Morgunblaðið - 05.05.1959, Síða 10
10
MORCVTSBLAÐÍÐ
Þriðjudagur maí 1959
j / fáum orðum sagt
.ögmálin
í hrúgunni
Spjallað við Jón Leifs
Þess vegna eru þau hranaleg
og brútal stundum. Kannski það
sé til að vega upp á móti við-
kvæmninni, ég veit það ekki.
— Ertu sentimental?
— Erum við það ekki öll? En
ég er að komast í jafnvægi, held
ég, með aldrinum. Ég tek von-
brigðin ekki eins nærri mér og
áður, og geri mér ekki heldur
eins miklar vonir.
— Þú segist vera viðkvæmur.
En heldurðu að þú sért hégóm-
legur?
— Ég veit ekki, hvað þú átt
við, hégómlegur? Ég vil helzt
aldrei hlusta á mín eigin verk
nema einu sinni, er það það, sem
þú átt við?
— Ég veit það ekki, þetta datt
út úr mér. En þú minntist á
minnimáttarkenndina áðan. Get-
ur hún ekki hjálpað í listinni?
ÞEGAR ég hringdi til Jóns Leifs
og bað hann um samtal í Mbl. í
tilefni af sextugsafmæli hans,
svaraði tónsk^ldið: — Jú, það
er sjálfsagt. En það verða mikl-
ar skammir í því. Stjórnmála-
mennirnir ráða heiminum, en
listamennirnir og vísindamenn-
irnir ættu að ráða honum. Það
gætu þeir líka, ef þeir væru ekki
sundraðir, en —
— Já, við skulum tala um það,
þegar við hittumst.
Jón Leifs sagði:
— Hvenær eigum við þá að
hittast?
Ég svaraði:
— Sunnudaginn, 26. apríl.
Hann sagði:
— Það er ágætt. Það er afmæl
isdagur föður míns. En hvort
viltu kaffi eða te?
— Te, held ég.
Ég hitti svo Jón Leifs á sunnu
dag að heimili hans á Freyju-
götu 3 hér í bæ. Hann tók á
móti mér í innislopp og sagði,
að sér þætti gott að ganga létt-
klæddur um íbúðina, því fótur-
inn hefði snúizt og hann þyrfti
að æfa sig að' ganga. Ég spurði,
hvort fóturinn hefði snúizt í
áflogum út af Stefi eða segul-
bandsupptökum. Þá brosti hann.
Svo bauð hann mér sæti. Og við
drukkum te.
Ég sagði:
— Þú ert kominn á ískyggi-
legan aldur, Jón Leifs. Er það
ekki?
Hann svaraði:
— Það getur verið, ég veit
það ekki. Það er sagt að fyrstu
sjötíu árin séu erfiðust fyrir tón-
skáld. Ef það er rétt, þá á ég
eftir 10 erfið ár. Sibelius varð
92 ára, en hann lifði á sveita-
setrum og gat gengið úti. Ég
vildi á sínum tíma verða þjóð-
garðsvörður. Þá hefði ég getað
haft fjósamann og unnið sjálfur
að tónsmíðum. Þá hefði ég getað
gert eitthvað fyrir þetta land.
En fólkið skilur ekki að maður
hafi þörf fyrir að gera eitthvað.
Honneger sagði: Fyrsta krafan,
sem fólk gerir til tónskálds, er,
að hann sé dauður. Af því get-
urðu séð, að þú kemur of
snemma. En það er kannskimiklu
skemmtilegra að vera þjóðgarðs-
vörður, þegar maður er dauður,
ég veit það ekki. Hvað mundi
fólk segja, ef Listasafn rikisins
væri troðfullt af verkum eftir
útlenda málara og aðeins einu
sinni á ári yrði hengt upp mál-
verk eftir íslending? Ja, þú bros-
ir. En svona er nú farið með
okkur tónskáldin. Þó eitthvað
gott sé spilað eftir okkur í út-
varp, þá er það bara dagblaða-
reportage. En við höfum sætt
okkur við þetta. Finnst þér við
ekki þolinmóðir?
— Það finnst ekki öllum.
— Nei, því gæti ég trúað. Það
fer mikil orka í að reyna að
troða af manni skóinn. Stundum
finnst mér eins og menn hafi
ekki annað að gera á þessu ágæta
landi. En þó undarlegt sé, þá
tek ég sjaldnast eftir því. Ég
veit, að Stef hefur gert mig
óvinsælan, en það verður að hafa
það. Stef er nauðsynlegt. Það er
mikil framför. En kannski maður
ætti að hafa einhvern auka-
gemsa til að taka á móti skömm-
unum.
Á veggnum gegnt mér í vinnu
stofu Jóns Leifs hékk stórt og
fallegt teppi. Efst í hægra horni
þess stóð nafn konu og ártal.
Ég spurði tónskáldið, hver sú
kona væri. Hann svaraði um
hæl: — Það er konan mín, þriðja
konan.
— Þriðja? Heyrir það till
Hann svaraði:
— Spurðu d’Albert, óperutón-
skáld. Hann átti eina konu og
eitt barn, meðan hann var að
semja hverja óperu. Þegar hann
var búinn með óperurnar, gift-
ist hann nýrri konu og byrjaði
þá auðvitað á nýrri óperu. Svona
gekk þetta í mörg ár. Þegar
hann ætlaði að gifta sig í 8.
skiptið, dó hann. Hann fór til
Riga að fá skilnað, en kom ekki
aftur. Kollegarnir sögðu honum
að vara sig á þeirri 9., — hún
er með kór, sögðu þeir! En þetta
kemur ekki mínum konum við.
Hvað ert þú annars gamall? Ætli
þú sért ekki 28 óra. Þegar þú
ert orðinn þrítugur, verður skor-
ið úr því hvort þú verður að
manni eða ekki. Þegar fólk er
þrítugt missir það illusjónirnar og
þá beygja flestir af. Það sagði
Jóhann Jónsson skáld. Svo reynir
líka á, þegar menn missa föður
sinn, þá —
— Hvenær dó faðir þinn, Jón?
— Þegar ég var þrítugur.
— Hvað sagðirðu þá við sjálf-
an þig?
— Ég sagði fátt. Ég var stadd-
ur suður í Baden-Baden. En þá
fór ég að geta lesið Goethe. Þá
las ég samtölin við Eckermaryi
og Dichtung und Wahrheit. Þá
fór ég að átta mig á tilverunni.
Og Goethe hefur síðan hjálpað
mér að þola raunirnar, fallast á
ófullkomleika lífsins. — Samt
hef ég aldrei hrifizt af
skáldskap hans. Þegar leik-
húsið í Weimar brann, var hann
lejkhússtjóri og ráðherra. Hann
var með stór plön um endur-
reisn íeikhússins, En enginn vildi
fara að hans ráðum. Hann tók
því vel. Hann vissi, að lífið er
ófullkomið, og mennirnir eru
ekki upp á marga fiska. Shake-
speare var meira skáld. Hann er
sjálfsagt mesta séníið í bókmennt
unum og það vissi Goethe. 'Goethe
hafði minnimáttarkennd gagn-
vart Shakespeare. En við skul-
um ekki tala um það frekar,
því við erum komnir út í bók-
menntir, og ég vil helzt ekki tala
um þær. Ég hef einhvern tímann
sagt og móðgað marga: — Þar
sem bókmenntunum sleppir, byrj
ar listin. Ég stend enn við þessi
orð. Takmark bókmenntanna er
að lýsa veruleikanum, myndlist-
in reynir að lyfta veruleikanum
í æðra veldi en tónlistin er guð
almáttugur. Hún er komin út
fyrir veruleikann. Ég hef að vísu
gaman af að horfa á fallegar
myndir og lesa góðar bækur, og
það hefur sparað mér mikla lífs-
reynslu. En það er ekki nóg.
Bókmenntirnar eru lýsing á sorg
inni og gleðinni, en músikin er
sorgin og gleðin sjálf. Þetta sagði
einhver spekingur einhvern tíma
og ég er honum alveg sammála.
Músíkin er lífsorka. Ég hef
notað hana í verkum mínum.
Jón Leifs
— Ég veit það ekki. Ég veit
ekki, hvort ég hef haft minni-
máttarkennd. Þegar ég var
ungur, vildi eg verða díri-
gent og píanisti eins og
Liszt, já ég hafði stór plön og sat
oft og lengi og hugsaði um, hvern
ig ég ætti að sigra heiminn. En
að semja tónlist — nei, það var
ekki þorandi. Það var of stór-
kostlegt. Það krafðist svo mikils
heiðarleika. Það krafðist þess, að
maður lifði upp reynslu mann-
kynsins á nýjan hátt. Það krafð-
ist alls. En mig langaði samt að
reyna. Því ekki? Svo átti ég í
sálarstríði mánuðum saman, áð-
ur en ég samdi mitt fyrsta tón-
verk. Gat ég bætt einhverju nýju
við? Gat ég slegið nýjan tón?
Þetta voru ögrandi spurningar og
lögðust á mig eins og farg. Sá
sem ekki gæti bætt einhverju
nýju við, hefði ekki leyfi til að
fara inn á þessa braut. Svo
sagði ég við sjálfan mig, þegar
ég átti í mesta sálarstríðinu, að-
eins tvítugur að aldri: — Ja, nú
skaltu semja eitt verk. Það get-
ur verið prófsteinn. Og þá fór ég
að leita og leita og reyna að
svara þeirri áleitnu spurningu,
hvort við Islendingar ættum ekki
eitthvert efni eins og aðrar þjóð-
ir, sem mætti endurnýja og vinna
úr nýja tónlist, einhvern neista,
sem gæti tendrað það stóra bál.
Þá opnaðist fyrir mér heimur
þjóðlaganna og ég þóttist kominn
í tæri við lögmálin: Safn Bjarna
Þorsteinssonar vísaði veginn, þó
það væri gallað; hann sópaði inn
í það öllu, sem hönd á festi eins
og þú veizt, svo úr varð ein
heljarmikil hrúga. Það varð okk-
ar hlutskipti að róta í þessari
hrúgu, Það var erfitt verk og
tímafrekt, en eftirtekjurnar sýna,
að það hefur borgað sig. Þarna
voru lögmálin — þessi arfur,
sem engin þjóð getur verið án.
Tilviljun sennilega að ég
fann þau. En verður ekki
margt af því stórkostlegasta
til fyrir tilviljun? Ég held, að
Jón Sigurðsson hafi farið út í póli
tík af einskærri tilviljun. Var
hann ekki fræðimaður og bóka-
vörður í Kaupmannahöfn? Svo
fær hann alla þessa pappíra,
skjöl og handrit upp í hendurn-
ar og hann sér í einni svipan,
hvernig á að endurreisa fsland;
það er eins og örlögin bókstaf-
lega skipi honum að hefjast
handa. Svona er það með okkur
hina líka. Sibelius ætlaði að
verða fiðluleikari, en ekki tón-
skáld.
— Hendingin hefur þá gert þig
að tónskáldi?
— Já, ætli það ekki. Þegar ég
var í Þýzka^andi skrifaði ég föð-
ur mínum og sagði honum, að
ég ætlaði að verða píanóvirtúós,
dírigent, músíkrithöfundur og
tónskáld. Hann skrifaði mér um
hæl og sagði: — Ekki margt,
heldur mikið. Þú skalt takmarka
þig við eitt af þessu. Ég átti erfitt
með að fallast á þetta sjónarmið,
en reynslan hefur kennt mér, að
hann hafði á réttu að standa.
— Faðir þinn —?
— Já, hann hét Þorleifur Jóns
son og var póstmeistari hér í
bæ. Hann var ritstjóri Þjóðólfs
um tíma og hafði gaman af bók-
menntum, en ég veit ekki til þess
það hafi verið nein tónlist í hon-
um. Hann er göfugasti maður,
sem ég hef þekkt, en hann var
kannski of góður við mig. Ætli
það hafi ekki veikt mig? ég veit
það ekki.Hann leyfði mér að fara
til Þýzkalands, þegar ég var 17
ára. Þá var ég í 4. bekk Mennta-
skólans og skrópaði heilan dag
til að þvinga fram leyfi foreldra
minna til utanfarar og tónlistar-
náms. Ég grét fram undir kvöld.
Þá kom faðir minn til mín og
sagði: — Ef þú tekur prófið í
vor, skulum við sjá til, að þú
færð að fara út í haust. Ég vissi
þetta, var samningur okká? á
milli — og hann braut ekki
samninga. En ég hefði aldrei
getað stúderað tónlist, ef
móðir mín hefði ekki stofnað
verzlun og stutt mig. Hún heitir
Ragnheiður Bjarnadóttir. Hún
fékk lánaðar 5 krónur hjá pabba
og stofnaði Silkibúðina meðKrist
ínu Sigurðardóttir 1908. Þú ættir
heldur að tala við hana. Hún er
fjölfróð og minnisgóð, þó hún
sé orðin 85 ára. Hún er dóttir
Bjarna á Reykhólum — ja — há,
það er nú svo. Afkomendur hans
eru orðnir um 400, þrekmikið
fólk, og ég gæti hugsað mér,
að Egill sé ættfaðirinn. Bjarni
var breiður maður og þrekinn
með digran háls eins og Egill.
— Það er víst bezt að tala
virðulega um jafnstóra ætt,
svona rétt fyrir kosningar.
— Já, það má vera. Þið hugs-
ið allt í pólitík. Annars stendur
til, að við endurreisum Reyk-
hólafélagið. Það verður eins kon-
ar ríki í ríkinu, eða kannski
keppinautur Frímúrarareglunn-
ar. Þegar Reykhólafélagið hefur
verið endurreist, verður ómögu-
legt að vita, hver stjórnar land-
inu.
— Mannstu eftir Bjarna afa
þínum?
— Já, já. Hann var merkis-
maður. Þegar hann fór með af-
urðir sínar á haustin í kaupstað,
hef ég heyrt sagt, að hann hafi
tjaldað sjálfur og selt þær, en
hvorki farið til kaupmannsins né
kaupfélagsins. Hann var sjálf-
stæður, karlinn, og óhræddur,
eins og menn eiga að vera.
— Ég hef stundum heyrt, að
Reykhólaættin sé, ja svona dá-
lítið gefin fyrir peninga.
— Jæja, hefurðu heyrt það.
Kannski það sé fjáraflafólk,
ætli það?
— Sumir segja, að þú hafir erft
fjármálahæfiléika þína úr þeirri
ætt.
— Ég hef enga slíka hæfileika.
Ég hef aðeins hæfileika til að
leggja mig niður við ýmislegt,
sem ég vildi helzt ekki koma
nærri. Stef er erlent kerfi og ég
hef ekkert gert annað en skipu-
leggja það hér á landi. Kannski
hef ég einhverjar skipulagsgáf-
ur, ég veit það ekki. Ég fór út
í þetta ttl'að verja réttinn, og
af því við höfðum ekki efni á
að ráða lögfræðing í fullt starf.
Ég varð að læra frönsku til
að geta rekið Stef. Ég hafði
gaman af því. Maður yngist
upp af að læra ný mál. En
veiztu hvernig Stef varð til?
Nokkrir höfundar sátu á veitinga
húsi í París við mat og drykk,
en gátu ekki borgað, þegar til
kom. Þá sagði einn þeirra við
veitingaþjóninn: — Ja, hvað eig-
um við að vera að borga? Þið
spilið okkar lög og syngið okkar
vísur án endurgjalds, — og svo
fóru þeir allir út. Gestgjafinn
stefndi þeim, en tapaði málinu.
Höfundarétturinn er þjóðarstolt
Frakka, og þeir krefjast þess, að
ekki sé talað annað tungumál á
Stef-fundum en franska. Svona
líta þeir nú á listirnar. En við
vorum að tala um Reykhólaætt-
ina. Við Hans Þórðarson leit-
uðum um daginn að lögfræðingi
í Reykhólaættinni, en fundum
engan: — Það er góðs viti, sagði
Hans.
— Eigum við að tala um höf-
undaréttinn, spurði ég.
— Það er skoðun mín að höf-
undurinn sé heilagur maður,
svaraði Jón Leifs ákveðinn. Hann
vinnur starf sitt oftast án von-
ar um ágóða, og þegar ágoðinn
kemur, á hann að njóta hans.
— Veiztu, að þú ert sennilega
þekktari fjármálamaður en tón-
skáld hér á landi?
— Já, það mætti svo sem segja
mér. Fólk veit ekkert, hvað mað-
ur hefur verið að gera. Það skeð-
ur svo lítið í þessu landi, að fólk
verður alltaf að hafa eitthvað
ómerkilegt til að tala um. Ég
hélt að segulbandsmálið væri
t. d. smámál, en vissi ekki fyrri
til en það var orðið eitt af þess-
um viðbjóðslegu „stórmálum",
sem taka allan tíma manns og
koma í veg fyrir að maður geti
sofið eins og sjentilmaður. En
hérna geturðu séð skrá yfir tón-
verk mín. Þetta er ekki svo lítið.
Samt er þetta aðeins þriðjungur-
inn af því, sem ég hefði getað
afkastað, ef ég hefði t. d. orðið
þjóðgarðsvörður. En þjóðfélagið
hefur ekki haft vit á að beizla
þá orku, sem í mér býr.
— Hefðirðu viljað-láta beizla
Þig?
— Nei, auðvitað ekki. En ríkið
á að stuðla að því, að ég geti
beizlað mína eigin orku í þágu
þess. Með andans brandi verður
sigrað, líka í landhelgismálinu.
Orka listamannsins á áð vera
okkar landvarnarráðuneyti. Það
þætti ekki fínt að ráðast á páf-
ann. Hitler bannaði Chopin, en
hann lifir, rússneski zarinn bann-
aði Finnlandia eftir Sibelius, að
minnsta kosti mátti ekki leika
verkið nema undir nafninu For-
leikur, en Finnlandia verður
aldrei sigruð og enn hafa Rússar
ekki þorað að gleypa Finnland
eins og Ungverjalandi. Ætli
Sibelius eigi ekki meiri þátt í
því en margur hyggur? Annars
vil ég ekki tala um pólitík. Ég
veit samt, að list getur aldrei
orðið alþýðleg eins og nazistar
og kommúnistar vilja. Allar til-
raunir i þá átt hljóta að mis-
takast. Andinn er sterkari en of-
beldið. Listin er aristokratisk.
Hún getur ekki dafnað nema það
sé auðvald á bak við hana. Það
sýna fornar bókmenntir okkar.
Þær hefðu aldrei verið skrifaðar,
ef ekki hefði staðið sterkt auð-
vald á bak við þær. Það þurfti
skinn af 120 kálfum til að skrifa
á meðalsögu, hefur Jón Helga-
son prófessor sagt mér. 120 kálfar
— allt okkar stolt! — Það var
engin ölmusumaður, sem átti
svoleiðis bústofn. En auðmenn-
irnir þurfa að vera menntaðir og
þeir eiga að standa djúpum rót-
um í gamalli menningu og hafa
hæfileika til að skynja það, sem
er stórt í nýju listinni. Þeir eiga
að líkjast gömlu höfðingjunum
og vera stoltir fyrir hönd þjóð-
ar sinnar og þeirrar menningar,
sem hún á. Mér mislíkar eitt við
ykkur sjálfstæðismenn. Þið seg-
ist vera aristokratar, en samt
hafið þið ríka tilhneigingu til að
dekra við skrílinn, ekki síður en
hinir. Þið eigið að horfa af há-
um sjónarhól og segja: — Endur-
reisn íslands misheppnast, ef auð