Morgunblaðið - 05.05.1959, Qupperneq 23
Þriðjudagur 5. maí 1959
MORCUNBLAÐIÐ
23
Clare
— Clare Booth
Framh. af bls. 1.
fund með forsetanum lagði hún
fram skriflega lausnarbeiðni og
sagði m.a., að hún vildi ekki taka
við sendiherraembættinu, því
andrúmsloftið væri lævi blandið.
Frúin var áður blaðamaður og
gamanleika-rithöfundur. Áður en
hún giftist manni sínum, vöktu
verk hennar enga athygli, en það
breyttist til batnaðar eftir gift-
inguna! Blöð þau, sem eru undir
umsjá Henry Luce, studdu Eisen
hower í forsetakosningunum og
fréttamenn segja, að frúin hafi
fengið sendiherraembættið sem
laun fyrir þann greiða. Hún mun
hafa staðið sig vel í embætti sínu
í Róm, en þó blandaði hún sér í
innanríkismál Ítalíu í ræðu, sem
hún flutti 1953 og varð allóvinsæl
um tíma. Hún sagði þá m.a., að
ef öfgaflokkarnir ynnu í kosning-
unum í Ítalíu, mundu Banda-
ríkjamenn hætta efnahagsaðstoð
sinni við ítali. Þessi ummæli
mæltust illa fyrir.
íslendingar framarlega í
hagnýtingu hveraorku
Víða er hveragufan nú beizluð til
orkuframleiðslu
í NEFNDARSKÝRSLU alþjóða-
sérfræðinga, sem rannsakað hafa
hagnýtingu nýrra orkulinda í
heiminum á vegum Sameinuðu
þjóðanna, er m.a. fjallað um
möguleika til hagnýtingar hvera-
orkunnar á íslandi. Segir í skýrsl
unni, að um margra ára skeið
hafi hveravatn verið nýtt á ís-
landi til upphitunar íbúðarhúsa,
gróðurhúsa og til sundlauga, og
að nú sé verið að undirbúa hag-
nýtingu hveragufunnar sem afl-
gjafa. M.a. sé í ráði að nota hvera
gufu til að framleiða salt úr sjó,
en íslendingar noti mikið af að-
fluttu salti. Einnig séu uppi á ís-
landi ráðagerðir um framleiðslu
þungs vatns og gæti komið til
mála að nota hveragufu til þess.
I skýrslunni er á það bent, að
fyrir aðeins fjórum árum hafi
ítalir verið eina þjóðin í heim-
inum, sem beizlað hafi hvera-
gufu til orkuframleiðslu. Nú
hafa bæði Sovétríkin og Nýja
Sjáland nýtt hveragufu til orku-
framleiðslu og fleiri þjóðir hafi
á prjónunum ráðagerðir um að
hagnýta hveragufuna betur en
hingað til hefur verið gert.
Árangurinn af rannsóknum
íslenzks jarðhitafræðings
Þá segir, að íslenzkur jarðhita-
Afli Hornaf jarðar-
báta seirmi hluta
aprllmánaðar
HÖFN I HORNAFIRÐI, 4. maí. —
Síðari hluta apríl mánðar
hafa Hofnarfjarðarbátar ein-
göngu stundað útilegu. Var afli
allgóður fyrri vikuna, en lang-
sóttur. En síðari vikan allmiklu
verri.
Alls hafa bátamir landað 23
sinnum á þessum tíma, 611,8 lest
um. Yfir tímabilið var Hvanney
hæst með 139,9 lestir, landað 4
sinnum.
Frá áramótum hafa bátarnir
landað 260 sinnum, samtals
2265,8 lestum og er afli þeirra
þá þessi: Gissur hvíti 546,1 lest
í 47 róðrum, Jón Kjartansson
524,6 lestir í 45 róðrum, Hvanney
451,2 lestir í 40 róðrum, Akur-
ey 423,2 lestir í 46 róðrum, Sigur
fari 391,2 lestir í 44 róðrum,
Helgi 385,2 lestir í 38 róðrum.
Allar tölur reu miðaðar við slægð
an fisk með haust. — Gunnar.
Hermania
B rynjól fsdóttir
Fædd 16. sept. 1888.
Dáin 27. apr. 1959.
Þú áttir oft dapra daga
því dauðinn þig merkti svo fljótt.
Þú þráðir að líkna — allt laga
þitt liðsinni veittir skjótt —
Hjá þér voru ótal gestir
oft var stofan þín full
þú huggaðir — gladdir —
og hresstir
— því hjarta þú áttir sem gull.
Nú svífur þinn óbundni andi
yfir á sóllandsins strönd —
Þú ert líknuð — og leistur hver
vandi
losnuð sjúkdómsins bönd.
Hver vill hégóma heimsins skarta
— hróður og kjarnorkustál —.
Móti geislandi gróanda í hjarta —
göfugri þroskaðri sál.
Kveðja frá Gauju.
sérfræðingur, Gunnar Böðvars-
son verkfræðingur, hafi rannsak-
að jarðhitasvæði í Mexikó og í
Vestur-Indlandseyjum fyrir til-
stilli Tækniaðstoðar Sameinuðu
þjóðanna. Árangurinn af þeim
rannsóknum sé nú að koma í
ljós, því jarðhitinn á þessum
stöðum verði nú beizlaður.
Auk þess sem skýrslan fjallar
um hverakorkuna, er þar einnig
rætt um hagnýtingu sólarhitans
og afl vinda loftsins, Skýrslan
verður nú send til aðalforstjóra
Sameinuðu þjóðanna, Dags
Hammarskjölds, ásamt tillögu
frá Efnahags- og félagsmálaráð-
inu, um að boðað verði til alþjóða
ráðstefnu á vegum Sameinuðu
þjóðanna til þess að ræða um nýt
ingu nýrra olíulinda í heiminum.
Tveir smávægi-
legir brunar
HAFNARFIRÐI. — Um miðjan
dag á sunnudaginn, var slökkvi-
liðið beðið að senda brunabíl upp
í Krísuvík, en þar hafði kviknað
í skúr, sem er skammt frá íbúð-
arhúsinu. Leiðina, sem er 27 kxló.
metrar, ók Sigurður Þórðarson
brunavörður á 20 mínútum og er
það vel af sér vikið.
í skúr þessum, sem er einangr-
aður með korki og asbestklædd-
ur að utan, eru tvær ljósavélar.
Kom eldurinn upp út frápúströri,
sem er í sambandi við vélarnar,
og var hann einkum í vesturgafl-
inum og milli þilja og því erfitt
að komast að honum. Gekk heima
fólkið rösklega fram í því að
slökkva éldinn áður en slökkvi-
liðið kom, en þrátt fyrir það
brann gaflinn að mestu. Ekkiurðu
ljósavélarnar fyrir skemmdum,
enda varð eldurinn aldrei veru-
lega magnaður, en leyndist hins
vegar milli þilja. — Auk slökkvi-
bílsins, var sendur vörubíll upp
eftir með dælu og seglpoka fullan
af vatni.
Þá var slökkviliðið kallað út
í gærdag upp á Skesseyrarveg,
þar sem eldur var laus í skúr.
Höfðu krakkar farið þar óvar-
lega með eld. Hafa orðið nokk-
ur brögð að því í vetur, að krakk-
ar hafi gert sér það að leik að
kveikja í, en sem betur fer hefir
verið hægt í þeim tilfellum að
koma í veg fyrir brunatjón.
— G.E.
Skólum slitið
PATREKSFIRÐI, maí. — Barna-
og unglingaskólanum hefir verið
slitið og fór athöfnin fram í kirkj
unni eins og venja hefir verið
um nokkur ár. Skólastjórinn,
Jón Eggertsson, flutti aðalræð-
una og ræddi starfsemi skólans
á síðasta skólaári, en síðan las
hann upp einkunnir. Verðlaun
hlutu fyrir sérstaklega góðan ár-
angur þær Sigþrúður Ingimund-
ardóttir fyrir hæstu einkunn við
barnapróf og einnig fyrir hæsta
vorprófseinkunn yfir báða skól-
ana eða 9,13 og Erla G. Waage
fyrir hæstu einkunn við unglinga
próf, 8,77. I báðum skólunum
voru í vetur 141 nemandi.
Formaður skólanefndar, Ágúst
H. Pétursson, þakkaði kennur-
um og skólastjóra ágætt sam-
starf. Ari Kristinsson sýslumað-
ur, þakkaði fyrir hönd foreldra
barnanna og sóknarprestur, Tó-
mas Guðmundsson, las ritning-
argreinar og flutti bæn. Sungið
var fyrir og eftir við undirleik
Steingríms Sigfússonar organ-
ista. — FréttaritarL
Innilegar þakkir öllum þeim, sem minntust K.F.U.K
á 60 ára afmæli félagsins með hátíðarhaldi, gjöfum, blóm-
um og heillaskeytum.
Áslaug Agústsdóttlr.
Hjartans þakkir til vina og kunningja, sem glöddu mig
með gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu
30. apríl.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Jónsdóttir, Bergstaðastræti 17
Konan mín
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
Hverfisgötu 69,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
6. maí kl. 3,30. Blóm afþökkuð.
Gunnar Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og fósturdóttir.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför
INGIRlÐAR INGIMUNDARDÓTTUR
Börnin
Systir mín
SIGRÍÐUR ÁGÍTSTA MAGNCSDÖTTIR
lézt að Elliheim;';nu Gvui'-l 9 aí.
Kristín Thorberg
Maðurinn minn og faðir
KRISTJÁN Ö. KRISTJÁNSSON
fyrrum bóksali
andaðist 4. þ.m.
Sigurlaug Traustadóttir,
Rakel Kristjánsdóttir.
Systir mín
ELLA M. THERP
lézt í Kaupmannahöfn þann 1. maí.
Anna Gunnlaugsson
Bróðir minn
VALTÝR BLÖNDAL
bankaráðsformaður,
lézt að heimili sínu Lynghaga 1, sunnudaginn 3. maí.
Fyrir hönd áðstandenda.
Svava Blöndal Babel
Móðir okkar
ÞURÉÐUR GUÐNADÓTTIR
Þórisstöðum,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 3. þessa mánaðar.
Börnin
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
ODDNÝ GUÐÍMUNDSDÓTTIR
frá ísafirði, Bergstaðastræti 64 Reykjavík,
verður jarðsett þriðjudaginn 5. maí kl. 1,30 e.h. frá
Fossvogskirkju Athöfninni verður útvarpað. Blóm af-
beðin en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent
á líknarstofnanir.
Vandamenn
Útför
HÓLMFRlÐAR GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR
sem andaðist 26. apríl fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju
miðvikudaginn 6. maí.
Athöfnin hefst kl. 1,30 með húskveðju að Hólum I
Stokkseyr arki r k j u.
Magnús Hannesson
Eiginmaður minn
JÓN SIGURÐSSON
Baldursgötu 37,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. maí
kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu
minnast hins látna er bennt á Ekknasjóð Reykjavíkur.
Guðrún Felixdóttir
Jarðarför móður minnar
BORGHILDAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Arabæ
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 6. þ.m. kl. 2.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast
hennar, er bent á líknarstofnanir.
Magnús Jónsson
Útför sonar okkar og bróður
SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR
ier fram frá Fossvogskirkju 6. maí kl. 1,30.
Foreldrar og systkini
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför móður okkar
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
Barónsstíg 61.
Hlín Gunnarsdóttir, Máifríður Gunnarsdóttir
Björn Gunnarsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jau:ð£u:för eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður
GUNNARS H. ÓLAFSSONAR,
arkitekts.
Þorbjörg S. Sigurbergsdóttir og börn
Ólafur J. Gestsson, Andrés Ólafsson.