Morgunblaðið - 05.05.1959, Page 22

Morgunblaðið - 05.05.1959, Page 22
22 MORGVHBLAÐIE Þriðjudagur 5. maí 1959 Guðmundur Gíslason setti enn 3 ísl. met á sunnudaginn Hann vann 5 beztu afrekin á Sund- meistaramóti ísl. 'Á SUNNUDAGINN lauk Sund- meistaramóti Islands með keppni í 1500 m skriðsundi karla. Kórón- aði Guðmundur Gíslason ÍR þá j glæsileg afrek sín á þessu móti með því að bæta ísl. metið í 1500 m um 24 sekúndur og er hið nýja imet hans annað bezta 1500 m met- i ið á Norðurlöndum — aðeins hið ‘ sænska er betra, Guðmundur setti )í sama sundi met í 800 m skrið- jsundi og á 1000 metrum. Afrek Guðmundar í 1000 og 1500 m eru ; svo góð, að þau koma inn í röð hans beztu afreka á mótinu, svo {að hann hefur unnið 5 beztu af- rekin á þessu móti — og má því l enn segja að hann sé vel að For- I setabikarnum kominn. Guðmundur Gíslason Keppendur í 1500 m sundinu voru tveir, Guðmundur og Pétur Kristjánsson Á. Pétur hætti sund- inu eftir 400 metra og Guðmund- ur synti einn eftir það. Sund hans var ákaflega jafnt, en þó má full- yrða að hann hafi ekki vitað hve mikið hann mátti bjóða sér, enda hefur hann sjaldan keppt í 1500 Bikarkeppnin: ! metrum. Átti hann mikið eftir og synti síðustu leiðina „á fullri ferð“ og hefði án efa getað náð betri tíma með jafnhraðara sundi. En Guðmundur er aðeins 17 ára og á því vonandi enn eftir mörg 1500 metra sund og þá þarf ekki að efast um að hann nær betri tímum. Tími Guðmundar á 800 m, 1000 og 1500 metrum voru ný met. Öll gömlu metin átti Helgi Sigurðs- son Ægi. Hin nýju met eru (og þau gömlu í svigum) 800 metrar 10:10,2 (10,26,9 mín) 1000 metrar 12:48,6 (13:09,2 mín) og 1500 m 19:273 (19:51,4). öll eru hin nýju met Guðmund- ar hin glæsilegustu eins og sjá má af því hversu mikið hann bæt- ir gömlu metin. Með þessu sundi lauk Sund- meistaramóti fslands. Guðmundur hefur orðið meistari í 5 greinum og auk þess í 4x200 m boðsundi í sveit ÍR. Meistarastigin hafa fallið þannig, að ÍR hefur hlotið 7 meistarastig, Ármann 3, fþrótta bandalag Akraness 2 og KR 1. f unglingasundunum hlaut ÍR 2 meistarastig, Sundfél. Hafnar- fjarðar, KR og Á eitt hvert. Hraðkeppni í handknattleik: FH vann í karlaflokki KR sigraði í kvennaflokki UM helgina fór fram hraðkeppni í handknattleik með mikilli þátt- töku, m.a. þýzka lögreglumanna- liðsins frá Hamborg, sem hér dvelst á vegum Ármanns. Lauk keppninni á sunnudagskvöld og báru FH-menn sigur úr býtum í karlaflokki en KR sigraði í kvennaflokki. Hin óvæntu úrslit létu ekki á sér standa er keppni karlaflokks hófst. Reykjavíkurmeistarar KR voru „slegnir út“ af liði Ármanns. Kom þetta mjög á óvart — en á- stæðuna er sennilega helzt að rekja til þess að í marki KR stóð vara-varamarkmaður. í fyrstu umferðinni var lið ÍR einnig,, slegið út“ af Valsmönnum sem áttu ágætan leik og vakti þó mesta athygli leikur Sólmundar Jónssonar í marki Vals. Þýzka liðið varð að beita sér gegn liði Aftureldingar og vann með tveggja marka mun. Mjög jafn varð leikur Víkings og Fram og það var ekki fyrr en á síðustu sekundum að Fram tryggði sér sigurinn á heldur tilviljanakennd an hátt. Var Víkingum dæmd víta kast á Fram. Knötturinn fór í markstöng og skoppaði fram gólf- ið, þar náði Fram-maður knettin- um og fékk skorað hjá Víking. Og þar með var leiktíminn úti. Það voru því Þjóðverjar, Ár- mann, Valur og FH sem sigraði Þrótt auðveldlega sem komust í úrslit, ásamt Keflavík, sem sat yfir. Á sunnudagskvöldið voru úrslit in. Þá gerðu Valsmenn sér lítið fyrir og sigruðu Þjóðverjana auð- veldlega og þar með voru Þjóð- verjarnir úr keppninni. Fram sigr aði Keflavík auðveldlega, og FH „sló“ Ármann út. Mættust nú Valur og Fram og fóru Fram-menn með öruggan sig ur af hólmi, enda náðu Valsmenn ekki þeim góða leik sem þeir sýndu gegn ÍR og Þjóðverjunum. f úrslitaleik mættust svo ís- landsmeistarar FH og lið Fram sem féll í 2 .deild á nýloknu fs- landsmóti. Framan af var það jöfn viðureign, en síðan náðu FH-menn yfirburðum 1 leik og sigruðu með 7:3. í kvennaflokknum báru lið KR og Ármanns ægishjálm yfir önnur lið. Er þau mættust varð um harða og tvísýna keppni að ræða sem einkenndist þó um of af taugaóstyrkleik. KR stúlkurnar fóru enn með sigur af hólmi með 2 marka mun, en jöfn eru þessi tvö beztu kyennalið landsins. Hraðkeppnin bauð því upp á mjög óvænt úrslit í karlaflokkn- um og sýndi hve tilviljanakennd úrslit slíkra „hraðleikja" geta verið. En þetta keppnisfyrirkomu lag er vinsælt víða, enda standa liðin þá jöfn að vígi í stuttan leiktíma, þó annars skilji þau breitt bil — og t.d. mætti ráða af úrslitum leikja í íslandsmótinu nýafstaðna. Nottingham Forest sigr aði Luton 2:1 Lék með 10 mönnum i 55 min. J. Lárusson „glímu Islands" í 7. sinn tÍRSLITALEIKUR bikarkeppn- innar fór fram sl. laugardag á Wembley-leikvanginum í London og léku til úrslita Luton Town og Nottingham Forest fyrir 100 þús- | und áhorfendum. Nottingham sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Enn einu sinni var út- islitaleikurinn knattspyrnuunn- endum til vonbrigða, en ekki af )Jjví að leikmenn Nottingham For lest sýndu ekki góða knattspyrnu, íheldur vegna meiðsla eins bezta jleikmanns sigurvegaranna. f bik- arkeppninni má ekki nota vara- imenn í stað þeirra sem slasast. ) Strax í upphafi leiks náðu leik- i menn N. F. góðum tökum á leikn- I um og á 9. mín. skauzt v. útherj- í inn Stuart Imlach upp kantinn með knöttinn, lék á v. bakvörð iiiutons, McNally, stormaði með 1 knöttinn upp að markalínu og sendi hann fyrir markið og um ’leið aftur, beint fyrir fætur i Dwights, h. útherja, sem skaut j glæsilega í vinstra hornið. Bayn- | ham markvörður Luton, sem var i bezti maður liðsins í þessum ) leik átti enga möguleika að verja. I I’imm mínútum síðar kom annað ) markið, v. innherjinn Billy Gray , sendi knöttinn laglega til mið- ) herjans Wilsons, sem skallaði j mjög fallega í mark. Þar sem að- eins 15 mínútur voru af leik og staðan 2—0, leit helzt út fyrir að Forest myndu vinna stórsigur, enda léku leikmenn Nottinghams mjög vel um þessar mundir. Framverðirnir, réðu lögum og lofum, aðstoðuðu framherjana vel og allt lék í lyndi. En á 33. ; mín. skeði óhappið, Roy Dwight, — sem hafði átt mjög góðan leik fram til þessa — og v. bakvörður Lutons, Brendan McNally skullu saman með þeim afleiðingum að Dwight fótbrotnaði og var borinn út af vellinum. Jafnvel eftir að leikmenn N. F. voru orðnir 10, léku þeir oft í skemmtilega sóknarknattspyrnu Iog mark Lutons komst í hættu í nokkur skipti það sem eftir var fyrri hálfleiks. í seinni hálfleik virtist Luton )Há meiri tökum á leiknum, en þó náði framlínan aldrei saman svo heitið gæti. Eftir að framvörður- inn Pacey skoraði fyrir Luton á 62. mín fóru leikmenn Notting- ham Forest að gefa sig og meira bar á fumkenndum spyrnum og mark þeirra komst oft í hættu, sérstaklega þegar h. innherjinn Alan Brown skallaði utan á stöng á stuttu færi. Nottingham Forest tókst að halda markinu hreinu og eru vel að sigrinum komnir. Forest hefur einu sinni áður unnið bikarkeppnina, en þá var „öldin önnur" nefnilega árið 1898, er félagið sigraði Derby County 3—1. Luton Town hefur aldrei áður náð svo langt í keppn inni. From vann Vík- ing 7 gegn 0 Á S'unnudaginn var Reykjavikur- mótinu í knattspyrnu haldið á- fram og léku þá Fram og Vík- ingur. Leikar fóru svo að Fram vann með 7 mörkum gegn engu. Þetta var fyrsti leikur Fram í ár og má með sanni segja að vel sé af stað farið hjá félaginu. Átti liðið á köflum ágætan leik og var vel að þessum sigri sínum komið. í hálfleik stóðu leikar 4 gegn engu. Nú hafa öll Reykjavíkurliðin komið fram í mótinu. Ekki bend- ir fyrsta umferðin til að bylting verði í knattspyrnuíþróttinni hjá okkur í ár, en alllífleg er þó byrj- unin hjá sumum félaganna. Víst má telja að baráttan um sigurinn í þessu móti verði jafnari en t. d. í fyrra og eftir fyrstu umferð- inni koma þrjú lið sterklega til greina til sigurs, Fram, KR og Valur. Hins vegar hefur reynzlan kennt, að ekki skuli um of tekið mark á fyrstu leikjum félaganna, og því ber að taka alla spádóma varlega um sinn. Armann kóngur S.L. sunnudag, hinn 3. maí, var háð í íþróttahúsinu að Háloga- landi 49. Íslandsglíman. Skráðir voru níu keppendur en sjö mættu til leik frá tveim félögum, Glímu félaginu Ármanni og Ungmenna- félagi Reykjavíkur. Vegna inflú- enzufaraldurs þess er nú geng- ur varð þátttaka minni en annars hefði orðið og eins af þeim sök- um mættu ekki allir til leiks er skráðir voru. Forseti íþróttasam- bands íslands, Benedikt G. Waage, setti mótið með stuttri ræðu. — Úrslit urðu þau, að Ár- mann J. Lárusson, U.M.F.R., varð Glímukóngur íslands 1959. Lagði hann alla keppinauta sína. Annar varð bróðir hans, Kristján Heim- ! ir Lárusson, sama félagi, með fimm vinninga. Þriðji varð Hálf- dan Jensson, einnig frá U.M.F.R., með þrjá vinninga. IV.—VI. urðu þeir Gunnar Pétursson,. UMFR, Hannes Þorkelsson, UMFR, og Sigmundur Ásmundsson, Ár- manni allir með tvo vinninga. — Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, afhenti glímukónginum Grettis- beltið, sem keppt er um á hverri Íslandsglímu, svö og afhenti hann verðlaunapeninga I., II. og III. manni. Benedikt G. Waage, sleit síðan mótinu með nokkrum orðum. Sagði hann, að þetta væri AUSTURRÍSKI skíðagarpurinn Egon Zimmertmann hefir undan- farna daga æft skíðamenn í Skála felli. Dvalizt var í KR-skálanum. Á sunnudaginn var æfingamót í svigi, hliðin voru 40, veður var hagstætt og færi gott. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Jóhann Vilbergsson, Siglufirði (36 + 35,3=71,3) 2. Guðni Sigfússon IR (37 + 37,7=74,7). í sjöunda sinn sem Ármann J. Lárusson ynni Grettsibeltið, og hefði enginn unnið það jafn oft til þessa. Hafði hann unnið beltið fyrst 1952 og aftur 1954 og síðan. Mótið fór hið bezta fram í alla staði en áhorfendur voru nokkuð fáir. Glímustjóri var Guðmundur Keflvíkmgar <7 sigruðu Akiirnesinga AKRANESI, 4. maí. — Bæjar- keppni í sundi milli Keflavíkur og Akraness hér í Bjarnarlaug lauk þannig, að Keflvíkingar sigruðu Akurnesinga í fimmta sinni og hlutu hinn fagra bikar til fullrar eignar. Bikarinn gaf á sínum tíma Sundfélag Akra- ness. Fararstjóri Keflvíkinganna, Guðmundur Ingólfsson, lýsti því yfir að Keflvíkingar mundu gefa nýjan bikar til að keppa um næsta ár. Næsta bæjarkeppni verður háð í Keflavík að ári liðnu. Núna hlutu Keflvíkingar 48 stig og Akurnesingar 40 stig. — Oddur. 3. Valdimar Örnólfsson lR (37,9 + 37,5=75,4). 4. Sigurður R. Guðjónsson Á (39,5 + 39,3=78,8). 5. Ásgeir Úlfars90n KR (40 + 40=80). 6. Leifur Gíslason KR .vv— (41 + 40,2=81,2). Ennfremur var keppt í drengja flikki. Þar varð fyrstur Einar Gunnlaugsson KR (31.6+31,1= 62,7). Ágústsson, fyrrverandi glímu- kóngur (1943—1947), og yfirdóm ari Ingimundur Guðmundsson, einnig fyrrverandi „kóngur" (1939—1940). — Glímufélagið Ár mann sá um mótið. Astoíi Villa féll niður í 2. deild SÍÐUSTU leikir deildarkeppninn ar voru leiknir í sl. viku. 1 1. deild sigraði Manohester City Leicester City 3:1, en Aston Villa gerði jafntefli við West Brom- widh 1:1. Aston Villa, sem hlaut 30 stig hefur fallið niður í2.deild og leikur ásamt Portsmouth í þeirri deild næsta tímahil. Manch- e9ter City hlaut 31 stig og Leioesí er City 32. Sheffield Welneslay og Fuiham flytjast i staðinn upp í 1. deild, en niður í 3. leild falla Barnsley og Grimsby Town. Aflafréttir NESKAUPSTAÐ, 2. m«.. = Hólmanes, útilegubátur hrað- frystihússins á Eskifirði, landaði þar rúmum 50 tonnum í fyrra- dag. Hefur báturinn þá fengið 4550 tonn af slægðum fiski á rúmum 2 mánuðum. Togarinn Austfirðingur hefur landað fyrir nokkru á Eskifirði um 80 tonn- um og batnaði atvinnuástandið þar talsvert við þessar fiskland- anir. Vélbáturinn Reynir fékk í síð- ustu viku 100 skippund af væn- um þorski í tveim veiðiferðum á Langanesmið. Aflinn fékkst í net. Togarinn Gerpir landaði síð- asta vetrardag 174 tonnum af ís- fiski af A-Grænlandsmiðum. Nýja togskipið Hafþór landaði 25. apríl 74 tonnum af Norður- landsmiðum. Bæði skipin eru nú á veiðóum og hefur frétzt um dá- góðan afla hjá Gerpi, 80 tonn eftir tvo daga. Nokkur bátafisk- ur er farinn að berast. — Fréttaritari. Jóhann Vilbergsson vann í œfingamóti skíðamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.