Morgunblaðið - 22.05.1959, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.1959, Page 2
0 MORGTJISRI.AÐIÐ Föstudagur 22. rnaí 1959 Bæsarstjórn ræðir skiptivinnu á vörubílavinnu, sem bærinn fram- kvæmir Mæðradafjurinn á sunnudaginn Fátækar mæður njóta góðs af merkjasölunni A BÆJARSTJ ÓRNARFUNDI í gær var rætt erindi, sem komið hafði fram frá Vörubílstjórafé- laginu „Þróttur" í febrúar, þar sem farið er fram á að nú verði tekin upp „skipuleg skiptivinna“ á allri vörubílavinnu, sem Reykja víkurbær og fyrirtæki hans kaupa út, milli þeirra félags- manna „Þróttar", sem skráðir eru atvinnulausir hverju sinni og Þrótti sé sköpuð aðstaða til að fylgjast með skiptingunni. Alllöng greinargerð fylgdi frá Þrótti með þessum tilmælum. Er þar sagt, að á undanförnum ár- um hafi ríkt alvarlegt atvinnu- leysi í stétt vörubílstjóra hér í bæ og sé bæjarráði vel um það kunnugt, að á undanförnum ár- um og þá aðallega þann árstíma, sem þetta sívaxandi atvinnuleysi er hvað sárast, hafi verið óskað eftir skiptingu í bæjarvinnunni og er þess nú farið á leit að hún verði skiplögð á þann hátt að félagið „Þróttur" fái að fylgjast með, hvernig hún er framkvæmd. Erindi Þróttar var sent stjórn Ráðningarskrifstofunnar, en hún ræddi það á þremur fundum og varð ekki sammála um afgreiðslu erindisins. Meirihluti stjórnar- innar tók fram í áliti sínu, að regla hefði verið undanfarin ár, að skiptivinna hefði verið fram- kvæmd í bæjarvinnunni mánuð- ina nóvember til marz, yfir há- veturinn, þegar önnur vinna hef- ur dregizt saman, t.d. byggingar- vinna. Er talið í álitinu, að mörg atriði komi til greina, og þá m.a. það að margir vörubílstjórar, sem nú eru í bæjarvinnunni hafa unnið þar 15—20 ár og sumir lengur. Segir að á stríðsárunum, þegar setuliðið var hér, hafi ver- ið erfitt að fá vörubíla í bæjar- vinnuna, þar sem bílstjórar fengu margfalt fyrir vinnu hjá setulið- inu. En þá hafi þeim bílstjórum sem vildu vera í bæjarvinnunni verið lofað því, að þeir skyldu fá fasta vinnu, ef þeir vildu halda áfram hjá bænum, en það hafi verið eðlilegt eins og þá var ástatt. Þá segir, að verkstjórar séu almennt andvígir algerri skiptivinnu og telja hana óheppi- lega og hún trufli vinnuna. „Þegar nýir bílstjórar komi í vinnuna séu þeir ókunnugir þeim störfum sem þeir eigi að vinna og bílarnir og bílstjórarnir mis- jafnir. Samhæfni við verkamenn- ina verður þá ekki nægilega góð til þess að verkið gangi vel. Þeir bílstjórar sem nú eru í bæjar- vinnunni eru öllum verkum kunn ugir hægt er að nota þá til allrar vinnu og yfirleitt með góða bíla. Verkstjórarnir telja sig flestir ekki geta án þeirra verið“, segir í álitinu. í lok álits meirihluta stjórnar Ráðningarstkrifstofunnar er tal- ið til upplýsingar fyrir bæjarráð, að frá áramótum til 15. marz hafi alls 101 vörubíl- stjóri verið í vinnu hjá bænum lengri eða skemmri tíma, en yfir- leitt er fjöldi þeirra um 60, svo af þessu sé Ijóst að um nokkra vinnumiðlun hafi verið að ræða. Einn af stjónendum Ráðningar- skrifstofunnar vildi láta fallast á erindi Þróttar. Þegar málið var svo rætt í bæj- arráði eftir að Ráðningarskrif- stofan hafði úm það fjallað, vildu bæj arfulltrúar Sj álfstæðisflokks- ins styðjast við álit meirihluta stjórnar Ráðningarskrifstofunnar og afgreiða málið samkvæmt því. Magnús Jóhannesson bftr. (S) tók til máls á bæjarstjórnarfund inum í gær og lýsti þeim atrið- um úr áliti Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, sem nefnd eru hér að ofan. Taldi MJ. að mjög væri „óeðlilegt“, að taka upp slíka skiptivinnu, sem Þróttur" fer fram á nema þá um hreina atvinnubótavinnu væri að ræða og væri alltaf hætta á að sxíkt fordæmi hefði það í för með sér að önnur stéttarfélög mundu e.t.v. heimta sams konar rétt og gæti slík einsdæmi orðið nokkuð afdrifaríkt. Hann lagði á það áherzlu, að vinnuskipting væri tíðkuð um háveturinn og það væri Ijóst af þeirri bílatölu; sem væri í vinnu hjá bænum, að mik- il skipting á vinnu ætti sér stað, þó hins vegar væri ekki á það fallizt að hafa skipulagða skipt- ingu á allri vinnu eins og „Þrótt- ur“ færi fram á. , Einar Ögmundsson bftr. (K) taldi, að ástæður meirihluta stjórnar RáðningaTskrifstofunn- ar og forstjóra hennar, væru mjög haldlitlar og hefðu t.d. mjög fáir vörubílstjórar verið í bæjarvinnu á stríðsárunum, sem væru þar nú. Taldi hann að mik- ið ósamræmi væri milli teknanna hjá vörubifreiðastjórum, þar sem sumir hefðu e.t.v. brúttótekjur um og yfir 200 þúsund en aðrir miklu minna og jafnvel svo lítið að selja yrði atvinnutæki þeirra fyrir sköttum. Björgvin Frederiksen bftr. (S), spurði þá Einar Ögmundsson, sem er formaður Þróttar, hvort það væri rétt að á stöðinni væru menn, sem ættu fleiri en eina bif- reið og þegar talað væri um svo miklar brúttótekjur, að þær nemi jafnvel á 3. hundrað þúsund kr., þá vær ekki óeðlilegt, þótt spurt væri um það, hvort ekki gæti komið til greina ein- hver skipting innan frá frá fé- laginu sjálfu í stað þess að gera það með einskonar valdboði utanfrá. Það stæði félagsmönn- um næst að lcoma sér sjálfum saman um skiptingu á vinnu. Á s.l. ári mundi Reykjavíkurbær hafa greitt 14 millj. samtals til vörubifreiðastjóra fyrir vinnu hjá þeim og mundi það nema um 55 þús. kr. á hvern bílstjóra. Væri því augljóst að hér væri um miklar tekjur að ræða og ekki óeðlilegt að Þróttarmenn sjálfir tækju sig saman um að skipta þeim á milli sín. Guðmundur J. Guðmundsson, bftr. (K), tók til máls og endur- tók að mestu ræðu Einars Ög- mundssonar, en viðhafði allstór- orðar dylgjur í garð Reykjavík- urbæjar um óheiðarleika af hálfu Ráðningarskrifstofunnar í sambandi við útdeilingu vörubíl- stjóravinnu. Magnús Jóhannesson, bftr., tók aftur til máls og sagði það athyglisvert, að ekkert af tölum eða staðreyndum væru í greinar- gerð Þróttar, en hins vegar alls konar staðhæfingar, sem væru gersamlega órökstuddar, auk alls konar fullyrðinga og þar bæri jafnvel á dylgjum í garð Ráðningarskrifstofunnar, sem ekki hefði við nein rök að styðj- ast. Kom M.J. fram með tölur, sem sýndu að atvinnuleysi væri nú sízt meira meðal bifreiða- stjóra en verið hefði undanfarin ár, þannig að það væri engin frekari ástæða til þess að taká skipulagða skiptingu vinnunnar upp nú heldur en verið hefði áður. Tillaga Sjálfstæðismanna í bæj arráði var samþykkt í bæjar- stjórn með 10 atkvæðum gegn 4 og málið þannig afgreitt. VESTMANNAEYJUM, 19. maí. Eftirfarandi tillögur voru bornar fram og samþykktar með öllum atkvæðum, útgerðarmanna og sjómanna, á almennum fundi í Akogeshúsinu sl. þriðjudag. 1. Fundurinn telur alvarleg mis- tök í úthlutun humarleyfa á miðum Vestmannaeyjabáta, þar sem Bæj arf ógetaembættinu í Vestmannaeyjum hefir verið falið úthlutun humarleyfa til báta skrásettra í Reykjavík, Keflavík og Árnessýslu. 2. Ennfremur telur fundurinn að betur hefði átt að athuga með stærð humarveiðibáta. Mjög varhugaverð leið, telur fund- urinn að sé farin, þegar skip allt að 190 brúttótonn fá veiði- ley.fi í landhelgi og spyr hvað hindri nýju togskipin að fá hliðstæð leyfi? Fundurinn álítur að fyllsta athugun hefði átt að ríkja með stærð bátanna og þá jafnframt kannaðir möguleikar stærri báta og skipa til annara veiða. Á SUNNUDAGINN er hinn ár- legi mæðradagur. Þann dag bera Reykvíkingar litlu bleiku blóm- in frá Mæðrastyrksnefnd og stuðla þannig að því að fátækar mæður og börn fái sumarvist í sveit. Merkin verða afhent í öll- um barnaskólum í Reykjavík og Kópavogi og á skrifstofu nefnd- arinnar frá kl. 9,30 á sunnudags- morgun og . eru það tilmæii Mæðrastyrksnefndar að Reyk- víkingar hvetji börn og unglinga til að selja mæðrablómin. Mæðrastyrksnefnd byrjaði starf semi sína árið 1934 eða fyrir 25 árum, og var tilgangur hennar á eins og nú að styrkja fátækar mæður og börn til að kornast í sveit. Byrjað var í smáum stíl, mæður og börn bjuggu í tjöld- um, enda söfnuðust ekki nema 800 kr. fyrsta mæðradaginn. í fyrra var ágóðinn af sölu mæðra blómsins 106 þús. kr. Nefndin hefur komið upp mæðraheimili í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit, þar sem 30 konur dvöldu með Samanber snurpinót, hringnót og jafnvel reknet. 3. Fundurinn harmar aðgerðar- leysi og afstöðu Alþingis, til dragnótaveiða innan fjögurra mílna markanna, bátum allt að 35 brúttotonn að stærð. Teljum við torvelt skilningi vorum að ekki skuli verða gefnir mögu- leikar, innan viturlegra marka, nýta þau auðæfi og tæki, sem fyrir eru í nýtingu skarkola og sólkola. Fundurinn telur að hér aðsleyfi eigi hér að ríkja og nefnir mánuðina maí—júlí, sem hentugasta fyrir Vestmanna- eyjar. Framdi sjálfsmorð SALZBURG, 21. maí. — Mariza Hrasovcak, júgóslavnesk flótta- kona, framdi sjálfsmorð í fang- elsi hér í dag með því að eta skóáburð. Astæðan var ótti við að verða send til heimalandsins. 90 börn í fyrrasumar, í þremur hópum, auk þess sem 30 einstæð- ar gamlar konur hvíldu sig þar í 8 daga. Voru þær ákaflega hrifnar af þessu tækifæri til að hvíla sig í sveitinni og kölluðu dvalartímann sæluvikuna. Húsið í Hlaðgerðarkoti er nú fullbúið, og verður keppt að því að ganga frá lóðinni í kring í sumar. Hvernig það gengur fer eftir því hve vel blómasalan geng ur á sunnudaginn. Því fleiri blómamerki, þeim mun fleiri blóm kringum mæðraheimilið. Sumardvölin í Hlaðgerðarkoti hefst um mánaðarmótin júní- júlí í sumar og mun Mæðrastyrks nefnd byrja á næstimni að taka á móti umsóknum um dvalarvist frá fátækum mæðrum. Skrifstofa nefndarinnar er opin alla daga nema laugardaga frá 2—4. Frú Auður Auðuns lögfræðingur nefndarinnar, er þar til viðtals á mánudögum, en frú Svava Matthiesen aðra daga. Að Mæðrastyrksnefnd standa 22 reykvísk kvenfélög og eigaþau öll fulltrúa í nefndinni. Formað- ur er frú Jónína Guðmundsdóttir. Dr. Alexander Jóhannesson formaður Flu"- málafélagsins AÐALFUNDUR Flugmálafélags íslands var haldinn í Tjarnarcafé miðvikudaginn 29. apríl sl. For- maður, Hákon Guðmundsson. hæstaréttarritari, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Björn Jónsson, en fundarritara Gið- brand Magnússon. Síðan fóru fram venjuleg venjuleg aðalfund arstörf. Skýrsla formanns var mjög greinargóð um störf félagsins. — Félagið stóð fyrir svifflugmóti að Hellu á Rangárvöllum síðastliðið sumar, sem stóðu í viku. Það var mjög kostnaðarsamt fyrir fé- lagið eða um kr. 25.000,00. Sagði formaður að svifflug væri ágæt- ur undirbúningsskóli fyrir flug- menn, en til þess þyrfti ríkið að kosta meiru til en gert væri. Síðan var gengið til stjórn- arkosninga: Formaður baðst undan endurkosningu, en for- manns kosningu hlaut Dr. Alex- ander Jóhannesson prófessor fyr- ir þetta starfsár. Úr stjórn áttu að ganga Ásbjörn Magnússon og Björn Pálsson og báðir endur- kosnir. Fyrir voru í stjórn Páll B. Melsteð og Björn Br. Björns- son kosnir til tveggja ára. — í varastjórn hlutu kosningu Einar Pálsson, Hafsteinn Guðmundsson og Björn Jónsson. Endurskoð- endur voru endurkosnir Sigurður Jónsson og Gunnar Jönasson. Töluverðar umræður urðu um málefni félagsins. Sænskur togari í landhelgi TRELLINGBORG, 21. maí. — Sænskur togari kom hingað til hafnar í dag og sagði sínar farir ekki sléttar. Hafði hann verið tekinn að veiðum innan 12 mílna landhelgi Rússa í Eystrasalti og farið með hann til hafnar í Pion- erskiy. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk og auk þess var skipstjórinn sektaður. Rússneska leynilögreglan yfirheyrði áhöfn- ina lengi og að því er áhöfnin sagði — til þess að rannsaka hvort hinar ólöglegu veiðar hefðu staðið í sambandi við njósnir. Það væri of mikið að segja, að Gromyko sé maður dagsins í Genf. En sakir hinnar annariegu utanríkisstefnu Rússa á utanríkisráðherrafundinum hefur Gromyko vakið mikla athygli og hann hefur vart frið fyrir fréttaniönnum og ljósmyndurum, þegar hann sést utan dyra. Gromyko er á miðri myndinni, en Zorin, aðstoðarutanríkisráðherra Bússa, er til hægri. Óánœgja í Eyjum meö veitingu humarveiöileyfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.