Morgunblaðið - 06.05.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.05.1959, Qupperneq 24
VEÐRIÐ Vaxandi SA-átt — rigning 100. tbl. — Miðvikudagur 6. maí 1959 Kjördœmamálið Sjá bls. 13 Togarirm farirm heim Alhert elti hann 100 milur út EINS og kunnugt er af fregn- um, stóð varðskiptið Albert brezka togarann Ashanti að ólög legum veiðum næstum 9 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna 29. f.m. eða fyrir tæpri viku síðan. Brezkt herskip hindraði frekari aðgerðir þá, en lofaði að leita nánari fyrirmæla frá yfirboður- um sínum. Síðan hefur varðskip ið ætíð fylgt togaranum og her- inu. Rétt fyrir hádegi í dag barst loksins svar herskipsins, er var á þá leið að eigendur Ashanti hefðu fyrirskipað honum að halda til Englands, og setti hann þegar á ferð út. Fylgdi varðskip- 14 fyrir innan — 50 fyrir ntan ið Albert honum eftir um 100 sjó mílur á haf út, en herskipið Bar- rosa fór með og hindraði frekari aðgerðir. Var þessu mótmælt af varðskipinu, og er málið nú í höndum ríkisstjórnarinnar. þeirra. Gunnar á Bergs- skála látinn ÞANN 30. f.m. andaðist í sjúkra- húsinu á Sauðárkróki, Gunnar Einarsson, bóndi á Bergskála á Skaga, mjög kunnur hagyrðing- ur og ágæt refaskytta. Hann var barnakennari sveitarinnar í fjölda mörg ár og mikil eftirsjá að hon- um fyrir sveit hans og héraðið. Kona hans, Halldóra Traustadótt ir, lifir mann sinn ásamt börnum SEM stendur halda 4 brezk her- skip uppi gæzlu á 3 svæðum til ólöglegra veiða fyrir brezka tog- ara. Eitt þeirra er út af miðjum Vestfjörðum, en hin 2 fyrir Suð- austurlandi, á svæðinu frá Ing- ólfshöfða að Papey. Á Vestfjarð- arsvæðinu voru í morgun 6 tog- arar fyrir innan fiskveiðitakmörk in og 8 fyrir utan og síðari hluta dags var 1 fyrir innan við Ingólfs höfða og 7 út af Lónsbug. Á sama svæði fyrir Suðausturlandi voru hins vegar 42 brezkir togarar að veiðum fyrir utan fiskveiðitak- mörkin. Frá 2. þ.m. hafa engir brezkir togarar verið að veiðum á Selvogsgrunni eða öðrum mið- um við Suðvesturland. Þór skaut og togarinn ílúði 30. APRÍL s.I. kom varðskipið Þór að brezka togaranum Arctic Viking, sem var ein- skipa að ólöglegum veiðum 6 jrjómílur innan takmarkanna suður af Reykjanesi. Gaf varð skipið togaranum stöðvunar- merki m.a. skaut það nokkr- um skotum eins og venja er í slíkum tilfellum, en togar- inn dró inn vörpu sína sem bráðast kallaði á aðstoð brezku herskipanna og setti á fulla ferð út. Nokkru síðar kom herskipið Contest á vett- vang hætti þá eltingaleikur- inn. KÓPAVOGUR Sumarfagnaffur Sjálfstæðis- manna í Kópavogi er í Félags- beimili Kópavogs í kvöld kl. 8,30. Dagskrá: Ávarp: Ólafur Thors Bingó Dans Aðgöngumiðar afhentir í skrif- stofu félagsins, Melgerði 1, kl. 17—19 í dag. Vormót að Hellu SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Fjölnir, FUS í Rangár- vallasýslu, efna til vormóts að Hellu laugardaginn 23. maí n. k. Ingólfur Jónsson alþingismað- ur mun halda ræðu á mótinu. Verður vel vandað til skemmti- atriða, m. a. fluttur leikþáttur og sunginn einsöngur. Að lokum verður stiginn dans. Sjálfstæðisfólk á Suðurlandi er hvatt til þess að fjölmenna til mótsins. Innan v/ð 2 m. voru á milli herskipsins og varðskipsins Réttarrannsókn út af glannalegri siglingu brezka skipsins Contest AÐ beiðni Landhelgisgæzlunnar, fór fram í gær fyrir sjódómi réttarrannsókn út af meintri til- raun eins af brezku herskipun- um hér við land, til þess að valda árekstri milli þess og varðskips- ins Maríu Júlíu. Áður en málið var tekið fyrir hafði lögfræðingi brezka sendiráðsins hér verið tilkynnt um málið, en það óskaði eigi eftir að fultrúi þess mætti við réttarrannsóknina. Er þetta í fyrsta skipti sem hér er haldin réttarrannsókn vegna kæru á hendur herskipi í brezka flot- anum. Bjarni K. Bjarnason, fulltri borgardómara, var forseti sjó- dómsins, en meðdómendur þeir Pétur Björnsson skipstjóri og Jónas Jónasson skipstjóri. Atburðirnir þeir er réttar- rannsókn þessi snýst um gerðust út af Reykjanesi og á Selvogs- banka dagana 29. og 30. apríl síðastliðinn. Hafa blöðin skýrt 1 stórum dráttum frá þeim. Lárus Þorsteinsson, skipherra á varðskipinu María Júlía, kom fyrst fyrir dóminn. Þar gerði hann grein fyrir fyrstu atrennu brezka varðskipsins H. M. S. Contest að varðskipi hans, en þær sem á eftir fylgdu, voru allar eins og sú fyrsta. Herskip- ið kom brunandi á fullri ferð á eftir hinu litla varðskipi Maríu Júlíu, dró það skjótlega uppi, fór fram með stjórnborðshlið þess í lítilli fjarlægð frá skipinu, og snarsveigði síðan i veg fyrir varðskipið. Skipsmenn á M. J. veittu því eftirtekt, að skipið dró á eftir sér stálvír og var hann festur í flotholt eða eitt- hvað því um líkt stykki. Lárus skipherra kvaðst hafa gefið skip un um að hægja ferð skipsins og sveigja frá varðskipinu, en það brunaði áfram og var bráð- lega aftur komið í kjölfar M. J. Þannig myndaði herskipið nokk- urs konar herkví. — Skipverjar á Maríu Júlíu gátu síðar betur áttað sig á dufli því, er herskip- ið dró á eftir sér, til þess að tefja för varðskipsins. Taldi Lár ur skipherra hér hafa verið um að ræða tvo tveggja mtr. sívaln- inga, sem mjókkuðu til beggja enda, og voru sennilega um 50 sentimetra, þar sem þeir voru sverastir. Þannig atrennur end- urtók herskipið í sífellu. Lárus gat einkum um eitt dæmi þess- arar glæfrasiglingar herskipsins. Sagði hann, að herskipið hefði þá stefnt á skip sitt, og hafi það eigi sveigt af leið fyrr en árekst- ur virtist yfirvofandi. Fór her- skipið þá svo nærri Maríu Júlíu, að bilið milli skipanna var ekki yfir 2 metra, sagði Lárus skip- herra. Gekk sjór vegna frákasts- ins frá herskipinu inn á þilfar varðskipsins. Við réttarrannsóknina skýrði Lárus skipherra frá því, að það hefði augljóslega verið tilgang- urinn með þessum aðgerðum her skipsins Contest, að hindra það að María Júlía gæti sinnt gæzlustörfum á lögbrotasvæðum brezkra togara, svo og að sigling skipsins og víraútbúnaðurinn, sem herskipið dró á eftir sér, hafi veríð til þess gert, að María Júlía skyldi sigla á herskipið eða stálvírinn. Til þess að forðast árekstra, hafi María Júlía ætíð þurft að gera sérstakar ráðstaf- anir. Kvað skipherrann á Maríu Júlíu hina óforsvaranlegu sigl- ingu herskipsins hafa varðað við 24.—22.—23. og 28. gr. hinna al- þjóðlegu siglingareglna. Lárus skipherra kvaðst t d. hafa látið skipið reka og leitað upp undir land, m.a. til þess að reyna að tryggja öryggi skips og skipshafnar. Daginn eftir að þetta gerðist, hafi María Júlía enn hitt hið brezka herskip á Selvogsbanka, og hóf það þá þegar upp aðgerðir gegn varðskipinu, sem þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður gat rækt skyldustörf sín og skrifað upp brezka lögbrotatogara. Síðdegis þennan dag, eftir að orðaskipti höfðu fram farið milli skipanna, hætti brezka herskipið hinum stór hættulegu aðgerðum sínum gegn Maríu Júlíu, og hindraði ekki varðskipið við gæzlustörf eftir það. # Selsvörinni ÞAÐ er hvergi vorlegt á ís- landi um þessar mundir. — Nístandi norðan kuldi dag hvern. Um norðanvert landið hefur verið snjókoma, en um það sunnanvert úrkomulaust, en kalt. Undir húsveggjum í skrúðgörðum Reykvíkinga má víða sjá blómstrandi páska- liljur og önnur falleg vorblóm, en þau eiga erfiða daga í þess- ari kuldátíð. Esjan er kulda- leg og sama máli gegnir þeg- ar horft er út á Flóann vest- ur við Selsvör, en þar er þessi mynd tekin. Ekki eru horfur á að hlýrri loftstraumar nái til landsins, a. m. k. ekki í bráð. (Ljósm. Gunnar Rúnar) Trúnaðarmannaiundur S.U.S. ú Akureyri og í Borgurnesi LAUGARDAGINN 9. maí n.k. hefur Samband ungra Sjálfstæð- ismanna boðað til fundar á Akur- eyri með trúnaðarniönnum sín- um í Norður- og Suður-Þingeyj- arsýslu, Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri. Daginn eftir, sunnudaginn 10. maí, verður haldin fundur í Borgarnesi með trúnaðarmönn um SUS í Mýrarsýslu, Borgar- fjarðarsýslu, Dalasýslu og Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu. Nú þegar hafa verið haldnir tveir slíkir fundir, að Hellu á Rangárvöllum 26. apríl og í Ból- staðarhlíð í Austur-Húnavatns- sýslu 2. maí. Til fundarins að Hellu komu trúnaðarmenn SUS í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, og trúnaðar- menn í Vestur- og Austur-Húna- vatnssýslu og Skagafjarðarsýslu sátu fundinn í Bólstaðarhlíð. Á báðum fundunum tóku marg ir til máls auk framsögumanna og var auðheyrt ,að mikill áhugi ríkir meðal sjálfstæðismanna um framgang Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. AKRANESI, 4. apríl. — Kvik- myndin um bandaríska prédik- arann Billy Graham var sýnd í Bíóhöllinni hér á laugardags- kvöldið. Allur aðgangseyrir rann til íslenzka kristniboðsins í Konso í Afríku. Oddur.— Atta vikulegar ferðir fil Hafnar Sumaráœtlun Flugfélags Islands gengur í gildi SUMARÁÆTLUN Flugfélags ís- lands er nú að ganga í gildi, en samkvæmt henni verður ferðum bæði í innanlands og utanlands- flugi fjölgað smám saman fram í júní. Þaðan í frá verða viku- lega 9 ferðir til útlanda með Vis- count-flugvéium félagsins. Verða daglegar ferðir til Kaupmanna- hafnar — og tvær á laugardögum. Jafnframt daglegar ferðir til Stóra-Bretlands. Aðrir viðkomu- staðir verða eins og í fyrra: Glas- gow, Olsó, Hamborg og Lund- únir. Á laugardaginn voru rétt tvö ár liðin frá því að Viscountflug- vélarnar komu til landsins. Hafa þær reynzt mjög vel í hvívetna. Það telst m.a. til tíðinda, að aldrei hefur orðið vart bilunar í hreyfl- um þeirra, ekki einu sinni smá- bilunar. Þó er hver hreyfill bú- inn að ganga í um 1,800 stundir. Þessir hreyflar, sem eru af Rolls- Royce gerð, eru nú orðnir þraut- reyndir og láta allir eigendur Viscount-flugvé'la mjög vel af þeim. Á þessum tveimur árum hafa flutningar á millilandaleiðum aukizt til muna. Sérlega hefur vænkast hagurinn á flugleiðinni Glasgow — Kaupmannahöfn — Glasgow og eru fyrirsjáanlegir miklir flutningar þar í sumar. Skymasterflugvélin Sólfaxi verður nú í fyrsta sinn reglu- lega í innanlandsflugi, en Vis- countflugvélarnar munu einnig hlaupa þar í skörðin. Mest verð- ur flogið til Akureyrar í sumar, daglega kvölds og morgna og einnig usj miðjan dag þrisvar í viku. Fjóra daga vikunnar verð- ur farið tvisvar til Vestmanna- eyja, en aðra daga einu sinni. Alla virka daga flogið til ísa- fjarðar og til Egilsstaða alla daga nema mánudaga. Alls verður flogið frá Reykjavík til 20 staða úti á landi og einnig milli byggð arlaga fjarri Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.