Morgunblaðið - 05.05.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 05.05.1959, Síða 13
Þriðjndagur maí 1959 Kf O R'G 17 FP *'/*>?» 13 UL „ ,..|_________1.^...... ♦ * * » # * Hausastaðaskóli. — Esja í baksýn. 200. árfíð Jóns Skál- holtsrektors dag Þorkels- sonar i Meridlegur hugsjóna- maður og brautryðjandi í menningarmálum í DAG er 200. ártíð Jóns Þor- kelssonar, Skálholtsrektors. Hann hefur verið nefndur faðir alþýðu- fræðslunnar, enda var hann vin- ur æskulýðsins og frumherji í skólamálum landsins. Þekktastur mun hann þó vera fyrir gjöf sina til íslands, sem nefnd hefur verið Thorkillisjóðurinn og verður minnzt nokkuð á hann hér síðar. Jón Þorkelsson er fæddur í Innri-Njarðvík 1697. Móðir hans var Ljótun Sigurðardóttir og var Árni Oddsson lögmaður afi henn- ar. Faðir Jóns var Þorkell lög- réttumaður Jónsson, sem lézt 1 Stóru-Bólu 1707. Jón var einbirni foreldra sinna, 15 ára var hann settur til náms í Skálholtsskóla og sýndi frábæra námshæfileika, sem ekki fóru fram hjá meistara Jóni Vídalín, sem þá var biskup í Skálholti. Hann sa hvílíkt mannsefni var í Jóni Þorkelssyni og studdi hann og hvatti til frek- ari lærdómsiðkana. 1727 tók Jón Þorkelsson guðfræðipróf í Kaup- mannahöfn, en hafði einnig lagt stund á sögu og málvísindi. Hann var við háskólann í Kiel í Þýzka- landi um stund til framhalds- náms og nam þar sögu, bókmenntir, tungumál og þjóð- réttarvísindi. Þegar Jón kom heim að námi loknu var hann talinn einn lærðasti íslendingur sinnar samtíðar og virtur vel. Hann var strax skipaður skóla- meistari í Skálholti (1728) og var þá biskup þar Jón Árnason, einn hinn áhugasamasti biskup lands- ins um fræðslu almennings og skólamál. Hann er sagður hafa þjónað skólameistaraembættinu af „röggsemi, lærdómi og trúnaði“ enda vel til starfans fallinn, eins og nærri má geta. Jón var skóla- meistari í Skálholti um 9 ára skeið, en á árunum 1741—1745 ferðaðist hann um landið með LudvigHarboe, síðar Sjálandsbisk upi, eins og frægt er orðið. Rann- sökuðu þeir lestrarkunnáttu fóiks ins, yfirheyrðu presta og grennsl- uðust fyrir um menningu hverrar sveitar og sóknar og var starf þeirra allt hið merkilegasta eins og geta má nærri, og upphaf að margs konar endurbótum í skóla- og kirkjumálum þjóðarinnar. Þeg ar Jón sagði lausu skólameistara- embættinu 1737 fór hann utan til Kaupmannahafnar til að vinna að endurbótum á skóla- og kirkju- málum. Málflutningur Jóns og skýrslur hans um ástand- ið á íslandi varð til þess að kon- ungur ákvað að senda menn hing- að til lands til að rannsaka mennt unarástand þjóðarinnar og til þeirrar farar voru þeir Ludvig Harboe valdir. — Um starf þeirra segir m. a. í ævi- sögu Jóns Þorkelssonar: „Bein af leiðing af komu þeirra Harboes og Jóns hingað til lands er og bygg- ing dómkirkjunnar að Hólum í Hjaltadal, sem enn stendur ... — og verður 200 ára 1963. Að þessum ferðalögum loknum sigldu þeir félagar til Kaupmanna hafnar. Jón leit ísland ekki fram- ar og dvaldist í Kaupmannahöfn við ritstörf til dauðadags 5. maí 1759. Hann var barnlaus og kvæntist aldrei. ★ Jón lagði mikla stund á ritstórf, fræðastörf og skáldskap og orkti t. d. sitthvað á latínu. Hann skrif- aði ritgerðir um marga íslenzka biskupa á dönsku og á latínu skrifaði hann fjölmargt. Þor- valdur Thoroddsen vitnar oft í rit Jóns í landfræðisögu sinni og segir m. a.: „Jón Þorkelsson hef- ur, með því að rita yfirlit þetta, (Jón hafði skrifað um land- fræði íslands í erlend landfræði- rit og leiðrétt þar með ranghermi ýmissa erlendra rithöfunda) unn- ið þarft verk, hann hefur glöggar og betur en fyrr lýst landi og þjóð, og hrakið með því margar skröksögur eldri höfunda, átti hann því miklar þakkir skilið fyr- ir starf sitt.“ Á latínu skrifaði Jón skólameistari m. a. rithöfundatal frá íslandsbyggð til 1720 og hafði slíkt rit aldrei verið samið áður. Þá orkti hann og margt á latínu, t. d. Gullbringuljóð, sem er mikið verk og einnig sálma marga. Hef- ur hann verið talinn mesta latínu skáld íslendinga fyrr og síðar. ★ Eins og fyrr getur er Jón Þor- kelsson skólameistari þekktastur fyrir áhuga sinn á menningar- málum, kirkju og skólamálum. Margt hið merkilegasta í skóla- málum okkar í dag á vafalaust rætur að rekja til framsýni hans og tillagna. Hefur verið sagt, að Jón Þorkelsson hafði skapað hlið- stæðan kafla í menningarsögu landsins og samtíðarmaður hans Skúli Magnússon í sögu iðnaðar og verzlunar Jón Þor- kelsson hefur verið rétt nefndur faðir barna og alþýðufræðslunnar á íslandi og má m. a. geta þess, að hann á fyrstur manna hug- myndina að hinum svonefndu verknámsskólum, því samkvæmt reglugerð Hausastaðaskóla frá 1792, sem var saminn í anda hans, átti að kenna börnunum auk lest- rar, skriftar og reiknings „að venja þau við alla algenga vinnu, svo sem garðyrkju, róðra, slátt og allan heyskap og á veturna átti að kenna drengjunum vefnað og alls konar algengt smíði úr tré og járni, en stúlkurnar áttu sér- staklega að læra og sauma föt og við stúdenta og fjölmargar aðrar merkilegar tillögur bar hann fram, svo sem að íslenzkir bisk- upar hættu að sækja vígslu til út- landa, en sú tillaga er undanfari lagasetningar um tvo vígslubisk- upa í landinu frá 1909. "K Skömmu fyrir andlát sitt gerði Jón Þorkelsson erfðaskrá sína. Hann var ríkur maður, hafði erft miklar eignir eftir foreldra sína og sjálfur lifað sparlega. Allar eigur sínar eftir sinn dag gaf hann fátækum börnum í átthög- um sínum, Kjalarnesþingi. Það voru 4000 ríkisdalir auk nokkurra jarða og er þetta stærsta gjöf, sem gefin hefur verið til barna- uppeldis á íslandi. Skyldi stofna skóla í átthögum gefandans og veita þar fátækum börnum bók- legt og verklegt uppeldi. Jón Þor- kelsson ritaði nafn sitt á latíni Thorkillius. Var sjóðurinn við hann kenndur og nefndur Thorkilli-sjóður. Ef gjöfin væri reiknuð eftir nútímagengi, þá svaraði hún til 6 milljón króna í dag. Sjóðurinn hefur rýrnað mjög og orðið fyrir stórkostlegum áföll um og er nú óráðið, hver verður framtíð hans, þar sem ríkisvald— ið hefur tekið við því hlutverki, sem honum var ætlað á sínum tíma. Nú er sjóðurinn um 330 þúsund kr. Til að gefa nokkra hugmynd um efni erfðaskrárinn- ar, má vitna í 3. gr. hennar þar sem segir:. „Að árlegur arður af þeim (þ. e. eigum hans) skyldi ganga til stofnunar, þar sem allra aumustu og fátæklegustu börn í Kjalarnesþingi skyldu fá kristi- legt uppeldi, þar með talið hús- næði, klæði og fæði, þangað til þau gætu séð fyrir sér sjálf“ Á kostnað sjóðsins var stofn- aður skóli að Hausastöðum á Álftanesi 1792 og var það upp- eeldisskóli. Skóli þessi starfaði um 20 ára skeið og var 1804— 1805 eini starfandi skólann í land inu. Þegar fyrsti barnaskólinn í Reykjavík var stofnaður 1830, leggja út í annað eins stórræðl, nema þeir ættu von á styrk til skólans." Skóli sá starfaði sem einkaskóli í 18 ár með styrk úr sjóðnum, en þegar styrkurinn var aftekinn 1848, lagðist skólinn nið- ur: „Það er því óhætt að fullyrða, að mörg heldri mar.na börn hafi í 18 ár fengið uppfræðslu úr sjóðnum, og það var þvert ofan í vilja gefandans“, segir í ævisögu Jóns Þorkelssonar. Ekki verður saga Thorkilli-sjóðsins rakin hér, en segja má, að hún sé samfelld raunasaga, því að sjóðurinn ávaxt aðist illa, eins og fyrr segir og varð fyrir stórkostlegum áföllum, ekki sízt þegar Danntörk varð gjaldþrota 1813. Enginn vafi er á því, að ef sjóðurinn hefði fengið að ávaxtast með eðlilegum hætti, gæti hann nú komið í góðar þarfir. Elzti barnaskóli í Reykjavík (Aðalstræti venjast öllum venjulegum hús- móðursstörfum innanhúss og ut- an“. Jón Þorkelsson samdi fjölmarg ar tillögur fyrir 1740 um „það sem virðist þurfa rannsóknar og breytingar til batnaðar á íslandi“ og taldi að nauðsynlegt væri að stofna opinbera barnaskóla í land inu til að mennta alþýðuna, en svo sem kunnugt er urðu þeir ekki til fyrr en löngu síðar. Þá bar hann fram tillögu um afnám brennivíns, „eða hegning fyrir vanbrúkan þess og fyrir of- drykkju, sem af því leiðir". Þá taldi hann einnig að hér á landi ætti að vera framhaldsskóli eftir Latínuskólanámið fyrir embættis mannaefni landsins. Er þetta sennilega elzta hugmyndin um há skóla hér á landi, en þess má þó geta, að Gísli Magnússon sýslu- maður, sem nefndur hefur verið Vísi-Gísli hafði 100 árum áður þótti nauðsynlegt, að hann fengi styrk úr Thorkilli-sjóðnum, þar eð borgarar bæjarins voru „ófús- ir á að leggja fram mikið skóla- gjald, og vildu því nauðugir Mbl. hefur hitt Egil Hallgríms- son kennara að máli í tilefni af 200. ártíð Jóns Þorkelssonar skólameistara. Egill er einhver hinn mesti áhugamaður um Jón Þorkelsson og brautryðjandastörf hans og gat m. a upplýst blaðið um eftirfarandi: „Fyrra sunnudag fór ég suður Innri-Njarðvík“, sagði Egitl, „og skoðaði forna kirkjumuni, sem frú Jórunn Jónsdóttir hefur varðveitt. Þessir munir eru altar- isklæði, handsaumað, mjög fal- lega unnið, en orðið slitið, ljósa- stjaki úr kopar og voru þeir upp- haflega tveir, en annar er nú glataður. Þeir voru lánaðar á Al- þingishátíðarsýninguna 1930, og segir frú Jórunn mér, að þeir munu vera um 200 ára gamlir. Þá hefur hún einnig varðveitt tvö kertasöx. Sagt er, að Þorkell lög- réttumaður Jónsson, faðir Jóns skólameistara, hafi fyrstur manna reisti kirkju í Innri-Njarðvík, og má því vel vera, að þessir kirkju- munir séu gefnir af þeim hjón- um Þorkeli og Ljótunni konu hans“ sagði Egill Hallgrímsson. Má bæta því við, að skólameistari hafði gert ráð fyrir þvi í erfða- skrá sinni, að allar bækur sínar yrðu varðveittar í Njarðvíkur- kirkju, en úr því mun þó ekki hafa orðið og eru þær nú fyrir löngu glataðar. Eins og af þessu yfirliti má sjá, var Jón Þorkelsson merkur mað- ur í sögu íslands og er ekki að efa, að allir þeir, sem vinna að menntun og alþýðufræðslu hugsi hlýlega til hans nú á 200. ártíð hans. Þó að sum af hugsjóna- málum hans hafi farið forgörð- um, bar starf hans ríkulegan á- vöxt og enn er hægt að njóta ávaxtanna af verkum hans, ef unnið verður í anda þeirra hug- sjónamála, sem hann helgaði krafta sína. Hvernig verða árekstrar í umterðinni ? lögreglunnar um Reykjavík árið Úr skýrslum umferðarslys í 1958. Austurstræti: 27 árekstrar. 7 árekstrar urðu á mótum Aust urstrætis og Pósthússtrætis. Einu sinni virðist bifreið hafa ekið móti rauðu ljósi og einu sinni móti gulu, er árekstur varð. Einu sinni voru Ijósin ekki í gangi og virti þá bifreið sú, sem kom Pósthússtræti, ekki aðalbrautar- komið fram með hugmyndina um i rétt Austurstrætis. Tvisvar varð þjóðskóla á Þingvöllum. Þá hafði j árekstur, er bifreiðar komu suður Jón Þorkelsson í huga að halda í Hítardal nokkurs konar presta- skóla eða framhaldsskóla fyrir stúdenta en prestaskóli á íslandi var ekki stofnaður fyrr en 1847 eða rúmum 100 árum síðar, eins og kunnugt er. Þá vildi hann láta stofna drykkjumannahæli, hæli fyrir vandræðabörn, auka styrki Pósthússtræti og beygðu vestur Austurstræti, í annað skiptið norður Pósthússtræti, en í hitt rakst hún á bifreið. sem kom skiptið snarstanzaði hún vegna slíkrar bifreiðar, og rakst þá næsta bifreið á eftir aftan á hana. Einu sinni varð árekstur milli bifreiða, er komu norðan og sunn an að og beygðu báðar vestur Austurstræti. 5 árekstrar urðu á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis. 1 fjögur skipti vegna þess, að Austurstrætisfarinn braut aðal- brautarrétt Aðalstrætis, og komu bifreiðarnar í öll skiptin suður Aðalstræti. Einn árekstur varð vegna þess, að ökumaður nokkur áttaði sig ekki á reglum um akreinar og beygði af syðri rein norður Aðalstræti um leið og annar beygði sömu leið af nyðri rein. Ökumenn athugið: Ef ljósin eru ekki í gangi gildir aðalbraut- arréttur Austurstrætis gagnvart Pósthússtræti. Ökumenn: minnist þess, er þér akið á þessum slóðum. Frá Umferðanefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.