Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 6
p MORCVivnr.iniÐ .... ..-•••• >•••.' - ....... / Kabul <-*ASHM,V ,-• • ■-:•••, .,• -•-.,: NoReuR- Q • WýjaDelhi ••.^•• .;;, ^ Walkúttí/'V'ij" .-VIETMAM • | ... ••.. THAILANO 0,5] /#* •• «■>; .•/f .-•■r ;Saiqðn f GREIN hér i blaðinu ekki alls fyrir löngu var þess getið að Rúsar hygðu á sókn til suðurs og var á það minnzt í sambandi við ræður og viðtöl Nassers, Egypta landsforseta, gegn kommúnistum. En við það má bæta því, að rektor háskólans í Kaíró, sem er um 1000 ára gömul stofnun, hef- ur nýlega lýst yfir ,heilögu stríði* allra Múhameðstrúarmanna gegn kommúnismanum. ★ ★ Tímaritið Newsweek birti ný- lega grein og kort varðandi sókn kommúnistaveidanna til suðurs og er kort það, sem hér birtist að nokkru gert eftir þeirri fyr- irmynd. Newsweek segir, að fyrir löngu síðan hafi hin norðlægari lönd Kína og Rússland, litið girnd araugum til hinna ríku landa við Indlandshaf, þar sem miklar auð- námur eru fólgnar og þar sein stór höf liggja að. Nú sýnist glöggt, segir tímaritið, að sótt er til þessara landa úr tveimur áttum, öðrum megin frá Kína gegnum Tíbet til Himalayja- fjalla og hinum megin um frak allt til Persaflóa. Eru það Rúss- ar, sem á bak við þá sókn standa. Ljóst er af fregnum frá frak, að búizt er við því að kommún- istar taki þá og þegar við völd- um í því landi og virðist svo sem ríkið Kuwait, sem er auðugt af olíu liggi þá næst við höggi kom- múnista. f fersku minni eru fréttirnar frá atburðunum í Tíbet, þar sem kínverskur kommúnistaher hef- ur bælt landið undir sig, en skæru hermenn kommúnista eru á ferli í skógum Burma og á Mala>a- skaga. Loks er á það bent, að áróðursmenn kommnista undir- búi óróa og byltingar i Inónes- íu. Newsweek telur að þau lönd sem veikust séu fyrir áhrifum kommúnista séu þessi: Indland á í miklum efr.ahags- örðugleikum og kommúnistar náðu þar fótfestu, þegar þeir árið 1957 náðu yfirráðunum í Kerala- fylki og tvö önnur stór fylki, Vestur Bengal og Andhra Prad- esh hallast mjög að kommúnist- um. Ceylon er eyja við suðurodda Indlands, en allt þangað ná átökin, því að miklir árekstrar eru þar í landi milli flokks Bandaranaike forsætisráðherra og samtaka á eyjunni, sem kom- múnistar hafa ráð yfir. Kambodia hefur fengið tilboð frá Peking um að landið skuli fá járnbraut, sement og verksmiðj- ur til að vinna sykur, en í kjól- far slíkra framkvæmda fylgja að venju- alls konar sérfræðingar kommúnista, en stór hópur af þeim sérfræðingum eru aðeins dulbúnir áróðursmenn. í löndunum við Indlandshaf hefur all-lengi verið uppi sterkur áróður af hálfu kommúnista, en nú bætist við þunginn frá norðri þar sem hin stóru kommúnista- ríki Kína og Rússland teygja klærnar lengra og lengra til suð- urs. Er þá spurning, hve lengi foringjar þessara landa telja sér hagkvæmt að standa á þeirri hlut leysisstefnu, sem þeir hafa hing- að til haldið svo fast við. Tilraunir í þágu fiskveiðanna ÉG vildi leyfa mér að biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd í sambandi við frásögn í blaði yðar sunnud. 22. marz. *!., „Fiskifræð- skrifar ur daglego lífinu ^ Fyrir 68 árum NÝJA kynslóðin er alltaf ó- ánægð með sín kjör, en sú gamla alltaf ánægð“, segir gamall Bandgerðingur í bréfi til blaðsins. Og svo rifjar hann upp þá tíma, þegar hann var að byrja að taka til hendinni fyrir 68 árum: Þá unnu öll börn fyrir pabba og mömmu um og yfir tvítugsaldur. Verkin voru erfið og þung. Við fiskverkun var fiskurinn borinn á bakinu niður á klappir, þar sem var lón sem vaskað var úr. Sjór- inn féll að og út. Svo var farið í skinnbrók og sezt á stein, til að vaska r.ieð netþvælu úr grásleppu neti. Sætið var ekki sem bezt, en þetta varð maður að hafa. Svo komu fiskburstar, það þótti á- gætt. í>á var farið að vaska upp úr körfum. >á gat maður verið inni og þótti það mikill munur að þurfa ekki að bera fiskinn á bak- inu til og frá, og losna við net- þvæluna og steininn, sem setið var á. Þetta var allt heldur í átt- ina til bóta. Oft var manni kalt við svona vinnu og þá var gott að fá heitan sopa. Þegar gott var veður var róið róið þegar hægt var, og allt borið á bakinu. Svona hljóða minningar gamla Sandgerðingsins. Það sakar ekki að heyra öðru hverju rifjaða upp þesa erfiðu tíma, sem ekki eru svo ýkja langt að bak tveimur litlum árabátum. Nógur var smáfiskurinn. Við rerum tvisvar á dag, snemma á morgn- ana og komum í land um 12 leyt- ið, og svo aftur um kl. 4 síðdegis. Róið var stutt út. Okkur Magnúsi, kunningja.mínum þótti gaman að róa og sigla bátnum. Á honum var gott segl og fokka og góðar Heldur mikil efnisfátækt árar, en það leið langur tími áð- 17"ONA nokkur skrifar: ur en pabbi leyfði okkur að fara \ IV „Síðastliðið laugardagskvöld tveimur einum á bátnum. Hann sátum við hjónin að venju og reri venjulega með okkur tvo ætluðum að hlusta á útvarpsleik- smástrákana. Loks kom að því að ritið. Veikindi komu í veg fyrir við fengum að fara einir, og vor- I að auglýst leikrit yrði flutt, og um við ekki seinir að tygja okkur er ekkert við því að segja. Leik- af stað. Eftir að pabbi hafði lagt | arar veikjast eins og aðrir. En okkur lífsreglurnar, tókum við heldur þótti mér það lýsa mikilli nokkra steina í bátinn og ýttum ■ efnisfátækt hjá útvarpinu, þegar úr vör, settum svo upp seglið og 1 í staðinn var endurtekið leikrit, báturinn skreið á fulla ferð. Þá | var ekki margt að í lífinu. ! Mest þótti okkur gaman að siglai eins og segir í vísunni: Að sigla á fleyi og sofa í meyjar faðmi ýtar segja yndið mest og að teygja vakran hest. Svona var vinnan í þá daga, sem leikið var á ágústmánuði síð- astliðnum, fyrir aðeins 8 mánuð- um. Var ekkert efni til, sem við útvarpshlustendur vorum ekki nýbúnir að heyra? Ef til vill hef- ur ekki verið tími til að grafa dýpra eftir eldra efni, en við hjónin vorum vonsvikin yfir að fá ekki annað en þetta, sem okk- ur fannst við næstum kunna orði til orðs. ingur ieggur til að hafnar verði módelrannsóknir á veiðarfærum". Módelrannsóknir á veiðarfær- um er ekki neitt, sem þarf að „hefja“, því að þær hafa verið stundaðar hér um langt árabil í Sundlhöll Reykjavíkur og á sjó í nágrenni Reykjavíkur. Árangur af þessum tilraunum er meðal ann ars hin fræga Breiðfjörðsvarpa, sem fært hefur íslenzku þjóðarbúi tugmilljóna aflaaukningu, og hlot ið alþjóða einkaleyfisviðurkenn- ingu. Því hefði verið réttara að segja, að auka þyrfti modeltilraun ir með veiðarfæri, og geta allir fyllilega verið sammála um það. Annars er það um modelrannsókn ir að segja, að yfirleitt fara flest- ar tilraunir í heiminum fram á modelstigi vegna hins geysilega mismunar á kostnaði. Menn beri saman verð lítillar modelvörpu, sem dregin er eftir Sundhöllinni, og verð stórrar auk togara til dráttar, sem kostar 25—30 þús- unlir króna á sólarhring. Saga hinna íslenzku veiðitækja tilrauna, sem ríkið hefur séð um, er hin mesta hörmungarsaga. (1 öðrum löndum eru það fyrirtækin sjálf, sem kosta tilraunir, og eru nógu fjársterk til þess, en því er því miður ekki þannig farið hér). Þótt ótrúlegt sé, þá er þetta svo fyrst og fremst vegna þekkingar og skilningsleysis ráðamanna á gildi og nauðsyn tilrauna, og hvers sé að vænta, ef tilraunirnar bera árangur. Til glöggvunar geri menn sér ljóst, hver orðið hefði vöxtur og viðgangur hins þýzka eða bandaríska iðnaðar og at- vinnulífs, ef f járveitingum til til- raunastarfsemi hefði verið varið þar á sama veg og hér til íslenzks sjávarútvegs. Mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum verja upp í 7% af heildarveltu sinni til tilrauna- starfsemi. (Stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna hefur um 12 þús- und milljóna veltu á ári eða sem svarar til 25% af þjóðartekjum Kína eða Stóra-Bretlards). Út- flutningsverðmæti íslenzkra sjáv- arafurða á sl. ári námu um 1000 milljónum króna, en á síðustu fjárlögum var varið til fiskileit- ar, þar innifalin síllarleit, og til veiðitilrauna alls 1,7 milljón kr. Sést af þessu, hver óskaplögur mismunur er á okkar ráðum, og þeirra, sem mesta reynslu hafa í þessum efnum. Er hægt að kenna um fjárskorti, því að á sl. 12 ár- um hefur verið varið 80 milljón- um í pólitíska fjárfestingu í ca. 460 kjósendur á Seyðisfirði, og í gangi er prógram um rafvæðingu dreidbýlisins, er mun kosta á 10 áruim aldrei undir 500 millj. kr., en mun gefa tiltölulega lítinn arð? Þegar athugaður er árang- ur af modeltilraunum Agnars Breiðfjörðs, sem kostuðu nokkrar tugþúsundir og skapað hafa afla- aukningu, er nemur tugmilljónum og fiskileit á togurum, sem hafa að mestu verið borgaðar með afla þeim, er fengist hefur við leitina, en opnað togaraflota okkar að mestu eða öllu miðin við Austur- Grænland og Nýfundnaland, og fært íslenzku þjóðarbúi hundraða milljóna tekjur, vaknar þessi spum ing, sem enginn maður á Islandi á skynsamlegt svar við: Hvernig stendur á því, að ekki hefur verið lögð á það fyrst og fremst á- herzla af þeim mönnum, ,em ráð- staíað hafa fjármunum þjóðar- innar að tryggja þessum tilraun- um allt það fjármagn, sem þær þyrftu á að halda, þegar þessi stórglæsilegi árangur er stað- reynd? Og þessi spuming orsakar alvarlegan höfuðverk hjá þeim mönnum, sem um þessi mál hugsa, er þeir sjá árlega glatast hundr- uð milljóna, sem hægt væri að taka úr síldarstofninum við suð- vestur Isl-and vegna þess að ekki er fundin aðferð til að veiða þessa síld í troll. I dag er fjöldi ára síðan flotvarpan kom til sögunn- ar, en ennþá hefur ekki féngizt úr því skorið, hvort hægt er að fiska síld í hana eða aðra tegund togvörpu við ísland. Þó <tu svo miklir hagsmunir í veði, að ég fullyrði að enginn einn hlutur hefur haft meiri áhrif á efna- hagslíf Islendinga en þetta mun hafa, er það lánast. Og þessu er þannig farið á sama tíma og þjóð- in skapar ekki sjálf þau gæði, er hún neytir. Það væri athugandi að fá úr því skorið áður en farið verður að biðja um næsta betli- iá hjá Bandaríkjastjórn, hvort ekki er hægt á mjög einfaldan máta að auka svo verðmætasköpun þjóðarinnar að þessar leiðinlegu hungurgöngur hætti. Pétur Guðjónsson. Æskulýðsráð stof nar söf nuuar- klább ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hefir ákveðið að gangast fyrir stofnun söfnunarklúbbs fyrir börn og unglinga, og verður stofnfundurinn haldinn í tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50 kl. 8 í kvöld. Tilgangurinn með stofnun klúbbs þessa er að veita æsku- fólki, sem áhuga hefir á að safna steinum, skeljum, blómum og öðru úr ríki náttúrunnar, sem bezta aðstöðu hafa til þess að stunda slíkt. — Hefir Æskulýðs- ráð á að skipa hæfum mönnum, sem veita munu leiðbeiningar í þessum efnum og aðstoða unga fólkið við söfnunina. Mun að sjálfsögðu verða skipt í hópa eftir viðfangsefnum, enda þótt aðeins sé um einn klúbb að ræða. — Sameiginlegir fræðslufundir munu verða haldnir, og auk þess er gert ráð fyrir sérstökum söfn- unarferðalögum. —. Engin sér- stök aldurstakmörk gilda um þátttöku í söfnunarklúbbnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.