Morgunblaðið - 05.05.1959, Page 2

Morgunblaðið - 05.05.1959, Page 2
2 MORGUNRLAÐIÐ K. maí 1959 Fyrsti barnakór < Reykjavík. Mikil sönghátíð barnaskóla bœjarins á uppstigningardag 350 börn úr 6 skólum syngja Á UPPSTIGNINGARDAG, 7. maí nk. verður haldið fyrsta söng- mót barnaskólanna í Reykjavík. Verður það að líkindum fjölmenn asta söngmót, sem haldið hefur verið á íslandi, því að þar koma fram um 350 ungir söngvarar og tvær hljómsveitir, sem annast undirleik. Fræðslustjóri Jónas B. Jónsson, formaður fræðsluráðs Reykjavík- ur, Helgi Hermann Eiríksson og Ingólfur Guðbrandsson söngnáms stjóri, ræddu við blaðamenn í gær um þetta skólamót og töldu þeir þetta merk tímamót í söng- kennslu skólanna. Skólarnir hafa alla tíð lagt rækt við söngnámið. Aftur á móti hefði þar ekki verið um samræmda kennslu að ræða, en síðan Ingólfur Guðbrandsson tók að sér söngnámsstjórastarfið, hefur á þessu orðið veruleg breyt- ing til batnaðar. Til móts þessa er stofnuð að tilhlutun fræðsluráðs Reykjavík- ur og söngnámsstjórans, Ingólf Guðbrandssonar, en söngkennar- ar barnaskólanna hafa annazt undirbúning þess lengi vetrar. Þátttakendur í mótinu eru allir hinir stærri barnaskólar Reykja- víkur. Kór Austurbæjarskólans syngur undir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdóttur, kór Breiðagerðis skóla undir stjóm Hannesar Flosasonar, kór Langholtsskóla undir stjórn Stefáns Þengils Jóns sonar, kór Laugarnesskólans stjórnar Kristján Sigtryggsson, kór Melaskólans Guðrún Páls- dóttir og kór Miðbæjarskólans Jón G. Þórarinsson. Sungið er ým ist með eða án undirleiks, píanó- leikarar eru Erla Stefánsdóttir, Kristjana Pálsdóttir og Sigurður Jóelsson. Miðbæjarskólinn sendir einnig hljómsveit, sem leikur undir sönginn. Verðlaunasamkeppni um sönglög Mót þetta ber vott um vaxandi áhuga á tónmennt og söng hjá hinni uppvaxandi æsku höfuð- staðarins, og er það góðs viti, því að fáar tómstundaiðkanir hafa jafnmikið og varanlegt gildi og iðkun tónlistar. Því má telja þetta fyrsta mót merkan atburð í íslenzkum skólamálum, og þess vill fræðsluráð Reykjavíkur minnast með þvi að efna til sam- keppni meðal íslenzkra tónskálda um ný íslenzk sönglög við alþýðu hæfi. Eftir úrskurði dómnefndar verða veitt verðlaun að upphæð kr. 10.000 fyrir bextu lögin, sem berast í þessari keppni, en henni lýkur fyrsta september nk. í sambandi við „íslenzk söng- lög við alþýðuhæfi“, sem nú á að efna til samkeppni um, gat Ing- ólfur þess að ekkert nýtt kæmi fram af slíkum lögum. Aftur á móti er skæðadrifa af alls konar dægurlögum. Slík þróun sem þessi er ekki vænleg. Því hafa menntamálaráðherra og borgar- stjóri heimilað að veita verðlaun í samkeppni meðal tónskálda vorra, til þess að semja lög við auglýst nánar í dagblöðum næstu daga. Afmæli Hándels Á efnisskrá söngmótsins eru alls 28 lög, bæði íslenzk lög og erlend, íslenzk þjóðlög og ætt- jarðarlög, keðjusöngvar og sígild erlend lög, m. a. lög eftir J. S. Franz Schubert o fl. Hinn 14. apríl sl. voru 200 ár liðin frá dauða tónskáldsins G. F. Hándel, og er þess minnzt á mótinu með því að kór Laugarnesskólans syngur kór úr óratóríunni Judas Makkabeus og í lokin syngja kórarnir sameinaðir með undir- leik strokhljómsveitarlag úr óper unni Bérénice eftir Hádel. Hljómleikarnir í Austurbæjar- bíói hefjast kl. 1.15 e. h. á upp- stigningardag og verða endur- Bach, G. F. Hándel, Mozart, teknir sama dag kl 3 síðdegis. Stefnubreyting í skatta- málum var nauðsynleg Framsóknarmenn spáðu því að ný verð- bólgualda væri skollin yfir, en þjóðin hefur sloppið vel Umræður urðu nokkrar í Neðri deild Alþingis í gær í sambandi við frumvarp um útflutnings- sjóð. Tók þar til máls Halldór Sigurðsson þingmaður Mýra- manna. Hafði hann borið fram tillögu um að lækka gjald af innflutningi bifreiða. Kvaðst ræðumaður harma, að horfið væri frá þeirri stefnu, að skatt- leggja allar vörur ............... Ingólfur Jónsson fyrri þing- maður Rangæinga kvað það þvert á móti fagnaðarefni, að nú væri horfið frá þeirri stefnu um að skattleggja jafnvel brýnustu lífs nauðsynjar fólksins sem lúxus- vörur. Hann taldi og hafa tekizt vonum framar að afgreiða fjár- lög án þess að leggja á mikla nýja skatta og minnti í því sam- bandi á ummæli Hermanns Jón- assonar er hann sagði af sér í desember sl., um að verðbólgu- aldan væri skollin yfir. Hefði Hermann áreiðanlega ekki við- haft þau ummæli, ef hann-hefði séð nokkra leið til að afgreiða greiðsluh.llalaus fjárlög án þess að leggja á mikal skatta. Þá hefði það og legið fyrir að ef miðað væri við vísitöluna 202 þyrfti 400—500 milljónir króna í nýj- um sköttum. En þá var jafnvel fullyrt, að vísitalan myndi síðar á árinu fara upp í 270 og hefði áætlunin um nýja skatta þá ekki hrokkið til, því að þá hefði hrun og atvinnuleysi skollið á. Taldi Ingólfur því að þjóðin hefði slopp ið vel eins og viðskilnaður vinstri stjómarinnar hefði verið, enda þótt ekki væri hægt að komast með öllu hjá skattahækkunum Hvað viðvíkur innflutnings- gjaldi af bifreiðum, sagði Ing- ólfur að það bæri að hafa í huga, að jafnvel 3—5 ára gamlar bif- reiðir væri seldar manna á milli á ekki lægra verði en nýjar bif- reiðar kostuðu þegar innflutnings og gjaldeyrisleyfi væru fengin. Þá sagði Ingólfur, að það væri ósæmilegt hjá Halldóri Sigurðs- syni að koma nú fram með til- lögu um að fella niður tekju- öflunarlið útflutningssjóðs, án þess að benda á nokkra aðra leið Félag áhugamanna um landatræði Hundruðusfu ártiðar Alexanders Humboldts minnzf legra útgjalda Sagði Ingólfur að lokum, að þótt Framsóknarmenn hefði ekki enn áttað sig á því, að stefna sú, sem þeir hefðu fylgt væri röng, hefði allur almern- ingur fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að stefnubreyting var nauðsynleg. Leninverðlauniii MOSKVU, 4. maí. — Nefnd sú, sem úthtutar „friðarverðlaunum Lenins“ hefur undanfarið setið á rökstólum. Nú hefur hún skýrt frá því, hverja hún sæmdi verð- laununum. Þeir eru: Krúsjeff, Dubois, bandarískur vísinda- maður og rithöfundur, Buchwits, þýzkur verkalýðs- foringi, Varnalis, grískt skáld, Montague, brezkur fulltrúi í Heimsfriðarráðinu von HINN 24. febrúar s.l. var hald- inn fundur nokkurra áhuga- manna um landfræði, var þar ákveðið að stofna félag, er skyldi heita LANDFRÆÐIFÉ- LAGIÐ. Markmið félagsins er að glæða áhuga á landafræði og stuðla að aukinni þekkingu lands manna á öðrum þjóðum. Mun það einkum gangast fyrir mynda- sýningum og fyrirlestrum land- fræðilegs eðlis. Félagar „Land- fræðifélagsins“ geta allir orðið, sem áhuga hafa á ferðalögum og kynnast vilja löndum og þjóðum. Fyrir stofnfundinn var aðeins af handahófi talað við fáa eina, sem vitað var að hefðu áhuga, og á þeim fundi og strax á eftir gengu 50 manns í félagið. íslendingar hafa frá fyrstu tíð viljað fá gloggar frásagnir af öðrum löndum, en ekki er nema rúmur áratugur liðinn síðan fólk gat almennt farið að kynnast þeim af eigin raun. En hvort sem menn hafa alltaf setið heima eða haft tækifæri til að fara eitthvað sjálfir er áhuginn mikill, enda aldrei meiri ástæða en nú til að kynnast sem bezt framandi þjóð- um. Við getum varla hneyklazt að ráði yfir þekkingarleysi út- lendinga á okkur, þegar við för- um að rifja upp okkar eigin þekk ingu um ýmis lönd. Þess vegna er það menntun jafnt sem skemmt- un að heyra frá reynslu glöggra ferðamanna. Og á síðari árum hefur komið fram hið prýðileg- asta hjálpartæki að gera slíkar frásagnir lifandi, en það eru lit- skuggamyndirnar, sem svo marg ir eru famir að taka. Aðalstarfsemi „Landfræðifé- lagsins" á einmitt að byggjast á því að fá víðreista menn til að segja frá og sýna myndir. Væri stjórninni mikill fengur að því að fá ábendingar um slíka menn; en í fyrstu stjórn „Landfræðifé- lagsins“ voru kosnir: Einar Magnússon, formaður, Sverrir Sch. Thorsteinsson, ritari, Valdimar Kristinsson, gjaldkerí og meðstj órnendur Ólafur Björn Guðmundsson og Eyþór Einars- son. Ákveðið var að hafa erindin og myndasýningarnar eingöngu um úlönd, þannig að ekki yrði farið inn á svið félaga, sem þegar eru starfandi. „Landfræðifélagið" heldur fyrsta fund sinn í I. kennslusofu Háskólans miðvikudaginn 6. maí, þ.e. annað kvöld, kl. 20,30. Er sá alþýðuhæfi. Keppni þessi verður til að afla fjár til óhjákvæmí- Hiimir ke-7 Faxavík ................ 60 Baldur Þorvaldsson ..... 56 Von II................... 67 Nonni ................... 63 Helguvík ................ 63 Helgi Flóventsson ....... 57 Erlingur V............... 60 Vöggur .................. 50 Bára .................... 49 Trausti ................. 29 Sigurkarfi (útilegub.) .... 13 461,970 556,460 626,660 443,700 526,290 422,640 684,050 284,440 318,380 194.150 274.150 1953 16,477,410 Afli Keflavíkurbáta KEFLAVÍK, 4. maí. — Um mán- aðamótin voru komin hér á land 21.959,090 kíló af óslægðum fiski, og þrátt fyrir slæmar gæítir og lélegan afla framanaf vcrtíðinni, er þetta um 1500 tonnum meiri afli en á allri vetrarvertíðinni 1958. Hér fer á eftir yfirlit um afla Keflavíkurbáta allt frá ver- tíðarbyrjun til aprílloka, og sem frr segir er afiinn miðaður við óslægðan fisk: Línu- og netabátar róðr. kg.ósl. Guðmundur Þórðarson .... 67 563,600 Ólafur Magnússon ...... 68 774,220 Vilborg ............... 67 577,390 Sæborg ............... 60 427,880 Gunnar Hámundarson .... 64 450,990 Júlíus Björnsson ...... 62 487,810 Jón Finnsson .......... 67 664,650 Baldur ................ 53 208,820 Bjarmi ............... 61 636,090 Þorleifur Rögnvaldsson 62 534,870 Huginn ............... 55 395,520 Stjaman ............... 62 440,310 Einar Þveræingur ..... 63 541,210 Farsæll ............... 65 480,000 Sæmundur .............. 61 341,390 Geir .................. 60 557,160 Gylfí. II.........I... 57 520,970 Heimír ............... 59 489,870 Guðfinnur ............. 60 578,850 Reykjaröst ............ 52 403,310 Andri ................ 62 429,020 Kópur.................... 67 491,660 ........_ 70 688.880 Net&bátar Emma Ólafur Kári ..... róðr. .......... 36 -----------45 .......... 46 Freyja .................. 47 Hólmsteinn .............. 47 Þorsteinn ............... 43 Vísir ................... 43 Björgvin ................ 42 Gylfi, Njarðvík ......... 44 Gullborg ................ 41 Týr ..................... 38 Stjarni • ............... 39 Garðar ................. 43 Gullver ................. 38 Sleipnir ................ 38 Erlingur KE ............. 33 Hilmir KE-18 ............ 28 Svanur .................. 22 Gylfi, Rauðuvík ........ 15 Húni ..................... 8 Dalaröst (lína) ......... 27 kg.ósl. 99,500 277,050 212,860 152,600 310,030 486,740 429,380 532,170 203.810 187,500 258.220 419,110 277,790 374,360 374,360 63,780 60,150 318,230 146.220 92,310 160,140 fundur haldinn í tilefni af hundr uðustu ártíð Alexanders von Humboldts, sem var frægastur allra náttúrufræðinga á fyrri hluta 19. aldar og hefur verið nefndur faðir landafræðinnar, enda mestur brautryðjenda þeirr ar fræði og upphafsmaður sumra greina hennar, t.d. lofslagsfræð- innar. Heimsfrægð hlaut Humboldt fyrir leiðangur til Mið- og Suð- ur-Ameríku 1799—1804. Hefur verið sagt að með þeim leiðangri hafi Ameríka fundizt öðru sinni. Humboldt stundaði þar einkum grasafræði- og jarfræðirannsókn ir. í þeim löndum, sem hann fór um, eru ein hin mestu eldfjöll á jörðinni, en Humboldt var mikill eldfjallafræðingur og hefur t.d. Þorvaldur Thoroddsen þar margt af honum lært. Á þessum fyrsta fundi „Land- fræðifélagsins" mun dr. Sigurður Þórarinsson flytja erindi um Humboldt og síðan sýna lit- skuggamyndir frá þeim landsvæð um í Ameríku er Humboldt fór um, einkum Perú og Mexíkó. Eins og áður er sagt eru allir velkomnir á fundinn og geta þeir, sem vilja, skrifað sig í félagið. Þeir, sem gera það á þessum fyrsta almenna fundi verða, ásamt þeim sem fyrir voru, tald- ir stofnfélagar. 760 5.481.680 — INGVAR. 600 lestir fisks á land um helgina AKRANESI, 4. maí. — 600 lestir fiskjar bárust hér á landi um helgina. í gær, sunnudag, lönd- uðu 6 þorskanetjabátar og 16 trillur samtals 98 lestum, þar af fiskuðu trillurnar 24,5 lestir. — Aflahæstur var Ólafur Magnús- son með 21 lest. Hæstu trillurnar voru Viðir með tæpar 3 lestir, Freyr með 2,5 lestir og Reynir með 2,2 lestir. 16 bátar lönduðu hér á laug- ardaginn 220 lestum alls. Trillu- bátarnir reru ekki vegna norð- anstroku á miðunum. Tveir þeir aflahæstu voru jafnir, Sigurvon og Reynir með 21 lest. Og afli bátanna með jafnasta móti. Hingað kom bæjartogarinn Akurey aðfaranótt sunnudagsins af Grænlandsmiðum með 283 lestir. Var sinn helmingurinn af hvoru, þorski og karfa. — Oddur. Hátíðahöldin á ísafirði 1. maí ÍSAFIRÐI, 4. maí. — Veður var dágott hér 1. maí, en fremur kalt. Verkalýðsfélögin og Félag opin- berra starfsmanna gengust fyrir hátíðahöldum. Hófust hátíðahöldin með úti- samkomu kl. 1,30. Þar fluttu ræð- ur Sverrir Guðmundsson, for- maður verkalýðsfélagsins Bald- urs, Sigurður Kristjánsson, for- maður Sjómannafélags ísfirð- inga og Halldór Ólafsson bóka- vörður sem talaði af hálfu Félags opinberra starfsmanna á ísafirði. Lúðrasveit ísafjarðar lék undir stjórn Vilbergs Vilbergssonar. Kl. 4 var samkoma í Alþýðu- húsinu, Ptéur Pétursson varafor- maður Baldurs setti samkomuna. Lúðrasveit lék, Björgvin Sig- hvatsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða flutti ræðu. Þá söng Albert K. Sanders gam- anvísur og að lokum var sýnd kvikmynd af sögu norsku verka- lýðshreyfingarinnar. Um kvöldið var dansleikur í Al þýðuhúsinu. Merki dagsins voru seld á götum bæjarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.