Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 20

Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 20
20 MORCUNfíT.AÐlÐ Föstudagur 22. maí 1959 Með öruggri eðlisávísun hafði Hugo Bleicher farið inn á þá einu leið, sem lá til þess að kom- ast að síðustu leyndarmálum „Læðunnar". En það var eitt, sem hann hafði ekki gert ráð fyrir. Það var, að svo gæti far- ið, að hann kveikti það bál í hjarta þessarar dularfullu konu, sem gæti orðið honum sjálfum hættulegt. Það bar að vísu ekkert á þess- ari hættu enn, þegar Bleicher og „Læðan“ óku þetta nóvember kvöld um götur Parísar til þess að éta kvöldverð saman í ann- að skiptið. „Hvert á nú að fara í kvöld“, spyr Matthildur og er forvitin. „Ég sting upp á að við förum til „Maxim“, í Rue Royal, ef þér eruð á því“, svarar Bleicher. „Er það ekki nokkuð dýr ánægja fyrir yður, að fara með konu, sem er franskur njósnari, í viðhafnarsali og valda þeim vafasömu áliti? “ segir „Læðan“ stríðnislega. „Raunar er það svo, þegar það e réttur og sléttur undirfor- ingi, sem á seðlaveskið". Bleic- her átti sjálfstraust og hirti ekki um að dyljast lengur. „Til allr- ar hamingju er til eitthvað, sem kallað er risnufé". „Læðan" brosir og er vantrú- uð. „Þér ætlið þó víst ekki r.ð telja mér trú'um það, að þér séuð að- eins undirforingi? Ég hélt að þér væruð höfuðskepna við herinn“. „Þar vaðið þér í mikilli villu, frú mín góð!“ segir Bleicher háðslega. „En oft hef ég í raun og veru meira umboð en margur hershöfðinginn. Og oft verð ég að láta undan síga fyrir einhverj um flækings liðþjálfa“. „Verðið þér þá líka að sofa í hermannaskála", spyr „Læð- an“?“ „Nei — ég hef einkaíbúð í Paris“, svarar Bleicher hrein- skilnislega. „Þetta er undarlegt. Það er sléttur og réttur undirforingi, sem talar frönsku eins og Frakki má vera óeinkennisklæddur, hef ur einkaíbúð í París og ekur í eig in vagni — og hefur þar að auki hershöfðingjatign. „Læðan“ er reglulega rugluð í ríminu. Þessi hávaxni Þjóðverji verður sífellt dularfyllri í augum hennar, óskýranlegri — og sífellt meira hrífandi. „Skömmu áður en ég var hand tekin, tilkynnti ég til Lundúna, að í herstöðvunum í París væri ástandið undarlegt“, tekur hún aftur til máls. „Ég skýrði frá því, að herforingjarnir töluðu ekki frönsku, að þeir tækju veiðar, kvenfólk og kampavín fram yfir herþjónustuna og fælu herstarf- ið á hendur þeim, sem lægra voru settir .... undirforingjunum „Ég veit um skeytasendingar yðar. En ég verð annars að hæla yður fyrir, hve góða vitneskju þér hafið fengið“, segir Bleicher og getur ekki að sér gert að hlæja. Síðan bætir hann við, um leið og hann glottir ánægjulega en gefur konunni, sem situr við hlið hans, nánar gætur: „Hvaðan vitið þér um þessi einkamál hers ins?“ „Frá SS — eða nánar tiltekið frá SD — frá Avenue Foch“, ját- ar „Læðan“ hreinskilnislega. Síðan skýrði hún Bleicher frá því, hvernig henni heppnaðist að komast í kynni við SD og fá svo mikla vitneskju, að engin önnur kona, sem var njósnari í síðari heimsstyrjöldinni, náði í slíka. Það var ódulin sigurhreimur í rödd hennar, þegar hún skýrði frá því, hvernig hún komst í sam band við SD í París sem „kjörinn fulltrúi Rauða krossins“ frá Lausanne — og það með nærri ófölsuðum skjölum. Hún kom undir því yfirskyni, að hún ætti að hjálpa föngum í fangelsum í París. Brátt komst „Læðan“ þá í kunningsskap við hávaxinn SS- foringja, bláeygan, Ijóshærðan mann, sem varð mjög ástfanginn af henni. Að lokum heppnaðist henni meira að segja að vera tal- in „leynistarfskona SD“. Þá bar hún dulnefnið: „konan með rauða hattinn". Með hjálp SD heppnað- ist henni meira að segja, að kom- ast hjá yfirvofandi handtöku ] fyrir nokkrum mánuðum og ] varna því, að leynilega sendi- j tækið fyndist. Það var í Rue du Colonel Moll, þegar miðunarsveit Halbe undirforingja var á hæl- unum á henni og hinn grunlausi. | gildi Prange hafði náð í hand- legginn á henni, en tveir SD- menn gengu á milli á síðustu stundu og skýrðu frá því, að „Læðan“ væri „leynistarfskona SD“. Matthildi er ennþá hlátur í hug, þegar hún minnist þess, hvernig þetta bragð heppnaðist. „Hver var hann í raun og veru, þessi dularfulli SS-foringi?“ spyr Bleicher. „Læðan“ verður dul og þung- búin á svipinn. „Sleppum því“, segir hún stuttlega. „Þessi mað- ur elskaði mig mjög mikið. Dag nokkurn var hann fluttur til Rússlands. Hann var alveg ör- vilnaður, því hann elskaði París. Honum féll ákaflega þungt að skilja við þessa borg — og við mig. Hann var dapur og sorg- mæddur vegna skilnaðarins og þá sagði hann mér meira en hann hefði getað borið ábyrgð á fyrir herrétti. „Læðan“ horfir allt í einu út í bláinn. „Annars er hann nú fall inn“, bætir hún við í lágum róm. Vagninn rennur hægt yfir hina breiðu Champs-Elysées, sem eru nærri auðir um þetta leyti kvöldsins. Myrkvunarglæt- urnar draga varla nokkra metra og það verður að aka hægt, enda þótt umferðin sé lítil. „Þér virðist annars hafa mæt- ur á hávöxnum mönnum“, segir Bleicher allt í einu háðslega. — „Fyrst var þessi langi Pólverji Czerniawski, síðan þessi SS- foringi------“ Allt í einu kemur honum í hug að hann er líka hávaxinn. Hann hættir í miðri setningu og hugs- ar hugsunina ekki til enda. Til allrar hamingju virðist „Læðan“ ekki hafa heyrt athugasemd j hans. Hún starir niðursokkin v.t j í myrkrið. Bleicher stöðvar vagn i inn framan við „Maxim“. Þessi 1 veitingastaður var í augum allr- ar veraldar ímynd loftsins í París, ímynd munaðar og hins töfrandi borgarbrags Parísar, og hann hélt nokkru af sínum forna ljóma jafnvel á öðru ári hinnar miklu styrjaldar. Bleicher leit snöggvast á úrið sitt. „Við höfum tæplega tvær klukkustundir", segir hann við Matthildi, „því að í þetta skipti má ég ekki koma of seint með yður aftur. Að öðrum kosti haf- ið þér komið yður út úr húsi hjá umsjónarkonu yðar fyrir fullt og allt“. Því næst gekk hann á undan með veitingastjóranum, sem vís aði þeim á borð. En „Læðan“ tek ur þá ákvörðun að snúa ekki aft ur til fangelsisins, hvernig sem fer, að minnsta kosti ekki lif- andi. „Þetta er eins og í lélegri kvik- mynd“, segir hún og brosir háðs lega til Hugo Bleichers. „Hin „mikla njósnakona" og mótleik- ari hennar, sem ekki er síður mikill. sitja í íburðarmiklu veit- ingahúsi við kavíar, humar og kampavín". — Hún deplar fram an í hann ástleitnum augum yfir glasið, sem hún lyftir. „Það er aðeins eitt, sem ennþá vant- ar------“ „Og hvað er það?“ „Auðvitað ástina, herra minn“. Snöggvast horfir hún á mann- inn, sem situr á móti henni. Hún horfir rannsakandi, með hálflukt augu, undan hinum löngu augna hárum. Varir hennar eru hálf- opnar, rakar og örvandi. En Þjóð verjinn er niðursokkinn í að at- huga öskuna af vindlingnum sín um. ,.Ást væri auðvitað algerlega gagnstæð fyrirmælunum“, bætir „Læðan" við, og málrómur henn- ar og látbragð er nú blátt áfram. Þó má heyra vott af vonbrigð- um vegna þess, að Bleicher tók ekki við því, sem svo greinilega var að honum rétt. „Ást væri nákvæmlega jafnt gegn fyrirmæl unum eins og þetta kampavín til dæmis“. „Hvaða fyrirmæli eru það?“ spyr Bleicher. „Fyrirmælin í njósnakennslu okkar. Eða ætlið þér að telja mér trú um, að þér vitið ekkert um menntun okkar?“ svarar Matt- hildur, og Bleicher veit ekki, hvort hún talar í háði eða skýr- ir frá staðreyndum. En „Læðan" heldur áfram, kát og ófyrirleitin. „í þrjá mánuði var okkur inn- rætt það í Vichy. í fyrsta lagi: Vertu aldrei ástfangin. í öðru lagi: Drekktu aldrei áfengan drykk, sem þér þykir góður. Það gæti svo farið, að þú drykkir of mikið af honum-------“ „Hvað er að heyra! Hún krefst æðimikillar sjálfsafneitunar, þessi staða, sem þér hafið valið yður“, segir Bleicher í stríðnis- róm. „Engin ást, ekkert áfengi. Það er ástæða til að vorkenna yður, vesalingnum!" „Starf mitt var engin „staða“, það var heiðursstarf, ef svo má að orði kveða. Aðrar dætur efn- aðra foréldra fara í listaskóla eða málanám — en ég fór í njósna- skólann". „Lukuð þér námi í Vichy, í njósnadeild fyrir byrjendur eða einnig fyrir þá, sem lengra eru komnir?“ „Það gat ekki verið um neinar deildir að ræða, herra minn“, svaraði „Læðan“. „Ég hafði þá ánægju, að njóta einkakennslu. Það var hálf tylft af herforingj- um úr Deuxiéme Bureau, sem lét sér mjög annt um mig. Sér- staklega var það hrífandi höfuðs maður nokkur — töfrandi maður í rauninni“. „Líklega hár og herðibreið- ur?“ Það er glettnissvipur í aug- um Þjóðverjans, en það er ekki hægt að koma „Læðunni” úr jafnvægi hið minnsta. „Auðvitað, — hár og herði- breiður. Hvað haldið þér ann- að? Það eru reglulegir karlmenn, sem ég elska------“ Aftur lítur hún á Bleicher, og augnaráð hennar er bæði ginn- andi og rannsakandi; það rifar aoeins í augun. Þetta augnaráð nær alveg tökum á Bleicher, og hinum verður allt í einu ljóst aftur, hve vel honum fellur í raun og veru þessi „gerð“, sem „Læðan“ liefur. Hann reynir ósjálfrátt að beina samtalinu að málefninu og snúa við blaðinu. „Kennsla þessara sex leyni- þjónustuforingja hefur þó lík- 1) Ó, pappi — þú ert alveg dá- gamlegur! 2) Á meðan: — Þessi skal fara hátt, Siggi. Bíddu, ég er orðinnn skotfæra- laus. 3) Linda, viltu vera svo góð að ná í skotakassann, sem stendur á byssuskápnum — það eru skot nr. 12. Sjálfsagt, Siggii lega ekki eingöngu snúizt um ást og áfengi? Hvað var þar ann- að að læra? Ef til vill hefur það verið, að nota gerviskegg og ósýnilegt blek?“ , „Vitleysa!" „Læðan“ finnur hvernig þessi Þjóðverji gengur henni úr greipum hvað eftir ann að. „Gerviskegg og ósýnilegt blek eru löngu úrelt. Það vitið þér eins vel og ég. En haldið þér annars í alvöru, að ég fari með ráðnum hug að segja yður frá öllum þeim brögðum og blekk- ingum, sem við- beitum við ykk- ur?“ „Hvernig ætti ég að halda það-------“. Bleicher hneigir sig og brosir háðslega. En því næst verður hann skyndilega alvarleg ur. „Þér eigið annað hrós skil- ið. Tilkynningar yðar voru nærri undantekningarlaust réttar. — Kennarar yðar geta verið hreykn ir af yður. Hvernig hafið þér far ið að því öllu saman------?“ „Læðan“ brosir ánægð. Henni þykir lofið gott, það svalar metn aðargirni hennar. „Oft var það mjög einfalt", segir hún hæverkslega. „Oft hef- ur það því miður einnig orðið að kosta blóð------“ Henni þykir nú gaman að þvi, að kæla dálítið hæðnisbrosið á vörum þessa þýzka risa, og að ávinna sér óblandna aðdáun hans. Hún hugsar ekki út í það, að svo gæti farið, að hann notaði sér frásögn hennar. Hún vill vaxa í áliti hjá honum, að kven- legum hætti og þar sem hún er kona, sem elskaði ævintýri, bauð hættunni heim og veit nú einnig, að hún hefur beðið lægra hlut. Það er ódulinn sigurglampi í augum hennar. þegar hún segir: „Ef þér viljið vita nákvæmlega I um það, þá höfðum við meira að segja sambönd í hótel „Lutetia", aðalstöðvum hers ykkar. Við byrjuðum þar meira að segja einu sinni mikið njósnastarf". „Hver fjandinn!" Bleicher virtist snöggvast glata stillingu sinni. Hreinskilni „Læðunnar'* gat stundum slegið vopnin úr höndum manns. „Hvernig hafið þér komið þessu meistaraverki í framkvæmd?" „Læðan“ hikaði snöggvast. — Síðan leit hún beint framan í Þjóðverjann. „Ég get sagt yður söguna. Vi8 misstum okkar bezta mann við það tækifæri. En þar sem hann er nú dáinn og ég þar að auki fangi, þá ljóstra ég líklega ekki upp neinu sérstöku leyndarmáli við yður úr þessu“. gjíltvarpiö Föstudagur 22. maí: Fastír liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Tónleikar (plötur). 20,45 Ýmislegt úr sögu Kolviðarhóls og Hellisheiðar, eftir handriti Skúla Helgasonar (Guðmundur G. Hagalín rithöfundur flytur). 21.30 íslenzk tónlist: Lög eftir Árna Björnsson (plötur). 21,50 Upplestur: Kvæði eftir Magnús Gíslason bónda á Vöglum (Bald- ur Pálmason). 22,10 Garðyrkju- þáttur: Paul Michelsen garð- yrkjubóndi í Hveragerði ræðir um innijurtir. 22,25 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). — 23,20 Dagskrárlok. Laugardagur 23. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 18,15 Skákþáttur -- (Baldur Möller). 19,00 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Tónleikar: Lög eftir Charlie Chaplin úr kvikmyndum hans (plötur). —■ 20,20 Leikrit: „Haust“ eftir Kristján Albertsson. — Leik- stjóri: Valur Gíslason. Leikend- ur: Valur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Rúrik Haralds son, Regína Þórðardóttir, Arndís Björnsdóttir, Haraldur Björns- son, Helgi Skúlason, Inga Þórð- ardóttir, Ævar Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Klemens Jónsson, Erlingur Gíslason og Þorgrímur Einarsson. 22,10 Danslög (plöt- ur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.