmar skyldur for-
eldra og barna.
Það hefur verið sagt, að það sé
nokkur vandi að vera ungur á vor-
um tímum, og vissulega eru tæki-
færin mörg fyrir þá, sem snemma
koma auga á hin sönnu verðmæti
lífsins, og leitast við að þi-oska
vilja sinn í samfélagi við Guð.
Freistingarnar eru líka margar
og oft vandi að velja og hafna.
Þess vegna hvílir líka alltaf nokk
ur óvissa yfir framtíð hinna ungu
á hverjum tíma. En Guð blessi og
leiði þau ungmenni, sem fermast
á þessu vori, víðsvegar um landið.
Ó, hvert fer þú, barnið mitt blítt,
er brosir nú svo milt og hlýtt?
Ó Guð veit, hvar þín liggur leið,
hann leiði þig um æviskeið.
Ó. J. Þ.