Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. april 1959 t Q uinct dc \ cinuctr \ i ) Tékkneskur spíritisti, ungfrú Anna Kujalova, búsett í Prag, hef ur nú veriS dæmd til sjö ára fang- elsisvistar — fundin sek um at- hafnir „f jandsamlegar ríkinu". Hún staðhæfði nefnilega, að hún hefði staðið í sambandi við anda, sem spáð hefðu gagnbyltingu gegn kommúnistastjórninni. Thomas Masaryk, fyrrum forseti Tékkosló- vakiu, var meðal þeirra framliðnu, sem Anna hafði samband við. — Pragblaðið Prace skýrir frá þess- ari óhugnanlegu frétt og segir enn fremur, að fjórir aðrir tékkneskir horgarar hafi verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa tekið þátt í miðilsfundum Önnu þar sem einungis var reynt að ná sam- bandi við andbyltingarsinnaða anda. — Stærstu flugfélög heims hafa undanfarin ár selt ferðamönnum farmiða með afborgunum. — Út- borgun hefur verið lítil og sömu- Ieiðis afborganir, sem hafa jafnan verið mánaðarlega. Hafa félögin með þessu fyrirkomulagi nælt í marga ferðamenn, sem annars hefðu ferðazt á ódýrari hátt. — Skandinaviska flugsamsteypan SAS hefur nú telkið upp sama fyrirkomulag og væntir félagið þess, að margir Norðurlandabúar, sem ætla í sumarle.yfi til Miðjarð- arhafsins og vanir eru að fara með lest, velji nú loftleiðina. Djeik og Dúna fögnuðu Jóni vel af því að hann kom ekki með karfalykt. Udcímenntci&ir hundi cir unu ve uppi cí ^Uutnóendu / í fc cióinninu I KVOS austan við Vatnsendahæð- : ina stendur bærinn Vatnsendi, sem I hæðin dregur nafn sitt a.f. Þar ! búa þau Djeik og Dúna. Búskapur ! þeirra e.r til fyrirmyndar, þau eru hamingjusöm, enda þótt hið dag- lega líf þeirra sé harla tilbreyt- ingalítið. En þau una hag sínum vel svo lengi sem þau fá mat sinn reglulega. Annars lifir Djeik bara fyrir Dúnu — og Dúna fyrir Djeik — og í sameiningu lifa þau fyrir matinn. Því ekki það? Þau eiga engin afkvæmi og gestagang ur er ekki mikill, nema þá á mat- málstímum. Ekki svo að skilja, að þau hafi kostgangara. Nei, þá kemur hann Guðlaugur með mat- inn. ☆ Djeik og Dúna stýra ekki búi á Vatnsenda, eins og þið eruð e. t. v. farin að haida. Guðlaugur er bóndinn, en Djeik og Dúna eru bara hundar — blóðhundar. Samt sverja þau sig ekki betur í kynið en svo, að þau hafa aldrei gert ketti mein. Og það er nú enginn blóðhundur í lagi, sem ekki get- ur glefsað í einn kattarræfii. ☆ Ástæðan Dúna eru Stm raun hundavísu að er Djeik og umgengni sú, að á til þess jafnprúð ber vitni eru þau bæði háskóia- gengin, sem sagt mjög vel mennt- tið og þar að auki ættuð úr ann- arri heimsálfu, frá Ameríku. Þar gengu þau í háskóla til þess að búa sig undir lífsstarfið hér norð- ur á Islandi. Að vísu lærðu þau ekki íslenzku, en nóg til þess að þau hafa verið á fríu fæði uppi á Vatnsenda í mörg ár. Og þó að lífs starf hins hámenntaða sporhunds Djeiks hafi þegar allt kom til alls, ekki orðið annað en að háma í sig mat frá Guðlaugi, þá getur hann (þ. e. Djeik, ekki Guðlaugur) framvísað prófskírteini sínu og góðum vitnisburði — og Flug- björgunarsveitin getur sennilega líka iagt fram reikningana. Svona hámenntaðir hundar kosta víst einar 10 þúsund krónur, nú til dags. ☆ Vatns- til ís- Upphaf þess, að Djeik á enda grerðist innflytjandi lands var það, að Flugbjörgunar- sveitin ákvað að festa kaup á sér- menntuðum sporhundi, bæði til þess að nota í neyðartilfellum g til þess að þefa uppi einstaka fé- Cuí minn 9° Jur! lagsmenn fyrir hvern aðalfund sveitarinnar, því að fundir þeirra samtaka munu jafnilla sóttir og fundir allra annarra félaga. Nú er Djeik átta ára gamall og kom- inn af léttasta skeiði. Hann var tæplega eins árs, þegar hann kom — og hafði þá náð fullri stærð og menntun, og verið skírður. ur eiga. Þessir blönduðu hvoupar munu til einskis nýtir, þeir elta ketti, greina ekki mun á lykt af hafragrauti og hamiborgarhrygg og eru ónothæfir til fjárreksturs. En þetta eru allt mestu fjörkálfar og þykir gaman að vera til þó þeir leggi sig ekki á 10 þúsund krónur. <j> ur -J*\ötturinn tie^u ^or^an^óréttinn MAÐUR NOKKUR í Missouri í Bandarlkjunum hefur sótt um skilnað frá konu sinni, Bertu, vegna þess að Berta finnur að við hann: Hvemig hann hengir upp handklæðið. Hvernig hann borðar. Hvemig hann greiðir sér. Vegna þess að hann er of feitur. Vegna þess að hann er rjóður í kinnum. Vegna þess að hann mótmælir því að kötturinn fái að ganga um matborðið meðan á máltíð stend- ur. Vegna þess að hann var mót- fallin því að Berta tæki köttinn með sér í rúmið. Og að lokum segir hann til skýringar: Konan mín segir, að kötturinn hafi orðið henni áhang andi á undan mér — og þess vegna eigi hann forgangsrétt hvað öllum þægindum á heim- ilinu viðkemur." f^œuindi Jafnframt því sem stöðugt eru smíðaðar hraðfleygari og stærri þotur, gláma sérfræðingar við alls kyns vandamál, sem lúta að þæg- indum og þjónustu við flugfar- þega framtíðarinnar. Nú er t. d. unnið af kappi að því að koma tal- símakerfinu á jörðu niðri í sam- bandi við farþegaflugvélar þann- ig, að farþegar geti hringt beint úr símaklefa í þotunni heim til sín, eða jafnvel að flugfreyjan færi símann til farþeganna og hún geti sett hann í samband hvar sem er í þotunni. Þá ættu menn að geta hringt heim til sín og látið vita hvenær þeir eru væntanlegir — og, ef þeir eru að fara að heiman, geta þeir strax látið frúna vita hverju þeir gleymdu heima. — Svo ætla þeir líka að setja sjónvarps- tæki í allar þotur, jafnvel mjög bráðlega. Fyrst í stað sennilega fá stór tæki, en síðar eitt tæki fyr ir hvert sæti. ☆ Djeik hefur alla tíð verið hinn mesti mathákur, étið að meðaltali 4 kíló af fiski og kjöti á dag, enda er hann 100 pund eða meira. Þeg- ar sýnt var, að starf hans yrði mjög stopult hér og lítið fyrir hann annað að gera en híma í gixð ingu sinni uppi á Vatnisenda og bíða eftir Guðlaugi með matinn tvisvar á dag, þá fóru leiðindi að sækja á Djeik. Hann fékk heim- þrá og hita, sem jafnan mun fylgja slíkum kvilla með hundum. Það var þá sem Dúna kom til skjalanna. Hún ferðaðist með flug vél frá Bandaríkjunum og síðan þrammaði Flugbjörgunarsveitin með Dúnu upp á Vatnsenda. Djeik fékk aldrei hita eiftir það. ☆ Svo virðist sem Bretum hafi þótt símadömur hins opinfoera full þurrar á manninn. Svo mikið er víst, að ráðherra sá, sem fer með póst og símamál þar í landi, fór þess á leit í brezka þinginu á dög- unum, að símaþjónar temdu sér meiri stimamýkt. Skírskotaði hann til rannsóknar, sem gerð hafði ver ið á þessu sviði í Bandaníkjunum. Símastúlkur fóru að svara fjör- lega og alúðlega — og þeir, sem skiptu við þær í síma urðu svo undrandi og ánægðir yfir nýbreytn inni, að þeim varð að orði, þegar símastúlkan svaraði á þennan nýst árlega hátt: Hver fjandinn er að ykkur þarna? eða: Guð minn góð- url Ljósmyndari og fréttamaður Mbl. skruppu með Jóni Guðjóns- syni, skátaforingja í Kópavogi, fyrir helgina upp að Vatnsenda til þess að hyggja að löglegri eign Flugbjörgunarsveitarinnar þar. Það var engu líkara en jólasveinn inn væri á ferð, þegar Jón birtist, Djeik og Dúna réðu sér vart fyi'ir kátínu. Jón kemur venjulega með matarsendingarnar úr bænum, karfaúrgang (sem er illa þokkað- ur á Vatnsenda), og hvalkjöt, sem þykir ágætt. Nú kom engin karfa lykt með Jóni og því von á veizlu- fæðu. Annars segir Jón, að þef- skyn Djeiks sé farið að slappast, hundurinn sé kominn af bezta aldri og nú sé endurnýjunar þörf. En öll von mun úti um að f jölgun verði í búi þeirra Djeiks og Dúnu. Djeik er þó viðurkenndur faðir I nokkrurra hvolpa, sem kl. fjártík- Vegna þeirra, sem aldrei hafa séð leðurblöku, skal það tekið fram, að þetta er ekki leðurblaka. En þeir, sem aldrei hafa séð Djeik, sjá nú einmitt Deijk þegar Jón togar í eyrun á honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.