Morgunblaðið - 05.05.1959, Page 24
VEORIÐ
NA-stinningskaldi, lygnandi
í dag.
200. árfíð Thorkellíis
Sjá bls. 13
99. tbl. — Þriðjudagur 5. maí 1959
Vorhret gengur yfir Norður-
og Austuriand
Blindhrið á Siglufirði i gær
1 GÆR var heldur ömurlegt um
að litast víða á Norður- og Aust-
urlandi, er menn komu á fætur.
Var kominn hríðargarður, 4—6
vindstig, 5 stiga frost og snjó-
koma á annesjum, frá Ísafjarðar-
djúpi, austur og suður um land,
alla leið í Hornafjörð, en vindur
var hægari á Austurlandi. Náði
þetta veður víða til innsveita, en
var mildara þar. Á Akureyri og
ísafirði var alhvít jörð í gær-
morgun, en litið eða ekkert frost.
★
Fréttaritari blaðsins á Siglu-
firði símaði í gær:
Þegar Siglfirðingar risu úr
rekkju í morgun, blasti við þeim
ömurleg sjón, vetrarríki sem
væri á miðjum þorra.
Harrison ætlar að
selja í dag
MAÐUR nokkur hlustaði á sutt-
bylgjunum kvöldið, sem brezki
togarinn Lord Montgomery lét úr
höfn í Vestmannaeyjum, heyrði
hann í Harrison skipstjóra er
hann var að tala við brezkt her-
skip og aðra togara. Það var þá á
Harrison að heyra, að hann myndi
hraða för sinni heim til Fleet-
wood með fiskinn, sem hann var
búinn að fiska, er Ægir tók hann.
Hafði skipstjórinn lagt áherzlu
á, að frekari tafir á íslandsmið-
um myndu hafa hafa það eitt í
för með sér, að allur fiskurinn
£ lestinni myndi eyðileggjast. í
samtalinu bjóst hann við að geta
selt í Fleetwood á þriðjudag þ. e.
í dag.
Það hafði verið á Harrison skip
stjóra að heyra, að hann myndi
aftur til íslands koma, til að
taka út gæzluvarðhaldsdóminr.
Hafði honum orðið tíðrætt um
málaferlin, og það var á honum
að heyra, að herskipið bæri alla
ábyrgð á því að hann helði verið
tekinn og færður til hafnar í Vest
mannaeyjum.
Kindurnar dráp-
ust úr bráðapestj
en voru ekki
urðaðar
KOMIÐ hefur í Ijós að frásögnin
í blaðinu á sunnudag um að kind
ur hefðu orðið hungurdauða aust
ur í Grímsnesi, mun vera orðum
aukin. Kindurnar munu hafa drep
ist úr bráðapest, en þær ekki
urðaðar og hræin látin liggja,
sum nokkra mánuði. Þá mun
dýralæknir, sem sendur var af
sýslumannsembættinu á Sélfossi,
til þess að athuga þetta mál, hafa
komizt að þeirri niðursöðu, að
ormaveiki væri í fénu og hún á
mjög háu stigi.
I alla nótt snjóaði nokkuð, Og
mikið er kom fram undir morg-
un, en þá herti veðrið að sama
skapi. Hér hefur verið rok í oll-
an dag og blindhríð, svo tæp-
lega sér á milli húsa. Frost hefur
verið 2—3 stig í al-lan dag. Hef-
ur verið ófært veður til útivinnu
í dag og bílarnir brjótast áfram
eftir götunum með keðjur á hjól-
um, en víða eru teknir að mynd-
ast miklir snjóskaflar. Er þetta
einn versti dagurinn sem komið
héfur í yfirstandandi kuldakasti.
KÓPAVOGUR
SJÁLFSXÆÐISFÉLÖGIN í Kópa
vogi efna til sumarfagnaðar í Fé-
lagsheimili Kópavogs miðviku-
daginn 6. maí.
Aðgöngumiðar afhentir í skrif-
sofu félaganna Melgerði 1 kl. 19
—22 í kvöld.
Valtýr Blöndal
látinn
í FYRRADAG lézt að heimili sínu
hér í bæ Valtýr Blöndal formað-
ur bankaráðs Landsbankans.
Hafði hann fyrir skömmu fundið
til hjartabilunar og verið á sjúkra
húsi, en var kominn heim, all-
hress, að því er virtist, er hann
lézt.
Valtýr var fæddur 27. janúar
1896 í Hjörsey á Mýrum, sonur
Hannesar Stephensen Gunnlaugs-
sonar Blöndal, skálds og banka-
ritara í Reykjavík og Soffíu Jóna-
tanssonar frá Hjörsey. Hann varð
stúdent 1916, og cand. phil í Kaup
mannahönf ári síðar. Þá gerðist
hann starfsmaður í Landsbank-
anum í Reykjavík, en las jafn
framt lög við Háskóla íslands og
tók lögfræðipróf þar 1925. Full-
trúi í lögfræðideild Landsbank-
ans var hann 1925—1938, er hann
var skipaður bankastjóri við Út-
vegsbanka fslands. Af því starfi
lét hann í júní 1957, og hefur síð-
an verið formaður bankaráðs
Landsbankans.
Þetta kuldakast orsakast af
lægð, sem gekk suðaustur yfir
landið, en það er heldur óvenju-
legt. Lítur út fyrir nokkuð þrá-
láta norðanátt, sem væntanlega
mildast þó fljótlega, þar eð farið
er að hlýna norðurfrá og mild-
ara loft væntanlegt þaðan.
Á Suðurlandi var víða 4 stiga
hiti í gær, en éljadrög í fjöllum.
Fréttaritari blaðsins á Akranesi
sagði, að þar hefði verið hélað
á vatni á sunnudaginn, og snjó-
að niður í miðjar hlíðar í fjöll-
um aðfaranótt mánudags.
Kalt og gróðurlítið
í N.-ís.
ÞÚFUM, N-ís., 4. maí. — Veðrátt-
an er alltaf köld, gróðri fer ekk-
ert fram. Óvíða er farið að sleppa
geldfénaði. Ær eru alls staðar í
húsi við gjöf. Annars er snjólaust
að kalla í byggð. Von er að við-
gerð á vegum byrji um miðjan
mánuðinn. — P. P.
Kjördæmamáiinu vís-
aðtil nefndarí Efrideiid
FYRSTA umræða um kjördæmafrumvarpið hélt áfram í Efri deild
Alþingis í gær. Hófst fundur í deildinni kl. 1,30 og stóð hann til
kl. 4. Var fyrstu umræðu um málið þá lokið. Var samþykkt að
vísa málinu til 2. umræðu með 8 atkv. gegn 4. Ennfremur var
samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa málinu til sér-
stakrar stjórnarskrárnefndar, sem kjörin var á fundinum og í
eiga sæti fimm þingmenn. I nefndina voru kosnir þeir Gunnar
Xhoroddsen, Eggert Þorsteinsson, Björn Jónsson, Ilermann Jónas-
son og Karl Kristjánsson.
Frá umræðunum í gær.
í umræðunum í gær tók Sig-
urður Bjarnason, þingmaður
Norður-ísfirðinga, fyrstur til
máls. Rakti hann sögu þeirra
breytinga, sem gerðar hafa verið
á kjördæmaskipun og kosninga-
tilhögun hér á landi allt frá því
að Alþingi var endurreist árið
1845. Ennfremur gerði hann sér-
staklega grein fyrir þróun hlut-
fallskosninga hér á landi. Síðan
svaraði hann ræðu þeirri, sem
Hermann Jónasson flutti í Efri
deild síðastliðinn laugardag.
Ræðu Sigurðar Bjarnasonar,
sem var hin ýtarlegasta, verður
nánar getið hér í blaðinu síðar.
Páll Zophaníasson fyrri þing-
maður Norð-Mýlinga, talaði
næstur og ræddi aðallega um
nauðsyn þess, að sérstakt stjórn-
lagaþing fjallaði um endurskoð-
un stjórnarskrárinnar í heild.
Síðastur talaði Karl Kristjáns-
son, þingmaður Suður-Þingey-
inga, sem fyrst og fremst gerði
störf stjórnarskrárnefndar að
umtalsefni.
Forstjórarnir í verkalýðsforingjagerfi
sáust hvergi
Kommúnistarnir i Neskaupstoð
gleymdu 7. mai
NESKAUPSTAÐ, 2. maí. — Móð-
ir náttúra skartaði sínu fegursta
til að fagna hátíð verkalýðsins 1.
maí. Norðfirzkir verkamenn og
aðrir gengu niður á torg og litu í
glugga Pöntunarfélags alþýðu,
þar sem venjulega getur að líta
stórar auglýsingar um hátíðahöld
dagsins. En viti menn, þar sást
engin auglýsing um að þessi dag-
ur væri neitt frábrugðinn öðrum
drottins dögum ,engin tilkynning
um hvenær kröfuganga hæfist
eða hver myndi ávarpa á fólkið á
hátíðisdegi þess á útifundi á torg-
inu.
Þeir, sem fram að þessu höfðu
haldið að þeir byggju í ríki verka
lýðsins og borg kommúnisma,
urðu ráðvilltir og hugsuðu: Hvar
eru okkar ástsælu kommúnisku
verklýðsforingjar? Hví hafa þeir
yfirgefið okkur á hátíðisdegi
verkalýðsins? Hátíðisdags verka
lýðsins var nefnilega alls ekki
minnzt á neinn hátt hér í Nes-
kaupstað í fyrsta skipti í áratugi.
Norðfirðingar máttu skemmta
sér við að hlýða á hálftíma lestur
auglýsinga útvarpsins um hátíða-
höld og kröfugöngur hvaðanæfa
að af öllu landinu nema frá Nes-
kaupstað. Hvað veldur? Kannske
kommúnistar vilji gera hátíðis-
dag verklýðsins eingöngu að há-
tíð heimilanna, einskonar jólum?
Ef til vill óska forstjórarnir,
sem telja sig vera foringja verk-
Aflinn í Sandgerði 1600
fonnum meiri en í fyrra
Inflúenzan ekki
enn írenun
BLAÐIÐ spurðist í gær fyrir um
það í skrifstofu borgarlæknis,
hvort farið væri að bera á því
að inflúenzan væri í rénun í bæn-
um. Svo mun ekki vera. Aftur
á móti er ekki hægt að segja
neitt um það hvort flensufarald-
urinn hefur náð hámarki.
í skólana vantaði í síðustu viku
20—25% af börnunum, og munu
veikindaforföll álíka mikil enn.
Hefur flensan gengið mjög mis-
jafnt yfir í bekkjunum, í suma
vantar helming nemenda, en allir
verið mættir í öðrum. Inflúenzan
virðist yfirleitt taka börnin í efri
bekkjnum fyrst, en nú orðið
vantar meira í efri bekkina. Ekki
hefur til þess komið að loka þyrfti
skólunum af völdum inflúenz-
unnar, þar eð ekki hefur vantað
í heila bekki.
SANDGERÐI, 2. maí. — Gæftir
í Sandgerði voru í betra lagi
seinni helming aprílmánaðar. Á
tímabilinu 15.—30. apríl voru al-
mennt farnir 10—13 róðrar á
bát. Alls fóru 19 bátar á þessu
tímabili 210 róðra og nam heild-
arafli þeirra á tímanum 2540
tonnum.
Mestan afla í róðri hafði Rafn-
kell 54 tonn, þá Særún 49 tonn
og þriðji Muninn 35 tonn. Hæst-
an heildarafla þetta tímabil hafði
Víðir II 242 tonn, annar Særún
228 tonn og þriðji Rafnkell með
204 tonn.
Það sem af er vertíðinni eru
eftirtaldir bátar hæstir:
1. Víðir II með 865 tonn
2. Rafnkell með 810 tonn
3. Pétur Jónsson 717 tonn
AKUREYRI, 4. maí. — 1. maí
hátíðahöldin byrjuðu hér á Ak-
^ ureyri kl. 2 við Verkalýðshúsið.
| Ágætt veður var, en nokkuð kalt.
Jón Ingimarsson setti hátíðina,
en ávörp fluttu Jón Rögnvalds-
son, Haukur Haraldsson og Björn
Jónsson. Síðan var farið í kröfu-
göngu og lék Lúðrasveit Akur-
eyrar fyrir henni. Barnaskemmt-
uri var í Alþýðuhúsinu síðdegis
og dansleikur um kvöldið. —
Afli á þessari vertíð í Sand-
gerði nemur nú samtals 10,416
tonnum í 1142 róðrum, en var á
sama tíma í fyrra 8,810 tonn í
1203 róðrum. Hafa Sandgerðis-
bátar því fiskað um 1600 tonn-
um meira en á sama tíma í fyrra.
lýðsins, ekki eftir því að sagan
frá 1 .maí 1957 endurtaki sig. Þá
flutti eini forustumaður þeirra,
sem ennþá er í verkamannastétt,
ávarp, sem þeir eru sjálfsagt
ekki búnir að gleyma.
Hann sagði m.a.: Hér koma
fram og halda langar lofræður
forstjórar, bæjarstjórar og allt
niður í ráðherra. Allt fjas um
kjarnorku, flugskeyti, Rússa og
Bandaríkjamenn er út í loftið og
þessum degi verkamanna óvið-
komandi .... „Það var hér áður,
verkamenn, að verkalýðsfélagið
hér var öflugt, mikil og lifandi
starfsemi. Fundirnir voru svo vel
sóttir að hvergi fékkst nægilegt
húsrými til þess að hýsa 'allan
mannskapinn. En hvernig er það
núna, verkamenn? Höfum við
ekki lengur neitt til þess að berj.
ast fyrir....Á síðasta aðalfundi
mættu, segi og skrifa 12 sálir, þar
af nokkrir forstjórar“.
Hvað sem um þetta má segja,
þá urðu Norðfirðingar fegnir að
fá að njóta hins almenna frídags,
án þess að þurfa að heyra for-
stjórana í verklýðsforingjagerfi,
þylja sínar venjulegu ræður á
þessum degi. Tómahljóðið, sem í
mál þeirra er komið, er svo ósköp
lítið skemmtilegt áheyrnar.
Það var sem sagt almennur frí-
dagur í Neskaupstað 1. maí 1959.
— Einnig frí frá ræðuhöldum
kommúnista.
— Fréttaritari.
Mlkil síld við Suðvesinrknd
Tilraun til oð veiba hana i hringnót
AKRANESI, 4. maí. — Vélbát-
urinn Bjarni Jóhannesson lig-gur
nú hér við hafnargarðinn með
hringnót, hringnótabát, og síldar
háfa reiðubúinn að fara suður í
Grindavíkursjó, til þess að
snurpa síld undir eins og norðan-
belginginn lægir. Þessa tilraun á
að gera vegna síldarfrétta, sem
borizt hafa frá áhöfn síldarbát-
anna undanfarna 3 daga. Skip-
stjóri á bátnum er Björn H.
Björnsson.
í fyrradag fundust miklar
„lóðningar" í Grindavíkursjó,
utan af 30 faðma dýpi og nærri
því upp í land. Ekki óð síldin
beinlínis, en síldartorfurnar voru
ein iðandi kös og mældust eins
og veggur frá kili og niður í botn.
Aftur á móti sýndu lóðningar í
Merki voru seld á götunum til
styrktar byggingu félagsheimilis gærkvöldi að síldin var dreifðari.
I verkalýðsins. — Mag. | Snurpunótatilraun þessi er
gerð fyrir frumkvæði ’ Sturlaugs
Böðvarssonar, útgerðarmanns.
★ ★
Síldarbátarnir eru nú búnir að
fá hátt á fjórða hundrað tunnur
í tveimur lögnum. Komu báðir
inn á sunnudaginn. Fékk Sveinn
Guðmundsson þá 165 tunnur og
Svanur 120.
Nú fengu síldarbátarnir aftur
síld í nótt, 75 tunnur báðir til
samans. Síldin er stór, en mögur
og er fryst til útflutnings.
Sagt er að síld muni nú vera
á öllu svæðinu frá Vestmannaeyj
um að Snæfellsnesi, ef að svo
reyndist er líklegt að bátarnir
bíði ekki boðanna og fari á veið-
ar undir eins og þorkaflinn
minnkar, því nú orðið virðist
vera nægur markaður fyrir vor-
síldina. — Oddur